Áhersla á mótvægisaðgerðir vegna umhverfisáhrifa sjókvíaeldis
Umhverfissjóður sjókvíaeldis hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til rannsókna og verkefna sem styðja við markmið um lágmörkun umhverfisáhrifa af völdum sjókvíaeldis.
Við úthlutun mun stjórn sjóðsins líta sérstaklega til verkefna sem stuðla að aukinni þekkingu á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis á vistkerfi fjarða, og verkefna sem ganga út á eflingu mótvægisaðgerða vegna umhverfisáhrifa sjókvíaeldis.
Til úthlutunar á þessu ári eru rúmlega 172 milljónir króna, að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins.