Sænskir þættir þar sem þáttarstjórnendurnir Kattis Ahlström og Niklas Källner leita uppi fólk sem á rétt á arfi en veit ekki af því.
Danskir þættir þar sem við skoðum merkisdaga í lífi okkar. Í þremur þáttum segja þrjár ólíkar kynslóðir frá brúðkaupinu sínu, fermingunni og skírninni.
Í garðinum með Gurrý sýnir Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur áhorfendum réttu handtökin við garðyrkjustörfin og fer í áhugaverðar heimsóknir. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
Heimsókn í garð Jóhönnu B. Magnúsdóttur í Mosfellsbæ. Sumarblómum plantað í ker.
Þáttaröð um eyðibýli á Íslandi. Þar sem á árum áður voru reisulegir sveitabæir með iðandi mannlífi standa nú húsin tóm. Rætt er um byggingu bæjanna og talað við fólk sem tengist stöðunum á einn eða annan hátt. Farið er í Suðurhús í Suðursveit, Hamra á Mýrum, Múlakot í Fljótshlíð, Öxney á Breiðafirði, Heiði á Langanesi og Vatnshorn í Skorradal. Umsjónamaður er Guðni Kolbeinsson og dagskrárgerð annaðist Björn Emilsson.
Skemmtilegir þættir um hugmyndaríku stúlkuna Kötu sem ferðast með fjólubláu kanínunni Mumma til ævintýraheimsins Mummaheims.
Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
Háværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi verður hræddur þegar eitt barna hans setur hraðvirka vél á go-kart bílinn sinn og hann vill stoppa hana þar sem hún getur meitt sig. En fyrst verður hann að ná henni.
Fimmta þáttaröð um hrútinn Hrein. Hreinn leiðir hinar kindurnar í alls kyns vandræði og raskar ró friðsæls dals með uppátækjasemi sinni.
Sænskir heimildarþættir frá 2022 þar sem farið er yfir tískusögu Svíþjóðar frá 1960 til dagsins í dag. Auk þess er fjallað um þekktustu fatahönnuði landsins. Í hverjum þætti er einn áratugur tekinn fyrir.
Heimildarþáttur frá BBC sem gerður var í minningu breska sjónvarpsmannsins og læknisins Michaels Mosley. Farið er yfir sjónvarps- og útvarpsferil Mosleys sem spannaði tæp 40 ár þar sem hann miðlaði upplýsingum um heilsufar og lífsstíl fólks.
Þýskir dramaþættir frá 2022. Christine er dansari í Friedrichstadt-Palast-leikhúsinu í Austur-Berlín árið 1988. Þegar hún kemst óvænt að því að hún á tvíburasystur frá Vestur-Þýskalandi vakna ýmsar spurningar. Í von um að komast að uppruna sínum ákveða þær að skiptast á hlutverkum. Aðalhlutverk: Luise Befort, Svenja Jung og Anja Kling.
Íþróttafréttir.
Nýir danskir heimildarþættir. Lögfræðingur með tengsl við undirheimana aðstoðar rannsóknarblaðamenn við að afhjúpa glæpastarfsemi á Norðurlöndunum.
Fundur með kaupsýslumanni frá Álaborg tekur óvænta stefnu. Skyndilega er Amira komin í sviðsljósið fyrir það sem hún ætlar sér að uppljóstra.
Íslensk þáttaröð frá 2021 sem gerist á árunum 1983-91. Vinahjón gera upp gamlan togara og fara í útgerð. Allt gengur vel þar til kvótakerfið kemur til sögunnar og setur líf hjónanna sem og allra landsmanna í uppnám. Með aðalhlutverk fara Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Guðjón Davíð Karlsson og Unnur Ösp Stefánsdóttir. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna.
Jón Hjaltalín, bæjarstjóri í smábæ á Vesturlandi, og Torfi, bróðir hans, áforma að kaupa gamlan togara og hefja útgerð. Þegar bankamenn frá Reykjavík mæta á svæðið til að ganga frá samningnum kemur þó babb í bátinn.
Bresk spennuþáttaröð í fjórum hlutum. Kennarinn Sally Wright hefur setið í fangelsi í fimm ár fyrir morð á 16 ára dreng þegar sakfellingu hennar er snúið við og hún látin laus. Hún reynir að byggja upp líf sitt á ný á sama tíma og lögreglan leitar að hinum raunverulega sökudólgi. Aðalhluverk: Katherine Kelly, Shaun Dooley og Laura Rollins. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þáttaröðin er hluti af þemanu Sakamálasumar.