13:05
Kastljós
Deilur í Eflingu, flótti frá Úkraínu, Hetja, Umskiptingur
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Miklar deilur hafa staðið yfir í Eflingu undanfarna mánuði. Sólveig Anna Jónsdóttir sem var endurkjörin formaður Eflingar fyrir skömmu segir að hópuppsögn allra starfsmanna á skrifstofu Eflingar hafi verið óhjákvæmileg. Sólveig gaf ekki kost á viðtali og hvorki formaður VR né formaður Starfsgreinasambandsins hafa svarað skilaboðum í dag. Rætt var við Þórarinn G Sverrisson formann Öldunnar stéttarfélags.

Olena Korsjúkova flúði ásamt dætrum sínum frá Úkraínu þegar Rússar réðust inn í landið. Þær komust til Íslands fyrir mánuði eftir mikla og erfiða hrakninga um Evrópu. Olena reynir nú að koma sér fyrir á Íslandi en hefur áhyggjur af eiginmanni sínum og foreldrum sem urðu eftir í Kiyv. Bergsteinn hitti mæðgurnar í gær.

Heilgrímuleikurinn Hetja er nú sýndur í Tjarnarbíó en hún er eins konar óður til heilbrigðisstarfsfólks sem hafa staðið í eldlínunni síðastliðin ár. Bergsteinn kynnti sér sýninguna.

Fjölmargar barnasýningar eru nú á fjölum leikhúsanna. Ein þeirra er Umskiptingur sem sýnd er á lita sviði Þjóðleikhússins.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,