NÝJAR FRÉTTIR

Hér birtast allar nýjustu fréttirnar á vefnum. Notaðu síuna til þess að sýna fréttir úr völdum flokkum.

Sía
Fyrir 1 tíma
Innlendar fréttir
Veður

Hvassviðri og rigning fylgir lægð sem nálgast

Það verður skýjað í dag en úrkomulaust að kalla og bjartviðri um landið austanvert. Lægð nálgast landið úr suðvestri. Í nótt koma skilin inn yfir landið og fara allhratt yfir. Frekar hvass vindur og rigning fylgir þessum skilum.

Lægðin fer svo til austurs með suðurströndinni á morgun, þá verður vindur norðvestlægari. Það styttir víða upp um kvöldið og kólnar heldur. Spár gera þó ráð fyrir að einhver væta verði áfram á Norðurlandi, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Sólstafir brjótast í gegnum ský yfir haffleti.
Kveikur / Árni Þór Theodórsson

Fyrir 2 tímum
Erlendar fréttir
Evrópa

Rafmagn er komið á hjá meirihluta Spánverja og Portúgala

Rafmagn er komið aftur í lag í meirihluta Spánar og Portúgal eftir víðtækt rafmagnsleysi í gær. Rafmagn er komið á í rúmlega 99 prósentum meginlands Spánar, að því er fréttaveitan NTB greinir frá. Fréttastofa AFP hefur eftir yfirvöldum í Portúgal að rafmagn sé komið á hjá 95 prósentum landsmanna.

Ekki liggur fyrir hvað olli rafmagnsleysinu. Luis Montenegro forsætisráðherra Portúgals sagði í færslu á samfélagsmiðlum í gær að orsökina væri að finna á Spáni en skýrði það ekki nánar. Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar sagði allar mögulegar orsakir vera til rannsóknar.

Fyrir 9 tímum
Íþróttir
Körfubolti

Slagsmál er Grindvíkingar héldu sér á lífi í einvíginu

DeAndre Kane sækir að körfu Vals í úrslitaleik Íslandsmótsins 2024.
DeAndre Kane í úrslitaeinvíginu gegn Val í fyrra.Mummi Lú

Grindvíkingar voru komnir með bakið upp við vegg í einvígi sínu við Stjörnuna. Liðin mættust í kvöld í undanúrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta en Grindvíkingar höfðu betur, 91-105.

Þeir gulklæddu leiddu með sex stigum í hálfleik, 51-57. Þriðji leikhluti var svo eign þeirra og voru Grindvíkingar með 17 stiga forskot að honum lokum, 71-88.

Grindvíkingar héldu forskotinu út leikinn og unnu að lokum öruggan sigur. Undir lok leiks brutust út slagsmál meðal áhorfenda.

28. apríl 2025 kl. 21:16
Íþróttir
Handbolti

Afturelding tryggði sér oddaleik

Blær Hinriksson í leik Aftureldingar og ÍBV í Olísdeild karla 17. október 2024
Blær Hinriksson átti stórleik í kvöld.Mummi Lú

Afturelding vann Val í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla, 29-26. Valsarar gátu með sigri farið í úrslitaeinvígið gegn Fram en Aftureldingarmenn voru á öðru máli. Staðan er nú 2-2 í einvíginu.

Heimamenn í Mosfellsbæ leiddu 16-13 í hálfleik en Valur var 10-12 yfir eftir 20 mínútna leik. Blær Hinriksson fór fyrir Aftureldingu en hann var markahæstur með níu mörk. Bjarni Selvindi var markahæstur Valsmanna með sjö mörk.

Heimaliðið hefur haft betur í öllum fjórum leikjunum hingað til.

Næsti leikur liðanna er á föstudaginn á Hlíðarenda en það er hreinn úrslitaleikur.

28. apríl 2025 kl. 21:14
Íþróttir
Fótbolti

Jafntefli í endurkomu Gylfa á Hlíðarenda

Úr leik Vals og KR í Bestu deild karla í fótbolta 14. apríl 2025.
Valsmenn fagna marki í Bestu deildinni í ár.Mummi Lú

Víkingur Reykjavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta sem lauk rétt í þessu. Helgi Guðjónsson kom Víkingum yfir eftir 22 mínútna leik úr vítaspyrnu. Danska markamaskínan Patrick Pedersen jafnaði metin á 64. mínútu en þar við sat. Þetta var fyrsti leikur Gylfa Þórs Sigurðssonar gegn Val eftir að hann yfirgaf félagið.

Víkingur er í 4. sæti með sjö stig og Valur í 5. sæti með sex stig.

Þá vann Fram öruggan 3-0 sigur á Aftureldingu þar sem Kennie Chopart, Kyle McLagan og Vuk Oskar Dimitrijevic skoruðu mörk Fram.

Með sigrinum fer Fram í sex stig og er nú í 6. sæti. Afturelding er í 8. sæti með fjögur stig.

28. apríl 2025 kl. 19:50
Íþróttir
Fótbolti

Eyjamenn tóku stigin þrjú í Garðabæ

Alex Freyr Hilmarsson
ÍBV fótbolti karla 2023
Alex Freyr Hilmarsson leikmaður ÍBV.RÚV / Mummi Lú

Nýliðar ÍBV unnu 2-3 útisigur gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í fótbolta. Eyjamenn komust í 2-0 með mörkum frá Omar Sowe og Bjarka Birni Gunnarssyni. Sindri Þór Ingimarsson minnkaði muninn á 36. mínútu eftir mistök hjá Marcel Zapytowski í marki ÍBV.

Oliver Heiðarsson kom ÍBV svo í 3-1 á 77. mínútu. Sindri Þór skoraði sitt annað mark í uppbótartíma en lengra komust Stjörnumenn ekki.

Stjarnan er með sex stig í 6. sæti en ÍBV komst í sjö stig og Eyjamenn eru nú jafnir Vestra í öðru sæti.

28. apríl 2025 kl. 17:26
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Bandaríkjastjórn segir mæður þriggja barna geta kennt sjálfum sér um brottvísun

Þremur bandarískum börnum var vísað úr landi til Hondúras ásamt mæðrum sínum. Þetta segir lögfræðingur fjölskyldnanna en börnin eru tveggja, fjögurra og sjö ára gömul. Eitt barnanna er með fjórða stigs krabbamein og var flutt úr landi án samráðs við lækna.

Mæðrum barnanna var vísað úr landi en landamærastjóri Bandaríkjastjórnar, Tom Homan, sagði á blaðamannafundi í dag að mæður barnanna gætu sjálfum sér um kennt.

Börnunum hefði ekki verið brottvísað enda væru þau bandarísk, en yfirvöld hefðu ekki viljað aðskilja börnin frá foreldrum sínum. Börn sem fæðast í Bandaríkjunum fá sjálfkrafa ríkisborgararétt þótt mæður þeirra séu ekki ríkisborgarar.

epa12060481 White House border czar Tom Homan looks on during a press briefing at the White House in Washington, DC, USA, 28 April 2025. Border czar Tom Homan is leading the Trump administration’s deportation efforts and has said it doesn’t matter whether the children of undocumented migrants are US citizens, they should be deported  EPA-EFE/FRANCIS CHUNG / POOL
Tom Homan, landamærastjóri Bandaríkjastjórnar.EPA-EFE / FRANCIS CHUNG / POOL

28. apríl 2025 kl. 16:45
Íþróttir
Fótbolti

Húbba Búbba semja lagið fyrir EM kvenna

Tónlistar- og fótboltamennirnir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason. Mynd frá 28. apríl 2025.
RÚV

Tónlistartvíeykið Húbba Búbba mun gefa út lag fyrir Evrópumót kvenna í fótbolta í sumar. Lagið er gert í samstarfi við KSÍ.

„Þetta er okkar staður. Þetta er okkar stund,“ segir í texta KSÍ á samfélagsmiðlum sambandsins.

Fótboltamennirnir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason mynda tvíeykið. Kristall Máni Ingason á að baki 6 A-landsleiki og Eyþór á 15 landsleiki fyrir yngri landslið.

EM fer fram dagana 2. til 27. júlí og verður sýnt á RÚV. Ísland er í riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi.

28. apríl 2025 kl. 11:38
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Pútín boðar einhliða þriggja daga vopnahlé eftir mánaðamót

Vladimir Pútín Rússlandsforseti í viðtali við fjölmiðla í Sankti Pétursborg, fimmtudaginn 12. september.
AP

Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur boðað einhliða þriggja daga vopnahlé í Úkraínu fyrir þarnæstu helgi, frá 8. til 10. maí, þegar Evrópuþjóðir minnast þess að 80 ár eru liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Í tilkynningu frá stjórnvöldum í Kreml segir að Úkraínumenn ættu að fylgja þessu fordæmi og að Rússar muni svara í sömu mynt, verði það ekki gert.

Rússar segjast nú tilbúnir að ræða beint við stjórnvöld í Úkraínu um vopnahlé, en setja hins vegar þau skilyrði að yfirráð þeirra yfir hernumdum svæðum verði viðurkennd - þar með yfir Krímskaga.

28. apríl 2025 kl. 11:32
Innlendar fréttir
Alþingi

Opinn fundur hjá stjórnskipunarnefnd um mál Ásthildar Lóu

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund á miðvikudag til að fjalla um meðferð forsætisráðuneytisins á erindi um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Alþingi. Fundurinn verður opinn fjölmiðlum og almenningi.

Kona sem leitaði til forsætisráðuneytisins og greindi frá því að Ásthildur Lóa hefði eignast barn með 16 ára dreng fyrir rúmum þrjátíu árum, hefur sakað forsætisráðuneytið um trúnaðarbrest en forsætisráðherra hafnað því.

Ráðherrar mæta á ríkisráðsfund á Bessastöðum þar sem Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, fær lausn embættis og Guðmundur Ingi Kristinsson verður ráðherra í hennar stað. Ásthildur Lóa Þórsdóttir fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir.RÚV / Arnór Fannar Rúnarsson

28. apríl 2025 kl. 10:53
Erlendar fréttir
Vatíkanið

Páfakjör hefst 7. maí

Páfakjör hefst miðvikudaginn 7. maí. Reuters greinir frá þessu og hefur eftir heimildum.

Kardinálar hafa síðustu daga safnast saman í Páfagarði. Þegar kjör hefst verða þeir læstir inn í Sixtínsku kapellunni og mega engin samskipti hafa við umheiminn. Þar verða þeir þar til nýr páfi hefur verið kjörinn, sá 267. í röðinni.

Kardinálarnir greiða atkvæði fjórum sinnum á dag þar til niðurstaða fæst. Atkvæðaseðlarnir eru brenndir og blautu heyi blandað við þá ef enginn fær tvo þriðju atkvæða, svo svartur reykur stígur upp frá skorsteini kapellunnar. Loks þegar niðurstaða verður ljós eru kjörseðlarnir einir brenndir og hvítur reykur stígur til himins.

