NÝJAR FRÉTTIR

Hér birtast allar nýjustu fréttirnar á vefnum. Notaðu síuna til þess að sýna fréttir úr völdum flokkum.

Sía
Fyrir 2 tímum
Innlendar fréttir
Þingeyjarsveit

Nýr troð­ari í Kröflu

Þingeyjarsveit hefur keypt snjótroðara til að nota á skíðasvæðinu í Kröflu, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins.

Íþróttafélagið Mývetningur, sem hefur staðið fyrir uppbyggingu á skíðasvæðinu, sér um notkun tækisins.

Með nýja snjótroðaranum er stefnt að því að tryggja enn betri aðstæður fyrir skíðafólk, hvort sem það stundar alpagreinar eða skíðagöngu.

Vonast er til að áhugi íbúa og ferðamanna á að nýta skíðasvæðið í Kröflu muni nú aukast.

Á myndinni má sjá Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur sveitarstjóra afhenda Andra Karlssyni lyklana að nýja snjótroðaranum á Kröflusvæðinu. Hjá þeim stendur Anton Freyr Birgisson, formaður Mývetnings.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri afhendir umsjónarmanni lyklana að nýja snjótroðaranum.Mynd / Þingeyjarsveit

Fyrir 5 tímum
Innlendar fréttir
Veður

Hæg suðlæg átt og væta af og til

Landsmenn mega búast við hæglætisveðri í dag, það er útlit fyrir hæga suðlæga eða breytilega átt. Væta af og til víða um land en hvergi mikil úrkoma. Það verður yfirleitt þurrt og bjart veður austanlands og hiti á bilinu 5-10 stig yfir daginn.

Á morgun verður svipað veður nema það bætir í vind vestanlands síðdegis og búast má við sunnanstrekkingi með rigningu þar annað kvöld.

Sólsetur séð yfir hafflöt
RÚV / Ragnar Visage

Fyrir 6 tímum
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Trump og Pútín ræða Úkra­ínu í dag

Til stendur að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti fundi símleiðis snemma í dag til að ræða möguleg stríðslok í Úkraínu.

Bandaríkjamenn hafa lagt fram tillögu að þrjátíu daga vopnahléi í Úkraínu sem Úkraínumenn hafa sagst reiðubúnir að samþykkja. Pútín hefur sagst vera hlynntur vopnahléi, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, en hefur ekki skýrt hver þau eru.

Trump sagði í gær að hann væri vongóður um að samkomulag næðist. Pútín hefði þegar samþykkt mörg atriði samkomulagsins.

FILE - President Donald Trump, right, shakes hands with Russian President Vladimir Putin, left, during a bilateral meeting on the sidelines of the G-20 summit in Osaka, Japan, June 28, 2019. (AP Photo/Susan Walsh, File)
Pútín og Trump árið 2019.AP / Susan Walsh

17. mars 2025 kl. 20:57
Íþróttir
Fótbolti

Valur fær fram­herja frá Tinda­stóli

Kvennalið Vals styrkir sig fyrir átök sumarsins en félagið hefur fengið til sín Jordyn Rhodes sem skoraði 12 mörk á síðasta tímabili í Bestu deild kvenna, þá með Tindastóli.

„Það er geggjað að fá Jordyn Rhodes til okkar enda er hún kraftmikill framherji með mikið markanef. Hún er með frábæra tölfræði alls staðar sem hún hefur verið og er t.d. markahæsti leikmaðurinn í sögu Kentucky-háskólans og endaði önnur markahæst í Bestu deildinni á seinustu leiktíð með samanlagt 13 mörk,“ sagði Matthías Guðmundsson þjálfari liðsins í yfirlýsingu félagsins sem birtist fyrr í dag.

17. mars 2025 kl. 19:20
Innlendar fréttir
Dómstólar

Áfrýj­ar ekki dómi yfir manni sem myrti hjón í Nes­kaup­stað

Lögregluaðgerðir, götulokun. Lokunarskilti og umferðarkeila.
RÚV / Hjalti Stefánsson

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms Austurlands yfir Alfreð Erlingi Þórðarsyni, sem varð eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra. Vísir hefur eftir Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að dóminum verði ekki áfrýjað.

