Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Athvarfið Vin hefur í rúm 30 ár verið kærkomið skjól fyrir fólk með geðraskanir. Rauði krossinn rak úrræðið lengi, Reykjavíkurborg tók svo við en óvissa ríkir nú um framhaldið. Rætt við gesti Vinjar, þau Kristínu Karólínu Bjarnadóttur, Hjálmar Hrafn Sigurvaldason, Garðar Sölva Helgason og Hörð Jónasson ásamt starfsmanninum Inga Hans Ágústssyni. Borgarleikhúsið frumsýndi nýverið söngleik sem byggður er á tónlist og textum Alanis Morisette og nefnist Eitruð lítil pilla. Álfrún Örnólfsdóttir leikstýrir og með eitt aðahlutverka fer Aldís Amah Hamilton. Rannsakað hefur verið hvernig menntaskólanemum farnast í háskóla eftir að framhaldsskóli var styttur niður í 3 ár. Skoðanir eru enn skiptar um breytinguna, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor, Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara og Katla Ólafsdóttir, stjórnmálafræðinemi við HÍ ræddu málið.
Skemmtiþáttur þar sem Hemmi Gunn tekur á móti góðum gestum í sjónvarpssal. Slegið á létta strengi, stiginn dans og sungið. Hljómsveit: Ásgeir Óskarsson, Finnbogi Kjartansson, Magnús Kjartansson og Vilhjálmur Guðjónsson. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson. Umsjónarmaður: Hermann Gunnarsson.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Hann er prestur óháða safnaðarins og hann talar petrísku. Gestur Okkar á milli er Pétur Þorsteinsson.
Kveikur er fréttaskýringaþáttur þar sem áhersla er lögð á rannsóknarblaðamennsku og almennar fréttaskýringar. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Garðar Þór Þorkelsson, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, María Sigrún Hilmarsdóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Fimm þúsund hryssur eru haldnar á Íslandi til þess eins að blóði sé tappað af þeim og úr því unnið hormón sem notað er til að auka frjósemi annarra dýra, einkum svína. Meðferð þessara hryssa er umdeild. Kveikur rannsakar blóðmerahald, dýravernd og gagnrýni á fyrirtækið sem græðir hundruð milljóna árlega á framleiðslunni.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
Þórdís Þorgeirsdóttir frá Eskifirði, Bjarna Dísa, hefur loks hlotið uppreist æru eftir að nafn hennar hefur verið svert í meira en tvær aldir. Í fyrrasumar setti Gönguklúbbur Seyðisfjarðar upp minningarskjöld um Þórdísi í Dísubotnum í Stafdal.
Skemmtilegir þættir um hugmyndaríku stúlkuna Kötu sem ferðast með fjólubláu kanínunni Mumma til ævintýraheimsins Mummaheims.
Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
Símon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.
Fimmburarnir Allan, Allan, Allan, Allan og Allan eru alveg eins í útliti og alveg jafn miklir ærslabelgir. Þeir gera sitt besta til að vera með eins mikil læti og hægt er.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er að þrífa húsið þegar ryksugunni er stolið. Hann verður að ná henni aftur áður en allt fer á hvolf!
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Íslendingabúðin í Kaupmannahöfn 2. Georg Riedel látinn 3. Reyndu við LEGO-heimsmet
Umsjón: Kolbrún María Másdóttir
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Eins og fram kom í Kveik eru um 5.000 merar eru haldnar á Íslandi til að tappa af þeim blóði fyrir mikla fjármuni. Blóðbóndi segir að fjögur hross hennar hafi drepist eftir blóðtöku vegna fákunnáttu dýralækna. Katrín Jakobsdóttir, starfandi matvælaráðherra, ræddi við Kastljós um framtíð blóðmerarhalds.
Ísteka er eina fyrirtæki landsins sem kaupir blóð úr fylfullum hryssum og vinnur úr því hormón sem er notað sem frjósemislyf í svínarækt. Fulltrúar fyrirtækisins vildu ekki veita Kveik viðtal en Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, féllst á koma í Kastljós og ræða álitamál tengd blóðmerarhaldi.
Afbygging stóriðju er heitið á óvenjulegri sýningu listahjónanna Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar í Listasafni Reykjaness, þar sem þau opna á samtal um stóriðjuhugmyndir sem hafa komið og farið í Helguvík.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Skáldið Harpa Rún Kristjánsdóttir er gestur í Kilju vikunnar. Harpa er bóndi, býr við Heklurætur, en hefur sent frá sér ljóð, skáldsögu auk þess sem hún var einn höfunda Eddu, leiksýningarinnar sem var sett upp í Þjóðleikhúsinu um jólin. Nýjasta bók hennar heitir Vandamál vina minna. Arthúr Björgvin Bollason segir okkur frá þýðingu sinni á sígildri þýskri skáldsögu, Effí Briest eftir Theodor Fontane. Við ræðum skáldið Ísak Harðarson við Andra Snæ Magnason en nýlega er komið út ljóðaúrval Ísaks sem nefnist Ró í beinum. Ísak valdi kvæðin sjálfur en Andri Snær ritar eftirmála. Í Bókum og stöðum förum við austur á Fáskrúðsfjörð á slóðir franskra Íslandssjómanna en líka hinna forkostulegu bræðra Páls og Jóns Ólafssona. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Davíð Wunderbar eftir Hákon J. Behrens, Heim fyrir myrkur eftir Evu Björg Ægisdóttur og Hold og blóð, sögu mannáts, eftir Reay Tannahill.
Sænskir þættir frá 2021. Fjölskyldur prófa alls kyns afþreyingu í von um að finna áhugamál sem öll fjölskyldan getur stundað saman.
Sannsögulegir úkraínskir dramaþættir frá 2024. Sálfræðingurinn Lydia aðstoðar samborgara sína fyrstu vikurnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hún ekur þeim í öruggt skjól og hlýðir á átakanlegar sögur þeirra. Aðalhlutverk: Anastasiya Karpenko, Igor Koltovskyy og Nadiya Levchenko. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Leikin heimildarmynd frá 2021 um Florence Nightingale. Hún var brautryðjandi í hjúkrun og fór meðal annars fyrir hópi hjúkrunarfræðinga sem annaðist um særða hermenn í Krímstríðinu. Eftir stríðið var hún hyllt sem kvenhetja á Englandi þar sem hún hélt áfram brautryðjandastarfi sínu. Leikstjóri: Aurine Crémieu. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Íslendingabúðin í Kaupmannahöfn 2. Georg Riedel látinn 3. Reyndu við LEGO-heimsmet
Umsjón: Kolbrún María Másdóttir
Umfjallanir um leiki í undankeppni EM kvenna í handbolta.
Upphitun á leik Íslands og Svíþjóðar í undankeppni EM kvenna í handbolta.
Umfjallanir um leiki í undankeppni EM kvenna í handbolta.
Bein útsending frá leik Íslands og Svíþjóðar í undankeppni EM kvenna í handbolta.
Umfjallanir um leiki í undankeppni EM kvenna í handbolta.
Uppgjör á leik Íslands og Svíþjóðar í undankeppni EM kvenna í handbolta.