NÝJAR FRÉTTIR

Hér birtast allar nýjustu fréttirnar á vefnum. Notaðu síuna til þess að sýna fréttir úr völdum flokkum.

Sía
Fyrir 4 tímum
Innlendar fréttir
Veður

Gera má ráð fyrir flughálku í fyrramálið

Hálka í Ármúla
Hálkan í fyrramálið gæti orðið varasöm. Myndin er úr safni.Birgir Þór Harðarson

Það má gera ráð fyrir að flughált verði um tíma í fyrramálið, ekki síst á fjallvegum og þá einkum vestan til á landinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar, Umferðin.is.

Þar segir að með skilum lægðar sem nálgast landið hvessi og hláni um land allt í nótt og í fyrramálið. Þó svo að stormurinn hitti vel á tíma dagsins þá megi engu að síður gera ráð fyrir að veðrinu fylgi mikil hálka í fyrramálið.

Fyrir 5 tímum
Íþróttir
Fótbolti

West Ham sigraði Leicester sem er í fallbaráttu

West Ham fékk heimsókn frá Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og vann öruggan 2-0 sigur. Tomáš Souček skoraði fyrsta mark heimamanna á 21. mínútu leiksins. Síðan var Jarrod Bowen á ferðinni á 43. mínútu þegar hann skaut að marki en á leiðinni þangað hafnaði boltinn í fæti Jannik Vestergaard, leikmanni Leicester, og markið því skráð sem sjálfsmark.

epa08093167 Leicester City's players celebrate after winning 1-2 during the English Premier league soccer match between West Ham United and Leicester City held at the London stadium in London, Britain, 28 December 2019.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
epa08093167 Leicester City's players celebrate after winning 1-2 during the English Premier league soccer match between West Ham United and Leicester City held at the London stadium in London, Britain, 28 December 2019. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publicationsEPA-EFE / FACUNDO ARRIZABALAGA

Engin mörk voru skoruð í síðari hálfleik og lokatölur því 2-0 fyrir West Ham.

West Ham situr nú í fimmtánda sæti deildarinnar. Leicester er í fallbaráttu í því nítjánda.

Fyrir 5 tímum
Innlendar fréttir
Gettu betur

MA kominn áfram í undanúrslit Gettu betur

Mynd frá viðureign MA og FÁ í átta liða úrslitum Gettu betur. Horft yfir fullan sal áhorfenda.
Mynd frá keppni kvöldsins.RÚV / Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Síðasta viðureign átta liða úrslita Gettu betur fór fram í kvöld. Menntaskólinn á Akureyri hafði betur gegn Menntaskólanum við Sund 38-21.

Ljóst er hvaða skólar mætast í undanúrslitum keppninnar í ár. Menntaskólinn á Akureyri mætir Fjölbrautaskólanum við Ármúla eftir viku, þann 6. mars.

Viku síðar etja kappi Menntaskólinn við Hamrahlíð og Menntaskólinn í Reykjavík.

27. febrúar 2025 kl. 16:58
Innlendar fréttir
Viðskipti

Forstjóri ÁTVR til 20 ára lætur af störfum

Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, sækist ekki eftir endurráðningu og lætur af störfum 1. september. Þetta staðfestir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri við fréttastofu. Ívar hefur verið forstjóri í 20 ár. Hann var þar áður aðstoðarforstjóri í þrjú ár frá 2000. Hann var settur forstjóri í eitt ár frá 2003 til 2004.

Fjármála- og efnahagsráðherra skipar nýjan forstjóra.

fr_20141128_007615.jpgRuv.is / Anton Brink

27. febrúar 2025 kl. 13:42
Innlendar fréttir
Andlát

Lést í umferðarslysi á Þingvallavegi

fr_20180104_077142.jpgPexels / Mohammad reza Fathian

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Þingvallavegi síðastliðinn fimmtudag hét Kristján Júlíusson, og var búsettur á Selfossi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir jafnframt að rannsókn slyssins sé vel á veg komin.

