NÝJAR FRÉTTIR

Hér birtast allar nýjustu fréttirnar á vefnum. Notaðu síuna til þess að sýna fréttir úr völdum flokkum.

Sía
Fyrir 3 tímum
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Tvö­falt fleiri misl­inga­smit en allt síð­asta ár

Að minnsta kosti 59 manns hafa greinst með mislinga í Texas í Bandaríkjunum síðan á þriðjudag. Í heild hafa fleiri en 480 tilfelli verið staðfest á landsvísu, tvöfalt fleiri en allt síðasta ár. Flest smitin greindust í Gaines-sýslu, þar sem 315 hafa greinst með mislinga síðan í janúar.

Flest þeirra sem greindust höfðu ekki verið bólusett gegn mislingum. Yfirvöld hafa hrint af stað bólusetningarátaki til að bregðast við stöðunni.

Mislingar hafa einnig greinst í Nýja-Mexíkó, Kansas, Ohio og Oklahoma. Tvö andlát hafa verið rakin til útbreiðslu mislinga í Bandaríkjunum síðan í febrúar. Fólkið sem lést var ekki bólusett gegn mislingum.

epa11933532 Nine-year-old Jexer Brayan receives a MMR vaccine, which protects against contracting the disease measles, at City of Lubbock Health Department in Lubbock, Texas, USA, 01 March 2025. This is Brayan’s first dose.  EPA-EFE/ANNIE RICE
Yfirvöld í Texas hafa hrint af stað átaki í bólusetningum gegn mislingum.EPA-EFE / ANNIE RICE

Fyrir 4 tímum
Íþróttir
Skíði

Dagur og Krist­rún Ís­lands­meist­arar í sprett­göngu

Íslandsmótið í skíðagöngu hófst á Akureyri í dag. Keppt var í sprettgöngu karla og kvenna í Hlíðarfjalli.

Í kvennaflokki voru allir verðlaunahafar frá Skíðagöngufélaginu Ulli. Kristrún Guðnadóttir vann, María Kristín Ólafsdóttir varð önnur og Sigríður Dóra Guðmundsdóttir þriðja.

Í karlaflokki tóku Ísfirðingar öll verðlaun. Dagur Benediktsson vann, Snorri Einarsson tók silfur og Ástmar Helgi Kristinsson fékk brons.

Skíðagöngufólkið Dagur Benediktsson og Kristrún Guðnadóttir
Skíðasamband Íslands

Fyrir 5 tímum
Íþróttir
Handbolti

Ís­lands­meist­ararn­ir byrja úr­slita­keppn­ina af krafti

Úrslitakeppni Olísdeildar karla hófst í kvöld með tveimur viðureignum. FH, sem er núverandi Íslandsmeistari og varð deildarmeistari, fór létt með lið HK. FH vann 11 marka sigur, 32-21, og byrjar úrslitakeppnina með stæl.

Í hinni viðureign kvöldsins tók Fram á móti Haukum. Fram var með forskotið allan leikinn en spenna hljóp í leikinn í lokin. Fram vann 28-27 og tók forystuna.

Vinna þarf tvo leiki og mætast liðin aftur á mánudag. Á morgun mætast Aftuelding og ÍBV og Valur og Stjarnan.

Umspil Olísdeildarinnar hófst líka í kvöld. Grótta vann Hörð, 32-28, og Selfoss lagði Víking 33-31 eftir framlengingu. Tvo sigra þarf og er næst leikið á þriðjudag.

FH fagna í leik FH og Vals í Meistarakeppni HSÍ 2024
RÚV / Mummi Lú

Fyrir 5 tímum
Íþróttir
Körfubolti

Grinda­vík lagði Hauka öðru sinni

Önnur umferð úrslitakeppni Bónusdeildar kvenna hófst í kvöld. Grindavík, sem varð í 8. sæti deildarinnar, gerði sér lítið fyrir og skellti deildarmeisturum Hauka öðru sinni. Grindavík vann örugglega, 87-73. Grindavík er 2-0 yfir í einvíginu og getur komist í undanúrslit í næsta leik.

Keflavík vann Tindastól svo fyrir norðan með 90 stigum gegn 78 og er 2-0 yfir í einvíginu. Keflavík á titil að verja.

Þessi lið mætast aftur á þriðjudag en á morgun mætast Valur og Þór Akureyri og Stjarnan og Njarðvík. Valur og Njarðvík eru þar 1-0 yfir.

Isabella Ósk Sigurðardóttir í bikarúrslitum kvenna í körfubolta 2025 þar sem Grindavík og Njarðvík mættust.
Mummi Lú

Fyrir 6 tímum
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Trump fram­leng­ir frest til að selja TikTok í annað sinn

Donald Trump Bandaríkjaforseti kvaðst í kvöld ætla að framlengja frest til sölu á samfélagsmiðlinum TikTok um 75 daga. Fyrri frestur átti að renna út á morgun og Trump sagði í vikunni að hann væri viss um að TikTok yrði selt fyrir helgi.

Bandaríkjaþing hefur samþykkt að banna miðilinn verði hann áfram í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance. Fyrirtækið hefur hins vegar engan áhuga á því. Upphaflegur frestur var til 20. janúar.

Trump sagði í kvöld að ríkisstjórn hans hefði unnið hörðum höndum að samningi til að bjarga TikTok og töluvert hefði áunnist. Hins vegar væri þörf á frekari vinnu til að tryggja að öll tilskilin leyfi yrðu undirrituð.

President Donald Trump waves as he arrives on Air Force One at Miami International Airport, Thursday, April 3, 2025, in Miami. (AP Photo/Rebecca Blackwell)
Donald Trump sagðist ekki vilja að TikTok yrði lokað.AP / Rebecca Blackwell

Fyrir 8 tímum
Innlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

14 drepin í árás Rússa á heima­borg Zel­en­sk­ys

Fjórtan létust, þar af minnst þrjú börn, í skotflaugaárás Rússlandshers á Kryvyi Rig, heimaborg Volodymyr Zelenskys forseta Úkraínu í dag. Samkvæmt þarlendum yfirvöldum særðust um fimmtíu til viðbótar í árásinni. Útlit er fyrir að fleiri gætu fundist slasaðir. Zelensky segir árásina staðfestingu á að Rússar vilji ekki vopnahlé. „Allur heimurinn getur séð það,“ sagði Zelensky í færslu á Telegram.

Sams konar árás var gerð á borgina á miðvikudag, þá létust minnst fjórir og á annan tug slasaðist.

epa11991886 Ukraine's President Volodymyr Zelensky looks on during his meeting with the British prime minister at the UK ambassador's residence following the Ukraine summit in Paris, France, 27 March 2025. The French president on 27 March hosts European leaders, including the Ukrainian president, for a summit aimed at boosting Ukrainian security ahead of any potential ceasefire with Russia.  EPA-EFE/Benjamin Girette / POOL
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu.EPA-EFE / Benjamin Girette / POOL

4. apríl 2025 kl. 14:33
Íþróttir
Fótbolti

Grinda­vík ætlar að spila á heima­velli

Mynd af fótboltavellinum í Grindavík
Mynd af fótboltavellinum í Grindavík. Fyrsti heimaleikur liðsins er gegn Fjölni 9. maí.Nordic Stadiums

Knattspyrnufélag Grindavík ætlar sér að spila heimaleiki sína á Grindavíkurvelli í sumar. Liðið leikur í 1. deild karla og tilkynnti nýverið að sláttur á vellinum sé hafinn.

„Það stytt­ist í sum­arið og í morg­un hófu starfs­menn hjá Golf­klúbbi Grinda­vík­ur slátt á Stakka­vík­ur­velli þar sem Grinda­vík mun leika heima­leiki sína í Lengju­deild karla í sum­ar.

Völl­ur­inn kem­ur vel und­an vetri og ágæt spretta á vell­in­um. Á næstu vik­um verður völl­ur­inn gataður og sandaður.“

Karla- og kvennalið Grindavíkur léku í Safamýri á síðasta tímabili. Kvennalið Njarðvíkur og Grindavíkur sameinuðust að tímabilinu loknu. Liðið leikur í Njarðvík.

4. apríl 2025 kl. 6:43
Innlendar fréttir
Veður

Hvass­ir vind­streng­ir á norð­an­verðu Snæ­fells­nesi í dag

Víðáttumikil hæð milli Íslands og Færeyja og lægðardrag vestur við Grænland valda suðaustankalda eða strekkingi og smávætu suðvestanlands fram eftir degi. Annars staðar á landinu verða mun hægari vindar og víða léttskýjað.

Mjög hvössum vindstrengjum er spáð á norðanverðu Snæfellsnesi fram eftir degi og eru ökumenn hvattir til að fara gætilega þar.

Milt loft er yfir landinu og hitastig gæti náð allt að 13 gráðum þegar best lætur.

Um helgina er spáð sunnan- og suðaustanáttum með skýjuðu veðri og lítils háttar vætu sunnan- og suðvestantil. Annars staðar verður víða léttskýjað og hlýnar heldur í veðri.

Veðurstofan varar ökumenn við hvössum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi í dag.RUV / LANDINN

4. apríl 2025 kl. 6:34
Innlendar fréttir
Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Skjálfta­virkni minnk­aði í nótt

Gikkskjálftahrina á Reykjanesskaga.
Veðurstofa / Aðsend

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hélt áfram í nótt þótt dregið hafi úr henni. Þetta kom fram í tilkynningu frá Veðurstofu.

Virknin dreifist nokkuð jafnt um kvikuganginn, frá Stóra Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Skjálftarnir eru á nokkuð stöðugu fjögurra til sex kílóetra dýpi.

Hrina gikkskjálfta hófst um hálfsex í gær. Stærsti skjálftinn var 3,9 að stærð, rétt fyrir klukkan ellefu. Fimm skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð síðan hrinan hófst.

4. apríl 2025 kl. 1:10
Innlendar fréttir
Menntamál

Vaka vann kosn­ing­ar til stúd­enta­ráðs

Háskóli Íslands
RÚV / Ragnar Visage

Kosningum til stúdentaráðs meðal nemenda Háskóla Íslands lauk í dag. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, jók við meirihluta sinn og vann tíu fulltrúa í stúdentaráði. Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, missti einn fulltrúa og hlaut sjö.

„Við erum afar þakklát að hafa fengið áframhaldandi umboð til að leiða Stúdentaráð Háskóla Íslands.“ skrifaði Sæþór Már Hinriksson, formaður Vöku í tilkynningu til fjölmiðla. „Þessi sigur staðfestir það góða starf sem við höfum unnið síðastliðið ár. Það er augljóst að stúdentar treysti Vöku, við sjáum það í þeirri fylgisaukningu sem birtist nú.“

Heildarkjörsókn var 40,25%.

3. apríl 2025 kl. 23:05
Innlendar fréttir
Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Stór skjálfti fannst víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Öflugur skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Steinunn Helgadóttir náttúruvársérfræðingur segir stærð skjálftans ekki liggja fyrir að svo stöddu en að fyrstu tölur gefi til kynna að hann hafi verið um 4 á stærð.

Hún gerir ráð fyrir að skjálftinn sé af svipuðum slóðum og skjálftahrina sem reið yfir austur af Trölladyngju fyrr í dag. Líklegast sé um gikkskjálfta að ræða enda sé mikil spennulosun eftir gosið á þriðjudaginn.

Fréttastofu hafa borist ábendingar um að skjálftann hafi mátt greina í Vesturbæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ þar sem miklar drunur hafi einnig heyrst.

Jarðskjálftakort Veðurstofu Íslands 3. apríl kl 23:11.
Jarðskjálftakort Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands

3. apríl 2025 kl. 21:27
Íþróttir
Körfubolti

Álfta­nes vann óvænt í Njarð­vík

Álftanes vann óvæntan sigur á Njarðvík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld, 89-95. Njarðvík varð í þriðja sæti í deildinni en Álftanes í sjötta sæti og átti því heimaleikjaréttinn. Næsti leikur liðanna verður á Álftanesi og þarf þrjá sigra til að komast í undanúrslit.

Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, í leik Álftaness og Grindavíkur í úrvalsdeild karla í körfubolta 2023.
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness.Mummi Lú

Í hinum leik kvöldsins vann Stjarnan stórsigur á ÍR, 101-83. 41 stig frá Jacob Falko dugðu ÍR-ingum því skammt. Shaquille Rombley átti stórleik fyrir Stjörnuna og skoraði 27 stig og tók 19 fráköst. Stjarnan varð í öðru sæti deildarinnar en ÍR í sjöunda sæti.

3. apríl 2025 kl. 21:16
Íþróttir
Fótbolti

Ch­el­s­ea upp í fjórða sætið

Einn leikur fór fram i ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Chelsea náði í þrjú dýrmæt stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti með 1-0 sigri á Tottenham. Enzo Fernandez skoraði eina mark leiksins á 50. mínútu fyrir Chelsea.

Chelsea's Enzo Fernandez, left, celebrates after scoring the first goal against Tottenham during the English Premier League soccer match between Chelsea and Tottenham Hotspur, at Stamford Bridge stadium, in London, Thursday, April 3, 2025. (AP Photo/Ian Walton)
Enzo Fernandez fagnar sigurmarkinu sem hann skoraði gegn Tottenham í kvöld.AP / Ian Walton

Chelsea fór með sigrinum upp í fjórða sæti, upp fyrir Manchester City og hefur eins stigs forskot á City og tvö á Newcastle, sem á þó leik til góða.

3. apríl 2025 kl. 21:12
Íþróttir
Handbolti

ÍBV í úr­slita­keppn­ina en Grótta féll

Lokaumferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta fór fram í kvöld. Þrátt fyrir tap gegn Haukum, 24-25, náði ÍBV sjötta og síðasta sætinu inn i úrslitakeppnina. ÍBV endaði með 10 stig eins og Stjarnan sem endar í sjöunda sæti og þarf að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Stjarnan tapaði 34-23 fyrir Valskonum sem höfðu þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn.

Ída Margrét Stefánsdóttir í leik Gróttu og ÍBV í Olísdeild kvenna í handbolta
Ída Margrét Stefánsdóttir, leikmaður Gróttu, sem er fallin úr Olísdeildinni.RÚV / Mummi Lú

Grótta féll úr deildinni eftir tap gegn ÍR, 31-26. Þá vann Fram öruggan sigur á Selfossi, 28-34. Valur og Fram urðu í tveimur efstu sætunum og sitja því hjá í upphafi úrslitakeppninnar. Þar mætast annars vegar Haukar og ÍBV og hins vegar Selfoss og ÍR.

Lokastaðan í Olísdeild kvenna

3. apríl 2025 kl. 20:50
Innlendar fréttir
Seltjarnarnesbær

Mikill við­bún­að­ur á Ægi­síðu: Leit­inni lokið

Mikill viðbúnaður var við Ægisíðu í kvöld vegna leitaraðgerða lögreglu. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfesti við fréttastofu að lögregla hefði óskað eftir aðstoð við leitarstörf og að þyrlusveit hefði verið kölluð út laust eftir klukkan 20 í kvöld. Hún hafi þó verið kölluð til baka núna fyrir skemmstu.

Björgunarsveitaraðilar tóku einnig þátt í aðgerðunum að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Hann staðfestir að leitinni hafi lokið á tíunda tímanum.

Leitar- og björgunaraðgerðir við Ægissíðu.
RÚV / Ragnar Visage

3. apríl 2025 kl. 18:11
Innlendar fréttir
Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Jarð­skjálft­ar fund­ust vel á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Öflugir skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu um sexleytið. Stærsti skjálftinn í hrinunni var 3,6 að stærð samkvæmt fyrsta mati. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Nokkrir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst í hrinunni.

Skjálftahrina í Brennisteinsfjöllum.
Veðurstofa Íslands

Upptökin voru austur af Trölladyngju, á milli Kleifarvatns og Trölladyngju. Skjálftarnir urðu ekki á kvikuganginum en eru líklega gikkskjálftar af völdum kvikugangsins. Mikið álag er á mælakerfi Veðurstofunnar.

Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá Veðurstofunni.

3. apríl 2025 kl. 11:29
Erlendar fréttir
Mjanmar

Yfir þrjú þúsund látin eftir jarð­skjálft­ana í Mj­an­mar

Yfir þrjú þúsund hafa fundist látin í Mjanmar eftir jarðskjálftana á föstudag og hátt í fimm þúsund eru slösuð. Hundraða er enn saknað og gert er ráð fyrir að tala látinna muni hækka.

Hjálp hefur ekki enn borist til fjölda svæða sem vitað er að urðu illa úti í jarðskjálftunum. Fjöldi ríkja hefur sent hjálpar- og björgunarsveitir til Mjanmar en bágbornir innviðir og yfirstandandi borgarastyrjöld í landinu gera hjálparstarfi erfitt fyrir.

Tímabundið vopnahlé milli stríðandi fylkinga hófst á miðvikudag. Á þriðjudagskvöld skutu hermenn á bílalest kínverska Rauða krossins sem flutti hjálpargögn.

epa12006888 Chinese rescuers carry the body of an earthquake victim from a collapsed building in Mandalay, Myanmar, 03 April 2025. More than 3,000 people have been killed and thousands injured after a 7.7-magnitude earthquake struck the country on 28 March, according to the Myanmar government.  EPA-EFE/NYEIN CHAN NAING
Kínverskt björgunarlið bjargar fólki úr rústum húsa í Mjanmar.EPA-EFE / NYEIN CHAN NAING

3. apríl 2025 kl. 10:22
Íþróttir
Fótbolti

Neðsta staða Ís­lands á FIFA-list­an­um í 12 ár

Karlalandslið Íslands í fótbolta fellur um fjögur sæti á nýjum FIFA-lista. Ísland tapaði tvívegis gegn Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar í marslok og orsakar það fall Íslands.

Ísland telst nú vera 74. öflugasta þjóðin á listanum og hefur ekki verið neðar síðan í mars 2013. Þá var Ísland númer 92 og skaust svo í 73. sæti í apríl sama ár. Þá hafði liðið farið upp um 58 sæti á einu ári frá sinni neðstu stöðu í sögunni í apríl 2012. Hæst fór Ísland í 18. sæti listans í febrúar og mars 2018.

Argentína er sem fyrr í efsta sæti listans en Spánverjar hafa sætaskipti við Frakka í öðru sæti og senda Frakka í það þriðja.

epa11983816 Iceland's Orri Oskarsson (R) celebrates with his teammates after scoring the 0-1 during the UEFA Nations League quarter final second leg soccer match between Iceland and Kosovo, in Murcia, Spain, 23 March 2025.  EPA-EFE/Marcial Guillen
epa11983816 Iceland's Orri Oskarsson (R) celebrates with his teammates after scoring the 0-1 during the UEFA Nations League quarter final second leg soccer match between Iceland and Kosovo, in Murcia, Spain, 23 March 2025. EPA-EFE/Marcial GuillenEPA-EFE / Marcial Guillen

3. apríl 2025 kl. 10:14
Erlendar fréttir
Atlantshafsbandalagið

Rubio kemur á NATO fund með kröfu um hærri út­gjöld til varn­ar­mála

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna við upphaf fundar utanríkisráðherra NATO-ríkjanna í Brussel, 3. apríl.
EPA

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna vill að öll aðildarríki NATO stefni að því að verja minnst 5 prósentum af þjóðarframleiðslu til varnarmála.

Rubio lét þessi orð falla í aðdraganda fundar utanríkisráðherra NATO-ríkjanna sem er að hefjast í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel.

„Við viljum ljúka þessum fundi með þann skilning að við séum á raunsærri leið til þess að hvert og eitt aðildarríki verji fimm prósentum [af þjóðarframleiðslu], einnig Bandaríkin, því ef ógnirnar eru eins raunverulegar og við teljum að þær séu, þá verðum við að hafa raunverulegra getu til að mæta þeim.“

3. apríl 2025 kl. 6:49
Innlendar fréttir
Eldgos við Sundhnúksgíga

Sex hund­ruð skjálft­ar frá mið­nætti

Frá miðnætti hafa mælst um sex hundruð skjálftar í kvikuganginum á Reykjanesskaga. Skjálftarnir dreifast nokkuð jafnt frá Stóra Skógfelli og norður fyrir Keili.

Engin virkni hefur sést síðan gossprungan opnaðist norðan Grindavíkur 1. apríl en enn má greina glóð í nýja hrauninu og rýkur upp úr því á mörgum stöðum.

Hraun að storkna eftir eldgos sem stóð í einn dag 1. apríl 2025. Myndin er tekin í hádeginu, 2. apríl.
RÚV / Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir

3. apríl 2025 kl. 6:42
Innlendar fréttir
Veður

Væta vest­an­til en annars bjart­viðri á land­inu í dag

Í dag er spáð suðaustankalda og smá vætu vestantil á landinu en annars hægum vindi og bjartviðri. Það hlýnar í veðri og hiti verður fjögur til níu stig yfir daginn en víða næturfrost í nótt.

Um helgina mun hæð beina til okkar sunnan- og suðaustanátt með léttskýjuðu veðri á Norður- og Austurlandi. Sunnan- og vestantil verður skýjað og lítils háttar væta öðru hvoru.

Mynd af heiðlóu á graslendi.
Lóan er komin til landsins, með hækkandi sól.Aðsent / Björn Arnarson

2. apríl 2025 kl. 21:40
Íþróttir
Körfubolti

Vals­menn leiða ein­víg­ið eftir æsi­spenn­andi leik

Kári Jónsson í bikarúrslitum karla í körfubolta 2025 þar sem KR og Valur mættust.
Mummi Lú

Valsmenn eru komnir yfir í einvíginu gegn Grindavík í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Leikið var á Hlíðarenda og unnu Valsmenn fimm stiga sigur, 94-89, eftir afar jafnan leik. Mikil spenna var undir lok leiks en taugar Valsara reyndust sterkari á lokakaflanum.

Valur vann fyrsta leikhluta 29-26 og staðan var 55-45 í hálfleik. Enn var mjótt á mununum í þriðja leikhluta en Grindvíkingar náðu áhlaupi í þeim fjórða. Grindavík vann fjórða leikhluta með fjórum stigum, 15-19, en það dugði ekki til.

Næsti leikur liðanna er á sunnudaginn.

2. apríl 2025 kl. 21:23
Íþróttir
Körfubolti

Tinda­stóll leiðir í ein­víg­inu gegn Kefla­vík

Dedrick Deon Basile í leik með Tindastóli í úrvalsdeildinni í körfubolta.
Mummi Lú

Tindastóll leiðir í einvíginu gegn Keflavík í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Heimamenn á Sauðárkróki unnu sjö stiga sigur, 94-87. Gestirnir úr Keflavík leiddu hins vegar í hálfleik, 48-52.

Það stefnir í spennandi einvígi en Tindastóll varð deildarmeistari og Keflavík tryggði sér áttunda sæti sem er síðasta sætið í úrslitakeppninni.

Það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki kemst áfram í undanúrslit. Næsti leikur fer fram á sunnudaginn í Keflavík.

2. apríl 2025 kl. 20:58
Íþróttir
Fótbolti

Liver­pool vann granna­slag­inn gegn Ev­ert­on

epa12006018 Diogo Jota of Liverpool celebrates after scoring the opening goal during the English Premier League soccer match between Liverpool and Everton in Liverpool, Great Britain, 02 April 2025.  EPA-EFE/ADAM VAUGHAN EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Diogo Jota fagnar marki sínu. Liðsfélagar hans Virgil van Dijk og Luis Diaz sjást í bakgrunn.EPA-EFE / ADAM VAUGHAN

Liverpool jók forskot sitt í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta með 1-0 sigri gegn erkifjendum sínum Everton. Diogo Jota skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu. Liverpool er með 73 stig gegn 61 stigi Arsenal eftir 30 umferðir.

Önnur úrslit kvöldsins:
Brighton 0 - 2 Aston Villa
Newcastle 2 - 1 Brentford
Southampton 1 - 1 Crystal Palace
Bournemouth 1 - 2 Ipswich
Manchester City 2 - 0 Leicester

2. apríl 2025 kl. 17:05
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Þrír enn í gæslu­varð­haldi

Þrír karlmenn sitja enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að meintri frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi 10. mars. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar málið og segir rannsókn miða vel. Karl og kona sem einnig höfðu setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins voru látin laus í gær og í dag. Þau hafa áfram réttarstöðu sakbornings í málinu, að sögn lögreglu.

Alls sátu sjö í gæsluvarðhaldi eftir að maður, sem saknað var í Þorlákshöfn í byrjun mars, fannst þungt haldinn í Gufunesi í Reykjavík morguninn eftir og lést skömmu eftir komu á sjúkrahús.

2. apríl 2025 kl. 13:04
Íþróttir
Fótbolti

Vík­ing­um spáð Ís­lands­meist­ara­titl­in­um í fót­bolta

Víkingar munu endurheimta Íslandsmeistaratitilinn úr höndum Breiðabliks en ÍBV og Vestri falla, ef árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna í Bestu deild karla gengur eftir. Spáin var kynnt á blaðamannafundi nú í hádeginu.

Flestir eru sammála um að Víkingar, sem fengu 22 atkvæði í efsta sæti muni vinna titilinn en 35 atkvæði voru greidd. Níu spáðu að Breiðablik myndi verja titilinn. Besta deild karla hefst á laugardaginn með leik Breiðabliks og Aftureldingar.