FILE - Visitors admire the Sistine Chapel inside the Vatican Museums on the occasion of the museum's reopening, in Rome, May 3, 2021. (AP Photo/Alessandra Tarantino, file)
FILE - Visitors admire the Sistine Chapel inside the Vatican Museums on the occasion of the museum's reopening, in Rome, May 3, 2021. (AP Photo/Alessandra Tarantino, file)AP / Alessandra Tarantino

28. apríl 2025 kl. 9:21
Íþróttir
Frjálsar

Assefa bætti heimsmetið í maraþonhlaupi

Tigst Assefa frá Eþíópíu bætti heimsmet kvenna í maraþonhlaupi í Lundúnamaraþoninu í gær. Assefa kom fyrst í mark á 2 klukkustundum, 15 mínútum og 50 sekúndum og bætti með Peres Jepchirchir frá Kenía um 26 sekúndur. Fyrra metið var sett í sama hlaupi í fyrra.

Heimsmet kvenna í maraþonhlaupi eru tvískipt; annars vegar í blönduðu hlaupi karla og kvenna og hins vegar í kvennahlaupi eingöngu. Met Assefa frá í gær er met í kvennahlaupi eingöngu. Metið í blönduðu hlaupi á Ruth Chepng'etich frá Kenía. Hún hljóp Chicago-maraþonið á 2:09,56 í október síðastliðnum.

Tigst Assefa of Ethiopia celebrates after winning the women's race at the London Marathon, Sunday, April 27, 2025. (AP Photo/Alberto Pezzali)
Tigst Assefa of Ethiopia celebrates after winning the women's race at the London Marathon, Sunday, April 27, 2025. (AP Photo/Alberto Pezzali)AP / Alberto Pezzali

28. apríl 2025 kl. 6:56
Innlendar fréttir
Veður

Gengur á með skúrum

Í dag verður frekar hæg suðlæg eða breytileg átt og gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands. Á norðaustanverðu landinu ætti að sjást vel til sólar en þar gætu orðið síðdegisskúrir, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings. Hiti á bilinu 5 til 10 stig.

Heldur mildara veður á morgun, þurrt að mestu og bjart austan til. Um kvöldið og aðfaranótt miðvikudags fer síðan að rigna með stífri suðaustanátt, fyrst á Suðvesturlandi.

Horft gegnum glugga á rigningu í lægð, haustlægð.
Það verða víða skúrir á landinu í dag.RÚV / Ragnar Visage

27. apríl 2025 kl. 22:16
Íþróttir
Handbolti

Selfoss upp í úrvalsdeildina

Selfoss tryggði sér í kvöld sæti í úrvalsdeild karla í handbolta á næsta timabili. Selfoss vann Gróttu 27-26 í fjórða leik umspilseinvígis liðanna og vann einvígið því 3-1. Grótta leikur því í 1. deild næsta vetur.

27. apríl 2025 kl. 22:07
Íþróttir
Handbolti

Fram í úrslit eftir tvær framlengingar

Fram leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Fram hafði betur i tvíframlengdum leik gegn FH í undanúrslitunum í kvöld, 34-33, og vann einvígi liðanna því 3-1. Fram missti niður fimm marka forystu, 21-16, í seinni hálfleik og staðan var jöfn 24-24 að loknum venjulegum leiktíma. Aftur var jafnt eftir fyrri framlengingu, 28-28.

FH fékk vítakast þegar leiktíminn rann út í annarri framlengingu og hefði Símon Michael geta knúið fram vítakastkeppni með því að skora úr vítinu og jafna metin en Arnór Máni Daðason markmaður Fram varði.

Arnór Máni Daðason markvörður Fram í handbolta.
Arnór Máni Daðason markvörður Fram varði vítaskot þegar leiktíminn var liðinn í seinni framlengingunni.RÚV / Mummi Lú

Fram leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn gegn annað hvort Val eða Aftureldingu.

27. apríl 2025 kl. 21:12
Íþróttir
Fótbolti

KR skoraði fimm gegn ÍA

KR fór á kostum og vann 5-0 sigur á ÍA í lokaleik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. KR var 2-0 yfir í hálfleik eftir mörk frá Aroni Sigurðarsyni og Luke Rae. Matthias Præst skoraði þriðja markið um miðjan seinni hálfleik áður en Aron og Eiður Gauti Sæbjörnsson bættu tveimur mörkum við undir lokin.

Úr leik Vals og KR í Bestu deild karla í fótbolta 14. apríl 2025.
KR-ingar hafa skoraði 12 mörk í fyrstu fjórum umferðunum.Mummi Lú

Þetta er fyrsti sigur KR eftir jafntefli í fyrstu þremur leikjunum en ÍA hefur nú tapað þremur leikjum í röð eftir sigur í fyrstu umferð. KR er með 6 stig, þremur stigum á eftir toppliðinu Breiðabliki.

Besta deild karla

27. apríl 2025 kl. 20:55
Íþróttir
Körfubolti

Njarðvík í úrslit gegn Haukum

Það verða Njarðvík og Haukar sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Þetta varð ljóst í kvöld eftir að Njarðvík sópaði Keflavík úr leik í undanúrslitaeinvígi liðanna. Njarðvík hafði betur 101-89 og vann einvígið 3-0. Áður höfðu Haukar unnið undanúrslitaeinvígið gegn Val 3-0.

Brittany Dinkins í bikarúrslitum kvenna í körfubolta 2025 þar sem Grindavík og Njarðvík mættust.
Brittany Dinkins fór á kostum fyrir Njarðvík í kvöld. Hún skoraði 36 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 7 fráköst.Mummi Lú

Það verða því tvö efstu liðin úr deildarkeppninni sem kljást um titilinn. Haukar urðu deildarmeistarar og hafa því heimavallarréttinn en Njarðvík varð í 2. sæti í deildinni.

27. apríl 2025 kl. 19:12
Íþróttir
Fótbolti

Fyrsti sigur KA

KA vann 3-2 sigur á FH í Bestu deild karla í fótbolta á Akureyri í kvöld. Bjarni Aðalsteinsson skoraði sigurmark KA á 84. mínútu, nokkrum sekúndum eftir að FH hafði jafnað með sjálfsmarki KA-manna. Þetta er fyrsti sigur KA sem er nú með fjögur stig í áttunda sæti en FH vermir botnsætið með aðeins eitt stig eftir fjóra leiki.

Rodrigo Gomes Mateo eða einfaldlega Rodri í leik Breiðabliks og KA í Meistarakeppni karla í fótbolta 2025
Rodri, leikmaður KA, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem jafnaði leikinn fyrir FH í 2-2.RÚV / Mummi Lú

Besta deild karla

27. apríl 2025 kl. 19:01
Íþróttir
Fótbolti

Dramatískur sigur Stjörnunnar - FH og Valur á toppnum

Þriðja umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta hófst í dag með þremur leikjum. FH komst á toppinn með 3-1 sigri á nýliðunum í FHL. Arna Eiríksdóttir skoraði tvö af mörkum FH sem er með 7 stig eins og Valskonur.

Úr leik FH og FHL í Kaplarika, 27. apríl 2025.
Úr leik FH og FHL í Kaplarika í dag.RÚV / Mummi Lú

Valur vann 3-0 sigur á Þór/KA og komst þannig upp fyrir FH á markatölu í toppsætið. Þór/KA er með 6 stig í þriðja sæti.

Stjarnan vann svo hádramatískan sigur á Tindastóli þar sem Jana Sól Valdimarsdóttir jafnaði fyrir Stjörnuna á 88. mínútu í 1-1. Jessica Ayers skoraði svo sigurmark Stjörnunnar á fjórðu mínútu uppbótartíma í 2-1 sigri Stjörnunnar sem er þar með komin á blað í deildinni með sín fyrstu þrjú stig.

Besta deild kvenna

27. apríl 2025 kl. 17:35
Íþróttir
Fótbolti

Manchester City í úrslitaleik bikarkeppninnar

Manchester City vann 2-0 sigur á Nottingham Forest í seinni undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar í fótbolta í dag. Rico Lewis skoraði fyrra markið á annarri mínútu og Josko Gvardiol bætti því seinna við í upphafi seinni hálfleiks. Leikið var á Wembley-leikvanginum í Lundúnum.

epa12058947 Manchester City's Josko Gvardiol (C) celebrates with teammates after scoring the 0-2 goal during the FA Cup semi-finals soccer match between Nottingham Forest and Manchester City, in London, Britain, 27 April 2025.  EPA-EFE/VINCE MIGNOTT EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Josko Gvardiol fagnar markinu sínu í dag.EPA-EFE / VINCE MIGNOTT

Manchester City leikur til úrslita um bikarinn við Crystal Palace 17. maí. Palace vann 3-0 sigur á Aston Villa í fyrri undanúrslitaleiknum í gær.

27. apríl 2025 kl. 16:00
Íþróttir
Fótbolti

Breiðablik fyrst til að vinna Vestra

Breiðablik vann 1-0 útisigur á Vestra í fyrsta leik fjórðu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta sem fram fór á Ísafirði í dag. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið á 71. mínútu. Guy Smit markmaður Vestra varði vítaspyrnu frá Tobias Thomsem í uppbótartíma.

Breiðablik - Afturelding 5. apríl 2025.
Breiðablik er komið á toppinn.RÚV / Mummi Lú

Þetta er fyrsta tap Vestra í deildinni í sumar og með sigrinum komst Breiðablik upp fyrir Vestra í toppsæti deildarinnar. Blikar eru með 9 stig en Vestri 7 stig.

Þrír leikir fara fram í deildinni í dag og í kvöld. KA og FH mætast kl. 16:15 og KR og ÍA klukkan 19:15.

27. apríl 2025 kl. 15:50
Íþróttir
Handbolti

Daníel Þór og Sandra á leið í ÍBV

Karla- og kvennalið ÍBV í handbolta fá bæði mikinn liðsstyrk fyrir næsta tímabil því handboltaparið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason er á leið heim frá Þýskalandi til ÍBV.

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason hafa leikið í Þýskalandi undanfarin ár.
Facebook / Handknattleiksdeild ÍBV

Sandra hefur undanfarin ár leikið með Tus Metzingen og Daníel með HBW Balingen-Weilstetten. Þau hafa bæði skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV eins og greint er frá á Facebook síðu handknattleiksdeildar ÍBV. Daníel á að baki 39 A-landsleiki og Sandra 35 A-landsleiki.

27. apríl 2025 kl. 15:32
Íþróttir
Fótbolti

Højlund bjargaði Manchester United

Rasmus Højlund skoraði á sjöttu mínútu í uppbótartíma og tryggði Manchester United 1-1 jafntefli gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Daninn hafði ekki skorað mark í deildinni síðan 16. mars. Bournemouth komst yfir á 23. mínútu með marki Antoine Semenyo en lék manni færri frá 68. mínútu þegar Evanilson fékk rautt spjald.

Referee Peter Bankes shows AFC Bournemouth's Evanilson, second from right, a red card during the English Premier League match at Vitality Stadium, Bournemouth, England, Sunday, April 27, 2025. (Adam Davy/PA via AP)
Evanilson fékk rautt spjald í seinni hálfleik.AP/PA / Adam Davy

Man Utd hefur nú leikið fimm deildarleiki í röð án sigurs og er í 14. sæti með 39 stig. Bournemouth er með 50 stig í tíunda sæti.

Liverpool getur orðið Englandsmeistari í dag með jafntefli eða sigri gegn Tottenham.

27. apríl 2025 kl. 12:45
Innlendar fréttir
Náttúruvá

Jarðskjálfti 3,5 að stærð í Bárðarbungu

Jarðskjálfti 3,5 að stærð varð í Bárðarbungu laust eftir hádegi í dag. Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að skjálftar sem þessir séu algengir í Bárðarbungu og ekki fyrirboði neins. Í gær mældist skjálfti af stærðinni 3,2 í Bárðarbungu.

27. apríl 2025 kl. 7:40
Innlendar fréttir
Veður

Þurrt að mestu um landið og bjartviðri norðan- og austanlands

Útlit er fyrir fremur hægan vind og mögulega einhverjar skúrir á Suður- og Vesturlandi í dag. Það verður þurrt að mestu og víða bjartviðri norðan- og austanlands. Einhver þokuslæðingur úti við sjóinn.

Á morgun má gera ráð fyrir að einhverjar rigningarskúrir nái norður yfir heiðar. Annars svipað veður og í dag. Hiti á bilinu 6 til 12 stig yfir daginn. Á þriðjudag verður lítil úrkoma og víða bjart eystra. Um kvöldið má búast við vaxandi suðaustanátt með rigningu sunnan- og vestanlands.

Búast má við ágætis veðri á mest öllu landinu í dag og á morgun.RÚV / Bjarni Rúnarsson

27. apríl 2025 kl. 4:26
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Vill að bandarísk skip fái að sigla gjaldfrjálst um Súesskurðinn

Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að bandarísk skip fái að sigla um Panamaskurðinn og Súesskurðinn að kostnaðarlausu og ætlar að fela utanríkisráðherra að koma því í kring sem allra fyrst. Þetta sagði hann í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gærkvöld.

Trump hefur mánuðum saman sagt nauðsynlegt að Bandaríkin fái yfirráð yfir Panamaskurðinum að nýju en hefur ekki rætt sérstaklega um Súesskurðinn í Egyptalandi til þessa.

Í færslu sinni í gær sagði hann að hvorugur skurður hefði orðið að veruleika án aðkomu Bandaríkjanna. Því ættu bandarísk flutninga- og herskip að fá að sigla frjálst og að kostnaðarlausu um báða skipaskurðina.

President Donald Trump points as he arrives at Newark Liberty International Airport in Newark, N.J., Saturday, April 26, 2025, upon returning from a trip to attend the funeral of Pope Francis at the Vatican. (AP Photo/Evan Vucci)
Donald Trump á Newark-flugvelli í gær.AP / Evan Vucci

26. apríl 2025 kl. 21:23
Íþróttir
Körfubolti

Haukar komnir í úrslitaeinvígið

Úr leik Hauka gegn Stjörnunni í efstu deild kvenna í körfubolta tímabilið 2024-25.
Þóra Kristín Jónsdóttir.Mummi Lú

Haukar tryggðu sæti sitt í úrslitaeinvíginu með 79-64 sigri gegn Val. Þar með unnu Haukar undanúrslitaeinvígið 3-0.

Leikurinn var nokkuð jafn lengst af en Valur náði þó ellefu stiga forskoti í öðrum leikhluta, 29-40. Haukar minnkuðu muninn í 37-40 og tóku svo frumkvæðið í seinni hálfleik. Að lokum vannst fimmtán stiga sigur.

26. apríl 2025 kl. 18:40
Íþróttir
Handbolti

Haukar leiða í undanúrslitaeinvíginu

Elín Klara Þorkelsdóttir í leik Hauka og Selfoss í Olís deild kvenna 05. september 2024
Elín Klara Þorkelsdóttir.RÚV / Mummi Lú

Lið Hauka leiðir í undanúrslitaeinvíginu gegn Fram í Íslandsmóti kvenna í handbolta. Haukar unnu sannfærandi sigur á útivelli í kvöld, 30-18.

Haukar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 17-10. Munurinn var orðinn tíu mörk um miðjan seinni hálfleik, 23-13. Að lokum vannst tólf marka sigur.

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslitaeinvígið.

Þá jafnaði Afturelding metin gegn Stjörnunni í umspili um sæti í efstu deild á næsta tímabili. Lið Aftureldingar er úr næstefstu deild og vann 28-22 sigur gegn efstu deildar liði Stjörnunnar.

26. apríl 2025 kl. 18:35
Íþróttir
Fótbolti

Palace í úrslit enska bikarsins

epa12057063 Crystal Palace players celebrate the opening goal during the English FA Cup semi final soccer match between Crystal Palace and Aston Villa, in London, Britain, 26 April 2025.  EPA-EFE/TOLGA AKMEN EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Palace menn fagna fyrsta markinu.EPA-EFE / Tolga Akmen

Crystal Palace vann öruggan 3-0 sigur gegn Aston Villa í undanúrslitum ensku bikarkeppni karla í fótbolta. Eberechi Eze kom Palace yfir á 31. mínútu. Mateta klúðraði víti á 53. mínútú en Ismaila Sarr skoraði tvö mörk á 58. mínútu og í uppbótartíma leiksins.

