Forest í undanúrslit eftir spennutrylli
Nottingham Forest sigraði Brighton í spennutrylli í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta.
Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Bæði lið skoruðu úr fyrstu tveimur vítunum en þá jókst spennan. Brighton klikkaði á þriðja vítaskoti sínu en það gerði Forest einnig. Það fjórða fór í vaskinn hjá Brighton en Nikola Milenkovic skoraði þá úr fjórða víti Forest sem leiddi þá, 2-3. Lewis Dunk skoraði úr fimmtu og síðustu vítaspyrnu Brighton og jafnaði leika. Þá átti Forest eftir síðustu spyrnuna sem Ryan Yates skoraði úr. Forest er því á leið í undanúrslit enska bikarsins.