
Ungt listafólk opnar þekktustu bók Íslands, Konungsbók eddukvæða, fyrir grunnskólanemum á hátíðardagskrá í Hörpu sem haldin var árið 2021 í tilefni þess að hálf öld var liðin frá því að handritin komu til Íslands. Steiney Skúladóttir sögumaður fær til sín gesti sem gera sér góðan mat úr hluta þess efnis sem Konungsbók eddukvæða hefur að geyma. Begga og Mikki og Miðaldafréttamenn koma við sögu auk Þuríðar Blævar, Donnu Cruz og Gugusar í miklum fögnuði yfir því að okkur skuli vera falið að varðveita hin merku handrit. Norrænu guðirnir fornu fá einnig að njóta sín með aðstoð stjarna nútímans. Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

Bein útsending frá upplýsingafundi Almannavarna vegna COVID-19.

Sumir staðir skipta okkur meira máli en aðrir. Gísli Marteinn Baldursson á stefnumót við viðmælendur á stöðum sem hafa haft afgerandi og mótandi áhrif á líf þeirra. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Gísli Marteinn Baldvinsson ræðir við Þórarinn Eldjárn sem leiðir áhorfendur á staðinn sem hafði mótandi áhrif á hann.

Heimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Áhorfendum er boðið að fylgjast náið með nokkrum framúrskarandi listamönnum sem veita innsýn í eigin sköpunarferli, allt frá innblæstri til útfærslu. Hver eru viðfangsefnin, aðferðirnar og tilgangurinn? Um hvað snýst myndlist í upphafi 21. aldar? Dagskrárgerð: Dorothée Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson.
Heimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Í þættinum kynnumst við listamönnunum Agli Sæbjörnssyni og Rebeccu Erin Moran. Rebecca fæst við að yfirfæra stafrænt umhverfi í handgerða kvikmynd og Egill breytir deigi í húsgögn. Dagskrárgerð: Dorothee Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson.

Stjórnmál, menning og mannlíf í beinni útsendingu með Gísla Marteini. Vikan gerð upp á jákvæðum og uppbyggilegum nótum og persónur og leikendur teknir tali. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.

Fyrsta þáttaröð Með okkar augum, þar sem fólk með þroskahömlun skoðar málefni líðandi stundar með sínum augum og spyr þeirra spurninga sem því eru hugleiknastar hverju sinni. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Þættir frá 2011.

Dægurþættir frá árunum 1989-1994.

Íslensk þáttaröð um þær Steineyju og Sigurlaugu sem vita ekkert hvert þær stefna í lífinu. Í þáttunum kynnast þær hvaða nám og störf standa ungu fólki til boða og fá nasasjón af ýmiss konar starfsframa. Dagskrárgerð: Arnór Pálmi Arnarsson. Framleiðsla: Sagafilm.
Er ópraktískt að fara í listnám? Er yfir höfuð hægt að læra list? Ættu listamenn kannski að finna sér alvöru vinnu?

Ida er ung norsk kona sem ákveður að taka tilveruna föstum tökum og einsetur sér að bæta sig á flestum sviðum daglegs lífs.
Ida er ung norsk kona sem ákveður að taka tilveruna föstum tökum og einsetur sér að bæta sig á flestum sviðum daglegs lífs. Í þessum þætti ákveður Ida að blása í rómantískar glæður og fer á stefnumót.

Krúttlegir teiknimyndaþættir um litla hafbúa sem eru saman í bekk og elska að syngja og dansa. Kennarinn þeirra er hress gullfiskur sem kennir þeim ýmislegt um lífið og tilveruna.

Vinalegi hundurinn Sámur hvetur börn til þess að kanna umhverfi sitt og takast á við verkefni í sameiningu.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Umsjón: Kolbrún María Másdóttir og Gunnar Hrafn Kristjánsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Hertar aðgerðir á landamærum 2. Umdeild ofurdeild í fótbolta 3. Handritin til ykkar
Umsjón: Mikael Emil Kaaber

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Veðurfréttir.

Beinar útsendingar frá landsleikjum karla og kvenna í handbolta.
Bein útsending frá síðari leik Slóveníu og Íslands í umspili um laust sæti á HM kvenna í handbolta.

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Einar Rafnsson.
Kilja vikunnar byrjar aðeins síðar en venjulega eða klukkan 21.25. Hana ber upp handritadaginn mikla, en 21. apríl eru liðin 50 ár frá því að Danir hófu að skila handritunum til Íslands. Þá var hátíð í bæ. Við minnumst þessa í þættinum. Arndís Þórarinsdóttir er í viðtali um bókina Bál tímans, en það er nokkurs konar ævisaga eins merkasta handritsins, Möðruvallabókar. Valur Gunnarsson hefur ferðast um löndin sem tilheyrðu gömlu Sovétríkjanna á löngu árabili - hann gerir þeim skil í bók sem er blanda af ferðasögu og sagnfræði og nefnist Bjarmalönd - og segir frá henni í þættinum. Rýnendur okkar fjalla um tvær bækur: Stríð og klið eftir Sverri Norland og Uppruna eftir Sasa Stanisic, hann er af bosnískum ættum, býr í Þýskalandi og hlaut Þýsku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina.

Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.

Veðurfréttir.