Rafbílavæðingin: Er annað sætið nóg?

Rafbílum hefur fjölgað stórlega á Íslandi á síðustu árum og í fyrra var Tesla mest seldi einkabíllinn. Bílaumboðin lofa rafmagnaðri framtíð, flettiskilti auglýsa heimahleðslustöðvar.

Það stendur ekki sami strókurinn aftur úr púströri meðalbílsins og á níunda áratugnum. Þá voru vísindamenn þegar farnir að vara við loftslagsbreytingum af mannavöldum en enn spúir bílaflotinn gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið í stórum stíl.