NÝJAR FRÉTTIR

Hér birtast allar nýjustu fréttirnar á vefnum. Notaðu síuna til þess að sýna fréttir úr völdum flokkum.

Sía
Fyrir 1 tíma
Íþróttir
Körfubolti

Vals­menn leiða ein­víg­ið eftir æsi­spenn­andi leik

Kári Jónsson í bikarúrslitum karla í körfubolta 2025 þar sem KR og Valur mættust.
Mummi Lú

Valsmenn eru komnir yfir í einvíginu gegn Grindavík í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Leikið var á Hlíðarenda og unnu Valsmenn fimm stiga sigur, 94-89, eftir afar jafnan leik. Mikil spenna var undir lok leiks en taugar Valsara reyndust sterkari á lokakaflanum.

Valur vann fyrsta leikhluta 29-26 og staðan var 55-45 í hálfleik. Enn var mjótt á mununum í þriðja leikhluta en Grindvíkingar náðu áhlaupi í þeim fjórða. Grindavík vann fjórða leikhluta með fjórum stigum, 15-19, en það dugði ekki til.

Næsti leikur liðanna er á sunnudaginn.

Fyrir 1 tíma
Íþróttir
Körfubolti

Tinda­stóll leiðir í ein­víg­inu gegn Kefla­vík

Dedrick Deon Basile í leik með Tindastóli í úrvalsdeildinni í körfubolta.
Mummi Lú

Tindastóll leiðir í einvíginu gegn Keflavík í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Heimamenn á Sauðárkróki unnu sjö stiga sigur, 94-87. Gestirnir úr Keflavík leiddu hins vegar í hálfleik, 48-52.

Það stefnir í spennandi einvígi en Tindastóll varð deildarmeistari og Keflavík tryggði sér áttunda sæti sem er síðasta sætið í úrslitakeppninni.

Það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki kemst áfram í undanúrslit. Næsti leikur fer fram á sunnudaginn í Keflavík.

Fyrir 2 tímum
Íþróttir
Fótbolti

Liver­pool vann granna­slag­inn gegn Ev­ert­on

epa12006018 Diogo Jota of Liverpool celebrates after scoring the opening goal during the English Premier League soccer match between Liverpool and Everton in Liverpool, Great Britain, 02 April 2025.  EPA-EFE/ADAM VAUGHAN EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Diogo Jota fagnar marki sínu. Liðsfélagar hans Virgil van Dijk og Luis Diaz sjást í bakgrunn.EPA-EFE / ADAM VAUGHAN

Liverpool jók forskot sitt í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta með 1-0 sigri gegn erkifjendum sínum Everton. Diogo Jota skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu. Liverpool er með 73 stig gegn 61 stigi Arsenal eftir 30 umferðir.

Önnur úrslit kvöldsins:
Brighton 0 - 2 Aston Villa
Newcastle 2 - 1 Brentford
Southampton 1 - 1 Crystal Palace
Bournemouth 1 - 2 Ipswich
Manchester City 2 - 0 Leicester

Fyrir 6 tímum
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Þrír enn í gæslu­varð­haldi

Þrír karlmenn sitja enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að meintri frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi 10. mars. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar málið og segir rannsókn miða vel. Karl og kona sem einnig höfðu setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins voru látin laus í gær og í dag. Þau hafa áfram réttarstöðu sakbornings í málinu, að sögn lögreglu.

Alls sátu sjö í gæsluvarðhaldi eftir að maður, sem saknað var í Þorlákshöfn í byrjun mars, fannst þungt haldinn í Gufunesi í Reykjavík morguninn eftir og lést skömmu eftir komu á sjúkrahús.

2. apríl 2025 kl. 13:04
Íþróttir
Fótbolti

Vík­ing­um spáð Ís­lands­meist­ara­titl­in­um í fót­bolta

Víkingar munu endurheimta Íslandsmeistaratitilinn úr höndum Breiðabliks en ÍBV og Vestri falla, ef árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna í Bestu deild karla gengur eftir. Spáin var kynnt á blaðamannafundi nú í hádeginu.