Manchester City mætir Nottingham Forest í hinum undanúrslitaleiknum á morgun.

26. apríl 2025 kl. 16:18
Íþróttir
Handbolti

Valur með stórsigur í undanúrslitum

Elín Rósa Magnúsdóttir í leik Vals og Selfoss í Olís deild kvenna 18. september 2024
Elín Rósa Magnúsdóttir.RÚV / Mummi Lú

Valur vann stórsigur gegn ÍR í leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta í dag. Leiknum lauk með 21 marks mun, þar sem Valur vann 33-12 sigur.

Valur byrjaði leikinn af miklum krafti og komst 13-1 yfir. Heimakonur leiddu 19-3 í hálfleik.

Þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu. Næsti leikur fer fram á heimavelli ÍR á þriðjudaginn. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.

26. apríl 2025 kl. 13:44
Innlendar fréttir
Borgarbyggð

Sinueldur við Húsafell

Sinueldur kviknaði við Húsafell um hádegi í dag og virtist ætla að dreifa úr sér. Bjarni Þorsteinsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borgarbyggðar, segir slökkvilið hafa verið ljónheppið með að það byrjaði að rigna fyrir skemmstu, sem auðveldar slökkvistörf heilmikið. Fram að því gekk slökkviliðinu vel segir hann, en eldurinn var að verða töluverður áður en byrjaði að rigna.

Slökkviliðsmaður.RÚV / Gísli Einarsson

26. apríl 2025 kl. 13:29
Íþróttir
Fótbolti

Chelsea upp í Meistaradeildarsæti

epa12056512 Chelsea team celebrates scoring their side's first goal by Nicolas Jackson during the English Premier League soccer match between Chelsea FC and Everton FC, in London, Britain, 26 April 2025.  EPA-EFE/ISABEL INFANTES EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Chelsea menn fagna marki Jackson.EPA-EFE / ISABEL INFANTES

Chelsea vann Everton 1-0 í leik liðanna í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Nicholas Jackson skoraði eina mark leiksins á 27. mínútu eftir stoðsendingu Enzo Fernandez.

Chelsea fer því upp í 4. sæti með 60 stig en Everton er í 13. sæti með 38 stig. Nottingham og Newcastle eiga tækifæri á að komast upp fyrir Chelsea en liðin eiga leik til góða. Forest er með 60 stig í 5. sæti og Newcastle með 59 stig í 6. sæti.
Önnur úrslit:

Brighton 3 - 2 West Ham
Newcastle 3 - 0 Ipswich (Fall Ipswich er nú endanlega staðfest)
Southampton 1 - 2 Fulham
Wolves 3 - 0 Leicester

26. apríl 2025 kl. 7:45
Innlendar fréttir
Veður

Skýjað og væta öðru hverju sunnan- og vestanlands

Í dag verður sunnan- og suðaustanátt á bilinu 5 til 10 metrar á sekúndu. Einnig verður skýjað og væta öðru hverju sunnan- og vestanlands en bjart á norðvestanverðu landinu. Hiti á bilinu 7 til 15 stig og má gera ráð fyrir að hlýjast verði norðaustantil.

Ekki verða miklar breytingar á veðrinu á morgun en vindur verður örlítið hægari. Rigningarskúrir verða á víð og dreif en síst á Norður- og Austurlandi. Hiti verður þá á bilinu 6 til 12 stig yfir daginn.

Byggakur á Þorvaldseyri í vor.
Byggakur á Þorvaldseyri að vori til. Mynd úr safni.RÚV / Kveikur

26. apríl 2025 kl. 1:11
Erlendar fréttir
Rússland

Rússneskur hershöfðingi drepinn í sprengingu

Rússneskur hershöfðingi, Yaroslav Moskalik, féll í sprengingu í bíl nærri Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær. Að sögn rússneskra yfirvalda hafði heimatilbúinni sprengju verið komið fyrir í bílnum, sem lagt hafði verið nærri heimili hans. Bíllinn hafi sprungið þegar Moskalik gekk fram hjá honum.

Yfirvöld hafa sprenginguna til rannsóknar. Enginn hefur lýst ábyrgð á henni en Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, kenndi Úkraínumönnum um að hafa staðið að henni.

Árásin líkist fyrri árásum á rússneska embættismenn, til að mynda hershöfðingjann Igor Kirilov sem var drepinn í sprengingu í desember í fyrra.

Investigators work at the scene where Lt. Gen. Yaroslav Moskalik, a deputy head of the main operational department in the General Staff of the Russian armed forces, was killed by an explosive device placed in his car in Balashikha, just outside Moscow, Russia, on Friday, April 25, 2025. (AP Photo)
Rússnesk yfirvöld rannsaka sprenginguna.AP / Uncredited

25. apríl 2025 kl. 23:12
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Nærri 900 staðfest mislingasmit í Bandaríkjunum

Nærri 900 tilfelli mislinga hafa greinst í Bandaríkjunum það sem af er ári, og nær útbreiðslan til tíu ríkja. Langflest tilfelli eru í Texas, 646 talsins, þar sem faraldurinn hófst fyrir þremur mánuðum.

Tilfellin eru samanlagt 884 í ríkjunum tíu, eða þrefalt fleiri en greindust í Bandaríkjunum allt síðasta ár.

Mislingar eru bráðsmitandi en bóluefni gegn þeim virkar mjög vel. Útbreiðslan er mest á svæðum þar sem fáir eru bólusettir, þar á meðal í samfélagi mennoníta í Vestur-Texas.

