Egill Helgason fær til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Egill Helgason sér um þátt dagsins. Þar mæta fyrst Guðbrandur Einarsson sem er í framboði fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi, Kristrún Frostadótttir í framboði fyrir Samfylkingu í Reykjavík suður, Drífa Snædal forseti ASÍ og Jón Gunnarson þingmaður Sjáflstæðisflokksins. Að lokum þessum umræðum verður Arnar Þór Jónsson héraðsdómari gestur Egils. Að lokum kemur svo Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International í þáttinn og ræðir um spilllingu og fleira.
Þættir frá árunum 1989-1990 í umsjón Jóns Gunnars Grjetarssonar. Kynntar eru helstu gönguleiðir á þeim stöðum sem heimsóttir eru. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Gamanþættir frá 2009-2010 þar sem leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason bregða á leik, sprellfjörugir að vanda. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Þáttur um lífið í landinu. Landinn ferðast um og hittir fólk sem fæst við margt áhugavert og skemmtilegt. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórgunnur Oddsdóttir, Edda Sif Pálsdóttir og Halla Ólafsdóttir. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson, Magnús Atli Magnússon, Gunnlaugur Starri Gylfason og Jóhannes Jónsson.
Landinn veltir því fyrir sér hver sé munurinn á fjalli og felli, á eða læk. Við förum í nostalgíuferðalag á Landrover, drögum fé í dilka í Skaftholtsrétt og hittum hressa krakka í Sveitaskólanum í Árneshreppi. Við komumst líka að því að frisbígolf er leikur sem sumir taka mjög alvarlega.
Spurningaþáttur þar sem gamlir keppendur, spyrlar, spurningahöfundar og stigaverðir úr Gettu betur koma saman og etja kappi í tilefni þess að í ár eru 35 ár liðin frá því að spurningakeppni framhaldsskólanna hóf göngu sína. Dómarar: Vilhelm Anton Jónsson og Ingileif Friðriksdóttir. Spyrill: Kristjana Arnarsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
Í þessum þætti mætast lið Blaðamannaskólans og Listaskólans. Lið Blaðamannaskólans skipa Þórhildur Ólafsdóttir, Þórgnýr Albertsson og Ásgeir Erlendsson. Lið Listaskólans skipa Stefán Pálsson, Laufey Haraldsdóttir og Ragnar Jónasson. Gestaspyrill er Eva María Jónsdóttir.
Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir leiða áhorfendur í tali og tónum um töfraheima sígildrar tónlistar. Þau spjalla á léttu nótunum um tónlist frá ýmsum tímum auk þess sem Víkingur leikur verk af nýlegum hljómplötum sínum á sviði Eldborgar í Hörpu.
Breskur sakamálaþáttur um hinn slungna séra Brown sem er ekki bara kaþólskur prestur heldur leysir glæpsamleg mál á milli kirkjuathafna. Aðalhlutverk: Mark Williams.
Apinn Skotti og fíllinn Fló eru bestu vinir og bralla ýmislegt skemmtilegt í skóginum ásamt vinum sínum.
Stuðboltarnir í þotuakademíunni, Súla, Kiddi, Lars og Fúsi, fara á heimshornaflakk til að bjarga þekktum kennileitum frá Galla-Grími.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Umsjón: Kolbrún María Másdóttir og Gunnar Hrafn Kristjánsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Afléttingar takmarkana 2. Tölvuleikjamót í Laugardalshöll 3. Leikföng úr endurunnum efnum 4. Krakkaskýring: Ríkisstjórn
Umsjón: Mikael Emil Kaaber
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.
Brot úr menningarumfjöllun liðinnar viku. Fjallað á snarpan og líflegan hátt um það sem efst er á baugi hverju sinni í menningar- og listalífinu, jafnt með innslögum, fréttaskýringum, gagnrýni, pistlum og umræðu. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson og Halla Oddný Magnúsdóttir.
Ragnar Kjartansson sýnir um þessar mundir verkið Sumarnótt/Death is elsewhere í Listasafni Íslands en eftir að hafa farið sigurför um heiminn er verkið nú loksins til sýnis hér á landi.
Sjálfstætt framhald þáttanna Hvað höfum við gert? Í þessum stuttu, hnitmiðuðu þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. Umsjón: Sævar Helgi Bragason. Framleiðandi: Sagafilm.
Nýsköpun er eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni gegn hlýnun loftslagsins og þótt sumar lausnirnar hljómi eins og visindaskáldskapur eru þær samt sem áður raunverulegar og árangursríkar. Á Íslandi hefur verið þróuð aðferð til að dæla koldíoxíði niður í bergrunninn þar sem það verður að steini og í CODA verkefninu er koldíoxíð beinlínis flutt til landsins í þeim tilgangi.
Stuttir dýralífsþættir úr smiðju Davids Attenborough þar sem fylgst er með lífi fimm dýrategunda og fjallað um áskoranirnar sem bíða þeirra, meðal annars vegna loftslagsbreytinga og annarra ógna af mannavöldum. Dýrategundirnar sem fylgst er með í þáttunum eru mörgæsir, simpansar, ljón, afrískir villihundar og tígrisdýr.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir.