NÝJAR FRÉTTIR

Hér birtast allar nýjustu fréttirnar á vefnum. Notaðu síuna til þess að sýna fréttir úr völdum flokkum.

Sía
Fyrir 1 tíma
Innlendar fréttir
Múlaþing

Fleiri en 13.000 vilja ekki sjó­kví­a­eldi í Seyð­is­firði

Alls hafa 13.022 sett nafn sitt á undirskriftalista þar sem biðlað er til stjórnvalda að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Undirskriftasöfnuninni lauk á miðnætti í nótt.

Matvælastofnun birti í desember tillögu að rekstrarleyfi til Kaldvíkur fyrir tíu þúsund tonna laxeldi í firðinum. Hópur Seyðfirðinga hefur barist gegn eldinu og meðal annars bent á að þröngur fjörðurinn rúmi illa eldiskvíar.

Í skoðanakönnun sem sveitarfélagið Múlaþing lét gera árið 2023 kom í ljós að 75 prósent íbúa voru andvíg áformunum.

sjókvíar í Tálknafirði. Berglind Helga Bergsdóttir sérgreinadýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun
Sjókvíar í Tálknafirði. Mynd er úr safni.RÚV / Jóhannes Jónsson

Fyrir 2 tímum
Erlendar fréttir
Dóminíska lýðveldið

Hætta leit að eft­ir­lif­end­um: 184 látnir

Stjórnvöld í Dóminíska lýðveldinu staðfestu í gær að 184 hefðu fundist látnir eftir að þak skemmtistaðar hrundi á þriðjudag. Leit að eftirlifendum var hætt í gærkvöld.

Í yfirlýsingu sagði að áframhaldandi aðgerðir á vettvangi snerust nú að því að leita að líkamsleifum þeirra sem létust. Ekki væri raunhæfur möguleiki á að fólk fyndist enn á lífi í rústunum.

Yfirvöld telja að frá 500 til þúsund hafi verið í byggingunni þegar þakið hrundi. Fleiri en 500 særðust og rúmlega 300 viðbragðsaðilar sinntu leit og björgun á vettvangi.

Rescue workers stand next to a recovered body of a victim who died when the roof collapsed two nights prior at the Jet Set nightclub during a merengue concert, in Santo Domingo, Dominican Republic, Wednesday, April 9, 2025, (AP Photo/Ricardo Hernandez)
Rúmlega 300 viðbragðsaðilar hafa unnið að leit og björgun.AP / Ricardo Hernandez

Rescue workers search for survivors at the Jet Set nightclub after its roof collapsed during a concert in Santo Domingo, Dominican Republic, early Tuesday, April 8, 2025. (Noticias SIN via AP)
Þak skemmtistaðarins hrundi meðan hundruð manna voru þar inni.AP/Noticias SIN / Uncredited

Fyrir 4 tímum
Erlendar fréttir
Tollar Trumps

Met­hiti í Reykja­vík miðað við árs­tíma

Hitamet var slegið í Reykjavík í gær þegar dægurhiti, meðaltal átta athugana, mældist tíu stig. Þetta er í fyrsta sinn sem hann nær tíu stigum í Reykjavík svo snemma árs. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Bliku, vefs Veðurvaktarinnar ehf.

Þar segir að frá því að gögn ná til hafi hitinn komist næst tíu stigum á þessum árstíma árið 1928. Þá hafi dægurhiti reiknast 9,8 gráður.

Tíu stiga hiti mældist einnig víðar um landið í gær, þar á meðal í Stykkishólmi og Húsafelli, þar sem hann fór í tæp ellefu stig. Að sögn Bliku samsvarar það nokkurn veginn meðalhita í júlí.

Mannlíf í Reykjavík sumar 2024. Hér sést fólk á vappi á Laugarvegi, helst túristar á rafskútum/rafhlaupahjólum.
Mannlíf í Reykjavík síðasta sumar.RÚV / Ari Páll Karlsson

Fyrir 6 tímum
Erlendar fréttir
Tollar Trumps

Frest­un tolla róar taugar

Friedrich Merz, leader of the Christian Democratic Union (CDU), speaks during a news conference at the headquarters of Christian Democratic Union (CDU) party in Berlin, Germany, Monday, Feb. 24, 2025. (AP Photo/Martin Meissner)
Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi, og verðandi kanslari.AP / Martin Meissner

Friedrich Merz, verðandi kanslari Þýskalands, segir tollafrestun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sanna að samstillt nálgun Evrópu í viðskiptum hafi jákvæð áhrif. „Evrópubúar eru ákveðnir í að verja sig og þetta dæmi sýnir að samstaða borgar sig.“

Öldungadeildarþingmaðurinn Ron Johnson er á meðal stjórnmálamanna sem fann fyrir létti þegar Trump greindi frá frestuninni. Enn er þó mörgum spurningum svarað um framhaldið. „Við vitum hvert markmiðið hans er, en ég veit ekki hver lokaútkoman verður,“ sagði Johnson þegar hann talaði við blaðamenn fyrir utan þinghúsið í Washington í kvöld.

Fyrir 8 tímum
Íþróttir
Körfubolti

Njarð­vík fer í und­an­úr­slit eftir spenn­andi við­ur­eign

Mikil spenna var í leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í úrslitakeppni Bónusdeildar kvenna í körfubolta. Eftir spennandi leik tryggði Njarðvík sigur 95-89 og þar með sæti í undanúrslitum.

Njarðvík leiddi leikinn en Stjarnan minnkaði forskotið tvívegis í þrjú stig. Annars vegar snemma seinni hálfleiks þegar staðan var 52-49 og hins vegar þegar tæp mínúta lifði leiks, 89-86.

Bikarlyfta Njarðvíkur eftir bikarúrslit kvenna í körfubolta 2025 þar sem Grindavík og Njarðvík mættust.
Njarðvík varð bikarmeistari kvenna í körfubolta 2025.Mummi Lú

Brittany Dinkins fór fyrir Njarðvíkingum og skoraði 35 stig í leiknum.

