NÝJAR FRÉTTIR

Hér birtast allar nýjustu fréttirnar á vefnum. Notaðu síuna til þess að sýna fréttir úr völdum flokkum.

Sía
Fyrir 2 tímum
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Tók á rás þegar hann sá lögreglu – reyndist vera með talsvert magn fíkniefna innanklæða

Mynd/Bjarni Rúnarsson

Maður tók á rás þegar hann varð var við lögreglu við almennt eftirlit í Reykjavík í gær. Lögregla veitti því athygli og hóf eftirför. Eftir stutta en snarpa eftirför, að því er kemur fram í dagbók lögreglu, náðist maðurinn og reyndist hann með talsvert magn fíkniefna innanklæða. Þá er hann grunaður um ólöglega dvöl í landinu.

Grunaður vasaþjófur handtekinn

Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að tilkynnt hafi verið um þrjá aðila í miðbænum grunaða um vasaþjófnað. Lögregla fann einn þeirra og reyndist hann með nokkuð magn af ætluðu þýfi og fjármunum.

Þá var tilkynnt um ógnandi aðila í miðbænum. Hann hafði m.a. kastað glasi í rúðu á skemmtistað.

Fyrir 3 tímum
Innlendar fréttir
Veður

Hægviðri og bjart víðast hvar á landinu

Í dag verður fremur hæg breytileg átt á landinu, en norðvestan 8-13 m/s á Austfjörðum fram eftir degi. Yfirleitt bjart, en skýjað og stöku smáél norðaustantil en léttir í kvöld. Hiti 3 til 9 stig
yfir hádaginn, en nálægt frostmarki norðaustantil.

Veðurspá klukkan 10.
Veðurstofa Íslands

Á morgun verður áfram hægviðri og bjart en skýjað með köflum og sums staðar lítils háttar væta við suðvestur- og vesturströndina. Hlýnar heldur.

Austanátt á páskadag, strekkingur syðst á landinu, en annars hægari. Bjart með köflum og sums staðar lítils háttar væta við ströndina. Hiti breytist lítið.

17. apríl 2025 kl. 21:45
Íþróttir
Fótbolti

United með ótrúlega endurkomu í níu marka leik

epa12037725 Lyon fans light flares during the UEFA Europa League quarter-finals 2nd leg soccer match between Manchester United and Olympique Lyonnais, in Manchester, Britain, 17 April 2025.  EPA-EFE/ADAM VAUGHAN
Stuðningsmenn Lyon kveiktu á blysum í stúkunni.EPA-EFE / ADAM VAUGHAN

Leikið var í 8-liða úrslitum Evrópudeildar og Sambandsdeildar í fótbolta.

Manchester United leiddi 2-0 gegn franska liðinu Lyon en gestirnir jöfnuðu metin og því þurfti að grípa til framlengingar. Í henni voru Lyon einum færri eftir að Tolisso fékk sitt annað gula spjald.

Í framlengingu komst Lyon yfir í 2-3 og svo 2-4. Þá var útlitið orðið ansi svart en United skoraði þrjú mörk á ótrúlegum kafla frá 114. mínútu. Lokatölur voru 5-4. Harry Magure gerði sigurmarkið í uppbótartíma.

Tottenham, Athletic Bilbao og Bodo Glimt eru einnig komin í undanúrslit.

Fiorentina, Chelsea, Real Betis og Djurgarden eru komin í undanúrslit Sambandsdeildarinnar.

17. apríl 2025 kl. 21:35
Íþróttir
Handbolti

Valur tók fyrsta leikinn í undanúrslitaeinvíginu

Agnar Smári Jónsson í leik Vals og ÍBV í Olís deild karla 4. september 2024
Agnar Smári Jónsson.RÚV / Mummi Lú

Valsmenn unnu Aftureldingu 33-31 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Afturelding leiddi 12-13 í hálfleik eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik.

Valsmenn náðu forskotinu um miðjan seinni hálfleik en jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 29-29. Valsmenn reyndust sterkari í framlengingu og unnu tveggja marka sigur. Næsti leikur er 22. apríl.

Þá vann Grótta lið Selfoss 40-31 í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í efstu deild. Grótta er fulltrúi efstu deildar og Selfoss þeirrar næstefstu í einvíginu. Vinna þarf þrjá leiki til að öðlast þátttökurétt í efstu deild á næsta tímabili.

17. apríl 2025 kl. 20:21
Erlendar fréttir
Ítalía

Fjórir létust í kláfferjuslysi

Fjórir eru látnir eftir að kláfferja féll til jarðar skammt suður af ítölsku borginni Napolí í dag. Einn til viðbótar er alvarlega slasaður. Að sögn ítalskra fjölmiðla slitnaði kapallinn sem hélt kláfnum uppi.

Kláfurinn lá í gegnum dal frá bænum Castellammare di Stabia, um þriggja kílómetra leið upp fjallið Faito. Fyrr í dag tókst að koma fólki úr öðrum kláfferjum, sem höfðu stöðvast neðar í dalnum, til bjargar.

epaselect epa12037304 A cable car stands still in Faito, Castellammare, Italy, 17 April 2025. Four people were killed after a cable car cabin crashed in extreme weather on Mt Faito. Another person was seriously injured in the accident, and sent by helicopter to hospital, rescuers reported.  EPA-EFE/CESARE ABBATE
EPA-EFE / CESARE ABBATE

17. apríl 2025 kl. 18:12
Íþróttir
Blak

KA í lykilstöðu gegn Þrótturum

KA menn fagna í leik Þróttar R. og KA í úrslitum bikarkeppni karla í blaki 08.03.2025
RÚV / Mummi Lú

KA er einum sigri frá Íslandsmeistaratitli karla í blaki eftir 3-2 sigur gegn Þrótt.

KA getur tryggt sér titilinn á Akureyri næsta miðvikudagskvöld.

Fyrsta hrinan vannst 25-20, Þróttur jafnaði metin með 25-15 sigri og KA vann næstu hrinu 25-23. Þróttur jafnaði aftur metin í 25-18 en KA vann oddahrinuna 15-12.

17. apríl 2025 kl. 16:05
Erlendar fréttir
Ísrael-Palestína

Mannúðarsamtök skora á Ísrael

Tólf mannúðarsamtök skora á ísraelsk stjórnvöld að gera þeim kleift að sinna mannúðarstarfi á Gaza. Samtökin segja algjört hrun blasa við hjálparstarfi síðan Ísraelar lokuðu fyrir flutning hjálpargagna til Gaza annan mars.

Fólk virðir fyrir sér staðann þar sem tjald Abu Al-Rous fjölskyldunnar stóð. Ísraelsher drap tíu manns úr fjölskyldunni í árás í nótt.
AP / Abdel Kareem Hana

Talsmenn samtakanna segja í yfirlýsingu að ástandið á Gaza sé einn versti mannúðarbrestur samtímans.

Stjórnvöld í Ísrael hafa hafa heitið að hindra allan flutning hjálpargagna til Gaza þar til öllum gíslum í haldi Hamas hafi verið sleppt.

Samtökin segja í yfirlýsingunni að allir íbúar Gaza treysti á mannúðaraðstoð til að lifa af.

17. apríl 2025 kl. 12:52
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Hótar að útiloka erlenda nemendur frá Harvard

Bandaríkjastjórn hótar Harvard-háskóla að honum verði bannað að innrita erlenda nemendur fari skólinn ekki að kröfum yfirvalda. Þetta kemur fram í tilkynningu heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað að taka háskólann af fjárlögum verði ýmsar kröfur ekki uppfylltar, til dæmis að hvers kyns stefna um fjölbreytileika verði aflögð. Þá vill Trump vísa nemendum frá sem skipulögðu mótmæli til stuðnings Palestínu.

Stjórn skólans ætlar ekki að verða við kröfum Trumps.

epa12021440 US President Donald Trump speaks as he participates in a photo opportunity with racing champions outside the White House in Washington, DC, USA, 09 April 2025.  EPA-EFE/CHRIS KLEPONIS /POOL
Donald Trump, Bandaríkjaforseti.EPA-EFE / CHRIS KLEPONIS /POOL

17. apríl 2025 kl. 12:36
Erlendar fréttir
Ísrael-Palestína

Ísraelsher drap fjölskyldu í árás á tjöld í Khan Younis

Ísraelsher gerði í nótt árásir á tjaldbúðir í Khan Younis á Gaza og drap tíu manns, hið minnsta, og særði sjö. Fólkið sem herinn drap tilheyrði allt sömu fjölskyldunni.

Nær allir íbúar Gaza hafa hrakist á flótta undan árásum hersins og margir þeirra hafast við í tjöldum eða neyðarskýlum. Eldur braust út við árásirnar og eru hin særðu með alvarleg brunasár og þurfa því mikla heilbrigðisþjónustu sem er mjög skert á Gaza.

Mannréttindasamtök hafa ítrekað fordæmt árásir Ísraelshers á tjöld fólks á flótta og sagt slíkar árásir brot á alþjóðalögum.

Fólk virðir fyrir sér staðann þar sem tjald Abu Al-Rous fjölskyldunnar stóð. Ísraelsher drap tíu manns úr fjölskyldunni í árás í nótt.
AP / Abdel Kareem Hana

17. apríl 2025 kl. 7:52
Innlendar fréttir
Veður

Éljaloft norðan- og austanlands en bjart sunnan heiða

Búast má við norðan kalda eða stinningskalda í dag. Á Austfjörðum verður allhvöss norðvestanátt fram eftir degi. Áfram verður dálítið éljaloft norðan- og austanlands. Hiti þar verður í kringum frostmark en í kvöld bætir heldur í ofankomu um tíma. Yfirleitt verður bjart sunnan heiða og hiti á landinu allt að sex stig.

Á morgun er útlit fyrir breytilega vindátt sem nær 3 til 8 metrum á sekúndu. Áfram norðvestan strekkingur á suðaustanverðu landinu. Bjart í flestum landshlutum, en áfram stöku él eða skúrir. Hiti breytist lítið.

Yfir páskahelgina verður yfirleitt hægur vindur og bjart með köflum. Þó rakara loft og skýjað veður við strendur.

Myndin er tekin út um framrúðu bíls sem keyrir eftir vegi sem á er mikill snjór. Fram undan eru fleiri bílar. Lélegt skyggni er á veginum.
Frá háreksstaðaleið í gær. Áfram má gera ráð fyrir éljum á suðausturhorni landsins.RÚV / Björgvin Kolbeinsson

17. apríl 2025 kl. 7:07
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Maður gekk berserksgang í fjölbýli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem „gekk berserksgang“ í íbúð í fjölbýli. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni var maðurinn afar ör og óútreiknanlegur. Var hann því handtekinn og vistaður í klefa. Í íbúðinni fundust talsverð ummerki um fíkniefnaneyslu og skemmdarverk.

Ýmis önnur mál komu til kasta lögreglu í nótt, meðal annars mál konu sem föst var inni á salerni skemmtistaðar. Lögregla braut upp hurðina með leyfi eiganda staðarins og ku konan hafa verið frelsinu fegin.

16. apríl 2025 kl. 22:02
Íþróttir
Fótbolti

Newcastle valtaði yfir Crystal Palace og er komið í þriðja sæti

Newcastle sigraði Crystal Palace örugglega 5-0 í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Með sigrinum komst liðið upp í þriðja sæti deildarinnar. Newcastle hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið.

Newcastle vann deildabikar karla 2025.
Imago

Markaskorun liðsins hófst á 14. mínútu þegar Jacob Murphy skoraði eftir sendingu frá Kieran Tripiter. Marc Guéhi skoraði sjálfsmark á 38. mínútu og Newcastle var komið 2-0 yfir. Liðið skoraði tvö mörk í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Lítið gekk hjá gestunum og Eberechi Eze brenndi af víti fyrir Crystal Palace.

Lokamark leiksins kom á 58. mínútu frá Alexander Isak. Liðið er nú komið í þriðja sætið með 59 stig.

16. apríl 2025 kl. 21:43
Íþróttir
Fótbolti

Inter Milan fer áfram eftir tvö mörk á tveimur mínútum

Inter Milan hefur tryggt sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Bayern München. Inter sigraði fyrri leik liðanna, 2-1, og er því komið áfram til leiks gegn Barcelona.

Leikmenn fótboltaliðsins Inter fagna marki gegn AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni
EPA / Daniel Dal Zennaro

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Harry Kane Bayern yfir á 52. mínútu. Inter skellti þá í tvö mörk á tveimur mínútum. Lautaro Martínez jafnaði metin á 58. mínútu, tveimur mínútum síðar kom Benjamin Pavard Inter 2-1 yfir.

Eric Dier jafnaði metin fyrir Bayern á 76. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og Inter Milan sigrar einvígið 4-3.

Arsenal sigraði Real Madrid 2-1 og er á leið í undanúrslit. Samanlagt vann Asenal 5-1. Liðið mætir PSG.

16. apríl 2025 kl. 21:34
Íþróttir
Blak

KA er einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum

KA sigraði Völsung örugglega, 0-3, í annarri viðureign liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrsta hrina var jöfn þar sem liðin skiptust á forystunni, KA sigraði þó 23-25. KA leiddi aðra hrinu og sigraði hana 20-25. Í þriðju hrinu höfðu Norðankonur tekið öll völd og komust mest í tíu stiga forystu, 11-21.