Anna Hicks prepares a measles, mumps and rubella vaccine at the Andrews County Health Department, Tuesday, April 8, 2025, in Andrews, Texas. (AP Photo/Annie Rice)
Bólusetning virkar mjög vel til að hefta útbreiðslu mislinga.AP/FR171627 AP / Annie Rice

25. apríl 2025 kl. 21:20
Íþróttir
Handbolti

Valur náði aftur undirtökunum gegn Aftureldingu

Valur og Afturelding mættust í kvöld í þriðja leik undanúrslita Olísdeildar karla. Staðan var 1-1 eftir að liðin höfðu unnið heimaleiki sína. Í kvöld var leikið á heimavelli Vals og sagan endurtók sig því Valur vann.

Sigurinn var þó torsóttur því Afturelding var á tímabili fimm mörkum yfir í seinni hálfleik en sneri leiknum og vann 30-29. Úlfar Páll Monsi Þórðarson var frábær í liði Vals og skoraði 11 mörk og átti stóran þátt í viðsnúningnum ásamt Björgvini Páli Gústavssyni, sem varði 16 skot, og Bjarna í Selvindi, sem skoraði 6.

Blær Hinriksson skoraði 10 mörk fyrir Aftureldingu.

Næst mætast liðin á mánudagskvöld í Mosfellsbæ.

Úlfar Páll Monsi Þórðarson í leik Vals og ÍBV í Olís deild karla 4. september 2024
RÚV / Mummi Lú

25. apríl 2025 kl. 21:14
Íþróttir
Körfubolti

Álftanes jafnaði metin gegn Stólunum

Álftanes og Tindastóll mættust í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Bónusdeildar karla í kvöld. Tindastóll vann fyrsta leikinn á Sauðárkróki en Álftanes kom fram hefndum á sínum heimavelli í kvöld.

Leikurinn var jafn og spennandi allan leiktímann, en Álftanes þó heldur oftar með frumkvæðið. Tindastóll átti lokasóknina og gat jafnað eða jafnvel komist yfir en lokaskotið geigaði og Álftanes vann 94-92.

Staðan er þá 1-1 í einvíginu og er þriðji leikur liðanna á Sauðárkróki á þriðjudag.

Dimitrios Klonaras í leik KR - Álftanes í Bónusdeild karla 20. október 2024
Mummi Lú

25. apríl 2025 kl. 18:28
Innlendar fréttir
Bókmenntir

Orðstírinn til danskra, serbneskra og króatískra þýðinga

Þau Kim Lembek og Tatjana Latinovic hlutu Orðstírinn í dag, heiðurviðurkenningu til þýðenda íslenskra bókmennta. Lembek þýðir íslenskar bækur yfir á dönsku og Latinovic snýr þeim á serbnesku og króatísku.

Halla Tómasdóttir forseti veitti þeim Lembek og Latinovic verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum síðdegis. Auk embættis forseta Íslands standa Miðstöð íslenskra bókmennta, Bandalag þýðenda og túlka, Íslandsstofa og Bókmenntahátíð í Reykjavík að verðlaununum. Þau eru veitt annað hvert ár.

25. apríl 2025 kl. 16:26
Innlendar fréttir
Sjávarútvegur

Samherji lýkur fjármögnun fyrsta áfanga landeldisstöðvar

Samherji hefur lokið fjármögnun fyrsta áfanga nýrrar landeldisstöðvar við Reykjanesvirkjun. Fjármögnun þessa fyrsta áfanga nemur 235 milljónum evra, jafnvirði 34 milljarða króna. Hundrað ný störf verða til í stöðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Ný landeldisstöð heitir Eldisgarður og framkvæmdir við hann hófust í október í fyrra. Landeldisstöðin verður staðsett í auðlindagarði HS Orku við Reykjanesvirkjun með aðgangi að 100% endurnýjanlegri orku frá virkjuninni. Stöðin verður byggð í þremur áföngum.

25. apríl 2025 kl. 15:32
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Dómari handtekinn fyrir að hjálpa innflytjanda að flýja

Dómarinn Hannah Dugan í Milwaukee var handtekin af bandarísku alríkislögreglunni FBI. Dugan er sökuð um að hafa viljandi komið í veg fyrir að innflytjandi væri handtekinn í síðustu viku. Kash Patel, stjórnandi FBI, segir innflytjandann hafa komist af vettvangi, en lögreglumenn hafi náð honum á hlaupum. Maðurinn hefur verið í haldi síðan þá. Patel segir hegðun dómarans hafa stefnt almenningi í hættu.

Skjáskot af færslu Kash Patels, yfirmanns FBI, af samfélagsmiðlinum X þar sem hann segir dómara í Milwaukee hafa verið handtekinn fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Færslunni var síðar eytt.
NTB

Patel birti yfirlýsinguna á samfélagsmiðlinum X. Skömmu síðar var hún horfin. Dugan var handtekin klukkan átta í morgun að staðartíma í héraðsdómstól í Milwaukee.

25. apríl 2025 kl. 13:38
Innlendar fréttir
Höfuðborgarsvæðið

Ákvörðun um legu Sundabrautar tekin síðar á árinu

Umhverfismatsskýrsla um lagningu Sundabrautar verður líklega komin á borð verkefnastjórnar í maí. Helga Jóna Jónasdóttir, verkefnastjóri Sundabrautar, segir hópinn stefna á að skila skýrslunni til Skipulagsstofnunar í júní. Þá tekur við vinna hjá Skipulagsstofnun við að fara yfir skýrsluna, áður en hún verður auglýst og fer í umsagnarferli. Helga Jóna segir líklegt að það verði í haust. Þá ætti lega Sundabrautar að liggja fyrir, það er hvort smíðuð verður brú eða göng grafin.

