Átta ára stúlka dó vegna mislinga í Texas
Átta ára stúlka varð annað barnið til að deyja af völdum mislingafaraldurs í Vestur-Texas. Nærri 500 tilfelli mislinga hafa verið staðfest í Texas síðan faraldurinn hófst í ársbyrjun, 54 til viðbótar í Nýju-Mexíkó og tíu í Oklahoma.
Ef útbreiðslan heldur áfram á þessum hraða gætu Bandaríkin farið af lista yfir þau lönd þar sem mislingafaraldur hefur verið stöðvaður.
Viðbrögð heilbrigðisráðherrans Robert F. Kennedy yngri hafa verið gagnrýnd. Læknar í Texas segja áherslu Kennedys á aðrar lækningaaðferðir hafa valdið því að fólk leiti oft seint til læknis eða innbyrði hættulegt magn A-vítamíns.