Gera má ráð fyrir flughálku í fyrramálið
Það má gera ráð fyrir að flughált verði um tíma í fyrramálið, ekki síst á fjallvegum og þá einkum vestan til á landinu.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is.
Þar segir að með skilum lægðar sem nálgast landið hvessi og hláni um land allt í nótt og í fyrramálið. Þó svo að stormurinn hitti vel á tíma dagsins þá megi engu að síður gera ráð fyrir að veðrinu fylgi mikil hálka í fyrramálið.