14:55
Fyrir alla muni
Petsamójakkinn
Fyrir alla muni

Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.

Sigurður og Viktoría fara og skoða jakka sem sagður er koma úr Petsamó ferðinni svokölluðu og mun hafa verið notaður sem gestabók um borð í Esjunni á leið hennar til Reykjavík frá Petsamo í Finnlandi. Um leið fræðast þau um þessa merkilegur ferð en flestir farþeganna voru Íslendingar sem höfðu dvalist um lengri eða skemmri tíma í Kaupmannahöfn og annarstaðar í Evrópu. Í ferðinni skapaðist mikill vinskapur milli ferðalanganna og þeir styttu sér stundir við ýmislegt á ferðalaginu sem svo sannarlega var ekki hættulaust.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 29 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,