Flestir eru sammála um að Víkingar, sem fengu 22 atkvæði í efsta sæti muni vinna titilinn en 35 atkvæði voru greidd. Níu spáðu að Breiðablik myndi verja titilinn. Besta deild karla hefst á laugardaginn með leik Breiðabliks og Aftureldingar.

Spá Bestu deildar karla 2025

  1. Víkingur
  2. Breiðablik
  3. Valur
  4. KR
  5. Stjarnan
  6. ÍA
  7. FH
  8. KA
  9. Fram
  10. Afturelding
  11. Vestri
  12. ÍBV

Víkingur Breiðablik 27. október 2024
RÚV / Mummi Lú

2. apríl 2025 kl. 11:51
Innlendar fréttir
Alþingi

Kallar eftir öllum gögnum í máli Ást­hild­ar Lóu

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði eftir á mánudaginn að forsætisráðuneytið léti nefndinni í té öll gögn er varða mál fyrrum mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Fyrir nefndinni liggur beiðni um að nefndin skoði sérstaklega meint trúnaðarbrot ráðuneytisins í málinu.

Myndir frá eldhúsdagsumræðum á Alþingi 12. júní 2024. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Myndin er tekin í eldhúsdagsumræðum á Alþingi 12. júní 2024.RÚV - Ragnar Visage

Ólöf Bjarnadóttir, sem sendi forsætisráðuneytinu erindi um mál Ásthildar Lóu lítur svo á að ráðuneytið hafi rofið trúnað þegar Ásthildur Lóa var upplýst um erindið. Ráðuneytið hefur viku til að verða við beiðninni og síðan metur nefndin hvort tilefni sé til að kalla gesti fyrir nefndina.

2. apríl 2025 kl. 10:07
Innlendar fréttir
Reykjavíkurborg

Karl­mað­ur látinn eftir um­ferð­ar­slys á Reykja­nes­braut

Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Slysið varð norðan við brúna yfir Reykjanesbraut sem tengir Breiðholtsbraut við Nýbýlaveg.

Þar segir að bifreið sem var á norðurleið hafi ekið á manninn, sem var fótgangandi. Hann var fluttur á slysadeild og úrskurðaður látinn eftir komuna þangað.

2. apríl 2025 kl. 6:53
Innlendar fréttir
Veður

Hvasst í dag en birtir til á morgun

Í dag er spáð hvassri vestanátt á Norður- og Austurlandi, með stöku éljum seinnipartinn. Það lægir í kvöld og á morgun teygir hæðarsvæði sig yfir landið með björtu veðri í flestum landshlutum. Vestantil verður þó skýjað og sums staðar smá væta framan af degi.

Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig yfir daginn en allvíða næturfrost.

Um helgina mun hæðarsvæðið beina til okkar mildri sunnan- og suðaustanátt. Spáð er léttskýjuðu á Norður- og Austurlandi en skýjuðu og lítilsháttar úrkomu suðvestan- og vestanlands.

Fuglarnir geta glaðst yfir bjartviðrinu sem er spáð næstu daga.Ólöf Rún Erlendsdóttir

1. apríl 2025 kl. 21:17
Íþróttir
Körfubolti

Njarð­vík leiðir ein­víg­ið gegn Stjörn­unni

Úr leik Tindastóls og Njarðvíkur í efstu deild körfubolta kvenna tímabilið 2024-25.
Mummi Lú

Njarðvík vann fyrsta leik einvígisins gegn Stjörnunni, 84-75. Liðin mætast í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta. Njarðvík leiddi með ellefu stigum, 29-18, eftir fyrsta leikhluta. Stjörnukonur vöknuðu til lífs í öðrum leikhluta og staðan var 46-44 í hálfleik. Heimakonur í Njarðvík tóku þó völdin aftur í seinni hálfleik og unnu að lokum öruggan níu stiga sigur.

