Hvassviðri og rigning fylgir lægð sem nálgast
Það verður skýjað í dag en úrkomulaust að kalla og bjartviðri um landið austanvert. Lægð nálgast landið úr suðvestri. Í nótt koma skilin inn yfir landið og fara allhratt yfir. Frekar hvass vindur og rigning fylgir þessum skilum.
Lægðin fer svo til austurs með suðurströndinni á morgun, þá verður vindur norðvestlægari. Það styttir víða upp um kvöldið og kólnar heldur. Spár gera þó ráð fyrir að einhver væta verði áfram á Norðurlandi, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings.