NÝJAR FRÉTTIR

Hér birtast allar nýjustu fréttirnar á vefnum. Notaðu síuna til þess að sýna fréttir úr völdum flokkum.

Sía
Fyrir 3 tímum
Íþróttir
Fótbolti

Tvenna Miedema gott vega­nesti fyrir Manchest­er City

Manchester City hafði betur gegn Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í Evrópu í kvöld. Fyrsta mark leiksins skoraði Vivianne Miedema á 60. mínútu leiksins. Miedema var aftur á ferðinni undir lok leiksins en á 88. mínútu skoraði hún sitt annað mark og lokatölur því 2-0.

Seinni leikur liðanna verður spilaður eftir viku, 27. mars. Tekin verða samanlögð úrslit þessara tveggja leikja og sigurvegarinn fer áfram í undanúrslit keppninnar.

Vivianne Miedema skoraði mark Manchester City gegn Chelsea.
Imago

Chelsea vann Mancester City á dögunum í úrslitaleik deildarkeppni kvenna í fótbolta.

Fyrir 3 tímum
Íþróttir
Handbolti

Spenn­an magn­ast á loka­metr­um Ol­ís­deild­ar­inn­ar

Næstsíðustu umferð Olísdeildar karla í handbolta lauk í kvöld.

FH sigraði KA eftir dramatískar lokamínútur, 25-26. FH komst sex mörkum yfir en leikar stóðu jafnir á lokamínútu leiksins þar sem FH tókst að skora sigurmarkið. FH gat orðið deildarmeistarar í kvöld en til þess þurfti liðið að treysta á að Valur myndi tapa sínum leik. Valur tryggði þó öruggan sigur á HK, 25-33. Spennan lifir því áfram í síðustu umferð deildarinnar.

Ásbjörn Friðriksson í leik FH og Selfoss í úrvalsdeild karla í handbolta (Olís deildin)
Eitt stig skilur FH og Val að í efstu tveimur sætunum. FH er í fyrsta með 33 stig og Valur stigi á eftir í öðru.Mummi Lú

Þá varð ljóst að Fjölnir mun falla niður í 1. deild en liðið tapaði gegn Aftureldingu, 34-20.

Önnur úrslit

ÍR 34 - 32 Stjarnan
Fram 43 - 36 ÍBV
Haukar 29 - 29 Grótta

Staðan í Olísdeildinni fyrir lokaumferð.

Fyrir 4 tímum
Íþróttir
Handbolti

Fjöln­ir fellur úr Ol­ís­deild­inni

Fjölnir fellur úr Olísdeild karla í handbolta. Liðið hefur ekki átt sjö dagana sæla í deildinni í vetur en fall með átta stig er staðreynd. Þetta varð ljóst í kvöld eftir fjórtán marka tap gegn Aftureldingu, 34-20. Fjölnir átti lítið í lið Aftureldingar í kvöld sem náði yfirhöndinni snemma leiks. Mest munaði sex stigum á liðunum í fyrri hálfleik. Þá gáfu Mosfellingar í og sigruðu að lokum stórsigur, 34-20.

Fjölnir vann alls fjóra leiki í deildinni í vetur og tapaði sextán. Liðið mun því leika í Grill 66 deildinni á næsta tímabili.

Fyrir 5 tímum
Íþróttir
Fótbolti

Svein­dís og fé­lag­ar í erf­ið­um málum

Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg lutu í lægra haldi fyrir Barcelona 1-4. Leikurinn var sá fyrri í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í Evrópu en liðin mætast aftur 27. mars. Sveindís kom inn á fyrir Wolfsburg á 59. mínútu leiksins.

Wolfsburg mætti Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna.
Imago

Barcelona var 0-1 yfir í hálfleik og komst á þriggja mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks í 0-3. Janina Minge minnkaði muninn fyrir Wolfsburg í 1-3. Sydney Schertenleib gulltryggði sigurinn fyrir gestina á 88. mínútu og lokatölur urðu 1-4. Wolfsburg hefur því verðugt verkefni í næsta leik liðanna.

Síðar í kvöld eigast við Manchester City og Chelsea.

Fyrir 5 tímum
Íþróttir
Handbolti

Valur vann Hauka og nálg­ast deild­ar­meist­ara­tit­il

Thea Imani Sturludóttir í leik Vals og Selfoss í Olís deild kvenna 18. september 2024
RÚV / Mummi Lú

Valur vann Hauka 29-23 í toppslag í efstu deild kvenna í handbolta. Valur er nú 1. sæti með 34 en Fram fylgir á eftir með 30 stig. Haukar eru í 3. sæti með 28 stig.

Jafnt var í upphafi en eftir að Valur komst í 4-3 varð fljótlega ljóst í hvað stefndi. Heimakonur leiddu 15-9 í hálfleik og sigurinn var í raun aldrei í hættu.

Thea Imani Sturludóttir og Ásdís Þóra Ágústsdóttir voru markahæstar með sjö mörk hvor hjá Val. Elín Klara Þorkelsdóttir var með átta mörk fyrir Hauka.

19. mars 2025 kl. 14:17
Innlendar fréttir
Kópavogsbær

Kalda­vatns­laust í Kópa­vogi á morgun

Vegna vinnu við tengingu á nýjum miðlunartanki fyrir kalt neysluvatn í Kópavogi þarf að loka fyrir rennsli kalt vatns fimmtudaginn 20. mars frá kl. 22:00 og til kl. 04:00 að morgni 21. mars. Lokunin nær til alls Kópavogs, fyrir utan Vatnsendahverfi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Sundlaugar Kópavogs loka kl. 21.30 að kvöldi 20. mars vegna þessa.

Íbúum er bent á að skynsamlegt geti verið að hreinsa síur í vatnsinntökum og blöndunartækjum þar sem loft getur myndast í kerfinu eftir að vatni hefur verið hleypt aftur á.

19. mars 2025 kl. 10:24
Íþróttir
Fótbolti

Ari Sig­ur­páls­son geng­inn í raðir Elfs­borg

Ari Sigurpálsson, leikmaður Víkings sem leikur í Bestu deild karla í fótbolta er genginn í raðir sænska félagsins Elfsborg. Ari skrifar undir samning út tímabilið 2029 en Elfsborg kaupir Ara af Víkingi. Ari er 22 ára sóknarmaður sem sem ólst upp hjá HK.

„Knattspyrnudeild Víkings óskar Ara velgengni og hamingju í Svíþjóð og um leið þökkum við Ara kærlega fyrir sitt framlag til félagsins. Sjáumst fljótlega í Hamingjunni Ari!" segir í tilkynningu Víkings.


19. mars 2025 kl. 9:19
Innlendar fréttir
Náttúruvá

Snarp­ir skjálft­ar í Bárð­ar­bungu

Skjálfti af stærðinni 4,2 varð í Bárðarbungu klukkan tuttugu mínútur yfir átta.Ómar Ragnarsson

Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 varð í Bárðarbungu rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun. Skjálfti af stærðinni 2,9 varð á sama stað stuttu áður og hafa nokkrir minni eftirskjálftar mælst í kjölfarið.

Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir skjálfta af þessari stærð þekkta í Bárðabungu eftir að eldgosinu í Holuhrauni lauk árið 2015. Skjálftar af svipaðri stærð hafi síðast orðið um miðjan janúar.

Hún segir ólíklegt að nokkur hafi fundið fyrir skjálftunum þar sem upptök séu á hálendinu og engin byggð nálægt. Engin merki séu um gosóróa, en Veðurstofan fylgist áfram með.

19. mars 2025 kl. 9:07
Erlendar fréttir
Ísrael-Palestína

Hamas til­bú­ið til frek­ari við­ræðna

Hamas útilokar ekki frekari viðræður um vopnahlé við Ísrael en segir enga þörf á nýju samkomulagi. Samningurinn sem var undirritaður í janúar ætti að vera í gildi og annar fasi hans átti að hefjast snemma í mars.

Einn samningamanna Hamas segir Hamas ekki setja nein sérstök skilyrði fyrir nýjar viðræður. Samtökin krefjist þess hins vegar að Ísrael hætti árásum sínum tafarlaust og hefji viðræður um annan fasa vopnahléssáttmálans.

Hamas hvetur alþjóðasamfélagið til þess að grípa til aðgerða svo hægt sé að binda enda á stríðið, og sakar Ísraelsher um að rjúfa vopnahléssáttmála sem hann skrifaði undir.

Palestinian girls struggle as they get donated food at a distribution center in Beit Lahiya, northern Gaza Strip, Sunday, March 16, 2025. (AP Photo/Abdel Kareem Hana)
AP / Abdel Kareem Hana

19. mars 2025 kl. 8:43
Íþróttir
Fótbolti

Mikael And­er­son ekki með gegn Kósovó vegna meiðsla

Mikael Neville Anderson, leikmaður AGF í Danmörku er meiddur og getur ekki verið með A landsliði karla í fótbolta í komandi umspilsleikjum við Kósovó. Knattspyrnusambandið greindi frá þessu í morgun.

Í tilkynningu frá sambandinu kemur fram að ekki hefur verið tekin ákvörðun um að kalla annan leikmann inn i hópinn að svo stöddu. Leikur Kósovó og Íslands hefst klukkan 19:45 annað kvöld.

Mikael Neville Anderson úr leik Íslands og Svartfjallalands í Þjóðadeildinni 6. september 2024
RÚV / Mummi Lú

18. mars 2025 kl. 22:30
Íþróttir
Fótbolti

Bjarg­ar Glódís Bayern í næsta leik?

Fyrri tveir leikir átta liða úrslita Meistaradeildar kvenna í Evrópu fóru fram í kvöld. Real Madrid sigraði Arsenal 2-0. Fyrra mark Real Madrid kom á 22. mínútu en þar var Linda Caicedo á ferðinni. Nokkur bið var eftir síðara markinu en það skoraði Athenea del Castillo á 83. mínútu.

Athenea del Carilo og Olga Carmona fagna marki Real Madrid.
Athenea del Castillo og Olga Carmona fagna marki Real Madrid.Imago

Bayern Munchen tók á móti Lyon en þar höfðu gestirnir betur 0-2. Glódís Perla Viggósdóttir spilaði ekki fyrir Bayern í dag en hún er að jafna sig eftir höfuðáverka.

Síðari leikur liðanna fer fram 26. mars.

Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg koma til með að leika gegn Barcelona á morgun.

18. mars 2025 kl. 16:56
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Síma­fundi Pútíns og Trumps lokið

Símafundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta er lokið. Hann stóð í um tvær og hálfa klukkustund.

Enn hafa engar fregnir borist af fundinum en við munum flytja þær um leið og þær berast.

18. mars 2025 kl. 15:24
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Síma­fund­ur Trumps og Pútíns stend­ur yfir

epa06893454 US President Donald J. Trump (L) and Russian President Vladimir Putin (R) during a joint press conference following their summit talks at the Presidential Palace in Helsinki, Finland, 16 July 2018.  EPA-EFE/ANATOLY MALTSEV
Trum og Pútín á blaðamannafundi eftir fund þeirra í Helsinki 2018.EPA-EFE / ANATOLY MALTSEV

Talsmenn Hvíta hússins hafa staðfest að símafundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta hófst klukkan 14 að íslenskum tíma og stendur enn.

Greint hafði verið frá því að fundurinn myndi fara fram milli klukkan 13 og 15 að íslenskum tíma.

Fréttamaður BBC í Hvíta húsinu segir að búist sé við yfirlýsingu frá Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, að fundi forsetanna loknum.

18. mars 2025 kl. 14:50
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Sér­sveit­in kölluð til að­stoð­ar í Bol­ung­ar­vík

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð vestur á Bolungarvík í dag til aðstoðar í útkalli Lögreglunnar á Vestfjörðum.

Lögregla verst frétta af málinu en Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vestfjörðum, staðfesti að sérsveitin hefði verið kölluð til. Útkallið hefði verið þess eðlis, en hann vildi ekki tjá sig um málavexti.

Von er á tilkynningu síðar í dag.

Helena Rós Sturludóttir samskiptastjóri ríkislögreglustjóra staðfesti jafnframt að sérsveitin hefði verið kölluð út en vildi annars ekki tjá sig um málið.

Drónamyndir af Bolungarvík, það er þungbúið og lágskýjað.
Frá BolungarvíkRÚV / Jóhannes Jónsson

18. mars 2025 kl. 9:54
Innlendar fréttir
Þingeyjarsveit

Nýr troð­ari í Kröflu

Þingeyjarsveit hefur keypt snjótroðara til að nota á skíðasvæðinu í Kröflu, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins.

Íþróttafélagið Mývetningur, sem hefur staðið fyrir uppbyggingu á skíðasvæðinu, sér um notkun tækisins.

Með nýja snjótroðaranum er stefnt að því að tryggja enn betri aðstæður fyrir skíðafólk, hvort sem það stundar alpagreinar eða skíðagöngu.

Vonast er til að áhugi íbúa og ferðamanna á að nýta skíðasvæðið í Kröflu muni nú aukast.

Á myndinni má sjá Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur sveitarstjóra afhenda Andra Karlssyni lyklana að nýja snjótroðaranum á Kröflusvæðinu. Hjá þeim stendur Anton Freyr Birgisson, formaður Mývetnings.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri afhendir umsjónarmanni lyklana að nýja snjótroðaranum.Mynd / Þingeyjarsveit

18. mars 2025 kl. 6:53
Innlendar fréttir
Veður

Hæg suðlæg átt og væta af og til

Landsmenn mega búast við hæglætisveðri í dag, það er útlit fyrir hæga suðlæga eða breytilega átt. Væta af og til víða um land en hvergi mikil úrkoma. Það verður yfirleitt þurrt og bjart veður austanlands og hiti á bilinu 5-10 stig yfir daginn.

Á morgun verður svipað veður nema það bætir í vind vestanlands síðdegis og búast má við sunnanstrekkingi með rigningu þar annað kvöld.

Sólsetur séð yfir hafflöt
RÚV / Ragnar Visage

18. mars 2025 kl. 5:39
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Trump og Pútín ræða Úkra­ínu í dag

Til stendur að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti fundi símleiðis snemma í dag til að ræða möguleg stríðslok í Úkraínu.

Bandaríkjamenn hafa lagt fram tillögu að þrjátíu daga vopnahléi í Úkraínu sem Úkraínumenn hafa sagst reiðubúnir að samþykkja. Pútín hefur sagst vera hlynntur vopnahléi, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, en hefur ekki skýrt hver þau eru.

Trump sagði í gær að hann væri vongóður um að samkomulag næðist. Pútín hefði þegar samþykkt mörg atriði samkomulagsins.

FILE - President Donald Trump, right, shakes hands with Russian President Vladimir Putin, left, during a bilateral meeting on the sidelines of the G-20 summit in Osaka, Japan, June 28, 2019. (AP Photo/Susan Walsh, File)
Pútín og Trump árið 2019.AP / Susan Walsh

17. mars 2025 kl. 20:57
Íþróttir
Fótbolti

Valur fær fram­herja frá Tinda­stóli

Kvennalið Vals styrkir sig fyrir átök sumarsins en félagið hefur fengið til sín Jordyn Rhodes sem skoraði 12 mörk á síðasta tímabili í Bestu deild kvenna, þá með Tindastóli.

„Það er geggjað að fá Jordyn Rhodes til okkar enda er hún kraftmikill framherji með mikið markanef. Hún er með frábæra tölfræði alls staðar sem hún hefur verið og er t.d. markahæsti leikmaðurinn í sögu Kentucky-háskólans og endaði önnur markahæst í Bestu deildinni á seinustu leiktíð með samanlagt 13 mörk,“ sagði Matthías Guðmundsson þjálfari liðsins í yfirlýsingu félagsins sem birtist fyrr í dag.