Amelía Ýr Sigurðardóttir í leik KA og HK í úrslitum bikarkeppni kvenna í blaki 08.03.2025
RÚV / Mummi Lú

KA vann einnig fyrstu viðureign liðanna 3-0. KA er því einum sigri frá titlinum því að vinna þarf þrjá leiki til þess að verða Íslandsmeistari.

16. apríl 2025 kl. 20:13
Íþróttir
Lyftingar

Var mætt sólarhring fyrir mót og náði 15. sæti á EM

Þuríður Erla Helgadóttir endaði í 15. sæti í ólympískum lyftingum í -59 kílóa flokki á EM í dag. Ferðalag Þuríðar til Moldóvu gekk ekki snuðrulaust fyrir sig og gerði það að verkum að hún var mætt á keppnisstað tæpum 24 klukkustundum áður en keppni hófst. Því var lítill tími til undirbúnings svo sem vökvalosun.

Þuríður Erla Helgadóttir undirbýr lyftu.Sportmyndir.is

Þuríður kláraði hins vegar mótið með glæsibrag og lyfti 77kg í snörun og 102kg í jafnhendingu. Samanlagður árangur var því 179kg sem skilaði henni 15. sætinu.

Katla Björk Ketilsdóttir keppti í -64kg flokki og lyfti 88kg í snörun og 105kg í jafnheldingu. Samanlagður árangur hennar, 193kg, skilaði 4. sæti í C-deild.

16. apríl 2025 kl. 18:00
Erlendar fréttir
Rússland

Fyrrverandi héraðsstjóri Kúrsk handtekinn

Fyrrverandi héraðsstjóri Kúrsk í Rússlandi og staðgengill hans hafa verið handteknir grunaðir um að hafa dregið sér fé sem ætlað var í varnaruppbyggingu á landamærunum að Úkraínu.

Úkraínski herinn réðst inn í Kúrsk í ágúst í fyrra og var innrásin sú umfangsmesta sem Rússar hafa orðið fyrir síðan í síðari heimsstyrjöld.

Alexei Smirnov og Alexei Dedov voru héraðsstjóri og varahéraðsstjóri Kúrsk þegar innrásin var gerð. Þeir hlutu mikla gagnrýni fyrir viðbrögð við innrás úkraínska hersins og voru settir úr embætti í desember.

Síðustu úkraínsku hermennirnir hörfuðu frá Kúrsk í síðasta mánuði.

16. apríl 2025 kl. 15:08
Innlendar fréttir
Leit og björgun

Samið um leigu á Gæsluþyrlum til næstu sjö ára

Dómsmálaráðherra hefur undirritað samkomulag um áframhaldandi leigu á þremur þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna til næstu sjö ára. Þyrlurnar eru allar af gerðinni Airbus Super Puma H225 og komu í flota Gæslunnar á árunum 2019-2021. Kostnaður við leiguna er um 56 milljónir evra, rúmir átta milljarðar króna, fyrir árin sjö – sem nemur um 1.160 milljónum króna á ári.

„Þessi samningur endurspeglar áherslu ríkisstjórnarinnar í öryggismálum. Síðasta ár var metár í útköllum, þar af var helmingur þeirra vegna sjúkraflutninga. Við þurfum að tryggja öryggi fólksins í landinu,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra í tilkynningu.

TF-EIR, ein af þyrlunum þremur sem Landhelgisgæslan er með til leigu.RÚV / Ragnar Visage

16. apríl 2025 kl. 11:15
Íþróttir
Ólympíuleikar

Sérstakur krikket völlur byggður fyrir ÓL

epa12028071 Karachi Kings' Tim Seifert plays a short during the Pakistan Super League (PSL) Twenty20 cricket match between Multan Sultans and Karachi Kings, in Karachi, Pakistan, 12 April 2025.  EPA-EFE/REHAN KHAN
Tim Seifert, leikmaður Kings í leik Multan Sultans og Karachi Kings í leik í pakistönsku ofurdeildinni 12. aprílEPA-EFE / REHAN KHAN

Keppt verður í krikket á ÓL í Los Angelese 2028. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt verður í krikket frá ÓL 1900 sem fór fram í París.

Keppni verður í sérstökum bráðabirgðavelli í Pomona, um klukkutíma frá Ólympíuþorpinu. Skipuleggjendur skoðuðu ýmsa staði, þar á meðal á austurströnd Bandaríkjanna, vegna þess að það hentar betur fyrir áhorfendur í stórum sjónvarpsmörkuðum í Asíu.

