Stundin okkar 2017

þessi hryllilegi

Þessi þáttur er hryllilegur!

Þjóðsögur, hryllingssögur, draugar, afturgöngur, mórar, skottur og drakúla með melónuhaus.

Þrátt fyrir mikinn hrylling er samt fullt af fjöri og slími eins og vanalega.

Trélitir og sítrónur verða á Draugasetrinu á Stokkseyri og hitta þar spekinga tvo eins og vanalega og fræðast um drauga, hrekkjavökuna og ýmislegt tengdu þjóðsögum.

Spekingar:

Jón Þorri Jónsson og Maríanna Ósk Atladóttir

Það er hrekkjavökuþema í Kveikt´á perunni í þessum þætti og við skerum út haus á Drakúla, sem týndi sínum.

Gula liðið:

Birna Björg Gunnarsdóttir

Bjarki Hrafn Magnússon

Bláa liðið:

Grímur Chunkuo Ólafsson

Sirrý Inga Sigurðardóttir

Sara Hjördís Guðnadóttir Hansen las söguna sína Eitthvað óhreint

Sagan var gefin út í bókinni Eitthvað illt á leiðinni er.

Ritstjórn: Markús Már Efraím

Frumsýnt

29. okt. 2017

Aðgengilegt til

31. des. 2025
Stundin okkar 2017

Stundin okkar 2017

Í Stundinni okkar hittir Sigyn Blöndal skemmtilega krakka um allt land. Stórhættuleg spurningakeppni, grænar slímgusur, furðuverur og ævintýri, stórfurðulegar íþróttagreinar, skapandi þrautir og sögur eftir krakka sem lifna við. Það getur allt í gerst í Stundinni okkar! Dagskrárgerð: Sindri Bergmann Þórarinsson og Sigyn Blöndal.

Þættir

,