Næsti leikur liðanna fer fram á laugardaginn í Garðabæ.

1. apríl 2025 kl. 21:10
Íþróttir
Fótbolti

Ekkert fær Forest-liða stöðv­að

epa12003712 Anthony Elanga (R) of Nottingham Forest scores the 1-0 lead against goalkepeer Andre Onana (L) of Manchester United during the English Premier League soccer match between Nottingham Forest and Manchester United in Nottingham, Britain, 01 April 2025.  EPA-EFE/TIM KEETON EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Elanga skorar mark sitt í kvöld.EPA-EFE / TIM KEETON

Nottingham Forest hélt áfram góðu gengi sínu og unnu 1-0 sigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Fyrrum United-maðurinn Anthony Elanga gerði eina markið snemma leiks eftir flottan einleik.

Forest er í þriðja sæti deildarinnar með 57 stig. United er í 13. sæti með 37 stig.

Wolves vann mikilvægan sigur í fallbaráttunni þegar liðið hafði betur gegn West Ham, 1-0. Norðmaðurinn Jorgen Strand Larsen skoraði eina mark leiksins. Wolves er nú 12 stigum frá fallsæti.

Þá vann Arsenal 2-1 sigur gegn Fulham og er 9 stigum á eftir toppliði Liverpool. Merino og Saka skoruðu mörk Arsenal en Muniz minnkaði muninn undir lok leiks.

1. apríl 2025 kl. 20:41
Íþróttir
Körfubolti

Valur sótti sigur fyrir norðan

Hrefna Ottósdóttir í leik í Bónusdeild kvenna í körfubolta á Hlíðarenda 1. október 2024 þar sem Valur og Þór Akureyri áttust við
RÚV / Mummi Lú

Valur vann fyrsta leikinn í einvíginu gegn Þór í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta kvenna, 86-92. Leikurinn var nokkuð jafn lengst af og var staðan 49-44 í hálfleik fyrir Þór. Valskonur komu hins vegar mun ákveðnari út í þriðja leikhluta og leiddu 66-69 eftir þriðja leikhluta. Þór náði áhlaupi undir lokin, eftir að Valskonur leiddu með tíu stigum á einum tímapunkti í fjórða leikhluta, en það dugði ekki til.

Næsti leikur liðanna er á Hlíðarenda á laugardaginn klukkan 19:15.

1. apríl 2025 kl. 16:48
Erlendar fréttir
Litáen

Fjórði her­mað­ur­inn í Litáen fund­inn

Fjórði bandaríski hermaðurinn sem saknað var í Litáen fannst í dag. Fjórir bandarískir hermenn á æfingu með fleiri hersveitum hurfu sporlaust í síðustu viku, um tíu kílómetrum frá landamærunum að Belarús. Herjeppinn sem mennirnir voru í fannst á kafi í mýri. Björgunarstörf hófust um leið og var hafist handa við að tæma mýrina í fyrradag. Lík þriggja hermanna fundust í gær og það síðasta í dag.

epa11997320 Rescue operations at the General Silvestras Zukauskas training ground as the search for four missing US soldiers continues in Pabrade, Lithuania, 28 March 2025 (issued 29 March 2025). Four US soldiers were reported missing in a training area near the city of Pabrade on 25 March, the Lithuanian Armed Forces said in a statement.  EPA-EFE/Valdemar Doveiko POLAND OUT
EPA-EFE / Valdemar Doveiko

1. apríl 2025 kl. 16:05
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Dóms­mála­ráð­herra krefst dauða­refs­ing­ar yfir Mangi­one

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna biður ríkissaksóknara um að krefjast dauðarefsingar yfir Luigi Mangione, sem varð Brian Thompson, stjórnanda heilbrigðistryggingafélags, að bana í desember. Mangione er ákærður fyrir morð og í einum ákæruliðnum er morðið fellt undir hryðjuverk.

Luigi Mangione, a suspect in the fatal shooting of UnitedHealthcare CEO Brian Thompson, is escorted by police, Thursday, Dec. 19, 2024, in New York. (AP Photo/Pamela Smith)
AP/FR172156 AP / Pamela Smith

Mangione myrti Thompson fyrir utan hótel í Manhattan í New York snemma að morgni 4. desember. Hann flúði af vettvangi og eftir umfangsmikla leit fannst Mangione á McDonalds-skyndibitastað í Altoone í Pennsylvaníu tæpri viku síðar.

1. apríl 2025 kl. 15:24
Innlendar fréttir
Höfuðborgarsvæðið

Ekið á gang­andi veg­far­anda á Reykja­nes­braut

Einn var fluttur með sjúkrabíl eftir umferðarslys á Reykjanesbraut um klukkan þrjú. Reykjanesbraut er lokuð til norðurs við brúna undir Breiðholtsbraut vegna slyssins. Búast má við því að vegurinn verði lokaður í talsverðan tíma, segir á vef Vegagerðarinnar.

Mynd af vettvangi umferðarslyss á Reykjanesbraut.
RÚV / Bjarni Pétur Jónsson

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að ekið hafi verið á gangandi vegfaranda. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir.

1. apríl 2025 kl. 11:42
Erlendar fréttir
Mjanmar

Fleiri en 2.700 hafa fund­ist látin í Mj­an­mar

Fleiri en 2.700 hafa fundist látin í Mjanmar eftir jarðskjálftana á föstudag. Neyðin á hamfarasvæðunum er mikil og herstjórnin í Mjanmar er sökuð um að hindra að hjálpargögn og björgunarfólk komist inn á svæði sem andspyrnuhreyfingar stjórna.

Þá hefur herstjórnin haldið áfram árásum þrátt fyrir hamfarirnar. Að minnsta kosti 4.500 eru slösuð eftir skjálftana og enn er hundruða saknað.

1. apríl 2025 kl. 9:00
Erlendar fréttir
Evrópusambandið

Evr­ópu­sam­band­ið til­bú­ið með mót­að­gerð­ir, segir Von der Leyen

epa12002384 European Commission President Ursula von der Leyen speaks during a debate on 'Conclusions of the European Council meeting of 20 March 2025' at the European Parliament in Strasbourg, France, 01 April 2025. The EU Parliament's session runs from 31 March to 03 April 2025.  EPA-EFE/RONALD WITTEK
Ursula von der Leyen á Evrópuþinginu í morgun (EPA)EPA-EFE / RONALD WITTEK

Evrópusambandið er tilbúið með mótaðgerðir, fari svo að Bandaríkjastjórn geri alvöru úr áformum sínum um tollahækkanir á morgun. Þetta kom fram í ávarpi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, á Evrópuþinginu í morgun.

Von der Leyen ítrekaði að Evrópusambandið hefði ekki átt upptökin að þessari deilu og væri ekki áfjáð í að svara fyrir sig - en myndi gera það ef þörf krefði.

1. apríl 2025 kl. 6:43
Innlendar fréttir
Veður

Þurrt og bjart á Norð­aust­ur- og Aust­ur­landi

Veðurspárkort
Veðurspá klukkan 8.Veðurstofa Íslands

Suðvestan kaldi eða stinningskaldi og dálitlar skúrir eða él í dag, en þurrt og bjart á Norðaustur- og Austurlandi. Hægari vindur síðdegis og rigning eða slydda suðaustan- og austanlands, annars að mestu þurrt. Hiti eitt til sjö stig.

Smálægð fer væntanlega norður yfir austanvert landið í nótt, með snjókomu, slyddu eða rigningu víða. Í kjölfar hennar er spáð stífri vestanátt á morgun og lítils háttar éljum seinnipartinn. Annað kvöld fer að lægja og á fimmtudag er útlit fyrir hægan vind og bjart veður, en skýjað vestanlands.

1. apríl 2025 kl. 3:34
Erlendar fréttir
Suður-Kórea

Dómur vænt­an­leg­ur um fram­tíð af­setts for­seta

Stjórnarskrárdómstóll Suður-Kóreu sagðist í dag ætla að úrskurða í máli Yoon Suk Yeol, afsetts forseta landsins, á föstudag. Hann var kærður til embættismissis eftir að hafa reynt að lýsa yfir herlögum í landinu.

Málið hefur vakið hörð viðbrögð innan samfélagsins og fólk skiptist í fylkingar. Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin þar sem ýmist er kallað eftir því að Yoon verði sviptur embætti eða að kæran verði felld niður.

Þörf er á samþykki að minnsta kosti sex af átta dómurum til að Yoon verði sviptur embætti. Leiðtogi stjórnarflokksins sagðist eiga von á sterkum viðbrögðum innan samfélagsins sama hver niðurstaðan verði.

FILE - South Korea's impeached President Yoon Suk Yeol attends a hearing of his impeachment trial at the Constitutional Court in Seoul, South Korea, on Feb. 11, 2025. (AP Photo/Lee Jin-man, Pool, File)
Stjórnarskrárdómstóll ákveður hvort Yoon verði sviptur embætti.AP/Pool AP / Lee Jin-man

31. mars 2025 kl. 21:00
Íþróttir
Körfubolti

Kefla­vík með fljúg­andi start í úr­slita­keppni

Jasmine Dickey
2024-10-09 Keflavík - Njarðvík
Jasmine Dickey í liði Keflavíkur.RÚV / Mummi Lú

Keflavík hóf úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfubolta af miklum krafti. Liðið vann 29 stiga sigur gegn Tindastól, 92-63, í leik liðanna í átta liða úrslitum.

Keflavík setti tóninn strax í upphafi og sigldu sigrinum örugglega heim. Keflavík leiddi 46-33 í hálfleik.

Leikur kvöldsins var í Keflavík og liðin mætast aftur á Sauðárkróki á föstudag. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.

Grindavík vann Hauka í hinum leik kvöldsins í miklum spennuleik. Framlengingu þurfti til að knýja fram sigurvegara eftir að Grindavík náði að vinna upp forskot Hauka í 4. leikhluta. Að lokum vann Grindavík 86-91 sigur.

31. mars 2025 kl. 20:30
Íþróttir
Handbolti

Hand­boltal­ið KA segir upp þjálf­ara sínum

Halldór Stefán Halldórsson þjálfari KA í handbolta gegn Gróttu í efstu deild karla í handbolta 2024.
Mummi Lú

Handboltadeild KA hefur sagt upp samningi sínum við þjálfara karlaliðsins, Halldór Stefán Haraldsson, Halldór hefur þjálfað liðið síðastliðin tvö tímabil en KA varð í 9. sæti í deildarkeppni í ár. Því rétt missti liðið af sæti í úrslitakeppni.

Á síðasta ári var KA í 8. sæti deildarinnar. Halldór þjálfaði kvennalið Vold í Noregi í sjö ár áður en hann tók við KA.

Leit af eftirmanni hans stendur nú yfir.

31. mars 2025 kl. 19:03
Íþróttir
Golf

Mc­Il­roy annar í sög­unni í 100 millj­óna klúbb­inn

epa11836462 Rory McIlroy of Northern Ireland waves for spectators during the final round of the Hero Dubai Desert Classic 2025 Golf tournament in Dubai, United Arab Emirates, 19 January 2025.  EPA-EFE/ALI HAIDER
McIlroy veifar til áhorfenda á Dubai Desert Classic mótinu í ár.EPA-EFE / ALI HAIDER

Rory McIlroy er annar kylfingurinn í sögunni, á eftir Tiger Woods, til að fara yfir 100 milljónir dollara (13,5 milljarða króna) í verðlaunafé á PGA mótaröðinni.