Héraðsdómur taldi sannað að hann hefði banað hjónunum en úrskurðaði að hann væri ósakhæfur og skyldi því vistaður á viðeigandi stofnun.

17. mars 2025 kl. 18:55
Innlendar fréttir
Grindavíkurbær

Kynna breyt­ing­ar á stuðn­ings­að­gerð­um fyrir íbúa Grinda­vík­ur á morgun

Gerðar verða breytingar á stuðningsúrræðum til íbúa Grindavíkur. Forsætisráðherra kynnir aðgerðirnar á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun.

Fulltrúar Grindavíkurbæjar áttu fund síðdegis með forsætisráðherra um framhald aðgerða sem að óbreyttu renna sitt skeið um mánaðamótin. Hátt í tvö hundruð grindvískar fjölskyldur þurfa stuðning og forseti bæjarstjórnar sagði í hádegisfréttum að óvissan væri bagaleg.

Úrræðin hafa þrisvar verið framlengd en nú ætlar ríkisstjórnin að breyta þeim, í skrefum.

Samkvæmt heimildum fréttastofu fá þau sem verst standa fjárhagslega áframhaldandi stuðning og þjónustuteymi Grindvíkinga verður starfrækt áfram.

Ríkisstjórnin kynnir tillögur til hagræðingar í ríkisrekstri. Kristrún Frosta­dóttir
Forsætisráðherra kynnir breytingar á stuðningi til íbúa Grindavíkur á morgun.RÚV / Ragnar Visage

17. mars 2025 kl. 18:24
Íþróttir
Skíði

Áreitti ný­krýnd­an heims­meist­ara

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa ólöglega sent fjölmörg skilaboð og áreitt skíðagöngukonuna Fridu Karlsson. Frá þessu er greint á P4 í Svíþjóð. Manninum var meinað að hafa samband við Karlsson síðastliðið haust en hefur margoft brotið gegn því, að því er sænska útvarpsstöðin greinir frá.

Hann er sagður hafa sent yfir 200 sms-skilaboð með móðgandi efni til Karlsson og hann er einnig sagður hafa verið fyrir utan heimili hennar. Sakborningurinn neitar sök.

Frida Karlsson varð heimsmeistari í 50 kílómetra göngu á HM á skíðum í Þrándheimi 9. mars.

epa11951192 Frida Karlsson from Sweden wins gold in the Women's 50 km Mass Start Free Technique at the FIS Nordic World Ski Championships in Trondheim, Norway, 09 March 2025.  EPA-EFE/Gorm Kallestad  NORWAY OUT
epa11951192 Frida Karlsson from Sweden wins gold in the Women's 50 km Mass Start Free Technique at the FIS Nordic World Ski Championships in Trondheim, Norway, 09 March 2025. EPA-EFE/Gorm Kallestad NORWAY OUTEPA-EFE / GORM KALLESTAD

17. mars 2025 kl. 17:08
Erlendar fréttir
Heilbrigðismál

Ákvörð­un Banda­ríkj­anna gæti dregið millj­ón­ir til dauða

epa11782566 World Health Organization (WHO) Director-General Tedros Adhanom Ghebreyesus delivers a speech after inaugurating the WHO Academy campus, in Lyon, France, 17 December 2024. The newly opened campus of the World Health Organization (WHO), aiming to promote lifelong learning across the health sector, will offer high-quality courses to health and care workers.  EPA-EFE/LAURENT CIPRIANI / POOL MAXPPP OUT
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.EPA-EFE / LAURENT CIPRIANI / POOL

Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við að ákvörðun Bandaríkjanna um að draga verulega úr þróunaraðstoð gæti kostað milljónir mannslífa. Tedros Adhanom Ghebreyesus biðlar til Bandaríkjanna að endurskoða ákvörðunina.

Hann segir minnkaðan stuðning Bandaríkjanna geta snúið við 20 ára framförum og leitt til meira en 10 milljóna nýrra HIV-smita og 3 milljóna dauðsfalla tengdum sjúkdómnum.

Niðurskurður til þróunaraðstoðar er hluti af sparnaðaraðgerðum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Stjórn hans hefur sagt upp nærri öllu starfsfólki USAID, Alþjóðaþróunarstofnunar Bandaríkjanna.