Skjáskot af Facebooksíðu Lögreglunnar á Suðurlandi.
Facebook

27. febrúar 2025 kl. 12:03
Íþróttir
Skíði

Íslendingasveitin keppti á HM í skíðagöngu

Skíðagöngufólkið Dagur Benediktsson og Kristrún Guðnadóttir
Skíðasamband Íslands

Keppt var í sprettgöngu karla og kvenna á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu í dag. Fimm íslenskir keppendur tóku þátt og náði Kristrún Guðnadóttir besta árangrinum, en hún endaði í 79. sæti af 121 keppenda.

Kristrún gekk 1,4 kílómetra brautina á 3:40,01 en hin sænska Jonna Sundling vann á 2:56,17 mínútum.

Fjórir íslenskir keppendur voru í karlaflokki. Dagur Benediktsson var hraðastur á tímanum 3:00,62 mínútum og varð í 94. sæti af 187 keppendum.

Svona var tími Íslendinga:

Fróði Hymer - 3:06,23 mínútum - 111. sæti. Einar Árni Gíslason - 3:06,68 mínútum - 112. sæti. Ástmar Helgi Kristinsson - 3:07,34 mínútum - 115. sæti.

27. febrúar 2025 kl. 10:58
Innlendar fréttir
Samgöngur

Varað við fljúgandi hálku í fyrramálið

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við fljúgandi hálku á vegum í fyrramálið, ekki síst á fjallvegum og einkum vestan til á landinu.

Þessar aðstæður skapast vegna skila sem nálgast landið með hvassviðri og hláku um allt land í nótt og fyrramálið.

27. febrúar 2025 kl. 0:46
Innlendar fréttir
Garðabær

Rafmagnslaust í stórum hluta Garðabæjar í nótt

Rafmagn fór af stórum hluta Garðabæjar í nótt vegna háspennubilunar. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Veitna fór rafmagnið skömmu eftir miðnætti og var mannskapur sendur af stað í bilanaleit.

Hægt er að nálgast nýjustu upplýsingar á vef Veitna.

Uppfært kl. 3:45: Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Veitna ætti rafmagn að vera komið aftur á.

26. febrúar 2025 kl. 23:39
Íþróttir
Fótbolti

Liverpool jók forskotið á toppnum og United vann einum færri

Fimm leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Liverpool vann Newcastle 2-0 og er með 13 stiga forskot á toppi deildarinnar. Dominik Szoboszlai og Alexis MacAllister skoruðu mörk Liverpool. Arsenal, sem er í öðru sæti, gerði á sama tíma markalaust jafntefli við Nottingham Forest.

Manchester United lenti í basli gegn Ipswich en vann að lokum 3-2 eftir að hafa lent undir í leiknum og spilað einum færri allan seinni hálfleikinn þar sem Patrick Dorgu fékk rautt spjald á 43. mínútu.

Önnur úrslit urðu þau að Manchester City vann Tottenham 1-0 og Everton og Brentford gerðu 1-1 jafntefli.

Stöðuna í deildinni má sjá hér.

26. febrúar 2025 kl. 21:12
Íþróttir
Körfubolti

Njarðvík pressar á toppliðið með sigri á Þór

Tveir leikir fóru fram A-hluta úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í kvöld. Liðin í 2. og 3. sæti, Njarðvík og Þór Akureyri, mættust í Njarðvík. Heimakonur gerðu út um leikinn í byrjun fjórða leikhluta og unnu að lokum 13 stiga sigur, 93-80.

Leikmenn kvennaliða Njarðvíkur og Keflavíkur berjast um boltann í deildarleik
RÚV / Mummi Lú

Í hinum leik kvöldsins vann Valur sterkan sigur á Keflavík, 77-73. En Valur er í neðsta sæti A-deildarinnar og sækir á Keflavík með sigrinum. Njarðvíkurkonur styrktu stöðu sína í öðru sætinu þar sem þær eru tveimur stigum á eftir toppliði Hauka sem á þó leik til góða.

