Slagsmál er Grindvíkingar héldu sér á lífi í einvíginu
Grindvíkingar voru komnir með bakið upp við vegg í einvígi sínu við Stjörnuna. Liðin mættust í kvöld í undanúrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta en Grindvíkingar höfðu betur, 91-105.
Þeir gulklæddu leiddu með sex stigum í hálfleik, 51-57. Þriðji leikhluti var svo eign þeirra og voru Grindvíkingar með 17 stiga forskot að honum lokum, 71-88.
Grindvíkingar héldu forskotinu út leikinn og unnu að lokum öruggan sigur. Undir lok leiks áttu sér stað slagsmál meðal áhorfenda.