17. mars 2025 kl. 15:28
Íþróttir
Fótbolti

Þúsund miðar í boði á leik­ina við Noreg og Sviss

Miðasala á heimaleiki Íslands í Þjóðadeild kvenna hefst í hádeginu á morgun. Um er að ræða leiki Íslands gegn Noregi föstudaginn 4. apríl og Sviss þriðjudaginn 8. apríl. Báðir leikir hefjast klukkan 16:45 og fara fram á Þróttarvelli. Þar sem leikið er á Þróttarvelli eru aðeins 1.000 miðar í boði.

Miðasalan fer fram á Stubb.is, hægt verður að tryggja sér miða hér. Miðaverð er 3500 kr. fyrir fullorðna en 1750 kr. fyrir 16 ára og yngri.

Sveindís Jane Jónsdóttir í leik Sviss og Íslands í Þjóðadeild Evrópu 2025.
EPA

17. mars 2025 kl. 12:11
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Star­bucks greið­ir 50 millj­ón­ir dala vegna of heitra drykkja

Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hefur verið dæmd til að greiða sendli sem starfaði hjá fyrirtækinu 50 milljónir dala, jafnvirði 6,7 milljarða króna, í miskabætur. Sendillinn brenndi sig á heitum drykk sem var ekki rétt skorðaður í bakkanum sem er notaður til að ferja drykkina.

Í úrskurði kemur fram að sendillinn hafi orðið fyrir andlegum og líkamlegum miska og sé nú haldinn kvíða. Í yfirlýsingu frá Starbucks segir að fyrirtækið telji bæturnar úr öllu hófi.

Dómurinn minnir um margt á þekkta málsókn frá 1994 þegar skyndibitakeðjan McDonald's var dæmd til að greiða konu 640.000 dali eftir að hún brenndi sig á heitu kaffi.

epa10978861 People participate in a picket line as part of a nationwide protest organized in response to a lack of a contract for workers, outside of a Starbucks store in New York, New York, USA, 16 November 2023. The strike, which is being called the Red Cup Rebellion as the strike is timed to coincide with a Starbucks promotion, is expected to be the largest strike ever against the coffee company.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
Starbucks er stærsta kaffihúsakeðja heims. Kaffihúsin eru nærri 36 þúsund í 80 löndum.EPA-EFE / JUSTIN LANE

17. mars 2025 kl. 11:39
Innlendar fréttir
Stjórnsýsla

Hætt að prenta þing­skjöl: „Þessi ákvörð­un er eig­in­lega sjálf­gef­in“

Oddvitar stjórnmálaflokka í framboði til Alþingis sóttu opinn fund um málefni heilbrigðisþjónustunnar.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.RÚV / Ragnar Visage

Atvinnuvegaráðuneytið hætti í síðustu viku að prenta þingskjöl sem lögð eru fram á Alþingi vegna hagræðingar og umhverfissjónarmiða. Prentun þingskjala kostar Stjórnarráðið tugi milljóna króna á ári hverju

Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Síðustu ár hafa öll þingskjöl ráðuneytisins verið prentuð í um 30 eintökum. Talsvert hefur þó verið dregið úr prentun í Stjórnarráðinu síðustu ár.

„Þessi ákvörðun er eiginlega sjálfgefin“, er haft eftir Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Þetta spari bæði fé og pappír. Þingmönnum sem vilja útprent stendur það þó enn til boða.

17. mars 2025 kl. 6:55
Innlendar fréttir
Veður

Mild sunn­an­átt og strekk­ings­vind­ur norð­vest­an til

Hæð yfir Skotlandi dælir mildri sunnanátt til landsins í dag, strekkingsvindi norðvestan til en hægari annars staðar. Það verður lítils háttar væta sunnan- og vestanlands eins og síðustu daga en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi.

Á morgun verður suðvestan gola eða kaldi, víða skúrir og jafnvel slydda við norðausturströndina en yfirleitt þurrt austanlands. Á miðvikudag er útlit fyrir svipað veður, suðaustan golu eða kalda með stöku skúrum um landið sunnan- og vestanvert.