17. mars 2025 kl. 19:20
Innlendar fréttir
Dómstólar

Áfrýj­ar ekki dómi yfir manni sem myrti hjón í Nes­kaup­stað

Lögregluaðgerðir, götulokun. Lokunarskilti og umferðarkeila.
RÚV / Hjalti Stefánsson

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms Austurlands yfir Alfreð Erlingi Þórðarsyni, sem varð eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra. Vísir hefur eftir Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að dóminum verði ekki áfrýjað.

Héraðsdómur taldi sannað að hann hefði banað hjónunum en úrskurðaði að hann væri ósakhæfur og skyldi því vistaður á viðeigandi stofnun.

17. mars 2025 kl. 18:55
Innlendar fréttir
Grindavíkurbær

Kynna breyt­ing­ar á stuðn­ings­að­gerð­um fyrir íbúa Grinda­vík­ur á morgun

Gerðar verða breytingar á stuðningsúrræðum til íbúa Grindavíkur. Forsætisráðherra kynnir aðgerðirnar á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun.

Fulltrúar Grindavíkurbæjar áttu fund síðdegis með forsætisráðherra um framhald aðgerða sem að óbreyttu renna sitt skeið um mánaðamótin. Hátt í tvö hundruð grindvískar fjölskyldur þurfa stuðning og forseti bæjarstjórnar sagði í hádegisfréttum að óvissan væri bagaleg.

Úrræðin hafa þrisvar verið framlengd en nú ætlar ríkisstjórnin að breyta þeim, í skrefum.

Samkvæmt heimildum fréttastofu fá þau sem verst standa fjárhagslega áframhaldandi stuðning og þjónustuteymi Grindvíkinga verður starfrækt áfram.

Ríkisstjórnin kynnir tillögur til hagræðingar í ríkisrekstri. Kristrún Frosta­dóttir
Forsætisráðherra kynnir breytingar á stuðningi til íbúa Grindavíkur á morgun.RÚV / Ragnar Visage

17. mars 2025 kl. 18:24
Íþróttir
Skíði

Áreitti ný­krýnd­an heims­meist­ara

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa ólöglega sent fjölmörg skilaboð og áreitt skíðagöngukonuna Fridu Karlsson. Frá þessu er greint á P4 í Svíþjóð. Manninum var meinað að hafa samband við Karlsson síðastliðið haust en hefur margoft brotið gegn því, að því er sænska útvarpsstöðin greinir frá.

Hann er sagður hafa sent yfir 200 sms-skilaboð með móðgandi efni til Karlsson og hann er einnig sagður hafa verið fyrir utan heimili hennar. Sakborningurinn neitar sök.

Frida Karlsson varð heimsmeistari í 50 kílómetra göngu á HM á skíðum í Þrándheimi 9. mars.

epa11951192 Frida Karlsson from Sweden wins gold in the Women's 50 km Mass Start Free Technique at the FIS Nordic World Ski Championships in Trondheim, Norway, 09 March 2025.  EPA-EFE/Gorm Kallestad  NORWAY OUT
epa11951192 Frida Karlsson from Sweden wins gold in the Women's 50 km Mass Start Free Technique at the FIS Nordic World Ski Championships in Trondheim, Norway, 09 March 2025. EPA-EFE/Gorm Kallestad NORWAY OUTEPA-EFE / GORM KALLESTAD

17. mars 2025 kl. 17:08
Erlendar fréttir
Heilbrigðismál

Ákvörð­un Banda­ríkj­anna gæti dregið millj­ón­ir til dauða

epa11782566 World Health Organization (WHO) Director-General Tedros Adhanom Ghebreyesus delivers a speech after inaugurating the WHO Academy campus, in Lyon, France, 17 December 2024. The newly opened campus of the World Health Organization (WHO), aiming to promote lifelong learning across the health sector, will offer high-quality courses to health and care workers.  EPA-EFE/LAURENT CIPRIANI / POOL MAXPPP OUT
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.EPA-EFE / LAURENT CIPRIANI / POOL

Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við að ákvörðun Bandaríkjanna um að draga verulega úr þróunaraðstoð gæti kostað milljónir mannslífa. Tedros Adhanom Ghebreyesus biðlar til Bandaríkjanna að endurskoða ákvörðunina.

