Jafnaðarmenn samþykkja stjórnarsamstarf við Kristilega demókrata
Jafnaðarmenn í Þýskalandi samþykktu á fundi sínum að ganga inn í stjórnarsamstarf með Kristilegum demókrötum. Flokkurinn tilkynnti í morgun að 84,5 prósent flokksmanna samþykktu samstarfið. Allt bendir því til þess að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði valinn nýr kanslari Þýskalands þegar þing kemur saman í næstu viku.
AFP fréttastofan hefur heimildir fyrir því að Lars Klingbeil, annar leiðtoga Jafnaðarmanna, verði fjármálaráðherra og varakanslari.