Þór og Keflavík eru svo í 3. og 4. sætinu, fjórum stigum á eftir Njarðvík og sex á undan Val í því fimmta.

Stöðuna í deildinni má sjá hér.

26. febrúar 2025 kl. 18:25
Innlendar fréttir
Suðurnesjabær

Tvö bílslys syðra á stuttum tíma

Bíll utanvegar í snjó. Uppi á vegi er sjúkrabíll.
Mynd / Brunavarnir Suðurnesja

Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar út í tvígang í dag vegna bílslysa. Í tilkynningu á Facebook segir að fyrst hafi verið tilkynnt um alvarlegt umferðarslys á Sandgerðisvegi um klukkan tvö þar sem tveir bílar skullu saman. Þar fór betur en á horfðist í fyrstu, en tveir voru fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Skömmu síðar barst tilkynning um annað umferðarslys, nú á Garðvegi. Það reyndist heldur ekki eins alvarlegt og fyrstu tilkynningar gáfu til kynna, en mikil hálka og snjór höfðu myndast og höfðu tveir bílar farið útaf veginum. Einn var fluttur á sjúkrahús.

26. febrúar 2025 kl. 18:04
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Innbrotsþjófur fannst sofandi inni á salerni

Lögreglustöðin á Hverfisgötu, lögreglustöð 1. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þar aðsetur. Ljósmynd tekin um sumar, en þó með vott af dramatískum undirtón.
RÚV / Ari Páll Karlsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í dag tilkynningu um innbrot í fyrirtæki þar sem rúða var brotin.

Við rannsókn á vettvangi var farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum og kom þá í ljós að innbrotsþjófurinn hafði aldrei farið út úr húsinu.

Hann fannst svo sofandi inni á salerni þar sem hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í klefa í þágu rannsóknar, eins og segir í dagbók lögreglu.

Þá fékk lögregla útkall vegna fuðrulegra hljóða sem komu frá íbúð einni. Lögregla fór og ræddi við húsráðanda sem sagðist hafa verið að tala upp úr svefni. Hann frábað sér aðstoð lögreglu og ætlaði að halda áfram að sofa.

26. febrúar 2025 kl. 13:01
Innlendar fréttir
Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Eldgos getur hafist með litlum fyrirvara

Skjálftavirkni hefur aukist jafnt og þétt við Sundhnúksgíga og Svartsengi. Þar hafa mælst tíu skjálftar síðustu tvo sólarhringa segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Landris og kvikusöfnun er stöðug undir Svartsengi og þar hefur þegar safnast meira magn kviku en var fyrir gosið sem hófst 20. nóvember.

Veðurstofan segir eldgos geta hafist með mjög skömmum fyrirvara.

Úr vefmyndavél við gosstöðvar 26. febrúar
RÚV

26. febrúar 2025 kl. 12:33
Erlendar fréttir
Taíland

Átján létust í rútuslysi í Taílandi

epa11924921 A handout photo made available by the Thai Highway Police shows the wreckage of a bus that overturned after it crashed, at an accident site on a downhill road in Nadi district, Prachin Buri province, about 150 kilometers east of Bangkok, Thailand, 26 February 2025. A bus carrying villagers for a community study tour crashed after a driver lost control, causing the bus to overturn and plunge off the downhill road. Eighteen passengers were killed and 32 others wounded, according to the Prachin Buri road safety center.  EPA-EFE/THAI HIGHWAY POLICE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Farþegarútan á hlið við slysstað í Taílandi.EPA-EFE / THAI HIGHWAY POLICE / HANDOUT

Tveggja hæða rúta með fjörutíu og níu fullorðna farþega valt ofan í skurð í Prachin Buri-héraði í Taílandi í nótt. Rútan var í samfloti með tveimur sams konar rútum og á leið niður brekku þegar bremsur hennar gáfu sig og bílstjóri missti stjórn á henni.

Sautján farþegar voru úrskurðaðir látnir á staðnum og einn lést síðar á sjúkrahúsi. Tuttugu og þrír farþegar eru slasaðir.

Þessi frétt er unnin af meistaranema við Háskóla Íslands í starfsnámi á fréttastofu RÚV.

26. febrúar 2025 kl. 9:52
Innlendar fréttir
Stjórnmál

Biður Ríkisendurskoðun um mat á greiðslum til stjórnmálaflokka

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur beðið Ríkisendurskoðun um að kanna og leggja mat á stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins við greiðslu á framlögum til stjórnmálaflokka.

Fjármálaráðuneytið lét greiða stjórnmálaflokkum á þingi styrki þrátt fyrir að þeir uppfylltu ekki skilyrði um skráningu sem stjórnmálaflokkar. Það var fyrst á þessu ári sem flokki var neitað um greiðslu framlags, þegar Flokkur fólksins fékk ekkert greitt.

Ráðherra ákvað síðan að krefja þá flokka ekki um endurgreiðslu sem fengu greitt úr ríkissjóði áður en þeir voru skráðir sem stjórnmálaflokkar.

Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra
fre_20250218_124038427RÚV / Ragnar Visage

26. febrúar 2025 kl. 9:35
Innlendar fréttir
Atvinnulíf

4,8% atvinnuleysi í janúar

Atvinnuleysi mældist 4,8% í janúar samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum Vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Það er nærri heilu prósenti meira en atvinnuleysi mældist á sama tíma á síðasta ári. Alls voru 11.300 atvinnulausir samkvæmt skráningum Hagstofunnar.

Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi jókst um eitt prósent á milli mánaða og lækkaði hlutfall starfandi um 0,7%. Atvinnuþátttaka jókst hins vegar lítillega eða um 0,1%.

Línurit sem sýnir atvinnuleysi 16 til 74 ára einstaklinga samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar.
Línuritið sýnir að árstíðaleiðrétt atvinnuleysi mældist 4,8% í janúar.Hagstofan

26. febrúar 2025 kl. 6:49
Innlendar fréttir
Veður

Slydda eða él víða en þurrt norðaustantil

Vestlæg eða breytileg vindátt í dag vegna lægðar sem gengur yfir landið og verður víða gola eða kaldi og él. Yfirleitt þurrt á Norðaustanlandi. Frost verður á bilinu 0 til 7 stig.

Á morgun má gera ráð fyrir suðvestan kalda eða strekkingi og mögulega slyddu. Áfram verður þó lítil úrkoma á norðaustanverðu landinu.

Veður hlýnar annað kvöld. Djúp lægð færir sig inn á Grænlandshaf. Henni fylgir vaxandi suðaustan vindátt og byrjar að rigna sunnan- og vestanlands. Líkur eru á talsverðri rigningu um nóttina. Stormur er svo í aðsigi á föstudag og verður vætusamt en hlýtt veður víðast hvar. Um helgina eru áfram líkur á umhleypingasömu veðri.

Gera má ráð fyrir umhleypingasömu veðri næstu daga og eru því vetrarskór áfram góður kostur.Ruv.is / Anton Brink

26. febrúar 2025 kl. 6:34
Erlendar fréttir
Síle

Neyðarástand vegna rafmagnsleysis í Síle

A man walks in a parking garage during a power outage, in Santiago, Chile, Tuesday, Feb. 25, 2025. (AP Photo/Matias Basualdo)
ap_20250226_063523263AP / Matias Basualdo

Ríkisstjórn Síle hefur lýst yfir neyðarástandi og sett útgöngubann vegna rafmagnsleysis í stórum hluta landsins. Forseti landsins, Gabriel Boric, sagði í ávarpi til þjóðarinnar að ráðstafanirnar væru til að tryggja þjóðaröryggi og að útgöngubannið myndi gilda frá tíu á þriðjudagskvöldi til sex á miðvikudagsmorgni.