Hann segir minnkaðan stuðning Bandaríkjanna geta snúið við 20 ára framförum og leitt til meira en 10 milljóna nýrra HIV-smita og 3 milljóna dauðsfalla tengdum sjúkdómnum.

Niðurskurður til þróunaraðstoðar er hluti af sparnaðaraðgerðum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Stjórn hans hefur sagt upp nærri öllu starfsfólki USAID, Alþjóðaþróunarstofnunar Bandaríkjanna.

17. mars 2025 kl. 15:28
Íþróttir
Fótbolti

Þúsund miðar í boði á leik­ina við Noreg og Sviss

Miðasala á heimaleiki Íslands í Þjóðadeild kvenna hefst í hádeginu á morgun. Um er að ræða leiki Íslands gegn Noregi föstudaginn 4. apríl og Sviss þriðjudaginn 8. apríl. Báðir leikir hefjast klukkan 16:45 og fara fram á Þróttarvelli. Þar sem leikið er á Þróttarvelli eru aðeins 1.000 miðar í boði.

Miðasalan fer fram á Stubb.is, hægt verður að tryggja sér miða hér. Miðaverð er 3500 kr. fyrir fullorðna en 1750 kr. fyrir 16 ára og yngri.

Sveindís Jane Jónsdóttir í leik Sviss og Íslands í Þjóðadeild Evrópu 2025.
EPA

17. mars 2025 kl. 12:11
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Star­bucks greið­ir 50 millj­ón­ir dala vegna of heitra drykkja

Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hefur verið dæmd til að greiða sendli sem starfaði hjá fyrirtækinu 50 milljónir dala, jafnvirði 6,7 milljarða króna, í miskabætur. Sendillinn brenndi sig á heitum drykk sem var ekki rétt skorðaður í bakkanum sem er notaður til að ferja drykkina.

Í úrskurði kemur fram að sendillinn hafi orðið fyrir andlegum og líkamlegum miska og sé nú haldinn kvíða. Í yfirlýsingu frá Starbucks segir að fyrirtækið telji bæturnar úr öllu hófi.

Dómurinn minnir um margt á þekkta málsókn frá 1994 þegar skyndibitakeðjan McDonald's var dæmd til að greiða konu 640.000 dali eftir að hún brenndi sig á heitu kaffi.

epa10978861 People participate in a picket line as part of a nationwide protest organized in response to a lack of a contract for workers, outside of a Starbucks store in New York, New York, USA, 16 November 2023. The strike, which is being called the Red Cup Rebellion as the strike is timed to coincide with a Starbucks promotion, is expected to be the largest strike ever against the coffee company.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
Starbucks er stærsta kaffihúsakeðja heims. Kaffihúsin eru nærri 36 þúsund í 80 löndum.EPA-EFE / JUSTIN LANE

17. mars 2025 kl. 11:39
Innlendar fréttir
Stjórnsýsla

Hætt að prenta þing­skjöl: „Þessi ákvörð­un er eig­in­lega sjálf­gef­in“

Oddvitar stjórnmálaflokka í framboði til Alþingis sóttu opinn fund um málefni heilbrigðisþjónustunnar.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.RÚV / Ragnar Visage

Atvinnuvegaráðuneytið hætti í síðustu viku að prenta þingskjöl sem lögð eru fram á Alþingi vegna hagræðingar og umhverfissjónarmiða. Prentun þingskjala kostar Stjórnarráðið tugi milljóna króna á ári hverju

Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Síðustu ár hafa öll þingskjöl ráðuneytisins verið prentuð í um 30 eintökum. Talsvert hefur þó verið dregið úr prentun í Stjórnarráðinu síðustu ár.