Veðurspá á hádegi 17. mars 2025. Það er skýjað á flestum stöðum á landinu en það glittir í sól á vestanverðu landinu, suðaustanlands og á Norðausturlandi. Glampandi sól á norðanverðum Vestfjörðum. Hiti frá frostmarki upp í tíu stig.
Veðurspá á hádegi 17. mars 2025.Veðurstofa Íslands

17. mars 2025 kl. 5:39
Innlendar fréttir
Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Engin merki um eldgos: Sjö skjálft­ar síð­asta sól­ar­hring

Sjö jarðskjálftar hafa mælst milli Stóra Skógfells og Hagafells á Reykjanesskaga síðasta sólarhring, að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Það er svipað og um helgina. Flestir skjálftarnir voru minni en 0,5 að stærð og einn yfir einum.

Þá hefur dregið verulega úr jarðskjálftavirkni sunnan við Reykjanestá og engin virkni mældist þar í nótt.

Farið verður yfir gögn úr GPS-mælum síðar í dag til að meta landris við Svartsengi.

Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga, sagði við fréttastofu í gær að of snemmt væri að segja til um hvort landsig væri hafið. Þó bendi flest til þess að frekar styttist í eldgos en ekki.

sundhnúksgígar
Sundhnúksgígar, gufa stígur upp af hrauninu sem er enn heitt.RÚV / Ragnar Visage

17. mars 2025 kl. 5:30
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Pútín og Trump mætast á fundi á morgun

Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ætla að hafa fund með Vladimír Pútín forseta Rússlands á morgun til að leitast við að fá Pútín til að samþykkja 30 daga vopnahlé í Úkraínu.

Úkraínumenn hafa sagst reiðubúnir að samþykkja vopnahléstillögu Bandaríkjamanna. Pútín sagðist á fimmtudag vera hlynntur vopnahléi að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Hann hefur ekki skýrt hver skilyrðin eru.

Aðspurður hvort reynt yrði að fá Rússa eða Úkraínumenn til að gefa eitthvað eftir sagði Trump að viðræður um skiptingu ákveðinna eigna væru þegar hafnar. Hann kvaðst búast við að þeir Pútín ræddu meðal annars um land og orkuver.

U.S. President Donald Trump, left, and Russian President Vladimir Putin shake hand at the beginning of a meeting at the Presidential Palace in Helsinki, Finland, Monday, July 16, 2018. (AP Photo/Pablo Martinez Monsivais)
Trump og Pútín á fundi þeirra árið 2018, á fyrra kjörtímabili Trumps.AP

17. mars 2025 kl. 2:21
Erlendar fréttir
Vatíkanið

Frans páfi sagður á bata­vegi

Vatíkanið birti í gær fyrstu myndina af Frans páfa frá því að hann var lagður inn á sjúkrahús í febrúar. Á myndinni situr páfi, sem er 88 ára, í hjólastól við altarið í kapellu Gemelli-sjúkrahússins í Róm. Í tilkynningu þakkaði hann batakveðjur sem honum hefðu borist og bað fyrir friði í stríðshrjáðum löndum.

Páfi hefur legið á sjúkrahúsi með alvarlega sýkingu í báðum lungum en er sagður á batavegi. Hann hefur sinnt helstu skyldum sínum af sjúkrabeðnum.

Vangaveltur hafa verið um hvort hann segi af sér sökum veikinda og aldurs. Afar sjaldgæft er að páfi segi af sér.

In this picture released by the Vatican Press Hall Pope Francis celebrates a mass inside the chapel of the Agostino Gemelli polyclinic in Rome, Sunday, March 16, 2025. (Vatican Press Hall, Via AP )
Vatíkanið birti mynd af Frans Páfa í gær.AP/Vatican Press Hall / Uncredited

16. mars 2025 kl. 21:03
Íþróttir
Fótbolti

Højlund vaknar til lífs­ins

Manchester United venn Leicester 3-0. Rasmus Højlund skoraði fyrsta markið sem er jafnframt markið hans síðan í byrjun desember. Alejandro Garnacho skoraði annað markið eftir stoðsendingu frá Højlund. Þriðja markið skoraði Bruno Fernandes.

epa11829222 Manchester United's Rasmus Hojlund leaves the pitch after being substituted during the English Premier League match between Manchester United and Southampton FC, in Manchester, Britain, 16 January 2025.  EPA-EFE/ADAM VAUGHAN EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Rasmus Højlund leikmaður Manchester United.EPA-EFE / ADAM VAUGHAN

Arsenal vann Chelsea 1-0. Mikel Merino skoraði eina markið á tuttugustu mínútu leiksins. Sigurinn er mikilvægur fyrir Arsenal sem reynir að saxa á forskot Liverpool.

Fulham vann 2-0 sigur á Tottenham. Mörkin tvö komu á tíu mínútna kafla. Það fyrra skoraði Rodrigo Munz á 78. mínútu og það síðara átti Ryan Sessegnon á 88. mínútu, aðeins mínútu eftir að hann kom inn á.

16. mars 2025 kl. 20:07
Íþróttir
Fótbolti

Albert skor­aði á móti Juvent­us

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Fiorentina, skoraði þriðja og síðasta mark Fiorentina í 3-0 sigri á móti Juventus. Mark Alberts kom á 53. mínútu leiksins.

Liðin mættust í ítölsku A-deildinni á heimavelli Fiorentina í Flórens í dag.

epa11968819 Fiorentina's Albert Gudmundsson celebrates after scoring the 3-0 goal during the Italian Serie A soccer match between ACF Fiorentina and Juventus FC, in Florence, Italy, 16 March 2025.  EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI
Albert Guðmundsson fagnar markinu.EPA-EFE / CLAUDIO GIOVANNINI

Fyrri tvö mörkin sköruðu Robin Gosens og Rolando Mandragora á fyrstu átján mínútum leiksins. Fiorentina situr í áttunda sæti deildarinnar með 48 stig og Juventus í því fimmta með 52.

16. mars 2025 kl. 19:21
Íþróttir
Handbolti

ÍBV vann mik­il­væg­an sigur á Stjörn­unni

Stjarnan og ÍBV mættust í Olísdeild kvenna í handbolta í dag og þar lauk leiknum með sex marka sigri ÍBV, 18-24. ÍBV hafði yfirhöndina allan leikinn en lítið gekk hjá Stjörnukonum að jafna metin. Stjarnan hafði einungis skorað sex mörk í hálfleik en staðan var 6-9 þegar liðin gengu til búningsklefa.

Birna Berg Haraldsdóttir í leik Vals og ÍBV í Olísdeild kvenna í handbolta
Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst Eyjakvenna með 8 mörk.RÚV / Mummi Lú

Eyjakonur héldu öruggri forystu út allan leikinn en mest munaði sjö stigum á liðunum.

Þrjú stig skildu liðin að í 7. og 8. sæti Olísdeildarinnar og því mikilvæg tvö stig sem Eyjakonur unnu í dag.

16. mars 2025 kl. 15:48
Íþróttir
Handbolti

ÍR færir sig ofar í Ol­ís­deild­inni

Selfoss fékk ÍR í heimsókn á Suðurlandið í Olísdeild kvenna í handbolta en gestirnir tóku sigurinn. ÍR tók fram úr snemma leiks og var snemma komið með fjögurra marka forystu í stöðunni 1-5. Selfoss minnkaði muninn í þrjú mörk en ÍR hélt því forskoti út fyrri hálfleik. Staðan var 10-13 í hálfleik. Selfoss minnkaði muninn í eitt mark þegar tíu mínútur lifðu leiks. Lokatölur urðu 19-20 fyrir ÍR.

Katrín Tinna Jensdóttir í leik ÍR og ÍBV í Olís deild kvenna 18. september 2024
Katrín Tinna Jensdóttir var markahæst ÍR með fimm mörk.RÚV / Mummi Lú

Liðin skiptast því á sætum í deildinni, ÍR fer úr fimmta í fjórða og Selfoss úr fjórða í það fimmta.

16. mars 2025 kl. 7:43
Innlendar fréttir
Veður

Hæg­læt­is­veð­ur víðast hvar en all­hvasst norð­vest­an­lands

Mild suðlæg átt verður víða á landinu í dag. Sums staðar stinningskaldi eða allhvasst norðvestanlands en hægari vindur annars staðar. Búast má við súld öðru hverju á Suður- og Vesturlandi. Þurrt og bjart veður um landið norðaustanvert. Á þriðjudaginn má gera ráð fyrir að vind lægi en að aftur taki að kólna norður af landinu. Þá gæti orðið slydda eða snjókoma um tíma við norðurströndina.

Frá Blönduósi, gera má ráð fyrir nokkrum vindi norvestanlands í dag.RÚV / Einar Rafnsson

16. mars 2025 kl. 6:08
Erlendar fréttir
Tækni og vísindi

Dragon-farið komið til Al­þjóð­legu geim­stöðv­ar­inn­ar

Dragon-geimfar bandaríska fyrirtækisins SpaceX kom að Alþjóðlegu geimstöðinni í nótt og því stefnir allt í að tveir geimfarar komist loks heim eftir að hafa verið strandaglópar þar í níu mánuði. Farið lagði af stað á föstudagskvöld.

Stefnt er að því að Butch Wilmore og Suni Williams fari heim með Dragon-farinu í vikunni, ásamt tveimur öðrum geimförum.

Williams og Wilmore lögðu af stað til geimstöðvarinnar með Boeing Starliner síðasta sumar og áttu að snúa til baka átta dögum síðar. Vegna bilunar í þrýstibúnaði Starliner var það þó ekki talið öruggt.

This image made from video by NASA shows a SpaceX capsule carrying four astronauts on final approach to the International Space Station before docking on Sunday, March 16, 2025. (NASA via AP)
Dragon-farið kom að alþjóðlegu geimstöðinni í nótt.AP/NASA / Uncredited

15. mars 2025 kl. 20:05
Íþróttir
Handbolti

Fram nálg­ast topp­inn eftir sigur á Vals­kon­um

Það var toppslagur í Olísdeild kvenna þegar Fram vann Val 28-26. Leikurinn var mjög jafn en mest munaði einu marki á liðunum þangað til á 38. mínútu þegar Fram komst tveimur mörkum yfir í stöðunni 17-15. Þá jafnaði Valur leikinn á ný og tók tveggja marka forystuna sín megin. Þegar tíu mínútur lifðu leiks var staðan hnífjöfn 24-24. Framkonur gáfu þá í og unnu að lokum tveggja marka sigur.

Darija Zecevic í marki Fram í efstu deild kvenna í handbolta
Darija Zecevic varði þrettán skot í leiknum.Mummi Lú

Fram er því ansi nálægt Val sem situr í efsta sæti með 32 stig. Fram er nú með 30 stig í öðru sæti.

Haukar fengu Gróttu í heimsókn og unnu þar öruggan sigur, 14 marka sigur, 35-21. Haukar náðu snemma yfirhöndinni í leiknum en hann varð í raun aldrei spennandi.

15. mars 2025 kl. 19:33
Íþróttir
Fótbolti

Ha­a­land sló met í enska bolt­an­um

Fimm leikir fóru fram í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í dag. Manchester City fékk Brighton í heimsókn en liðin skildu jöfn 2-2 eftir að heimamenn misstu forystuna í tvígang. Einungis eitt stig skilur liðin að, City er í fimmta sæti deildarinnar með 48 stig og Brighton í því sjöunda með 47.

Erling Haaland setti met í ensku úrvalsdeildinni þegar hann varð fyrstur til þess að skora eða leggja upp 100 mörk í undir 100 leikjum.

epa11966328 Erling Haaland of Manchester City prepares to take a penalty during the English Premier League match between Manchester City and Brighton & Hove Albion, in Manchester, Britain, 15 March 2025.  EPA-EFE/ADAM VAUGHAN EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Erling Haaland skoraði úr víti.EPA-EFE / ADAM VAUGHAN

Þá var markaveisla þegar Ipswich tók á móti Nottingham Forest en Forest vann 2-4 sigur. Nottingham Forest er í þriðja sæti.

Önnur úrslit

Everton 1 - 1 West Ham
Southampton 1 - 2 Wolverhampton
Bournemouth 1 - 2 Brentford

15. mars 2025 kl. 7:43
Innlendar fréttir
Veður

Nokkuð milt veður fram á mánu­dag

Í dag má búast við hægum vindi í kringum 2 metra á sekúndu. Dálítil væta vestantil á landinu en yfirleitt þurrt austantil.

Á morgun má búast við aðeins meiri vindhraða víðast hvar um landið eða um 2 til 5 metrum á sekúndu. Súld eða lítils háttar rigning sunnan- og vestanlands. Bjartviðri á Norður- og Austurlandi.

Útlit er fyrir að veður verði nokkuð svipað fram á mánudag.

Myndin er af raflínum við Akureyri. Rafmagnsstaurar í forgrunni, sést yfir Eyjafjörð.
Horft yfir Eyjafjörðinn.RÚV / Ólafur Göran Ólafsson Gros

15. mars 2025 kl. 6:50
Innlendar fréttir
Hafnarfjörður

Eldur í bíl við Fjarð­ar­kaup

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út skömmu eftir klukkan eitt í nótt eftir að eldur kom upp í bíl á bílastæði verslunarinnar Fjarðarkaups í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins gekk slökkvistarf fljótt fyrir sig en bíllinn er ónýtur.

Hann sagði eiganda bílsins hafa tilkynnt um eldinn og að slökkvilið hefði komið á staðinn á örskotsstundu, enda er slökkvistöðin í Skútahrauni aðeins steinsnar frá versluninni. Ekki er ljóst hvort eigandinn hafi verið inni í bílnum þegar eldurinn kom upp en engan sakaði að sögn varðstjóra.

Eldsupptök eru ókunn.

Slökkvistarf gekk fljótt fyrir sig. Mynd er úr safni.RÚV / Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir

15. mars 2025 kl. 4:30
Erlendar fréttir
Kúba

Millj­ón­ir án raf­magns á Kúbu

Milljónir voru án rafmagns á Kúbu í gærkvöld og nótt þegar raforkudreifikerfi landsins hrundi. Rafmagn lá niðri á stórum svæðum í höfuðborginni Havana og víðar í vesturhluta ríkisins.

Kúbverjar hafa staðið frammi fyrir reglulegu rafmagnsleysi undanfarna mánuði. Rafdreifikerfi landsins er víða úrelt og illa við haldið. Þá hafa eldsneytisskortur, náttúruhamfarir og bágt efnahagsástand síðustu misseri ýtt enn frekar undir vandann.

A resident walks on a street during a general blackout in Havana, Cuba, Friday, March 14, 2025. (AP Photo/Ramon Espinosa)
Rafmagnslaust varð í stórum hluta Havana.AP / Ramon Espinosa

Residents look at their cell phones on the street during a general blackout in Havana, Cuba, Friday, March 14, 2025. (AP Photo/Ramon Espinosa)
Íbúar Kúbu hafa staðið frammi fyrir endurteknu rafmagnsleysi síðustu mánuði.AP / Ramon Espinosa

14. mars 2025 kl. 21:55
Innlendar fréttir
Hvalfjarðarsveit

Starfs­mað­ur­inn ekki al­var­lega slas­að­ur

Starfsmaðurinn, sem slasaðist þegar öryggi sprakk í aðveitustöð í álveri Norðuráls á Grundartanga í dag, virðist ekki vera alvarlega slasaður.

Þetta staðfestir Sólveig Bergmann upplýsingafulltrúi Norðuráls en hún segir starfsmanninn hafa verið fluttan til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Mikil mildi sé að ekki fór verr.

Önnur af tveimur kerlínum álversins hefur legið niðri frá því um fjögurleytið í dag en Sólveig segir að verið sé að keyra upp rafmagn á línuna. Það geti tekið nokkra stund en búist sé við að viðgerð ljúki í kvöld.

Starfsmaður slasaðist í vinnuslysi í álverinu á Grundartanga.
RÚV / Ástrós Signýjardóttir

14. mars 2025 kl. 21:28
Íþróttir
Körfubolti

Stjörn­unni mis­tókst að komast á topp­inn - allt undir í loka­um­ferð­inni

Keflavík vann Stjörnuna í kvöld í næstsíðustu umferð Bónusdeildar karla í körfubolta, 107-98. Stjarnan gat tyllt sér í efsta sætið fyrir lokaumferðina en eftir sigur Keflavíkur situr Tindastóll á toppnum.

Spennan fyrir lokaumferðina er mikil. Stjarnan og Tindastóll eru með 30 stig, tveimur meira en Njarðvík sem mætir Stjörnunni í lokaumferðinni. Tindastóll mætir Val. Sigri Njarðvík Stjörnuna og Valur Tindastól verða Njarðvíkingar deildarmeistarar. Vinni bæði Tindastóll og Stjarnan verða Stólarnir deildarmeistarar.

Í hinum leik kvöldsins vann ÍR Hött 84-83. ÍR fór í 7. sæti með sigrinum. Keflavík jafnaði við Þór Þorlákshöfn í 9.-10. sæti.

Orru Gunnarsson, 2024-10-04 Stjarnan - Valur
RÚV / Mummi Lú

14. mars 2025 kl. 17:29
Íþróttir
Handbolti

Upp­selt á Ísland-Grikk­land á morgun

HSÍ tilkynnti í dag að uppselt væri á leik Íslands og Grikklands í undankeppni Evrópumótsins 2026. Leikurinn er á morgun kl. 16 og bíður íslenska liðsins stuðningur rúmlega 2000 áhorfenda í Laugardalshöll. Sigur tryggir sæti Íslands á EM í 14. sinn í röð.

Fyrir þau sem ekki fengu miða má benda á að leikurinn er að sjálfsögðu sýndur beint á RÚV og hefst útsending úr Höllinni klukkan 15:30.

Helga Margrét Höskuldsdóttir heldur utan um upphitun í Stofunni og gestir verða Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson. Einar Örn Jónsson og Vignir Stefánsson lýsa svo leiknum.

Þorsteinn Leó Gunnarsson í leik Íslands og Bosníu í undankeppni EM í handbolta 2026, 6. nóvember 2024
RÚV / Mummi Lú

14. mars 2025 kl. 11:44
Íþróttir
Golf

Fimm gátu ekki klárað fyrsta hring­inn á Play­ers

Players-meistaramótið í golfi hófst í gær á TPC Sawgrass-vellinum í Flórída. Bandaríkjamennirnir Lucas Glover, J. J. Spaun og Kólumbíumaðurinn Camilo Villegas leiða að loknum fyrsta hring á sex höggum undir pari.

Fimm kylfingar náðu ekki að klára hringinn í gærkvöldi vegna birtuskilyrða. Af þeim er Max McGreevy frá Bandaríkjunum í bestu stöðunni eða á 5 höggum undir pari eftir 16 holur.

epa11962687 Rory McIlroy of Northern Ireland tees the 15th hole during the first round of The Players Championship golf tournament at TPC Sawgrass in Ponte Vedra Beach, Florida, USA, 13 March 2025.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
EPA-EFE / ERIK S. LESSER

Norður-Írinn Rory McIlroy er einu höggi á eftir efstu mönnum ásamt fjórum öðrum kylfingum. Ríkjandi meistari síðustu tveggja ára, Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler, spilaði á þremur höggum undir pari.

Mótið klárast á sunnudag.

14. mars 2025 kl. 10:52
Erlendar fréttir
Ísrael-Palestína

Lokað fyrir flutn­ing neyð­ar­að­stoð­ar í nær tvær vikur

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur ekki getað sent neinar matarbirgðir til Gaza síðan 2. mars. Ástæðan er sú að Ísrael hefur síðan þá lokað fyrir allar slíkar flutningaleiðir inn á Gaza.

Matarbirgðir á Gaza duga fyrir eldhús hjálparsamtaka og bakarí í mánuð í viðbót, samkvæmt stofnuninni. Þá eru til máltíðir sem duga 550.000 manns í tvær vikur.

Stofnunin lýsir einnig yfir áhyggjum af matarskorti á Vesturbakkanum þar sem Ísraelar hafa hert árásir síðustu vikur, með þeim afleiðingum að fólk hefur hrakist af heimilum sínum og hefur takmarkaðan aðgang að mat.

Displaced Palestinian children walk on a road to return to their homes in the northern Gaza Strip, Tuesday, Jan. 28, 2025. (AP Photo/Abdel Kareem Hana)
Börn á leið aftur heim til sín á norður-Gaza í lok janúar.AP / Abdel Kareem Hana