Sigra þarf þrjá leiki í einvíginu til þess að komast í undanúrslit og það gerði Njarðvík örugglega. Liðið vann viðureignina 3-0. Keflavík tryggði sæti í undanúrslitum í gær.

Fyrir 8 tímum
Erlendar fréttir
Tollar Trumps

Mark­að­ir rjúka upp á ný - Trump segir fólk hafa verið taugat­rekkt

epa12021440 US President Donald Trump speaks as he participates in a photo opportunity with racing champions outside the White House in Washington, DC, USA, 09 April 2025.  EPA-EFE/CHRIS KLEPONIS /POOL
Donald Trump ræðir við fréttamenn í kvöld.EPA-EFE / CHRIS KLEPONIS /POOL

Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum hafa rokið upp eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti frestaði tollum á önnur lönd en Kína um þrjá mánuði. Nasdaq hækkaði um 12%, Standard og Poors um 9,5% og Dow Jones um 7,9%.

Trump sagði við fjölmiðla í kvöld að með ákvörðuninni væri hann að sýna sveigjanleika, en viðurkenndi jafnframt að álagning tollanna hefði valdið töluverðu uppnámi. Hann sagði að fólk hefði orðið taugatrekkt, en þetta hafi verið nauðsynlegt.

Hvíta húsið sagði í kvöld að 25% tollar, á vörur frá Kanada og Mexíkó sem ekki væru hluti af fríverslunarsamningi þeirra við Bandaríkin, væru áfram í gildi.

Fyrir 8 tímum
Innlendar fréttir
Fjarskipti

Kerfi hjá Voda­fone lágu niðri

Bilun kom upp í netsambandi Vodafone á tíunda tímanum. Þá lá 5G net Vodafone einnig niðri. Bilunin hafði víðtæk áhrif á netþjónustu í um 20 mínútur.

Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netör­ygg­is­sveit­ar Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar, hafði ekki fengið upplýsingar um að netárás sé að eiga sér stað þegar fréttastofa náði tali af honum.

Samkvæmt upplýsingum frá Vodafone má rekja bilunina til stofnnets ljósleiðara sem tók út megnið af kerfum Vodafone og netsambandi. Ekki er vitað hvað olli biluninni en unnið er að greiningu samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Fyrir 8 tímum
Íþróttir
Fótbolti

Spænsk marka­veisla í Meist­ara­deild­inni

Barcelona sigraði Dortmund í fyrri umferð átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu, 4-0.

Barcelona komst yfir á 25. mínútu leiksins en í fyrstu virtist Pau Cubarasí hafa átt það mark en eftir nánari athugun sást að Raphinha náði snertingu á boltann rétt áður en hann fór yfir línuna. Robert Lewandowski skoraði tvennu í síðari hálfleik og Lamine Yamal átti sigurmarkið.

epa12021484 Barcelona's Robert Lewandowski celebrates after scoring the 2-0 during the UEFA Champions League quarter-final first leg match between FC Barcelona and Borussia Dortmund at the Estadio Olimpico Lluis Companys in Barcelona, Spain, 09 April 2025.  EPA-EFE/Alejandro Garcia
Robert Lewandowski fagnar fyrra marki sínu í kvöld.EPA-EFE / Alejandro Garcia

PSG tók á móti Aston Villa og sigraði, 3-1. Aston Villa komst yfir, 0-1, á 35. mínútu en fjórum mínútum síðar jafnaði PSG metin, 1-1. Kvaratskhelia kom PSG yfir á 49. mínútu og sigurmarkið skoraði Nuno Mendes í uppbótartíma.

Liðin mætast í seinni umferðinni eftir slétta viku.

Fyrir 9 tímum
Íþróttir
Körfubolti

Þór Ak­ur­eyri vann nauð­syn­leg­an sigur

Þriðji leikur Þórs Ak. og Vals í átta liða úrslitum Bónusdeildar kvenna í körfubolta fór fram í kvöld. Þórskonur þurftu nauðsynlega á sigri að halda þar sem Valur hafði tryggt 2-0 forystu. Það gerði liðið en lokatölur voru 72-60, fyrir Þór.

Þór byrjaði vel og komst í átta stiga forskot í fyrsta leikhluta, 21-13. Áfram hélt Þór í öðrum leikhluta og jók forystuna enn frekar. Þór leiddi 39-25 í hálfleik.

Emma Karólína Snæbjarnardóttir í leik í Bónusdeild kvenna í körfubolta á Hlíðarenda 1. október 2024 þar sem Valur og Þór Akureyri áttust við
RÚV / Mummi Lú

Valur klóraði í bakkann í þriðja leikhluta og náði að minnka muninn í átta stig, 53-45. Það dugði þó ekki til, Þór sigraði 72-60.

Valur sigraði fyrstu tvo leiki liðanna, 86-92 og 102-75. Sigra þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.

9. apríl 2025 kl. 19:07
Íþróttir
Tennis

Djokov­ic óvænt úr leik og Alcaraz sneri vörn í sókn

Hið árlega meistaramót í tennis í Monte-Carlo fer fram þessa dagana. Carlos Alcaraz lenti í kröppum dansi Fransisco Cerúndolo, sem er í 277. sæti heimslistans. Alcaraz tapaði fyrsta leik þeirra 3-6. Hann hafði þó ekki spilað fram öllum sínum trompum og sigraði næstu tvær viðureignir örugglega 6-0 og 6-1. Sigurinn fleytir Alcaraz í 16 manna úrslit mótsins.

Carlos Alcaraz á meistaramótinu í Monte-Carlo 2025.
Imago

Novak Djokovic lauk keppni í annarri umferð í dag þegar hann tapaði fyrir Sílemanninum Alejandro Tabilo 6-4 og 6-3. Djokovic er sá fimmti á heimslistanum í tennis og Tabilo situr í 108. sæti listans. Úrslitin eru því afar óvænt. Tabilo heldur því áfram í næstu umferð.