Spá Bestu deildar karla 2025

  1. Víkingur
  2. Breiðablik
  3. Valur
  4. KR
  5. Stjarnan
  6. ÍA
  7. FH
  8. KA
  9. Fram
  10. Afturelding
  11. Vestri
  12. ÍBV

Víkingur Breiðablik 27. október 2024
RÚV / Mummi Lú

2. apríl 2025 kl. 11:51
Innlendar fréttir
Alþingi

Kallar eftir öllum gögnum í máli Ást­hild­ar Lóu

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði eftir á mánudaginn að forsætisráðuneytið léti nefndinni í té öll gögn er varða mál fyrrum mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Fyrir nefndinni liggur beiðni um að nefndin skoði sérstaklega meint trúnaðarbrot ráðuneytisins í málinu.

Myndir frá eldhúsdagsumræðum á Alþingi 12. júní 2024. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Myndin er tekin í eldhúsdagsumræðum á Alþingi 12. júní 2024.RÚV - Ragnar Visage

Ólöf Bjarnadóttir, sem sendi forsætisráðuneytinu erindi um mál Ásthildar Lóu lítur svo á að ráðuneytið hafi rofið trúnað þegar Ásthildur Lóa var upplýst um erindið. Ráðuneytið hefur viku til að verða við beiðninni og síðan metur nefndin hvort tilefni sé til að kalla gesti fyrir nefndina.

2. apríl 2025 kl. 10:07
Innlendar fréttir
Reykjavíkurborg

Karl­mað­ur látinn eftir um­ferð­ar­slys á Reykja­nes­braut

Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Slysið varð norðan við brúna yfir Reykjanesbraut sem tengir Breiðholtsbraut við Nýbýlaveg.

Þar segir að bifreið sem var á norðurleið hafi ekið á manninn, sem var fótgangandi. Hann var fluttur á slysadeild og úrskurðaður látinn eftir komuna þangað.

2. apríl 2025 kl. 6:53
Innlendar fréttir
Veður

Hvasst í dag en birtir til á morgun

Í dag er spáð hvassri vestanátt á Norður- og Austurlandi, með stöku éljum seinnipartinn. Það lægir í kvöld og á morgun teygir hæðarsvæði sig yfir landið með björtu veðri í flestum landshlutum. Vestantil verður þó skýjað og sums staðar smá væta framan af degi.

Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig yfir daginn en allvíða næturfrost.

Um helgina mun hæðarsvæðið beina til okkar mildri sunnan- og suðaustanátt. Spáð er léttskýjuðu á Norður- og Austurlandi en skýjuðu og lítilsháttar úrkomu suðvestan- og vestanlands.

Fuglarnir geta glaðst yfir bjartviðrinu sem er spáð næstu daga.Ólöf Rún Erlendsdóttir

1. apríl 2025 kl. 21:17
Íþróttir
Körfubolti

Njarð­vík leiðir ein­víg­ið gegn Stjörn­unni

Úr leik Tindastóls og Njarðvíkur í efstu deild körfubolta kvenna tímabilið 2024-25.
Mummi Lú

Njarðvík vann fyrsta leik einvígisins gegn Stjörnunni, 84-75. Liðin mætast í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta. Njarðvík leiddi með ellefu stigum, 29-18, eftir fyrsta leikhluta. Stjörnukonur vöknuðu til lífs í öðrum leikhluta og staðan var 46-44 í hálfleik. Heimakonur í Njarðvík tóku þó völdin aftur í seinni hálfleik og unnu að lokum öruggan níu stiga sigur.

Næsti leikur liðanna fer fram á laugardaginn í Garðabæ.

1. apríl 2025 kl. 21:10
Íþróttir
Fótbolti

Ekkert fær Forest-liða stöðv­að

epa12003712 Anthony Elanga (R) of Nottingham Forest scores the 1-0 lead against goalkepeer Andre Onana (L) of Manchester United during the English Premier League soccer match between Nottingham Forest and Manchester United in Nottingham, Britain, 01 April 2025.  EPA-EFE/TIM KEETON EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Elanga skorar mark sitt í kvöld.EPA-EFE / TIM KEETON

Nottingham Forest hélt áfram góðu gengi sínu og unnu 1-0 sigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Fyrrum United-maðurinn Anthony Elanga gerði eina markið snemma leiks eftir flottan einleik.

Forest er í þriðja sæti deildarinnar með 57 stig. United er í 13. sæti með 37 stig.

Wolves vann mikilvægan sigur í fallbaráttunni þegar liðið hafði betur gegn West Ham, 1-0. Norðmaðurinn Jorgen Strand Larsen skoraði eina mark leiksins. Wolves er nú 12 stigum frá fallsæti.

Þá vann Arsenal 2-1 sigur gegn Fulham og er 9 stigum á eftir toppliði Liverpool. Merino og Saka skoruðu mörk Arsenal en Muniz minnkaði muninn undir lok leiks.

1. apríl 2025 kl. 20:41
Íþróttir
Körfubolti

Valur sótti sigur fyrir norðan

Hrefna Ottósdóttir í leik í Bónusdeild kvenna í körfubolta á Hlíðarenda 1. október 2024 þar sem Valur og Þór Akureyri áttust við
RÚV / Mummi Lú

Valur vann fyrsta leikinn í einvíginu gegn Þór í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta kvenna, 86-92. Leikurinn var nokkuð jafn lengst af og var staðan 49-44 í hálfleik fyrir Þór. Valskonur komu hins vegar mun ákveðnari út í þriðja leikhluta og leiddu 66-69 eftir þriðja leikhluta. Þór náði áhlaupi undir lokin, eftir að Valskonur leiddu með tíu stigum á einum tímapunkti í fjórða leikhluta, en það dugði ekki til.

Næsti leikur liðanna er á Hlíðarenda á laugardaginn klukkan 19:15.

1. apríl 2025 kl. 16:48
Erlendar fréttir
Litáen

Fjórði her­mað­ur­inn í Litáen fund­inn

Fjórði bandaríski hermaðurinn sem saknað var í Litáen fannst í dag. Fjórir bandarískir hermenn á æfingu með fleiri hersveitum hurfu sporlaust í síðustu viku, um tíu kílómetrum frá landamærunum að Belarús. Herjeppinn sem mennirnir voru í fannst á kafi í mýri. Björgunarstörf hófust um leið og var hafist handa við að tæma mýrina í fyrradag. Lík þriggja hermanna fundust í gær og það síðasta í dag.

epa11997320 Rescue operations at the General Silvestras Zukauskas training ground as the search for four missing US soldiers continues in Pabrade, Lithuania, 28 March 2025 (issued 29 March 2025). Four US soldiers were reported missing in a training area near the city of Pabrade on 25 March, the Lithuanian Armed Forces said in a statement.  EPA-EFE/Valdemar Doveiko POLAND OUT
EPA-EFE / Valdemar Doveiko

1. apríl 2025 kl. 16:05
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Dóms­mála­ráð­herra krefst dauða­refs­ing­ar yfir Mangi­one

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna biður ríkissaksóknara um að krefjast dauðarefsingar yfir Luigi Mangione, sem varð Brian Thompson, stjórnanda heilbrigðistryggingafélags, að bana í desember. Mangione er ákærður fyrir morð og í einum ákæruliðnum er morðið fellt undir hryðjuverk.

Luigi Mangione, a suspect in the fatal shooting of UnitedHealthcare CEO Brian Thompson, is escorted by police, Thursday, Dec. 19, 2024, in New York. (AP Photo/Pamela Smith)
AP/FR172156 AP / Pamela Smith

Mangione myrti Thompson fyrir utan hótel í Manhattan í New York snemma að morgni 4. desember. Hann flúði af vettvangi og eftir umfangsmikla leit fannst Mangione á McDonalds-skyndibitastað í Altoone í Pennsylvaníu tæpri viku síðar.

1. apríl 2025 kl. 15:24
Innlendar fréttir
Höfuðborgarsvæðið

Ekið á gang­andi veg­far­anda á Reykja­nes­braut

Einn var fluttur með sjúkrabíl eftir umferðarslys á Reykjanesbraut um klukkan þrjú. Reykjanesbraut er lokuð til norðurs við brúna undir Breiðholtsbraut vegna slyssins. Búast má við því að vegurinn verði lokaður í talsverðan tíma, segir á vef Vegagerðarinnar.

Mynd af vettvangi umferðarslyss á Reykjanesbraut.
RÚV / Bjarni Pétur Jónsson

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að ekið hafi verið á gangandi vegfaranda. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir.