Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Fulltrúar framhaldsskólanema kvarta undan álagi í kjölfar styttingar náms í þrjú ár úr fjórum, Þorbjörg Þóroddsdóttir, nemi í Menntaskólanum á Akureyri lýsir sinni upplifun af styttri námstíma. Reynsla er jafnframt komin á stöðu háskólanema sem hafa reynslu af þriggja ára kerfinu, Rúnar Vilhjálmsson, fráfarandi formaður Félags prófessora við Háskóla Íslands bar saman hópana - bæði fyrir og eftir styttingu og heimsfaraldur. Steinunn Birna Ragnarsdóttir Óperustjóri og Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum ræða uppfærslu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly en hún hefur vakið sterk viðbrögð og framsetning, búningar og sviðsmynd sætt gagnrýni. Volaða land, nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar fjallar um þrautagöngu dansks prests á Íslandi um 1900, rætt við leikstjórann og annan aðalleikara myndarinnar, Ingvar E. Sigurðsson.
Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga sem fer nú fram tólfta árið í röð. Í þetta sinn verður keppnin snarpari en áður og lýkur með úrslitum í janúar. Þátttakendur í vetur eru lið frá þeim sveitarfélögum sem komist hafa í úrslit síðustu ár, eða oftast komist nálægt því. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Sólmundur Hólm. Spurningahöfundur og dómari er Jón Svanur Jóhannsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Skemmtiþáttur þar sem Hemmi Gunn tekur á móti góðum gestum í sjónvarpssal. Slegið á létta strengi, stiginn dans og sungið. Hljómsveit: Ásgeir Óskarsson, Finnbogi Kjartansson, Magnús Kjartansson og Vilhjálmur Guðjónsson. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson. Umsjónarmaður: Hermann Gunnarsson.
Íslensk heimildarþáttaröð þar sem við heyrum einstakar sögur fólks sem hefur látið gott af sér leiða á óeigingjarnan hátt í gegnum starf sitt eða daglegt líf. Í hverjum þætti eru sagðar sögur tveggja einstaklinga sem hafa lagt sig fram við að bæta og efla samfélagið á jákvæðan hátt. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.
Í þessum þætti kynnumst við Sigurþóru Bergsdóttur, sem notaði sína eigin sáru reynslu af því að missa son sinn til þess að hjálpa öðrum ungmennum í vanda, þegar hún stofnaði Bergið - Headspace. Við hittum líka Bjartmar Leósson sem hefur á undanförnum árum fundið hundruð stolinna reiðhjóla og komið þeim í réttar hendur.
Matreiðsluþættir með finnsku matreiðslukonunni Kiru sem töfrar fram ólíka rétti frá San Francisco.
Finnskur þáttur um BMX gengi frá Kotka sem tekst á við hættulegar áskoranir á hjólunum.
Stuttir, finnskir þættir þar sem fjallað er um hvað verður um það sem við hendum í ruslið.
Í Myrkraeldhúsinu er niðamyrkur og krakkarnir þurfa að keppast um að baka flottustu og ljúffengustu kökuna. En margt býr í myrkinu.
Grace Webb sýnir okkur allskonar töff faratæki. Mótórhjól, kappakstursbíla, strætisvagna, flugvélar, báta og allt þar á milli.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Forritunarkeppni framhaldsskóla 2. Vill hundagerði í Hrísey 3. Fálki í sjúkraþjálfun
Umsjón: Kolbrún María Másdóttir
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Fulltrúar framhaldsskólanema kvarta undan álagi í kjölfar styttingar náms í þrjú ár úr fjórum, Þorbjörg Þóroddsdóttir, nemi í Menntaskólanum á Akureyri lýsir sinni upplifun af styttri námstíma. Reynsla er jafnframt komin á stöðu háskólanema sem hafa reynslu af þriggja ára kerfinu, Rúnar Vilhjálmsson, fráfarandi formaður Félags prófessora við Háskóla Íslands bar saman hópana - bæði fyrir og eftir styttingu og heimsfaraldur. Steinunn Birna Ragnarsdóttir Óperustjóri og Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum ræða uppfærslu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly en hún hefur vakið sterk viðbrögð og framsetning, búningar og sviðsmynd sætt gagnrýni. Volaða land, nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar fjallar um þrautagöngu dansks prests á Íslandi um 1900, rætt við leikstjórann og annan aðalleikara myndarinnar, Ingvar E. Sigurðsson.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Hún er einhverf transkona og var lengi að leita að hamingjunni. Eva Ágústa Aradóttir er gestur Okkar á milli.
Níunda þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
Heimildarþáttaröð í sex þáttum þar sem íslensk ljósmyndun er skoðuð út frá sjónarhorni lista, landslags, samtímans, skrásetningar, fréttaflutnings, fortíðar og framtíðar. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir. Stjórn upptöku og framleiðsla: Hrafnhildur Gunnarsdóttir.
Í þættinum er fjallað um rannsóknarljósmyndir og aðrar lítt þekktar hliðar ljósmyndunar. Lögregla, heilbrigðisstéttir og fornleifafræði koma eflaust ekki upp í hugann í tengslum við ljósmyndun, en ljósmyndir gegna samt lykilhlutverki í þessum starfsgreinum. Ljósmyndir af látnum eru sömuleiðis algengari en ætla mætti og geta gegnt sérstöku hlutverki í sorgarferli ættingja. Skoðað er hvernig ljósmyndir nýtast sem tæki og tól víða í samfélaginu. VARÚÐ! Í þættinum birtast myndir sem geta verið erfiðar fyrir viðkvæma, meðal annars af látnu fólki, þar á meðal andvana fæddu barni. Þátturinn er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þriðja þáttaröð um norsku athafnamennina. Vinirnir fjórir eru auðugir, keyra um á flottum bílum, eiga glæsileg heimili og fallegar fjölskyldur. Þeir eiga þó sínar myrku hliðar og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínu meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norskum fjármálaheimi. Aðalhlutverk: Simon J. Berger, Agnes Kittelsen, Pål Sverre Hagen, Tobias Santelmann og Jon Øigarden. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Leikin þáttaröð um líf og störf lögreglumanna í Chicago. Aðalhlutverk: Jason Beghe, Jon Seda og Jesse Lee Soffer. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Bresk gamanþáttaröð um Peter og Katy sem snúa heim til Englands eftir fyrsta sumarfríið saman í Frakklandi með fullt af góðum minningum og, án þess að vita af því, sýrlenskan flóttamann í bílskottinu. Aðalhlutverk: Rufus Jones, Rebekah Stanton og Youssef Kerkour. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Beinar útsendingar frá bikarkeppninni í blaki.
Bein útsending frá leik Vestra og KA í undanúrslitum bikarkeppni karla í blaki.
Beinar útsendingar frá bikarkeppninni í blaki.
Bein útsending frá leik Hamars og Aftureldingar í undanúrslitum bikarkeppni karla í blaki.