Leikvangurinn verður byggður á Fairplex-svæðinu og síðan fjarlægður að leikum loknum, svipað og gert var í New York á T20 heimsmeistaramótinu í fyrra. Sá völlur var gagnrýndur fyrir gæði. Fairplex-svæðið hefur hýst tónleika með á bilinu 40.000 til 60.000 manns nýverið.

16. apríl 2025 kl. 9:14
Erlendar fréttir
Ísrael-Palestína

Stjórnvöld í Ísrael segja engin hjálpargögn fara til Gaza

epaselect epa12032107 Palestinian children look on among the rubble of destroyed buildings in the Jabalia refugee camp, northern Gaza Strip, 14 April 2025. More than 50,900 Palestinians have been killed in the Gaza Strip, according to the Palestinian Ministry of Health, since Israel launched a military campaign in the strip in response to a cross-border attack led by the Palestinian militant group Hamas on 07 October 2023, in which about 1,200 Israelis were killed and more than 250 taken hostage.  EPA-EFE/HAITHAM IMAD
Börn horfa á eyðileggingu í Jabalia flóttamannabúðunum á Gaza.EPA-EFE / HAITHAM IMAD

Israel Katz varnarmálaráðherra Ísraels segir að stjórn landsins ætli áfram að koma í veg fyrir að hjálpargögn berist til Gaza. Hann segir stefnu Ísraelsstjórnar skýra, engin mannúðaraðstoð berist til Gaza, til þess að koma í veg fyrir að Hamas geti notað hana til að fá íbúa Gaza til liðs við sig.

Ísraelsstjórn hefur komið í veg fyrir að hjálpargögn berist til Gaza síðan 2. mars, eftir að fyrsti hluti vopnahléssáttmála Hamas og Ísraelsstjórnar rann út. Hamas-samtökin sögðu í gær að nýju tilboði Ísraelsmanna um vopnahlé yrði svarað á morgun.

15. apríl 2025 kl. 23:57
Innlendar fréttir
Viðskipti

GlacierShares skráð á Nasdaq-markaðinn í Bandaríkjunum

Kauphallarsjóðurinn GlacierShares Nasdaq Iceland ETF hefur verið skráður á bandaríska Nasdaq-markaðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum. Þar segir að þetta sé fyrsti kauphallarsjóðurinn sem sé skráður erlendis, sem fjárfesti í íslenskum hlutabréfum.

Helgi Frímannsson, fjárfestingaráðgjafi hjá GlacierShares, segir að með skráningu sjóðsins sé verið að koma íslenskum félögum á framfæri á stærsta og virkasta hlutabréfamarkaði heims.

„Það er virkilega spennandi að fjárfestar á bandaríska markaðnum geti nú í fyrsta sinn fjárfest í kauphallarsjóði sem fjárfestir á íslenska markaðnum,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.

Skráningu GlacierShares fagnað á bandarískum hlutabréfamarkaði.
Aðsent / GlacierShares

15. apríl 2025 kl. 22:31
Innlendar fréttir
Leit og björgun

Leituðu að einstaklingi í Seljahverfi

Björgunarsveitir leituðu að einstaklingi í Seljahverfi í Reykjavík í kvöld. Leitin hófst upp úr klukkan níu en einstaklingurinn kom fram rétt eftir klukkan tíu. Leit er því hætt.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir yfir hundrað manns hafa komið að leitinni. Björgunarsveitarfólk notaði hunda og dróna við leitina.

15. apríl 2025 kl. 22:16
Íþróttir
Fótbolti

Sigrar Aston Villa og Dortmund dugðu ekki til

PSG og Barcelona tryggðu sig áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld, þrátt fyrir tap gegn Aston Villa og Dortmund.

Barcelona var með 4-0 forskot eftir fyrri leik sinn við Dortmund. Dortmund hafði betur í leik kvöldsins, 3-1, sem dugði ekki til og Barcelona vann einvígið samanlagt 5-3.

epa12021484 Barcelona's Robert Lewandowski celebrates after scoring the 2-0 during the UEFA Champions League quarter-final first leg match between FC Barcelona and Borussia Dortmund at the Estadio Olimpico Lluis Companys in Barcelona, Spain, 09 April 2025.  EPA-EFE/Alejandro Garcia
Robert Lewandowski og félagar í Barcelona eru komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar.EPA-EFE / Alejandro Garcia

PSG mætti Aston Villa og leiddi 3-1 eftir fyrri leikinn. Kvöldið virtist svo ætla að verða þægilegt þegar PSG var komið 2-0 yfir eftir hálftíma.

