Stjórnvöld í Ísrael segja engin hjálpargögn fara til Gaza
Israel Katz varnarmálaráðherra Ísraels segir að stjórn landsins ætli áfram að koma í veg fyrir að hjálpargögn berist til Gaza. Hann segir stefnu Ísraelsstjórnar skýra, engin mannúðaraðstoð berist til Gaza, til þess að koma í veg fyrir að Hamas geti notað hana til að fá íbúa Gaza til liðs við sig.
Ísraelsstjórn hefur komið í veg fyrir að hjálpargögn berist til Gaza síðan 2. mars, eftir að fyrsti hluti vopnahléssáttmála Hamas og Ísraelsstjórnar rann út. Hamas-samtökin sögðu í gær að nýju tilboði Ísraelsmanna um vopnahlé yrði svarað á morgun.