Fyrir Poppý kisukló er ekkert verkefni of erfitt og ekkert vandamál óleysanlegt. Ímyndaraflið keyrir ævintýri hennar áfram og það er nóg af þeim hjá Poppý og vinum hennar.
Krúttlegir teiknimyndaþættir um litla hafbúa sem eru saman í bekk og elska að syngja og dansa. Kennarinn þeirra er hress gullfiskur sem kennir þeim ýmislegt um lífið og tilveruna.
Stuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, aðrar eru óþekktar en allar eru þær töffarar og eldhugar.
Hressir teiknimyndaþættir um ævintýri sjóræningjanna í Daufhöfn og Matthildi vinkonu þeirra. Byggðir á samnefndum bókum í þýðingu Braga Valdimars Skúlasonar.
Rabbabari er kvikmynduð útgáfa af útvarpsþáttunum vinsælu í stjórn Atla Más Steinarssonar. Við kynnumst ferskasta fólkinu í íslensku rappsenunni og sjáum á þeim óvæntar hliðar - stundum djúpar, stundum fyndnar, en alltaf sannar.
Rapptvíeykið JóiPé og Króli eru gestir í nýjasta þætti Rabbabara. Strákarnir uðru frægir á einni nóttu og hafa ekki stoppað síðan. Við ræðum listina, vinskapinn og framtíðina, sem er óráðin.
Viljum engar klisjur en þessi þáttur er B.O.B.A
Heimildarþættir um unglingamenningu á Íslandi í gegnum tíðina. Hver þáttur spannar einn áratug og eru unglingsárin krufin í gegnum viðtöl við þjóðþekkta Íslendinga. Leikstjórn: Björn B. Björnsson. Framleiðsla: Reykjavík Films.
Fjórði þáttur leggur áherslu á áratuginn 1960-1970 og eru viðmælendur þáttarins Auður Haralds, Birna Þórðardóttir, Pétur Gunnarsson og Þráinn Bertelsson.
Viðtals- og tónlistarþáttaröð í umsjón Jóns Ólafssonar. Jón fær til sín ýmsa tónlistarmenn í spjall og saman laða þeir fram ljúfa tóna. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Viðtals- og tónlistarþáttaröð í umsjón Jóns Ólafssonar. Jón fær til sín ýmsa tónlistarmenn í spjall og laðar fram í þeim ljúfa tóna fyrir áhorfendur. Í þessum þætti er Ólafur Haukur Símonarson gestur Jóns. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Einstök heimildarþáttaröð þar sem farið yfir sögu og þróun rokk- og popptónlistar á Íslandi. Í þáttunum hittum við söngvara, lagahöfunda, upptökustjóra og aðra sem hafa sett svip sinn á blómlegt tónlistarlíf Íslendinga í gegnum tíðina. Dagskrárgerð: Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson í samvinnu við Dr. Gunna.
Í þessum þætti er fjallað um fyrsta hljóðver landsins og tónleika Stranglers 1978 sem opnuðu auga margra sem stóðu fyrir pönk-rokki nokkrum árum síðar. Á þessum tíma voru Stuðmenn, Spilverk þjóðanna, Megas, Mannakorn, Vilhjálmur Vilhjálmsson, EIK, Hinn íslenski Þursaflokkur og fleiri sveitir áberandi. Dagskrárgerð: Örn Marínó Arnarson og Þorkell Harðarson í samvinnu við Dr. Gunna.
Danskir heimildarþættir um arkitektúr og innréttingar. Innanhúsarkitektinn og arkitektinn Frederikke Aagaard og kynnir sér sérstöðu valdra staða í hönnun og útsjónarsemi.
Sígildir breskir gamanþættir frá árunum 1990-1995 um ævintýri hins seinheppna herra Bean. Aðalhlutverk: Rowan Atkinson.
Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.
Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.
Í þessum þætti kíkjum við í heimsókn í Danslistaskóla JSB og kynnum okkur hvernig maður dansar jazzballet.
Systurnar Kristín, Elva Rún og Guðný æfa hestaíþróttir og þær sýna okkur segja frá hvernig það er að keppa á hestum.
Í Jógastundinni sýna þær Jóhanna, Elín og Embla nokkrar flottar jógaæfingar. Og í Víkingaþrautinni þurfa krakkarnir að keppa í víkingaknattleik við sjálfan Loka.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Íslensk kvikmynd um níu ára stúlku sem er send í sveit um sumar til að vinna og þroskast. Þar verður hún óvænt lykilþátttakandi í atburðarás sem hún hefur enga stjórn á og skilur varla sjálf en hefur djúpstæð áhrif á hana. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Guðbergs Bergssonar. Leikstjórn: Ása Helga Hjörleifsdóttir. Leikendur: Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Gríma Valsdóttir.