9. apríl 2025 kl. 16:57
Erlendar fréttir
Svíþjóð

Hand­tek­inn fyrir njósn­ir um Úígúra í Sví­þjóð

Saksóknari í Svíþjóð krefst gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Maðurinn er sakaður um að njósna um fólk úr hópi Úígúra sem hefur flúið Kína. Saksóknari segir manninn hafa safnað upplýsingum og öðrum gögnum um fólkið og komið þeim til leyniþjónustustofnana í Kína.

A group of Uighur protesters demonstrate outside the Thai embassy in Ankara, Turkey, Thursday, June 9. 2015. Thailand sent back to China more than 100 ethnic Uighur refugees on Thursday, drawing harsh criticism from the U.N. refugee agency and human
Mótmælendur með fána Úígúra.AP

Úígúrar eru múslimaþjóð sem býr í Xinjiang-héraði Kína. Kínversk stjórnvöld eru sökuð um að halda þeim nauðugum í innrætingarbúðum í héraðinu, þar sem þau eru sögð sæta ofbeldi, pyntingum, nauðungarvinnu, innrætingu stjórnmálaskoðana og fleiru. Kínversk stjórnvöld neita ásökunum.

9. apríl 2025 kl. 14:33
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Gæslu­varð­hald yfir þremur fram­lengt í Þor­láks­hafn­ar­máli

Sakborningur leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands þann 8. apríl 2025
Frá húsakynnum Héraðsdóms Suðurlands.RÚV

Héraðsdómur Suðurlands samþykkti í gærkvöld kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þremur karlmönnum vegna rannsóknar á máli er varðar frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi.

Um tíma sátu sjö í gæsluvarðhaldi eftir að maður, sem saknað var í Þorlákshöfn í byrjun mars, fannst þungt haldinn í Gufunesi í Reykjavík og lést skömmu eftir komu á sjúkrahús.

Í tilkynningu segir að rannsókn miði vel. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, embætti héraðssaksóknara og embætti ríkislögreglustjóra hafa aðstoðað lögregluna á Suðurlandi við rannsóknina.

9. apríl 2025 kl. 13:55
Erlendar fréttir
Tollar Trumps

ESB-ríki sam­þykkja mót­að­gerð­ir vegna tolla­hækk­ana Banda­ríkja­stjórn­ar

Blaktandi fánar Evrópusambandsins við Berlaymont bygginguna í Brussel, höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB.
ESB

Tollar Evrópusambandsins á fjölda vörutegunda frá Bandaríkjunum verða hækkaðir um miðjan næsta mánuð, eftir að nægilegur fjöldi aðildarríkjanna samþykkti tillögur framkvæmdastjórnar ESB um aðgerðir nú síðdegis. Aðgerðirnar eru svar við tollahækkunum Trump-stjórnarinnar á innflutning á áli og stáli sem kynntar voru í síðasta mánuði. Þær ná til vöruflokka á borð við soyabaunir, mótorhjól og snyrtivörur. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni í dag var tekið fram að þessar aðgerðir væru afturkræfar, næðist samkomulag í deilunni.

9. apríl 2025 kl. 13:15
Íþróttir
Fótbolti

Eng­land gæti fengið allt að sjö meist­ara­deild­ar­sæti

Í það minnsta fimm ensk fótboltalið verða í meistaradeildinni á næsta tímabili. Þetta varð ljóst eftir 3-0 sigur Arsenal á Real Madrid í gær.

epa12019040 Declan Rice of Arsenal celebrates after scoring the 2-0 goal during the UEFA Champions League quarter-final 1st leg match between Arsenal FC and Real Madrid in London, Britain, 08 April 2025.  EPA-EFE/TOLGA AKMEN
Declan Rice skoraði í tvígang fyrir Arsenal í gærEPA-EFE / Tolga Akmen

Venjulega fá fjögur efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni keppnisrétt í meistaradeildinni en auk þess gefur UEFA tvö aukasæti þeim þjóðum sem standa sig best í Evrópukeppnunum. England er nú búið að tryggja sér annað þeirra sæta. Ítalía er sem stendur í öðru sæti á listanum.

Ensku sætin gætu þó orðið sjö. Ef Aston Villa vinnur meistaradeildina í ár en verður ekki á meðal fimm efstu liða í deildinni bætist sjötta sætið við. Manchester United og Tottenham geta svo fengið sæti með því að vinna Evrópudeildina.

9. apríl 2025 kl. 6:41
Innlendar fréttir
Veður

Víða nokkur vindur og rign­ing en hlýtt á Aust­ur­landi

Búast má við rigningu sunnan- og vestanlands snemma morguns. Suðlæg átt er í dag og víða strekkingur eða allhvass vindur. Lengst af hægur vindur og þurrt austanlands. Í kvöld dregur aftur úr bæði vindi og úrkomu sunnan- og vestanlands.

Fremur hlýtt er í veðri og verður hiti á bilinu 6 til 16 stig, hlýjast fyrir austan.

Á morgun er útlit fyrir hægari sunnanátt með dálitlum skúrum eða súld. Áfram lítil úrkoma á Austurlandi. Annað kvöld bætir aftur í vind sunnan- og vestanlands og tekur þá aftur að rigna.

Veður á landinu öllu miðvikudaginn 09.04.2025.
Veður á landinu öllu klukkan 09:00.Veðurstofa Íslands

9. apríl 2025 kl. 0:45
Innlendar fréttir
Samgöngur

Fjórum flug­vél­um end­ur­beint vegna bil­un­ar

RÚV / Ragnar Visage

Fjórum flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli á tólfta tímanum í kvöld þegar lendingarljós á flugvellinum biluðu. Ein flugvélin, vél Icelandair á leið Heathrow-flugvelli í London, varð að lenda á Akureyri.

Hinar tvær vélarnar, vél Austrian Airlines frá Vín og EasyJet frá Basel, hugðust lenda í Glasgow en sneru að endingu við og lentu á Keflavíkurflugvelli eftir að tókst að koma ljósunum þar í gang á ný.

Fjórða vélin, vél Icelandair á flugi frá Kaupmannahöfn, lenti án vandkvæða eftir að ljósin voru komin í lag.

8. apríl 2025 kl. 21:24
Íþróttir
Handbolti

Valur í und­an­úr­slit eftir fram­leng­ingu

Viktor Sigurðsson í leik Vals og ÍBV í Olís deild karla 4. september 2024
Viktor Sigurðsson.RÚV / Mummi Lú

Valur fór áfram í undanúrslit Íslandsmóts karla í handbolta eftir sigur í framlengingu gegn Stjörnunni, 28-32.

Stjarnan leiddi með einu marki í hálfleik, 13-12. Leikurinn var afar jafn í seinni hálfleik en Stjörnumenn höfðu þó frumkvæðið alveg þar til undir lok leiks. Valsmenn jöfnuðu metin og eftir 26-26 jafntefli þurfti að grípa til framlengingar. Þar byrjuðu Valsmenn betur og unnu að lokum öruggan sigur.

Hlíðarendapiltar eru því komnir í undanúrslit ásamt Aftureldingu.

Tandri Már Konráðsson var með átta mörk fyrir Stjörnuna og Bjarni i Selvindi var markahæstur hjá Val með sex mörk.

8. apríl 2025 kl. 21:19
Íþróttir
Handbolti

Aft­ur­eld­ing í und­an­úr­slit og Eyja­menn úr leik

Blær Hinriksson í leik Aftureldingar og ÍBV í Olísdeild karla 17. október 2024
Blær Hinriksson.Mummi Lú

Afturelding fór áfram í undanúrslit Íslandsmóts karla í handbolta eftir 27-25 sigur gegn ÍBV. Afturelding vann einvígið því 2-0.

Mjótt var á mununum allan leikinn og leiddu gestirnir úr Mosfellsbæ með einu marki í hálfleik, 15-14. ÍBV leiddi um tíma í seinni hálfleik en Afturelding vann að lokum tveggja marka sigur.

Blær Hinriksson skoraði 11 mörk og gaf tvær stoðsendingar. Dagur Arnarsson leiddi sóknarleik ÍBV en hann var með níu mörk og sex stoðsendingar.

8. apríl 2025 kl. 21:15
Íþróttir
Körfubolti

Haukar héldu sér á lífi

Úr leik Hauka gegn Stjörnunni í efstu deild kvenna í körfubolta tímabilið 2024-25.
Mummi Lú

Deildarmeistarar Hauka héldu sér á lífi í einvíginu gegn Grindavík með 76-73 sigri í spennandi leik. Grindavík hafði óvænt leitt 2-0 í einvíginu, en vinna þarf þrjá leiki til að fara áfram í undanúrslit.

Afar mjótt var á mununum nær allan leikinn. Grindavík leiddi með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta, 22-24. Gestirnir leiddu ennþá í hálfleik, 41-45. Þá sneru Haukar taflinu sér í vil og unnu að lokum seiglusigur.

8. apríl 2025 kl. 21:11
Íþróttir
Íshokkí

SA í lyk­il­stöðu eftir sigur kvölds­ins

Skautafélag Akureyrar þarf nú einn sigur í viðbót til að verða Íslandsmeistari í íshokkí. Liðið bar sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur í kvöld, 1-3. Næsti leikur fer fram fyrir norðan 10. apríl

Unnar Rúnarsson kom SA yfir snemma leiks en Alex Sveinsson jafnaði metin. Róbert Hafberg skoraði svo annað mark SA og Uni Blöndal gerði endanlega út um leikinn undir lok hans.

8. apríl 2025 kl. 21:08
Íþróttir
Körfubolti

Kefla­vík í und­an­úr­slit

Keflavík, Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta kvenna 2024 með bikarinn
Keflavík eru ríkjandi Íslandsmeistarar.RÚV / Mumm

Keflavík er komið í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta eftir öruggan 30 stiga sigur, 88-58. Keflavík vann einvígið 3-0 og er fyrsta liðið til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum.

Sigurinn var í raun aldrei í hættu en staðan var 44-38 í hálfleik eftir áhlaup Tindastóls í öðrum leikhluta.

8. apríl 2025 kl. 21:05
Íþróttir
Fótbolti

Ars­en­al fór illa með Real Madrid

epa12019037 Luka Modric (L) and Kylian Mbappe (R) of Real Madrid react after receiving the 2-0 goal during the UEFA Champions League quarter-final 1st leg match between Arsenal FC and Real Madrid in London, Britain, 08 April 2025.  EPA-EFE/TOLGA AKMEN
EPA-EFE / Tolga Akmen

Arsenal stendur afar vel að vígi gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Leikmenn Arteta unnu 3-0 sigur eftir að markalaust var í hálfleik. Declan Rice skoraði tvö mörk, á 58. og 70. mínútu. Spánverjinn Mikel Merino bætti þriðja markinu við á 75. mínútu. Eduardo Camavinga fékk rautt spjald í uppbótartíma.

Seinni leikurinn verður 16. apríl.

Þá vann Inter Milan góðan útisigur á Bayern München. Lautaro Martinez kom ítölsku gestunum yfir á 38. mínútu. Gamla brýnið Thomas Müller jafnaði metin á 85. mínútu en Davide Frattesi kom Inter aftur yfir skömmu síðar.

8. apríl 2025 kl. 19:37
Innlendar fréttir
Garðabær

Reið­hjóla­slys á Arn­ar­nesi

Tvö hjól rákust saman á hjólastíg á Arnarnesi í Garðabæ í kvöld. Tveir fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Þetta staðfestir Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hann kveðst ekki hafa upplýsingar um ástand hjólreiðamannanna að svo stöddu. Nokkur viðbúnaður var vegna slyssins að sögn vegfaranda sem átti leið hjá.

8. apríl 2025 kl. 17:28
Innlendar fréttir
Alþingi

Hag­ræð­ing­ar­hóp­ur kost­aði sjö millj­ón­ir

Kostnaður við störf hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar nam sjö milljónum króna, samkvæmt svari forsætisráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur á þingi.