Möguleg lega Sundabrautarinnar. Mynd fenginn af vef Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytið

Starfshópur um fjármögnun Sundabrautar var skipaður í síðasta mánuði.

25. apríl 2025 kl. 13:01
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Rússar halda Krímskaganum, segir Trump

epa12052655 US President Donald Trump speaks during a meeting with Norway's prime minister Jonas Gahr Store, not pictured, in the Oval Office of the White House in Washington, DC, USA, 24 April 2025.  EPA-EFE/AL DRAGO / POOL
Donald Trump í Hvíta húsinu.EPA-EFE / Al Drago / POOL

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Rússar muni halda yfirráðum á Krímskaga, sem þeir lögðu undir sig árið 2014. Trump lét þessi orð falla í viðtali sem Time Magazine tímaritið birtir í dag og fjallar um 100 fyrstu daga Trumps í embætti forseta. Í viðtalinu virðist forsetinn kenna Úkraínumönnum um innrás Rússa; hún hafi byrjað eftir að Úkraínumenn fóru að tala um að sækjast eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu, segir Trump.

25. apríl 2025 kl. 10:28
Íþróttir
Fótbolti

Frederik Schram aftur í Val

Markvörðurinn Frederik Schram er mættur aftur í herbúðir Vals og mun hjálpa liðinu í Bestu deild karla í fótbolta í sumar.

Markvörðurinn Frederik Schram í Valsbúningnum 2025
Frederik Schram er mættur í Valstreyjuna á nýjan leikValur

Frederik kom til Vals 2022 og lék með liðinu þar til í fyrra þegar hann gekk til liðs við FC Roskilde í Danmörku. Ögmundur Kristinsson átti að leysa hann af hólmi en hann hefur ekki jafnað sig almennilega af meiðslum og því náði félagið aftur í Frederik.

Frederik mun berjast við Stefán Þór Ágústsson um markavarðastöðuna. Næsti leikur Vals er heimaleikur við Víking á mánudag.

25. apríl 2025 kl. 6:54
Innlendar fréttir
Veður

Rigning um allt land

Fólk á göngu í miðbæ Reykjavíkur í ausandi rigningu, haustlægð gengur yfir landið. Rigning á rúðu og horft út á fólk með regnhlífar á göngu í regnúlpum.
RÚV / Ragnar Visage

Víðáttumikil lægð suðvestur í hafi stjórnar veðrinu í dag og beinir suðaustlægri átt til landsins. Veðurstofan spáir 5-13 metrum á sekíndu og vætu með köflum, en samfelldri rigningu á Suðausturlandi.

Norðaustantil ætti þó að hanga þurrt fram eftir degi, en seint í dag má búast við einhverri smá vætu á þeim slóðum, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðins. Hiti verður á bilinu 5 til 13 stig, svalast í súldarlofti við austurströndina.

Á laugardag má búast við sunnan golu eða kalda og allvíða skúrum, en úrkomulítið á Norðausturlandi þar sem gæti sést til sólar og áfram verður hlýtt í veðri.

25. apríl 2025 kl. 1:24
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Krefjast dauðarefsingar yfir Mangione

Bandarískir saksóknarar ætla að sækjast eftir dauðarefsingu í máli gegn Luigi Mangione sem er sakaður um að hafa drepið framkvæmdastjóra stærsta heilbrigðistryggingafyrirtækis Bandaríkjanna í desember.

Mangione er gefið að sök að hafa skotið Brian Thompson til bana fyrir utan hótel í New York. Hann flúði af vettvangi en var handtekinn í Pennsylvaníu tæpri viku síðar eftir umfangsmikla leit.

Hann er ákærður fyrir morð og í einum ákæruliðnum er morðið fellt undir hryðjuverk.

FILE - Luigi Mangione , accused of fatally shooting the UnitedHealthcare CEO Brian Thompson in New York City, appears in court for a hearing, Friday, Feb. 21, 2025, in New York. (Steven Hirsch/New York Post via AP, Pool, File)
Mangione í réttarsal í febrúar.AP/Pool New York Post / Steven Hirsch

24. apríl 2025 kl. 22:18
Erlendar fréttir
Tækni og vísindi

Hagnaður móðurfyrirtækis Google fram úr væntingum

Alphabet, móðurfyrirtæki Google, hagnaðist um 34,5 milljarða Bandaríkjadala á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það samsvarar um 4.400 milljörðum króna.

Rekstrarniðurstaða Alphabet á fjórðungnum fór fram úr væntingum og hlutabréfaverð félagsins tók stökk upp á við eftir að uppgjörið var birt.

epa12050391 Google signage on the Googleplex, the corporate headquarters complex of Google and its parent company, Alphabet Inc., in Mountain View, California, USA, 23 April 2025. Google will release its first-quarter earnings report on April 24.  EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO
Höfuðstöðvar Google og Alphabet eru í Kaliforníu-ríki.EPA-EFE / JOHN G. MABANGLO

Mikil aukning varð á tekjum vegna þjónustu fyrirtækisins í skýjavinnslu og gervigreindartækni.

Minni vöxtur varð aftur á móti á tekjum frá auglýsingaþjónustu Google sem er helsta gróðalind Alphabet. Þaðan koma þrír fjórðu af veltu fyrirtækisins.