„Þessi ákvörðun er eiginlega sjálfgefin“, er haft eftir Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Þetta spari bæði fé og pappír. Þingmönnum sem vilja útprent stendur það þó enn til boða.

17. mars 2025 kl. 6:55
Innlendar fréttir
Veður

Mild sunn­an­átt og strekk­ings­vind­ur norð­vest­an til

Hæð yfir Skotlandi dælir mildri sunnanátt til landsins í dag, strekkingsvindi norðvestan til en hægari annars staðar. Það verður lítils háttar væta sunnan- og vestanlands eins og síðustu daga en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi.

Á morgun verður suðvestan gola eða kaldi, víða skúrir og jafnvel slydda við norðausturströndina en yfirleitt þurrt austanlands. Á miðvikudag er útlit fyrir svipað veður, suðaustan golu eða kalda með stöku skúrum um landið sunnan- og vestanvert.

Veðurspá á hádegi 17. mars 2025. Það er skýjað á flestum stöðum á landinu en það glittir í sól á vestanverðu landinu, suðaustanlands og á Norðausturlandi. Glampandi sól á norðanverðum Vestfjörðum. Hiti frá frostmarki upp í tíu stig.
Veðurspá á hádegi 17. mars 2025.Veðurstofa Íslands

17. mars 2025 kl. 5:39
Innlendar fréttir
Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Engin merki um eldgos: Sjö skjálft­ar síð­asta sól­ar­hring

Sjö jarðskjálftar hafa mælst milli Stóra Skógfells og Hagafells á Reykjanesskaga síðasta sólarhring, að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Það er svipað og um helgina. Flestir skjálftarnir voru minni en 0,5 að stærð og einn yfir einum.

Þá hefur dregið verulega úr jarðskjálftavirkni sunnan við Reykjanestá og engin virkni mældist þar í nótt.

Farið verður yfir gögn úr GPS-mælum síðar í dag til að meta landris við Svartsengi.

Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga, sagði við fréttastofu í gær að of snemmt væri að segja til um hvort landsig væri hafið. Þó bendi flest til þess að frekar styttist í eldgos en ekki.

sundhnúksgígar
Sundhnúksgígar, gufa stígur upp af hrauninu sem er enn heitt.RÚV / Ragnar Visage

17. mars 2025 kl. 5:30
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Pútín og Trump mætast á fundi á morgun

Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ætla að hafa fund með Vladimír Pútín forseta Rússlands á morgun til að leitast við að fá Pútín til að samþykkja 30 daga vopnahlé í Úkraínu.

Úkraínumenn hafa sagst reiðubúnir að samþykkja vopnahléstillögu Bandaríkjamanna. Pútín sagðist á fimmtudag vera hlynntur vopnahléi að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Hann hefur ekki skýrt hver skilyrðin eru.

Aðspurður hvort reynt yrði að fá Rússa eða Úkraínumenn til að gefa eitthvað eftir sagði Trump að viðræður um skiptingu ákveðinna eigna væru þegar hafnar. Hann kvaðst búast við að þeir Pútín ræddu meðal annars um land og orkuver.

U.S. President Donald Trump, left, and Russian President Vladimir Putin shake hand at the beginning of a meeting at the Presidential Palace in Helsinki, Finland, Monday, July 16, 2018. (AP Photo/Pablo Martinez Monsivais)
Trump og Pútín á fundi þeirra árið 2018, á fyrra kjörtímabili Trumps.AP

17. mars 2025 kl. 2:21
Erlendar fréttir
Vatíkanið

Frans páfi sagður á bata­vegi

Vatíkanið birti í gær fyrstu myndina af Frans páfa frá því að hann var lagður inn á sjúkrahús í febrúar. Á myndinni situr páfi, sem er 88 ára, í hjólastól við altarið í kapellu Gemelli-sjúkrahússins í Róm. Í tilkynningu þakkaði hann batakveðjur sem honum hefðu borist og bað fyrir friði í stríðshrjáðum löndum.