Bjarga varð þúsundum fólks úr neðanjarðarlestum vegna rafmagnsleysisins og verslanir um allt landið lokuðu snemma. Carolona Toha innanríkisráðherra sagði ekkert benda til þess að árás hefði verið gerð á orkuinnviði.

26. febrúar 2025 kl. 6:14
Erlendar fréttir
Suður-Kórea

Fæðingartíðni hækkaði í Suður-Kóreu í fyrsta sinn í níu ár

Fæðingartíðni hækkaði í Suður-Kóreu í fyrra, í fyrsta sinn í níu ár. Hjónavígslum fjölgaði einnig töluvert, eða um nærri fimmtán prósent, sem er mesta fjölgun á milli ára frá því að mælingar hófust árið 1970.

Fæðingartíðni í landinu árið 2023 var sú lægsta í heimi eftir að hafa lækkað stöðugt frá árinu 2015. Suður-kóresk stjórnvöld hafa hrint af stað ýmsum úrræðum til að takast á við þetta og hvetja ungt fólk til barneigna.

Íbúafjöldi Suður-Kóreu var mestur árið 2020, þegar hann var rúmlega 51 milljón, og að óbreyttu er áætlað að hann lækki niður í rúmlega 36 milljónir árið 2072.

25. febrúar 2025 kl. 21:18
Íþróttir
Körfubolti

Stjarnan tók völdin í seinni hálfleik

Tveir leikir fóru fram í Bónusdeild kvenna í körfubolta í kvöld. Deildinni hefur nú verið skipt í efri og neðri hluta. Stjarnan og Grindavík mættust í Garðabænum en liðin áttu síðast leik fyrir viku síðan, fyrir skiptingu. Þá höfðu Grindvíkingar betur. Grindavík hefði jafnað Stjörnuna að stigum með sigri.

Eftir kröftugar fyrstu mínútur Stjörnunnar tóku Grindvíkingar forystuna. Leikar jöfnuðust þegar nær dró hálfleik. Hálfleikstölur, 40-41. Stjarnan tók þá völdin í leiknum og sigraði 77-64.

Úr leik Hauka gegn Stjörnunni í efstu deild kvenna í körfubolta tímabilið 2024-25.
Úr leik Stjörnunnar við Hauka í fyrra.Mummi Lú

Aþena vann nauman sigur á Hamar/Þór, 87-88. Aþena skoraði þrist undir lok leiksins og hélt út leiktímann.
Liðin leika öll í neðri hluta deildarinnar

25. febrúar 2025 kl. 20:08
Íþróttir
Handbolti

Róbert Gunnarsson hættir með Gróttu

RÚV / Mummi Lú

Róbert Gunnarsson hættir þjálfun karlaliðs Gróttu í handbolta eftir tímabilið. Davíð Örn Hlöðversson tekur við liðinu og skrifar undir þriggja ára samning. Davíð Örn hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins síðustu þrjú tímabil.

Grótta hefur endað í 9. sæti efstu deildar karla síðustu tvö tímabil undir stjórn Róberts

25. febrúar 2025 kl. 19:31
Innlendar fréttir
Fjölmiðlar

Útsendingar Bylgjunnar og FM957 á höfuðborgarsvæðinu liggja niðri

Útsendingar Bylgjunnar og FM957 hafa legið niðri frá því um sexleytið í kvöld vegna bilunar í rafmagnsbúnaði. Unnið er að viðgerð eftir því er fram kemur á Vísir.is.

25. febrúar 2025 kl. 15:14
Erlendar fréttir
Alþjóðamál

Tveir handteknir vegna sprenginga við ræðismannsbústað í Frakklandi

Gata og gangstétt fyrir utan ræðismannshús í Marseille, Frakklandi. Tré meðfram gangstétt, lögreglubíll og slökkviliðsbíll og lögreglufulltrúar fyrir utan hliðið við ræðismannshúsið. Bjart og skýjað, dagur.
EBU / FRFT

Tveir hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn á sprengingum við bústað rússnesks ræðismanns í Marseille í Frakklandi í gær.

Þremur flöskusprengjum var kastað að ræðismannsbústaðnum í gær. Tvær þeirra sprungu en engin slys urðu á fólki. Ekki liggur fyrir hvert innihald flasknanna var.

Þessi frétt er unnin af meistaranema við Háskóla Íslands í starfsnámi á fréttastofu RÚV.

25. febrúar 2025 kl. 12:51
Innlendar fréttir
Reykjavíkurborg

Harður árekstur á Vesturlandsvegi

Harður árekstur varð á Vesturlandsvegi þegar bíll keyrði aftan á annan bíl. Tveir sjúkrabílar og tækjabíll voru sendir á vettvang að sögn Jóns Kristins Valssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynning um slysið barst á hádegi.

Tveir voru fluttir til skoðunar á sjúkrahús.

Lögregla og slökkvilið á Vesturlandsvegi þar sem varð aftaní keyrsla.
Á Vesturlandsvegi.Aðsent

25. febrúar 2025 kl. 11:44
Innlendar fréttir
Veður

Möguleiki á eldingum í nótt

RÚV

Með éljaloftinu sem gert er ráð fyrir í kvöld og til morguns um landið sunnan- og vestanvert er möguleiki á eldingum. Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Í dag verður suðvestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s. Dálítil snjókoma og hiti um eða undir frostmarki. Éljagangur sunnan- og vestantil síðdegis, en birtir til um landið norðaustanvert.

Víða él á morgun, en úrkomuminna norðanlands. Frost 0 til 7 stig, en sums staðar frostlaust við suður- og vesturströndina.

25. febrúar 2025 kl. 9:14
Innlendar fréttir
Höfuðborgarsvæðið

Starfsfólk í Bláfjöllum loks bænheyrt

Mynd frá Bláfjöllum í desember 2023. Gott veður og mikið fjölmenni er á svæðinu og röð í báðar stólalyftur.
Mynd / Aðsend

Opið verður í Bláfjöllum í dag frá klukkan 14 til 21. Þetta verður aðeins annar opnunardagur skíðasvæðisins það sem af er febrúar. Á heimatorfunni verða allar lyftur opnar nema Kóngurinn en á suðursvæðinu verður aðeins Gosinn opinn vegna snjóleysis.

Við ræddum við rekstrarstjóra skíðasvæðisins í gær þar sem hann sagði að starfsfólk Bláfjalla lægi á bæn alla daga og bæði um frost svo hægt yrði að framleiða snjó.

„Það er skrýtið að segja að febrúar sé langur en í okkar huga hefur þetta verið lengsti febrúar í heimi. En nú hefur vindinn loksins lægt, frostið er mætt og við hlökkum til að sjá ykkur,“ segir í færslu á Facebook-síðu skíðasvæðisins.

25. febrúar 2025 kl. 7:55
Innlendar fréttir
Kjaramál

Felldu samning

Félagar í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna felldu nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga.

53 prósent greiddu atkvæði gegn samningnum en 45 prósent vildu staðfesta hann. 76 prósent tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.

Á myndinni er alelda skúr sem mikinn reyk leggur af. Slökkviliðsbíll er á vettvangi og við hann stendur einn slökkviliðsmaður. Á myndinni er líka íbúðarhús á tveimur hæðum.
Brunavarnir Suðurnesja

25. febrúar 2025 kl. 6:50
Innlendar fréttir
Veður

Útlit fyrir lægðagang í lok vikunnar

Útsýni yfir Seljahverfi í Reykjavík, þoka og snjókoma.
Búast má við dálítilli snjókomu víða í dag og éljum seinni partinn á Suður- og Vesturlandi.Margrét Adamsdóttir

Í dag verður suðvestlæg eða breytileg átt á landinu, víða 5-13 m/s og dálítil snjókoma. Hiti verður um eða undir frostmarki.

