Spurningakeppni framhaldsskólanna frá 1995. Spyrill: Ómar Ragnarsson. Dómari og spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Stigavörður: Sólveig Samúelsdóttir. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Í þessum þætti mætast lið Verzlunarskóla Íslands og Flensborgarskóla í Hafnarfirði í undanúrslitum. Lið Verzlunarskóla Íslands skipa Hafþór Hafliðason, Haukur Eggertsson og Ragnar Jóhannsson. Lið Flensborgarskóla skipa Sigurbjörn J. Björnsson, Guðmundur Sverrir Jónsson og Þórarinn B. Þórarinsson.
Dr. Gunni og Felix Bergsson stjórna hinni sívinsælu spurningakeppni Popppunkti og í þetta sinn eru það stéttirnar sem berjast.
Stjórn upptöku: Benedikt N.A. Ketilsson og Helgi Jóhannesson.
Dr. Gunni og Felix Bergsson stjórna spurningakeppni starfsgreina. Í þessum úrslitaþætti eigast við lífsskoðunarmenn og stóriðjumenn.
Fyrir hönd lífsskoðunarmanna keppa Valgarður Guðjónsson, Hilmar Örn Hilmarsson og Davíð Þór Jónsson.
Fyrir hönd stóriðjumanna keppa Engilbert Svavarsson, Jón Björn Ríkarðsson og Ólafur Teitur Guðnason.
Leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna áhorfendum samtíðaviðburði frá nýju sjónarhorni. Stjón upptöku: Björn Emilsson.
Þættir frá 1997 þar sem Spaugstofumennirnir Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason skemmta landsmönnum eins og þeim einum er lagið. Stjórn upptöku: Sigurður Snæberg Jónsson.
Finnlands-sænskir lífsstílsþættir þar sem meðal annars er fjallað um matreiðslu, garðyrkju og föndur.
Þættir frá 1999 þar sem raðað er saman ýmsum brotum sem tengjast menningu og listum, auk umræðu um fróðleg og framandi mál. Umsjón hefur Jónatan Garðarsson. Dagskrárgerð: Haukur Hauksson og Þiðrik Ch. Emilsson. e.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
„Ef þú ert bara að hugsa um þægindin þá er alveg eins gott að vera bara á bíl," segir Bjarni Vestmann, formaður H.0.G. Chapter Iceland.„Maður skynjar umhverfið miklu betur, t.d. þegar maður keyrir um sveitirnar, maður finnu lyktina, hitastigið úti og nýtur birtunnar öðruvísi. Svo er það náttúrulega bara þyturinn og svo hljóðið í hjólunum," segir Bjarni. H.O.G. Chapther Iceland eru opinber samtök eigenda Harley Davidson mótorhjóla á Íslandi. Starfsemi félagsins felst í því að menn hittast og fara saman í lengri og skemmri ferðir, innanlands og líka erlendis. Á mennignarnótt fara klúbbmeðlimir síðan niður í miðbæ Reykjavíkur og bjóða gestum og gangandi á bak, og fara með þá lítinn rúnt, gegn gjaldi. Allur ágóði rennur síðan til Umhyggju, félags langveikra barna.
Ólíku eðlukrúttin Bubbi, Gunna og Tobbi eru fjörugir og skemmtilegir vinir sem búa í ævintýraheimi þar sem ekkert er ómögulegt.
Ibbi er sjálfsöruggur, forvitinn og hefur ótrúlegan áhuga flest öllu því sem fyrirfinnst í daglegu lífi. Hann er mjög hjálpsamur og hleypur iðulega undir bagga með öllum þeim sem þurfa á aðstoð að halda.
Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!
Emilía uppgötvar að litli rauði hvolpurinn hennar að nafni Kátur hefur vaxið um þrjá metra á einni nóttu.
Nokkrir kunnulegir og ókunnulegir fiskar kynna sig fyrir áhorfendum.
Stuttir þættir þar sem Hrúturinn Hreinn og vinir hans fara á kostum.
Íslensk lög úr níunni. Hver eru uppáhalds níu-lögin þín? Þættir frá 2023 sem gerðir voru í tilefni 40 ára afmælis Rásar 2.
Íþróttafréttir.
Hvítar lygar er ný íslensk þáttaröð sem fjallar um fimm menntaskólanema, vináttu þeirra og áskoranir. Fimm einstaklingar á aldrinum 17-20 ára voru valdir til að taka þátt í að skapa og skrifa þáttaröðina undir leiðsögn Dominique Sigrúnardóttur leikstjóra og handritshöfundar. Þættirnir eru afrakstur samstarfs RÚV, Hins hússins og Reykjavíkurborgar.
Eftir skemmtilegt partý þurfa vinirnir að komast í gengum daginn. Skólinn byrjar aftur með nýjum og skemmtilegur áskorunum. Jósafat er ekki í kassanum sínum.
Heimildarþáttaröð frá BBC þar sem sjónvarpsmaðurinn Simon Reeve ferðast um Norður-Ameríku. Á ferðalagi sínu kynnist hann mögnuðu landslagi og áhugaverðu fólki ásamt því að uppgötva ýmsar sjaldséðar hliðar heimsálfunnar.
Vandaðir heimildaþættir frá BBC. David Attenborough fer með áhorfandann í ferðalag og sýnir furðuverur í náttúrunni.
Þáttaröð í 8 hlutum. Þættirnir fjalla um þjóðirnar sem taka þátt í HM kvenna í fótbolta sem haldið verður í júlí og ágúst. Við kynnumst þjálfurum og leikmönnum sem keppa um heimsmeistaratitilinn á þessum stærsta viðburði vinsælustu íþróttagreinar veraldar.
Önnur þáttaröðin um daglegt líf og hættulegt starf lögregluþjóna í Malmö og ógnvekjandi andrúmsloftið sem gerir stöðugt erfiðara að aðskilja vinnuna og einkalífið. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Spennuþættir frá BBC. Ung kona sem starfar á réttarrannsóknarstofu finnur upplýsingar um hvarf móður sinnar. Ásamt tveimur samstarfskonum sínum ákveður hún að grafast fyrir um málið en áttar sig fljótlega á því að ákveðnir aðilar vilja síður að hún sé að hnýsast. Aðalhlutverk: Laura Fraser, Michael Nardone, Jennifer Spence. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Beinar útsendingar frá Bikarkeppni karla í fótbolta.
Bein útsending frá undanúrslitum i bikarkeppni karla í fótbolta.