Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Leit íslenskra mæðgna að forföður sínum tók óvænta stefnu þegar danska andspyrnuhreyfingin og sjálf konungsfjölskyldan voru skyndilega komin í spilið. Kastljós hitti mæðgurnar með blátt blóð í æðum.
Bræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir hafa brallað ýmislegt í vetur þar sem Iceguys ævintýrið bar líklega hæst. Kastljós hitti þá við sumargrill þar sem var rætt um þáttagerð og tónlist, en líka stöðu drengja í skólakerfinu, þátttöku foreldra í uppeldi og samskipti við skólana.
Bein útsending frá spurningakeppni framhaldsskólanna. Spurningahöfundar og dómarar eru Laufey Haraldsdóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson og Sævar Helgi Bragason. Spyrill er Kristjana Arnarsdóttir. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Lið Menntaskólans í Kópavogi og Kvennaskólans í Reykjavík eigast við í fyrstu viðureign vetrarins í sjónvarpi. Hildur Sigurbergsdóttir, Ari Borg Helgason og Áróra Friðriksdóttir keppa fyrir hönd Kvennó og fyrir hönd MK keppa Gunnheiður Guðmundssdóttir, Jason Máni Guðmundsson og Egill Orri Elvarsson.
Í garðinum með Gurrý sýnir Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur áhorfendum réttu handtökin við garðyrkjustörfin og fer í áhugaverðar heimsóknir. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
Heimsókn til Þorsteins Sigmundssonar, Elliðahvammi, Vatnsenda. Þar skoðar Gurrý býflugnabú og gróðurhús (þar sem meðal er að finna kirsuberjatré og eplatré). Niðursetning á laukum.
Leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna áhorfendum samtíðaviðburði frá nýju sjónarhorni. Stjón upptöku: Björn Emilsson.
Matreiðsluþættir með finnsku matreiðslukonunni Kiru sem töfrar fram ólíka rétti frá San Francisco.
Danskir þættir um arkitektúr á tímum loftslagsbreytinga. Hvernig byggjum við borgir fyrir breytt loftslag með stormum og miklum rigningum? Sjálfbær arkitektúr fer vaxandi um heim allan og danskir arkitektar eru þar í fararbroddi. Lausnir við loftslagsvanda sem um leið stuðla að góðu lífi eru í þróun.
Önnur sería af Silfruskógi, sem er bresk sjónvarpsþáttaröð úr heimi vísindaskáldskapar fyrir unglinga. Lous, Meg, Glen og Kaz uppgötva að hópurinn þeirra er bara einn þeirra fjögurra sem taka þátt í leiknum um að bjarga heiminum.
Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2020 og hitti landann fyrir uppi á fjöllum, úti í garði, á tjaldsvæðinu, vinnustaðnum, hjólastígnum og víðar.
Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir og fleiri.
Umfjallanir um leiki á EM karla í fótbolta.
Upphitun fyrir leik Þýskalands og Skotlands á EM karla í fótbolta.
Beinar útsendingar frá EM karla í fótbolta.
Leikur Þýskalands og Skotlands á EM karla í fótbolta.
Íþróttafréttir.
Þriðja þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.
Þáttaröðin er hluti af þemanu Sakamálasumar.
Samantekt frá tónlistarhátíðinni Glastonbury á Englandi 2023. Meðal þeirra sem fram koma eru Arctic Monkeys, Guns N‘ Roses, Elton John, Lizzo og Yusuf eða Cat Stevens.
Breskir sakamálaþættir frá 2021 byggðir á skáldsögum eftir P. D. James. Rannsóknarlögreglumaðurinn og ljóðskáldið Adam Dalgliesh rannsakar sakamál um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Aðalhlutverk: Bertie Carvel, Carlyss Peer og Jeremy Irvine. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þáttaröðin er hluti af þemanu Sakamálasumar.
Létt og skemmtileg þáttaröð í fjórum hlutum þar sem við hlæjum okkur í gegnum farsælan feril grínistans og leikkonunnar Eddu Björgvinsdóttur. Umsjón: Helga Arnardóttir. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
Önnur þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.
Íslensk þáttaröð eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Halldór Laxness Halldórsson. Útbrunnin handboltastjarna frá níunda áratugnum tekur við þjálfun kvennaliðs Aftureldingar eftir margra ára óreglu. Á gömlu heimaslóðunum þarf hann að horfast í augu við breytta tíma, fjarlæga dóttur sína, veðmálabrask og síðast en ekki síst, nýja kynslóð kvenna sem kallar ekki einu sinni ömmu sína, ömmu sína. Meðal leikenda eru Ingvar E. Sigurðsson, Svandís Dóra Einarsdóttir og Saga Garðarsdóttir.
Medalía er auglýst á bland.is. Eysteinn fer til Slagelse að hafa upp á Skarphéðni. Skarphéðinn heldur að hann sé að fara að taka við körlunum.
Uppgjör á leikjum dagsins á EM karla í fótbolta