Búast má við éljagangi sunnan og vestan til á landinu síðdegis í dag. Á sama tíma birtir til á norðanverðu landinu.

Á morgun er spáð suðvestan og vestan golu eða kalda. Víða verða él en úrkomuminna á landinu norðanverðu. Frost 0-7 stig.

Áframhaldandi él á fimmtudag og suðvestan 5-13 m/s en þurrt að kalla á Norðaustur- og Austurlandi.

Seint á fimmtudagskvöld hvessir og fer að rigna og í lok vikunnar er útlit fyrir talsverðan lægðagang með umhleypingasömu veðri.

25. febrúar 2025 kl. 6:09
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Eggjum grýtt í heimahús og hávær gleðilæti ungmennis

Lögreglumönnum tókst ekki að hafa hendur í hári þeirra sem grýttu eggjum að íbúðarhúsi í Vesturborginni.

Lögreglubifreiðar við Lögreglustöðina við Hverfisgötuna
Lögreglubílar bíða verkefna við Lögreglustöðina við Hverfisgötu.RÚV / Ragnar Visage

Engan var heldur að sjá eftir að tilkynnt var um að ungmenni væru að skjóta upp flugeldum í úthverfi. Annað ungmenni hafði uppi svo mikil læti á heimili sínu að nágranni hringdi á lögregluna.

Ungmennið reyndist aðeins fullt gleði, sem ekki þótti lögreglumál að því er segir í morgunskeyti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tvö mál um gripdeildir í verslun voru leyst á staðnum og lögreglumenn aðstoðuðu erlendan ferðamann að komast út á Keflavíkurflugvöll, að hans ósk.

25. febrúar 2025 kl. 4:15
Menning og dægurmál
Andlát

Söngkonan Roberta Flack er látin

FILE - Roberta Flack attends the Black Girls Rock! Awards in Newark, N.J. on Aug. 5, 2017. (Photo by Charles Sykes/Invision/AP, File)
Roberta Flack í viðtali árið 2017.AP/Invision / Charles Sykes

Bandaríska söngkonan Roberta Flack er látin, 88 ára að aldri. Söngkonan er einna þekktust fyrir lagið Killing Me Softly sem hún fékk Grammy-verðlaun fyrir árið 1972 ásamt hljómplötunni Play Misty for Me, með tónlist úr samnefndri kvikmynd með Clint Eastwood.

Lagið og Roberta Flack öðluðust nýjar vinsældir fyrir tæpum 30 árum þegar The Fugees tóku það upp á sína arma. Ekki hefur verið greint frá dánarorsök Flack en hún greindist með taugahrörnunarsjúkdóminn ALS fyrir þremur árum.

25. febrúar 2025 kl. 1:30
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Öryggisráðið samþykkti ályktun um skjótan frið í Úkraínu

A United Nations Security Council meeting, Tuesday, Feb. 18, 2025, at UN headquarters. (AP Photo/Julia Demaree Nikhinson)
Frá fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.AP / Julia Demaree Nikhinson

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld ályktun Bandaríkjanna sem kallar eftir skjótum endalokum stríðsins og varanlegum friði án þess að nefna landamærahelgi Úkraínu eða ábyrgð Rússa.

Fulltrúar 10 ríkja í ráðinu greiddu atkvæði með tillögunni og 5 sátu hjá, þeirra á meðal fulltrúar Bretlands og Frakklands. Allar breytingatillögur voru felldar.

Ályktunin markar skýra stefnubreytingu hjá Bandaríkjunum sem fram að þessu hafa staðfastlega stutt ályktanir Úkraínu í vil. Bandaríkin, líkt og Rússar, greiddu atkvæði gegn ályktun í allsherjarþinginu um sanngjarnan, viðvarandi frið og að Úkraína haldi alþjóðlega viðurkenndum landamærum sínum.