Deildarmyrkvi sjáanlegur um allt land ef veður leyfir
Fyrir hádegi verður umtalsverður deildarmyrkvi á sólu sjáanlegur á Íslandi öllu ef veður leyfir. Hann sést að öllum líkindum best frá Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum, þaðan sem tunglið hylur rúmlega 75 prósent sólar.
Deildarmyrkvinn hefst skömmu eftir klukkan tíu og nær hámarki rétt eftir klukkan ellefu. Gert er ráð fyrir að tunglið verði farið frá sólu skömmu eftir klukkan tólf á hádegi.
Varað er við því að horfa á sólmyrkva með berum augum, það getur valdið sjónskaða. Ef fólk hyggst fylgjast með deildarmyrkvanum er til að mynda mælt með að horfa í gegnum rafsuðugler eða þar til gerð sólmyrkvagleraugu.