Njarðvík leiðir einvígið gegn Stjörnunni
Njarðvík vann fyrsta leik einvígisins gegn Stjörnunni, 84-75. Liðin mætast í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta. Njarðvík leiddi með ellefu stigum, 29-18, eftir fyrsta leikhluta. Stjörnukonur vöknuðu til lífs í öðrum leikhluta og staðan var 46-44 í hálfleik. Heimakonur í Njarðvík tóku þó völdin aftur í seinni hálfleik og unnu að lokum öruggan níu stiga sigur.
Næsti leikur liðanna fer fram á laugardaginn í Garðabæ.