Páfi hefur legið á sjúkrahúsi með alvarlega sýkingu í báðum lungum en er sagður á batavegi. Hann hefur sinnt helstu skyldum sínum af sjúkrabeðnum.

Vangaveltur hafa verið um hvort hann segi af sér sökum veikinda og aldurs. Afar sjaldgæft er að páfi segi af sér.

In this picture released by the Vatican Press Hall Pope Francis celebrates a mass inside the chapel of the Agostino Gemelli polyclinic in Rome, Sunday, March 16, 2025. (Vatican Press Hall, Via AP )
Vatíkanið birti mynd af Frans Páfa í gær.AP/Vatican Press Hall / Uncredited

16. mars 2025 kl. 21:03
Íþróttir
Fótbolti

Højlund vaknar til lífs­ins

Manchester United venn Leicester 3-0. Rasmus Højlund skoraði fyrsta markið sem er jafnframt markið hans síðan í byrjun desember. Alejandro Garnacho skoraði annað markið eftir stoðsendingu frá Højlund. Þriðja markið skoraði Bruno Fernandes.

epa11829222 Manchester United's Rasmus Hojlund leaves the pitch after being substituted during the English Premier League match between Manchester United and Southampton FC, in Manchester, Britain, 16 January 2025.  EPA-EFE/ADAM VAUGHAN EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Rasmus Højlund leikmaður Manchester United.EPA-EFE / ADAM VAUGHAN

Arsenal vann Chelsea 1-0. Mikel Merino skoraði eina markið á tuttugustu mínútu leiksins. Sigurinn er mikilvægur fyrir Arsenal sem reynir að saxa á forskot Liverpool.

Fulham vann 2-0 sigur á Tottenham. Mörkin tvö komu á tíu mínútna kafla. Það fyrra skoraði Rodrigo Munz á 78. mínútu og það síðara átti Ryan Sessegnon á 88. mínútu, aðeins mínútu eftir að hann kom inn á.

16. mars 2025 kl. 20:07
Íþróttir
Fótbolti

Albert skor­aði á móti Juvent­us

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Fiorentina, skoraði þriðja og síðasta mark Fiorentina í 3-0 sigri á móti Juventus. Mark Alberts kom á 53. mínútu leiksins.

Liðin mættust í ítölsku A-deildinni á heimavelli Fiorentina í Flórens í dag.

epa11968819 Fiorentina's Albert Gudmundsson celebrates after scoring the 3-0 goal during the Italian Serie A soccer match between ACF Fiorentina and Juventus FC, in Florence, Italy, 16 March 2025.  EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI
Albert Guðmundsson fagnar markinu.EPA-EFE / CLAUDIO GIOVANNINI

Fyrri tvö mörkin sköruðu Robin Gosens og Rolando Mandragora á fyrstu átján mínútum leiksins. Fiorentina situr í áttunda sæti deildarinnar með 48 stig og Juventus í því fimmta með 52.

16. mars 2025 kl. 19:21
Íþróttir
Handbolti

ÍBV vann mik­il­væg­an sigur á Stjörn­unni

Stjarnan og ÍBV mættust í Olísdeild kvenna í handbolta í dag og þar lauk leiknum með sex marka sigri ÍBV, 18-24. ÍBV hafði yfirhöndina allan leikinn en lítið gekk hjá Stjörnukonum að jafna metin. Stjarnan hafði einungis skorað sex mörk í hálfleik en staðan var 6-9 þegar liðin gengu til búningsklefa.

Birna Berg Haraldsdóttir í leik Vals og ÍBV í Olísdeild kvenna í handbolta
Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst Eyjakvenna með 8 mörk.RÚV / Mummi Lú

Eyjakonur héldu öruggri forystu út allan leikinn en mest munaði sjö stigum á liðunum.

Þrjú stig skildu liðin að í 7. og 8. sæti Olísdeildarinnar og því mikilvæg tvö stig sem Eyjakonur unnu í dag.