Fleiri en 13.000 vilja ekki sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Alls hafa 13.022 sett nafn sitt á undirskriftalista þar sem biðlað er til stjórnvalda að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Undirskriftasöfnuninni lauk á miðnætti í nótt.
Matvælastofnun birti í desember tillögu að rekstrarleyfi til Kaldvíkur fyrir tíu þúsund tonna laxeldi í firðinum. Hópur Seyðfirðinga hefur barist gegn eldinu og meðal annars bent á að þröngur fjörðurinn rúmi illa eldiskvíar.
Í skoðanakönnun sem sveitarfélagið Múlaþing lét gera árið 2023 kom í ljós að 75 prósent íbúa voru andvíg áformunum.