Hagræðingarhópinn skipuðu þau Björn Ingi Victorsson, Hildur Georgsdóttir, Oddný Árnadóttir og Gylfi Ólafsson. Tilkynnt var um skipan hópsins 23. janúar og skilaði hann af sér tillögum þann 4. mars.

Ríkisstjórnin kynnir tillögur til hagræðingar í ríkisrekstri. Björn Ingi Victorsson
RÚV / Ragnar Visage

Heildarkostnaður við störf hópsins nam 7,2 milljónum króna. Þar af voru 6,9 milljónir greiddar fyrir vinnu nefndarmanna. Ferðakostnaður nam 200 þúsund krónum, veitingar 77 þúsund og 97 þúsund krónur voru greiddar fyrir aðgengi að gervigreind.

8. apríl 2025 kl. 14:57
Íþróttir
Íshokkí

Ísland kom til baka gegn Norður-Kóreu

Mynd af tveimur manneskjum í íshokkí. Ekki sést í andlit þeirra en það sést í kylfur, fætur og ísinn.
RÚV

Ísland vann 3-2 sigur gegn Norður-Kóreu í 2. deild heimsmeistaramóts kvenna í íshokkí í dag. Liðið leikur í A-riðli 2. deildar og var leikur liðanna í annarri umferð. Ísland er með fimm stig eftir tvo leiki en áður hafði sigur unnist gegn Spánverjum.

Tvö stig fást fyrir sigur í framlengingu og þrjú fyrir sigur í venjulegum leiktíma.

Ísland komst í 1-0 í fyrstu lotu með marki Berglindar Rósar Leifsdóttur, en þegar liðið var á aðra lotu leiddu þær norðurkóresku 1-2. Sunna Björgvinsdóttir jafnaði metin og Hilma Bóel Bergsdóttir gerði sigurmarkið.

Ísland mætir Póllandi, Mexíkó og Kínverska Taípei næstu daga.

8. apríl 2025 kl. 14:45
Innlendar fréttir
Stjórnmál

Engar breyt­ing­ar hjá Sam­fylk­ing­unni að óbreyttu

Ekki er útlit fyrir að breytingar verði á forystu Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, er ein í framboði til formanns en framboðsfrestur í það embætti rann út á föstudaginn.

Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
RÚV / Ragnar Visage

Framboðsfrestur til embættis varaformanns rennur út 15:30 á föstudaginn, á síðari degi landsfundar. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og núverandi varaformaður, er enn sem komið er eini frambjóðandinn í embættið.

Landsfundurinn verður settur klukkan 13 á föstudaginn í Fossaleyni Studio í Grafarvogi.

8. apríl 2025 kl. 13:27
Innlendar fréttir
Viðskipti

Bjart­ara yfir ís­lensku kaup­höll­inni

Verð á meirihluta þeirra fyrirtækja sem skráð eru á aðallista kauphallarinnar hefur hækkað í dag, rétt eins og í kauphöllum í Evrópu. Verð sjö fyrirtækja hefur lækkað. Lækkunin nær þó ekki prósenti hjá neinu þeirra.

Skjáskot úr Keldunni sem sýnir þau tíu fyrirtæki sem hækkað hafa mest í verði í dag, 8. apríl.
Hér má sjá gengi úrvalsvísitölunnar og þau tíu fyrirtæki sem hækkað hafa mest í verði það sem af er degi.Skjáskot / Keldan

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um rúm 2% þegar þetta er skrifað.

Verð vaxtarfyrirtækjanna Alvotech, Oculis og Amaraq lækkaði einna mest í hrinu verðlækkana undanfarinna daga sem tengist áhrifum tollahækkana Bandaríkjastjórnar. Fyrirtækin þrjú eru á meðal þeirra félaga sem hækkað hafa mest í verði í dag. Það sama má segja um JBT Marel.

8. apríl 2025 kl. 10:52
Íþróttir
Fótbolti

Leggur til að fjölga kvenna­lið­um á Ól­ymp­íu­leik­un­um

FIFA leggur til að leyfa 16 kvenna- og 12 karlaliðum að spila fótbolta á Ólympíuleikunum. Þetta verður tekið fyrir á stjórnarfundi Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) sem er á miðvikudaginn.

Það er Alþjóðaólympíunefndin sem þarf að taka endanlega ákvörðun eftir að Gianni Infantino, forseti FIFA, talaði um tillöguna á þingi UEFA í Belgrad fyrir helgi. Infantino segir að FIFA vilji fjölga kvennaliðum til að styrkja kvennaboltahreyfinguna.

Á undanförnum sumarleikum hefur þetta verið öfugt, en þá hafa verið 12 kvennalið og 16 U23 ára lið (með blöndu af eldri leikmönnum) karlamegin.

Leikmenn Spánar fagna marki gegn Sambíu á HM kvenna í fótbolta 2023.
EPA

8. apríl 2025 kl. 10:32
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Ör­ygg­is­ráð og ÖSE funda um árásir á Kryvyi Rih

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og fastaráð Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu funda í dag um árásir Rússlandshers á borgina Kryvyi Rih í Úkraínu á föstudag. Kryvyi Rih er heimaborg Volodymyrs Zelenskys, forseta Úkraínu. Rússlandsher drap 20 manns, þar af níu börn, og særði 75.

Utanríkisráðherra Úkraínu, Andrii Sybiha, segir í færslu á samfélagsmiðlinum X að herinn hafi beint sprengjum að leikvöllum í íbúahverfum.

Utanríkisráðherrann kallar eftir kröftugum viðbrögðum á alþjóðavísu við grimmdarverkum Rússlands, bæði fordæmingu og aðgerðum.

A woman puts flowers on a memorial wall during the farewell ceremony for three schoolchildren from 41st school killed by a Russian Rocket strike in Kryvyi Rih, Ukraine, Monday, April 7, 2025. (AP Photo/Evgeniy Maloletka)
Kona leggur blóm á reit til minningar um þrjú börn sem Rússlandsher drap í árásunum á Kyivyi Rih 4. apríl.AP / Evgeniy Maloletka

8. apríl 2025 kl. 8:53
Innlendar fréttir
Tækni og vísindi

Rafræn skil­ríki komin í lag eftir bilun

Rafræn skilríki í farsíma virkuðu ekki um tíma í morgun vegna bilunar í búnaði hjá Reiknistofu bankanna. Vinnu við lagfæringu er lokið og því ættu rafræn skilríki að virka sem skyldi.

Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis sem heldur úti rafrænum skilríkjum, segir í samtali við fréttastofu að bilunin hafi komið upp um klukkan hálf sjö. Hann segir Auðkennisappið hafa virkað eðlilega á meðan hin leiðin til auðkenningar var biluð.

Rafræn skilríki
Rafræn skilríki í farsíma liggja niðri.RÚV / Ragnar Visage

Fréttin var uppfærð eftir að lagfæringu lauk.

8. apríl 2025 kl. 6:51
Innlendar fréttir
Veður

Áfram hlýtt í dag

Hiti náði 17 stigum á Egilsstaðaflugvelli í gær.RÚV

Það er útlit fyrir að áfram verði fremur hlýtt á hluta landsins. Hiti á Norðurlandi getur farið í 16 stig í dag þegar best lætur. Hiti annars staðar verður víða á bilinu 6 til 13 stig. Áttin verður suðvestlæg í dag og víða gola eða kaldi. Spáin gerir ráð fyrir bjartviðri austanlands, en skýjuðu veðri eða dálítilli súld af og til um landið sunnan- og vestanvert.

Á morgun nálgast skil landið frá lægð í suðri. Þá gengur í sunnanstrekking eða allhvassan vind og fer að rigna, fyrst vestanlands. Annað kvöld dregur svo úr vindi og vætu á suðvesturhluta landsins. Hiti breytist lítið.

7. apríl 2025 kl. 21:27
Íþróttir
Körfubolti

Álfta­nes og Stjarn­an einum sigri frá sæti í und­an­úr­slit­um

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í kvöld. Stjarnan vann öruggan 90-82 sigur á ÍR og kom sér í 2-0 í einvíginu á meðan Álftanes hafði betur gegn Njarðvík á Álftanesi. Bæði Stjörnuna og Álftanes vantar einn sigur til viðbótar til að komast í undanúrslitin og senda ÍR og Njarðvík í sumarfrí.

Kjartan Atli Kjartansson í leik KR - Álftanes í Bónusdeild karla 24. október 2024
Mummi Lú

7. apríl 2025 kl. 21:20
Íþróttir
Handbolti

FH og Fram í und­an­úr­slit

Bikarmeistarar Fram tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. Fram sótti Hauka heim í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. Fram vann fyrsta leikinn á föstudag og þar sem vinna þarf tvo leiki til að komast áfram var nóg fyrir Fram að vinna leikinn í kvöld til þess. Fram vann Hauka með þriggja marka mun, 28-25 og vann einvígið því 2-0. Deildarmeistarar FH komust líka í kvöld áfram í undanúrslit með sigri á HK, 25-21. FH vann það einvígi sömuleiðis 2-0.

Reynir Þór Stefánsson í leik Stjörnunnar og Fram í úrslitum bikarkeppni karla í handbolta 01.03.2025
RÚV / Mummi Lú

7. apríl 2025 kl. 21:17
Íþróttir
Fótbolti

Stjarn­an skor­aði um­deilt mark í sigri

Í lokaleik fyrstu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta tók Stjarnan á móti FH í Garðabæ. Þar var ekkert skorað í fyrri hálfleik en á 64. mínútu braut Örvar Eggertsson ísinn fyrir Garðbæinga þegar hann kom þeim í 1-0 með umdeildu marki, en erfitt var að sjá hvort boltinn hefði verið kominn yfir línuna. Það kveikti svona vel á Stjörnumönnum því aðeins fjórum mínútum síðar hafði Andri Rúnar Bjarnason tvöfaldað forskot heimamanna.

FH-ingar höfðu þó ekki gefist upp og á 90. mínútu minnkaði Dagur Traustason muninn fyrir FH í 2-1. Þar við sat og Stjarnan tók þrjú stig með 2-1 sigri.

7. apríl 2025 kl. 20:22
Íþróttir
Handbolti

Perla Ruth ólétt og ekki með gegn Ísrael

Handboltakonan Perla Ruth Albertsdóttir hefur dregið sig úr landsliðshópnum fyrir umspilsleikina fyrir HM gegn Ísrael. Perla er ólétt, þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag.

Perla leikur sömuleiðis fyrir Fram og er þátttöku hennar í úrslitakeppni Olís deildar kvenna líklega lokið þetta árið.

Perla Ruth Albertsdóttir
RÚV

7. apríl 2025 kl. 14:47
Innlendar fréttir
Stjórnmál

Krist­rún Frosta­dótt­ir ein í fram­boði til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar er ein í framboði til formanns flokksins. Framboðsfrestur rann út á miðnætti 4. apríl. Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn um helgina í Stúdíó Fossaleyni í Grafarvogi.

Kristrún tók við sem formaður flokksins þann 28. október árið 2022.

Landsfundur Samfylkingar 28. -29. október 2022
Frá landsfundi Samfylkingar 28. -29. október 2022, þegar Kristrún hlaut formannskjör.Samfylkingin

Enn er opið fyrir framboð í önnur embætti Samfylkingarinnar, þar á meðal embætti varaformanns, ritara og gjaldkera. Framboðsfrestur er til 15:30 á föstudag.

Þessi frétt er unnin af meistaranema við Háskóla Íslands í starfsnámi á fréttastofu RÚV.

7. apríl 2025 kl. 14:31
Íþróttir
Fótbolti

Mjólk­ur­bik­ar­inn áfram á RÚV til 2027

RÚV, MS og KSÍ hafa framlengt samningi um markaðs- og sjónvarpsréttindi bikarkeppni KSÍ til næstu þriggja leiktíða, eða til loka sumarsins 2027.