Youri Tielemans minnkaði þó muninn fyrir hálfleik og á tveimur mínútum snemma í seinni hálfleik breytu Villamenn svo stöðunni í 3-2. Lengra komust þeir þó ekki og samanlagt hafði PSG betur 5-4.

15. apríl 2025 kl. 22:05
Íþróttir
Handbolti

Selfoss og Haukar með sigra í úrslitakeppni kvenna í handbolta

Úrslitakeppni kvenna í handbolta hófst í kvöld. Valur og Fram sitja hjá í fyrstu umferð en Selfoss og Haukar unnu sína leiki í baráttunni um sæti í undanúrslitunum.

Selfoss tók á móti ÍR og eftir jafnan leik þar sem hálfleikstölur voru 16-14, Selfossi í vil, hafði Selfoss að lokum betur 31-27.

Elín Klara Þorkelsdóttir í leik Fram og Hauka í úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta 01.03.2025
Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst Haukakvenna í kvöldRÚV / Mummi Lú

Leikur Hauka og ÍBV var líka jafn framan af en Eyjakonur leiddu í hálfleik 13-11. Haukar jöfnuðu snemma í seinni hálfleik og sigu svo fram úr og unnu sex marka sigur 26-20.

Liðin mætast öðru sinni á laugardag, vinna þarf tvo leiki til að fara áfram í undanúrslitin.

15. apríl 2025 kl. 10:20
Erlendar fréttir
Frakkland

Árásir í fangelsum í Frakklandi

epa12016244 France's Minister of Justice Gerald Darmanin (R) speaks with colleagues in a corridor on the sidelines of a meeting of the steering committee regarding the creation of high-security prisons, at the Ministry of Justice in Paris, France, 07 April 2025.  EPA-EFE/ALAIN JOCARD / POOL  MAXPPP OUT
Gérald Darmien ræðir við fjölmiðla.EPA-EFE / ALAIN JOCARD / POOL

Árásir voru gerðar í nokkrum fangelsum í Frakklandi í nótt og í morgun. Þetta staðfesti Gérald Darmain dómsmálaráðherra Frakklands í færslu á X. Hann sagði að árásirnar hefðu beinst að því að hræða starfsmenn fangelsanna og í þeim hefði bæði verið kveikt í bílum og hleypt af skotvopnum.

Árásir áttu sér stað í fangelsum á minnst fimm stöðum í Frakklandi, auk þess sem kveikt var í bíl sem lagt var við hús dómara í Marseille.

Darmain gaf í skyn í færslunni að árásirnar tengdust baráttu gegn fíkniefnasmygli. Hann ætlar að heimsækja eitt fangelsanna, í Toulon, í dag til að styðja fangelsisyfirvöld þar.

15. apríl 2025 kl. 9:21
Erlendar fréttir
Tyrkland

Yfir 200 handteknir í lögregluaðgerðum í Tyrklandi

Stór aðgerð tyrknesku lögreglunnar gegn skipulagðri glæpastarfsemi í morgun leiddi til þess að 234 voru handteknir. Níu þeirra voru teknir erlendis.

Þeir handteknu eru grunaðir um fíkniefnasmygl til Evrópu og peningaþvætti. 21 tonn af fíkniefnum var gert upptækt í aðgerðunum. Að sögn Ali Yerlikaya innanríkisráðherra Tyrklands skipulögðu glæpasamtökin smygl á kókaíni frá Suður-Ameríku, heróíni frá Íran og Afganistan og kannabisefnum gegnum Balkanlöndin.

15. apríl 2025 kl. 6:35
Innlendar fréttir
Veður

Snjókoma og slydda á Norður- og Austurlandi

Norðaustlæg átt verður á landinu í dag og víða á bilinu 8 til 15 metrar á sekúndu. Snjókoma eða slydda með köflum á Norður- og Austurlandi. Dregur úr ofankomu norðvestanlands með morgninum. Þó má búast við einhverjum éljum þar í dag.

Þurrt að mestu sunnan heiða.

Hitastig verður frá frostmarki norðaustantil upp í 9 stig við suðurströndina.

Á morgun verður svipað veður og snjókomubakki gengur inn yfir Austurland. Þar má bússt við talsverðri ofankomu fram eftir degi. Norðan kaldi eða strekkingur á fimmtudaginn og él um landið norðanvert. Á föstudag og laugardag er gert ráð fyrir hæglætisveðri um mestallt landið.

