Fram nálgast toppinn eftir sigur á Valskonum
Það var toppslagur í Olísdeild kvenna þegar Fram vann Val 28-26. Leikurinn var mjög jafn en mest munaði einu marki á liðunum þangað til á 38. mínútu þegar Fram komst tveimur mörkum yfir í stöðunni 17-15. Þá jafnaði Valur leikinn á ný og tók tveggja marka forystuna sín megin. Þegar tíu mínútur lifðu leiks var staðan hnífjöfn 24-24. Framkonur gáfu þá í og unnu að lokum tveggja marka sigur.
Fram er því ansi nálægt Val sem situr í efsta sæti með 32 stig. Fram er nú með 30 stig í öðru sæti.
Haukar fengu Gróttu í heimsókn og unnu þar öruggan sigur, 14 marka sigur, 35-21. Haukar náðu snemma yfirhöndinni í leiknum en hann varð í raun aldrei spennandi.