Stjórn og stjórnendur RÚV

Hér má finna upplýsingar um stjórn RÚV, skipurit fyrirtækisins og stjórnendur. Stjórn RÚV er kosin ár hvert með tilnefningu frá Alþingi og starfsmannasamtökum RÚV.

Stjórn

Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara sem kosnir skulu í stjórn félagsins. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna einnig einn mann og annan til vara.

Stjórn RÚV fer með æðsta vald í málefnum þess á milli aðalfunda. Stjórnin ber ábyrgð á rekstri RÚV og að farið sé eftir lögum um Ríkisútvarpið, að samþykktir þess og ákvæði samnings um fjölmiðlun í almannaþágu séu uppfyllt. 

Skipan stjórnar RÚV

Stjórn:Varastjórn:
Silja Dögg GunnarsdóttirJónas Skúlason
Rósa KristinsdóttirMagnús Benediktsson
Marta Guðrún JóhannesdóttirKristján Ketill Stefánsson
Ingvar Smári BirgissonBirta Karen Tryggvadóttir
Aron ÓlafssonSandra Rán Ásgrímsdóttir
Mörður ÁslaugarsonKristín Amalía Atladóttir
Margrét TryggvadóttirViðar Eggertsson
Þráinn ÓskarssonNatalie Guðríður Gunnarsdóttir
Diljá Ámundadóttir ZoegaIngvar Þóroddsson
Anna María BenediktsdóttirValgeir Vilhjálmsson

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar RÚV í kjölfar aðalfundar var Silja Dögg Gunnarsdóttir kjörin formaður og Ingvar Smári Birgisson varaformaður.

Starfsreglur stjórnar RÚV

Starfsáætlun stjórnar RÚV

Samþykktir RÚV

STJÓRNENDUR OG SKIPURIT

Stjórnendur og starfssvið

Stjórnendur:Starfssvið:
Stefán EiríkssonÚtvarpsstjóri
Margrét MagnúsdóttirSkrifstofustjóri
Björn Þór HermannssonFjármálastjóri
Hrefna Lind ÁsgeirsdóttirFramkvæmdastjóri stafrænnar þróunar
Matthías Már MagnússonDagskrárstjóri - Rás 2
Fanney Birna JónsdóttirDagskrárstjóri - Rás 1
Hildur SigurðardóttirMannauðsstjóri 
Heiðar Örn SigurfinnssonFréttastjóri
Margrét JónasdóttirStarfandi dagskrárstjóri - Sjónvarp

RÚV sala er dótturfélag RÚV.  Dótturfélagið heldur utan um tekjuöflun RÚV, svo sem sölu á auglýsingum, útleigu á húsnæði og búnaði, sölu á safnaefni og sölu á dagskrárefni til innlendra og erlendra aðila. Stjórn RÚV sölu skipa Stefán Eiríksson, Björn Þór Hermannsson og Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri RÚV sölu er Einar Logi Vignisson.

22. apríl 2024