Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Bryndís Klara Birgisdóttir var kjörin manneskja ársins 2024 af hlustendum Rásar 2 í lok síðasta árs. Bryndís lést eftir fólskulega árás í miðborg Reykjavíkur á menningarnótt í fyrra. Þar bjargaði hún lífi vinkonu sinnar þegar hún togaði árásarmanninn frá henni en hlaut í kjölfarið stungusár. Fjölskylda hennar hefur lagt mikla áherslu á að minningu hennar verði haldið á lofti og að sérstakt átak þurfi til að sporna gegn ofbeldi í samfélaginu. Í Kastljósi kvöldsins var rætt um Bryndísi, átakið sem fór í gang í kjölfar andláts hennar, og verkefnin framundan sem tengjast því, við þau Guðrúnu Ingu Sívertsen, skólastjóra Verzlunarskóla Íslands, Kristínu Sölku Auðunsdóttur æskuvinkonu Bryndísar og Guðna Má Harðarson, prest í Lindakirkju og fjölskylduvin til áratuga.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 18 mín.
Dagskrárliður er textaður.