Tók á rás þegar hann sá lögreglu – reyndist vera með talsvert magn fíkniefna innanklæða
Maður tók á rás þegar hann varð var við lögreglu við almennt eftirlit í Reykjavík í gær. Lögregla veitti því athygli og hóf eftirför. Eftir stutta en snarpa eftirför, að því er kemur fram í dagbók lögreglu, náðist maðurinn og reyndist hann með talsvert magn fíkniefna innanklæða. Þá er hann grunaður um ólöglega dvöl í landinu.
Grunaður vasaþjófur handtekinn
Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að tilkynnt hafi verið um þrjá aðila í miðbænum grunaða um vasaþjófnað. Lögregla fann einn þeirra og reyndist hann með nokkuð magn af ætluðu þýfi og fjármunum.
Þá var tilkynnt um ógnandi aðila í miðbænum. Hann hafði m.a. kastað glasi í rúðu á skemmtistað.