Norður-Írinn náði áfanganum með 338 þúsund dollara (45,6 milljónir króna) í vinningsfé fyrir að enda í 5. sæti á Houston Open.

Hinn 35 ára gamli McIlroy hefur unnið 28 af 262 mótum á mótaröðinni síðan hann tók fyrst þátt árið 2010. Tiger Woods rauf 100 milljóna múrinn árið 2012 og hefur nú alls fengið 120 milljónir dollara í vinningsfé á mótaröðinni hingað til. Woods hefur unnið 82 af 378 mótum.

Phil Mickelson er í 3. sæti, Dustin Johnson í 4. sæti og Scottie Scheffler í fimmta sæti.

31. mars 2025 kl. 13:54
Innlendar fréttir
Suðurland

Suð­ur­lands­veg­ur lok­að­ur vegna um­ferð­ar­slyss

Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi við Holtsós nú fyrir skömmu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Viðbragðsaðilar eru sagðir á vettvangi og er Suðurlandsvegur lokaður á meðan vettvangsvinna stendur yfir.

31. mars 2025 kl. 13:01
Innlendar fréttir
Efnahagsmál

Vöru­við­skipti óhag­stæð um 57,3 millj­arða króna í febr­ú­ar

Vöruviðskiptin í febrúar voru óhagstæð um 57,3 milljarða króna að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

Fluttar voru út vörur fyrir 78,5 milljarða króna í febrúar 2025 og innflutningur nam 135,7 milljörðum króna.

Þetta er mun óhagstæðara en í janúarmánuði þegar vöruskiptajöfnuðurinn var neikvæður um 5,6 milljarða. Í febrúar í fyrra var vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 20,6 milljarða.

31. mars 2025 kl. 9:39
Innlendar fréttir
Ríkisútvarpið

Trufl­un á út­send­ing­um í upp­sveit­um Ár­nes­sýslu

Sjónvarps- og útvarpsútsendingar Ríkisútvarpsins frá Langholtsfjalli við Flúðir liggja niðri vegna rafmagnsleysis og hafa legið niðri síðan í gær.

Þessi bilun hefur áhrif á útsendingar í uppsveitum Árnessýslu.

Unnið er að er að viðgerð en ekki er vitað hvenær útsending kemst aftur í gang.

31. mars 2025 kl. 1:54
Innlendar fréttir
Ferðaþjónusta

Gisti­n­ótt­um í febr­ú­ar fækk­aði milli ára

Gistinætur á hótelum í febrúar voru rúmlega 4,5 prósentum færri en á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands. Þeim fækkaði í öllum landshlutum nema á Suðurnesjum þar sem þeim fjölgaði um 16,6 prósent.

Fækkun gistinótta á höfuðborgarsvæðinu var 6,7 prósent en mesta fækkunin var 23,2 prósent á Austurlandi. Framboð hótelherbergja jókst þó lítillega á nær öllu landinu nema á höfuðborgarsvæðinu. Framboð á Austurlandi dróst hins vegar saman um rúmlega 24 prósent.

Ferðamenn fyrir framan lundabúð í miðbæ Reykjavíkur
Ferðamenn í miðborg Reykjavíkur. Mynd er úr safni.RÚV / Ragnar Visage

30. mars 2025 kl. 17:25
Íþróttir
Fótbolti

Svona verða und­an­úr­slit enska bik­ars­ins

Manchester City sigraði Bournemouth í síðasta leik átta liða úrslita enska bikarsins í fótbolta í dag, 1-2.

Manchester City fékk vítaspyrnu snemma leiks. Hana tók Erling Haaland en Kepa Arrizabalaga, markmaður Bournemouth, varði hana af öryggi. Skömmu síðar skoraði Francisco Evanilso mark fyrir heimamenn og Bournemouth leiddi því 1-0. Haaland bætti upp mistökin á vítapunktinum á 49. mínútu með jöfnunarmarki fyrir City, 1-1 var þá staðan. Sigurmark City kom á 63. mínútu þegar Omar Marmoush skoraði eftir stoðsendingu frá Nico O'Reilly.

epa11966328 Erling Haaland of Manchester City prepares to take a penalty during the English Premier League match between Manchester City and Brighton & Hove Albion, in Manchester, Britain, 15 March 2025.  EPA-EFE/ADAM VAUGHAN EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Erling Haaland, leikmaður Manchester City.EPA-EFE / ADAM VAUGHAN

Búið er að draga í undanúrslit

Nottingham Forest - Manchester City
Crystal Palace - Aston Villa

30. mars 2025 kl. 16:27
Innlendar fréttir
Veður

Þrumur og eld­ing­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Eldingaveður er á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir óstöðugt loft hafa fylgt í kjölfar skila sem fóru yfir landið í dag. Mikið eldingaveður hafi verið aðallega suður- og suðvestur af Reykjanesskaga.

„Síðan var eldingaþyrping yfir Kleifarvatni á Reykjanesskaga og Vatnsleysu, nokkrar eldingar mældust skammt suður af Hafnarfirði.“

Þung ský á himni á höfuðborgarsvæðinu.
Þungskýjað á höfuðborgarsvæðinu.RÚV / Ingibjörg Sara Guðmunsdóttir

Það heyrðust nokkrar þrumur í Reykjavík og eldingar sáust. Einnig barst tilkynning um eldingar í Keflavík. Flestar hafi þær þó verið úti á hafi suður og vestur af Reykjanesskaga.

„Upp úr klukkan sex fer að draga verulega úr þessu.“

Fréttin hefur verið uppfærð.

30. mars 2025 kl. 14:42
Íþróttir
Fótbolti

Rash­ford stóð í vegi Stef­áns Teits og félaga

Aston Villa sigraði Preston í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta, 0-3.

Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Preston. Hann átti tvö góð marktækifæri í fyrri hálfleik sem þó dugðu ekki til. Á átjándu mínútu gerði hann tilraun til að skora en skotið hans fór fram hjá marki. Þá var hann ansi nálægt því að koma Preston yfir með skalla á þrítugustu mínútu.

Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður Preston.
Imago

Í seinni hálfleik byrjaði boltinn að rúlla hjá Villa. Marcus Rashford skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið á 58. mínútu. Hann er á láni hjá liðinu út tímabilið. Á 63. mínútu var Villa dæmt víti sem Rashford skoraði úr. Þriðja mark liðsins skoraði Jacob Ramsey á 71. mínútu.

30. mars 2025 kl. 12:37
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Þrjú ár síðan hryll­ing­ur­inn í Bucha varð ljós

Íbúar Bucha komu saman við kirkju bæjarins í morgun og minntust þess að þrjú ár eru liðin síðan Rússlandsher hörfaði frá bænum. Fólk lagði blóm og kerti við minnisvarða um íbúa sem Rússlandsher drap, þá 33 daga sem hann hafði bæinn á valdi sínu.

Ódæðisverk hersins í Bucha eru talin með þeim verstu síðan Rússland hóf allsherjarinnrás í Úkraínu.

Bucha var rólegt 55.000 íbúa úthverfi höfuðborgarinnar Kyiv þar til Rússar náðu völdum 27. febrúar 2022.

31. mars komst Úkraínuher þangað og hryllingurinn varð ljós. Lík hundruða almennra borgara fundust á götum úti, í fjöldagröfum og í pyntingarklefum. 9.000 tilvik um stríðsglæpi voru skráð.

Myndir Björns Malmquist úr fréttaferð til Bucha og Irpin, úthverfa Kyiv borgar, í ágúst 2023
Mynd af kirkju í Bucha, Úkraínu. Myndin er úr safni. Í dag var minningarathöfn við kirkjuna. Við hana fundust fjöldagrafir þegar Rússlandsher hörfaði.RUV/Björn Malmquist