Helst má gera ráð fyrir hæglætisveðri á suðurhelmingi landsins.RÚV / Guðmundur Bergkvist

15. apríl 2025 kl. 5:18
Erlendar fréttir
Svíþjóð

Tveir menn skotnir til bana í Gautaborg

Tveir menn voru skotnir til bana í Gautaborg í Svíþjóð í nótt. Frá þessu greinir sænska ríkissjónvarpið, SVT. Á vef þess segir að enginn hafi verið handtekinn og ekkert sé vitað um tilefni árásarinnar.

Lögregla hafi verið kölluð til eftir að tilkynnt var um byssuskot. Mennirnir hafi fundist særðir á vettvangi og fluttir á sjúkrahús, þar sem þeir létust. Annar þeirra var tvítugur og hinn 25 ára.

Lögreglan sagði engan liggja undir grun. Rannsókn héldi áfram í dag og óskað væri eftir því að fólk hefði samband, byggi það yfir upplýsingum sem gætu komið að gagni við rannsóknina.

14. apríl 2025 kl. 21:25
Íþróttir
Fótbolti

Hádramatískt jafntefli Vals og KR

Stjarnan er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina í Bestu deild karla í fótbolta, Stjarnan vann ÍA á heimavelli í kvöld. Í Laugardalnum lauk Reykjavíkurslag með jafntefli.

Annarri umferð deildarinnar lauk í kvöld með tveimur leikjum. Mörk frá Andra Rúnari Bjarnasyni og Guðmundi Baldvini Nökkvasyni dugðu Stjörnumönnum til sigurs gegn ÍA í hörkuleik. Haukur Andri Haraldsson skoraði mark ÍA.

Í Laugardal gerðu KR og Valur dramatískt jafntefli, lokatölur 3-3. Jónatan Ingi Jónsson og Patrick Pedersen skoruðu fyrir Val en Luke Rae og Jóhannes Kristinn Bjarnason sáu um markaskorun fyrir Vesturbæinga. Bæði lið eru með tvö stig eftir tvo leiki.

Jóhannes Kristinn Bjarnason
Mummi Lú

14. apríl 2025 kl. 20:53
Innlendar fréttir
Menntamál

Ætla ekki í Tækniskólann

Kvikmyndaskóli Íslands, mynd tekin 24. mars.
RÚV / Kristinn Þeyr Magnússon

Nemendur hins gjaldþrota Kvikmyndaskóla Íslands ætla ekki að þiggja boð um að halda námi sínu áfram við Tækniskólann, líkt og menntamálaráðherra hafði boðið þeim að gera. Fulltrúar nemenda sátu fund með stjórnendum Tækniskólans í dag þar sem tillögur um framhald námsins voru kynntar.

Að mati nemenda voru tillögurnar óljósar, illa ígrundaðar og uppfylltu ekki eðlilegar kröfur nemenda. Af þeim sökum hafna nemendur Kvikmyndaskólans tillögunum og fara þeir fram á viðræður við menntamálaráðherra um lausn þeirra mála.

14. apríl 2025 kl. 19:29
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Jarðskjálfti 5,2 að stærð nærri San Diego

Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir suðurhluta Kaliforníu klukkan tíu í morgun. Skjálftinn varð norðaustur af San Diego, um fjóra kílómetra suður af bænum Julian, og mældist á tæplega 13 kílómetra dýpi.

Í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X sagði Gavin Newsom ríkisstjóri Kaliforníu að verið væri að meta skemmdir í kjölfar skjálftans. Fréttir hafa ekki borist af slysum á fólki né miklu tjóni vegna skjálftans. Íbúar í suðurhluta Kaliforníu fengu skilaboð um að leita skjóls í kjölfar skjálftans en Veðurstofa Bandaríkjanna reiknaði ekki með flóðbylgju vegna hans.

14. apríl 2025 kl. 18:57
Íþróttir
Handbolti

Færeyjar með Íslandi á HM í fyrsta skipti

Mikill uppgangur hefur verið í íþróttum í Færeyjum og þá einna helst í handbolta. Á dögunum tryggði kvennalandslið Færeyja sig inn á HM í fyrsta skipti í sögunni, Færeyjar unnu Litáen samanlagt í tveimur leikjum samanlagt. HM verður haldið í Hollandi og Þýskalandi á næsta ári.

Færeyjar fóru í fyrsta sinn á EM í desember á síðasta ári þar tapaði liðið fyr­ir Sviss og Dan­mörku en gerði jafn­tefli við Króa­tíu.

Ísland er sömuleiðis búið að tryggja sér þátttökurétt á HM eftir sannfærandi sigur á Ísrael í síðustu viku.