Bikarkeppnin heitir áfram Mjólkurbikarinn og verða leikir áfram í beinni útsendingu á sjónvarpsrásum RÚV auk samantektarþátta. Keppnin hefur heitið Mjólkurbikarinn frá árinu 2018 en var áður líka undir sama nafni frá 1986-1996.

Mjólkurbikar karla hófst 28. mars síðastliðinn og 32-liða úrslit verða 17.-19. apríl, og sömu helgi hefst 1. umferð kvenna.

Úrslitaleikur kvenna er 16. ágúst og karla 22. ágúst, báðir á Laugardalsvelli.

Myndir úr 2-1 sigri Vals á Breiðabliki í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna 16. ágúst 2024 á Laugardalsvelli.
Mummi Lú

7. apríl 2025 kl. 14:19
Íþróttir
Fótbolti

Tveir Bestu­deild­ar­slag­ir í 32-liða úr­slit­um Mjólk­ur­bik­ars­ins

Í dag var dregið í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Í þessari umferð bætast Bestudeildarliðin 12 í hóp 20 liða sem hafa farið í gegnum fyrstu umferðirnar.

Tveir slagir milli Bestudeildarliða komu upp úr hattinum: ÍBV-Víkingur og Fram-FH. Aðrir leikir eru:

Keflavík-Leiknir
Tindastóll eða Völsungur-Þróttur
Grótta eða Víðir-ÍR
Stjarnan-Njarðvík eða BF108
KR-KÁ
Grindavík-Valur
Afturelding-Höttur eða Huginn
Víkingur Ó eða Smári-Úlfarnir
Breiðablik-RB eða Fjölnir
KA-KFA
ÍH eða Selfoss-Haukar
Fram-FH
Vestri-HK
Kári-Fylkir

Leikið er 17.-19. apríl og verða valdir leikir sýndir beint á RÚV og RÚV 2. Bikarkvöld fylgir svo í kjölfarið.

KA bikarmeistari karla í fótbolta 21. september 2024.
RÚV / Mummi Lú

7. apríl 2025 kl. 9:17
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Átján hafa farist í flóðum í Banda­ríkj­un­um

Átján manns hafa farist í miklum flóðum í suður- og miðvesturhluta Bandaríkjanna síðan á miðvikudag. Þar hefur verið úrhellisrigning og hvassviðri og yfirvöld í nokkrum borgum í Kentucky og Tennessee hafa fyrirskipað brottflutning íbúa.

Meðal þeirra sem hafa farist er níu ára drengur í Kentucky sem drukknaði þegar hann var á göngu á leið í skólabílinn. Þá fórst fimm ára drengur í Arkansas þegar tré féll á heimili hans.

Tvö hundruð manna bær í Tennessee, Rives, er nær allur á floti eftir að áin Obion flæddi yfir bakka sína.

Bílar og vinnuvélar á floti í borginni Frankfort í Kentucky í Bandaríkjunum. Í bakgrunni má sjá manneskju sig gúmmíbáti.
Bílar og vinnuvélar á floti í borginni Frankfort í Kentucky í Bandaríkjunum.AP / Jon Cherry

7. apríl 2025 kl. 9:09
Íþróttir
Tennis

Rafn Kumar og Garima Ís­lands­meist­arar í tennis

Íslandsmótið í tennis innanhúss fór fram í Tennishöllinni í Kópavogi um helgina. Sigurvegarar í einliðaleik urðu Rafn Kumar Bonifacius og Garima Nitinkumar Kalugade. Þetta er þriðja árið í röð sem Garima vinnur þetta mót en hún er aðeins 14 ára gömul. Rafn Kumar er líka margfaldur Íslandsmeistari og vann þetta mót síðast fyrir tveimur árum.

Í tvíliðaleik unnu Anna Soffía Grönholm og Hera Björk Brynjarsdóttir kvennamegin og feðgarnir Rafn Kumar og Raj Bonifacius karlamegin. Tvenndarleik unnu Hekla Bryndís Eiríksdóttir og Ómar Páll Jónasson.

Keppendur á mótinu voru 103 á aldrinum 7-65 ára og var keppt í 23 flokkum.

Rafn Kumar Bonifacius og Garima Nitinkumar Kalugade, Íslandsmeistarar í tennis.
Tennissamband Íslands

7. apríl 2025 kl. 6:51
Innlendar fréttir
Veður

Hiti gæti farið í 15 til 18 stig í dag

Það spáir hlýju veðri á Norður- og Austurlandi í dag, meðal annars á Egilsstöðum.RÚV / Rúnar Snær Reynisson

Það verður fremur hlýtt í dag og hitinn gæti farið í 15 til 18 stig á Norður- og Austurlandi þegar best lætur. Þar verður einnig lengst af bjart veður. Annars staðar er spáð skýjuðu veðri og smávætu öðru hverju. Á morgun er spáð svalara veðri norðanlands en annars svipuðu.

Spáin gerir ráð fyrir hægum vindi í dag, golu eða kalda, en strekkingsvindi við suðvestur- og vesturströndina.

Á miðvikudag og fimmtudag er spáð rigningu víðast hvar, síst þó á Austurlandi. Eftir það er útlit fyrir kólnandi veður.

6. apríl 2025 kl. 21:50
Íþróttir
Körfubolti

Tinda­stóll einum sigri frá und­an­úr­slit­un­um

Tindastóll vann Keflavík 93-96 í háspennuleik í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld. Tindastóll er nú 2-0 yfir í einvígi liðanna og því einum sigri frá því að komast í undanúrsslit. Tindastóll er deildarmeistari en Keflavík varð í 8. sæti.

Dedrick Deon Basile í leik með Tindastóli í úrvalsdeildinni í körfubolta.
Dedrick Deon Basile í leik með Tindastóli.Mummi Lú

Í hinum leik kvöldsins náði Grindavík naumlega að svara fyrir tap í fyrsta leiknum gegn Val og jafna metin í einvíginu í 1-1. Grindvíkingar glutruðu næstum niður 18 stiga forystu í lokaleikhlutanum því Valsmenn munnkuðu muninn niður í þrjú stig þegar skammt var eftir. Grindavík hafði þó betur, 80-76. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.

