Handboltalið KA segir upp þjálfara sínum
Handboltadeild KA hefur sagt upp samningi sínum við þjálfara karlaliðsins, Halldór Stefán Haraldsson, Halldór hefur þjálfað liðið síðastliðin tvö tímabil en KA varð í 9. sæti í deildarkeppni í ár. Því rétt missti liðið af sæti í úrslitakeppni.
Á síðasta ári var KA í 8. sæti deildarinnar. Halldór þjálfaði kvennalið Vold í Noregi í sjö ár áður en hann tók við KA.
Leit af eftirmanni hans stendur nú yfir.