Mynd af hópi Færeyinga á handboltaleik. Allir halda á færeyska fánanum.
EPA / GEORGIOS KEFALAS

14. apríl 2025 kl. 18:02
Erlendar fréttir
El Salvador

Sagðist ekki hafa heimild til að senda García aftur til Bandaríkjanna

Nayib Bukele, forseti El Salvador, sagðist ekki ætla að senda mann aftur til Bandaríkjanna, sem var vísað þaðan fyrir mistök. Þetta sagði hann á fundi með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Maðurinn, sem heitir Kilmar Abrego Garcia, var sendur úr landi í ofurfangelsi í El Salvador fyrr í þessum mánuði, þrátt fyrir að hafa hlotið vernd gegn brottvísun frá Bandaríkjunum 2019. Bukele sagðist ekki hafa heimild til að senda García aftur til Bandaríkjanna. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur skipað Bandaríkjastjórn að liðka fyrir komu García aftur til landsins þar sem honum var vísað úr landi án tilhlýðilegrar málsmeðferðar.

President Donald Trump, right, shakes the hand of El Salvador's President Nayib Bukele during a meeting in the Oval Office of the White House in Washington, Monday, April 14, 2025. (Pool via AP)
Bukele og Trump Bandaríkjaforseti í Hvíta húsinu í dag.AP/POOL / Uncredited

14. apríl 2025 kl. 17:30
Innlendar fréttir
Leikskólar

Nýr leikskóli fyrir 60 börn rís í Kópavogi

Framkvæmdir við nýjan leikskóla við Skólatröð í Kópavogi eru að hefjast en áætlað er að leikskólinn verði tekinn í notkun haustið 2027.
Kópavogsbær

Framkvæmdir við nýjan leikskóla við Skólatröð í Kópavogi eru að hefjast. Áætlað er að leikskólinn verði tekinn í notkun haustið 2027.

Í leikskólanum verða þrjár deildir fyrir nemendur á aldrinum 2-6 ára og miðað er við að fjöldi barna verði um 60 mestan hluta dagsins, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Gert er ráð fyrir 15-20 stöðugildum í leikskólanum.

Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að á lóðinni verði byggður þriggja deilda leikskóli á einni hæð. Áður stóð til að byggja leikskóla á tveimur hæðum með fjórum deildum en nágrannar lýstu þungum áhyggjum í umsögn um leikskólann, en þeir óttuðust að byggingin yrði yfirþyrmandi.

14. apríl 2025 kl. 17:18
Íþróttir
Fótbolti

Rømer kynntur til leiks hjá KA

Eftir 4-0 tap í gær barst KA mikill liðsstyrkur fyrir komandi átök í Bestu deild karla. Fyrrum fyrirliði danska úrvalsdeildarliðsins Lyngby, Marcel Rømer hefur skrifað undir samning við Akureyrarfélagið. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Þessi danski leikmaður hefur leikið rúmlega 250 leiki í efstu deild í Danmörku og hefur verið leiðtogi í sterku liði Lyngby. Rømer leikur á miðri miðjunni sem varnarsinnaður miðjumaður en hann getur einnig leyst stöðu miðvarðar.

KA fær KFA í fyrsta leik sínum í Mjólkurbikarnum á föstudaginn en þar er liðið ríkjandi bikarmeistari eftir að hafa unnið Víking í úrslitum á síðasta tímabili.

14. apríl 2025 kl. 11:58
Innlendar fréttir
Trúarbrögð

Skráningum í þjóðkirkjuna fækkar lítillega

Skráðum í þjóðkirkjuna hefur fækkað um um 286 síðan 1. desember. Þjóðkirkjan er þó enn langfjölmennasta trú- og lífsskoðunarfélag landsins samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár Íslands með 224.677 skráða meðlimi.

Næst fjölmennast er Kaþólska kirkjan með 15.621 skráða meðlimi og í þriðja sæti er Fríkirkjan í Reykjavík með 9.945 skráða meðlimi.

Frá 1. desember til 1. apríl fjölgaði mest í Siðmennt, um 100 meðlimi.

30.854 voru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga og 90.655 einstaklingar voru með ótilgreinda skráningu. Fólkið í síðargreinda hópnum hefur ekki tekið afstöðu til skráningar í trú- eða lífsskoðunarfélag.

Mynd sem sýnir þróun skráninga í trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi síðustu ár. Meðlimum í Þjóðkirkju fækkar á meðan fjölgar í hópnum „ótilgreint“.
Mynd / Þjóðskrá Íslands