6. apríl 2025 kl. 21:13
Innlendar fréttir
Jarðhræringar

Órói mæld­ist aftur við Torfa­jök­ul

Órói mældist aftur á jarðhitasvæðinu við Torfajökul í stuttan tíma í kringum átta í dag. Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þetta alllíklega vera vegna breytinga í jarðhitakerfinu þar. Mælar á svæðinu geta numið slíkt sem óróa. Svipaður atburður varð þar upp úr hádegi í gær. Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands fylgjast áfram vel með.

6. apríl 2025 kl. 21:11
Íþróttir
Fótbolti

Skaga­menn byrja deild­ina á sigri

ÍA vann 0-1 útisigur á Fram í lokaleik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Rúnar Már Sigurjónsson skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik í Úlfarsárdal.

HK-ÍA 14. apríl 2024 Besta deild karla Viktor Jónsson.
Skagamenn byrja tímabilið á sigri.RÚV / Mummi Lú

Þá er fjórum leikjum lokið í þessari fyrstu umferð deildarinnar. Fyrr í dag gerðu KA og KR 2-2 jafntefli á Akureyri og Valur og Vestri 1-1 jafntefli á Hlíðarenda. Breiðablik vann nýliðana í Aftureldingu 2-0 í upphafsleik deildarinnar í gærkvöld.

6. apríl 2025 kl. 18:30
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Átta ára stúlka dó úr misl­ing­um í Texas

Átta ára stúlka er annað barnið sem deyr í mislingafaraldri í Vestur-Texas í Bandaríkjunum. Nærri 500 mislingatilfelli hafa verið staðfest í Texas frá því að faraldurinn hófst í ársbyrjun, 54 í Nýju-Mexíkó og tíu í Oklahoma.

epa11933532 Nine-year-old Jexer Brayan receives a MMR vaccine, which protects against contracting the disease measles, at City of Lubbock Health Department in Lubbock, Texas, USA, 01 March 2025. This is Brayan’s first dose.  EPA-EFE/ANNIE RICE
Barn bólusett í Lubbock í Texas.EPA-EFE / ANNIE RICE

Ef útbreiðslan heldur áfram á þessum hraða gætu Bandaríkin dottið út af lista yfir lönd þar sem mislingafaraldur hefur verið stöðvaður.

Viðbrögð Roberts F. Kennedy yngri heilbrigðisráðherra hafa verið gagnrýnd. Læknar í Texas segja að áhersla hans á aðrar lækningaaðferðir hafi valdið því að fólk leitar oft seint til læknis eða innbyrðir hættulegt magn A-vítamíns.

6. apríl 2025 kl. 18:30
Íþróttir
Fótbolti

Tvö rauð á KR í jafn­tefli við KA

Það var heitt í kolunum á Akureyri í dag þegar KA og KR gerðu 2-2 jafntefli í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Luke Rae kom KR yfir á 10. mínútu en Ásgeir Sigurgeirsson og Hans Viktor Guðmundsson komu KA yfir upp úr miðjum fyrri hálfleik. Jóhannes Kristinn Bjarnason jafnaði fyrir KR á 43. mínútu.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, KR-FH 12. ágúst 2024.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR.RÚV / Mummi Lú

Hvort lið fékk fimm gul spjöld og tveir KR-ingar fengu rautt undir lokin. Aron Sigurðarson fékk sitt annað gula spjald á 88. mínútu og Hjalti Sigurðsson fékk beint rautt á 95. mínútu.

Fyrr í dag gerðu Valur og Vestri 1-1 jafntefli og í kvöld mætast Fram og ÍA kl. 19:15.

6. apríl 2025 kl. 18:23
Erlendar fréttir
Þýskaland

Manns leitað eftir að þrjú fund­ust látin í þýskum smábæ

Lögreglan í Rheinland-Pfalz í Þýskalandi leitar að manni sem er grunaður um að hafa orðið þremur að bana í heimahúsi í bænum Weiteweld. Þýska dagblaðið Bild fullyrðir að hin látnu séu par og 16 ára sonur þeirra.

Lögreglumenn í Weitefeld í Þýskalandi að leita manns sem varð þremur að bana í bænum.
Lögreglumenn í Weitefeld.EBU

Samkvæmt lögreglunni hringdi kona í neyðarlínuna rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og greindi frá grófu ofbeldi. Lögregla útilokar ekki að konan sem hringdi sé ein hinna látnu. Vísbendingar eru um að bæði skot- og eggvopnum hafi verið beitt. Leit lögreglunnar beinist að einstaklingi sem sást yfirgefa húsið nánast um leið og lögregla kom á staðinn.

Um 2.000 búa í Weitefeld. Lögregla segir engan grun um að aðrir séu í hættu.

6. apríl 2025 kl. 17:26
Íþróttir
Fótbolti

Marka­laust í granna­slagn­um í Manchest­er

Nágrannaliðin í Manchester, United og City, gerðu markalaust jafntefli í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leikurinn var tíðindalítill og er þetta fyrsta markalausa jafnteflið í grannaslag þessara liða síðan í desember 2020.

Manchester City's Matheus Nunes, left, and Manchester United's Patrick Dorgu, right, battle for the ball during the English Premier League soccer match between Manchester City and Manchester United in Manchester, England, Sunday, April 6, 2025. (Martin Rickett/PA via AP)
Manchester City's Matheus Nunes, left, and Manchester United's Patrick Dorgu, right, battle for the ball during the English Premier League soccer match between Manchester City and Manchester United in Manchester, England, Sunday, April 6, 2025. (Martin Rickett/PA via AP)AP/PA / Martin Rickett

Man City er í fimmta sæti með 52 stig og í harðri baráttu við nokkur lið um meistaradeildarsæti en Man Utd er með 38 stig í þrettánda sæti.