NÝJAR FRÉTTIR

Hér birtast allar nýjustu fréttirnar á vefnum. Notaðu síuna til þess að sýna fréttir úr völdum flokkum.

Sía
Fyrir 9 tímum
Erlendar fréttir
Frakkland

Árásir í fang­els­um í Frakk­landi

epa12016244 France's Minister of Justice Gerald Darmanin (R) speaks with colleagues in a corridor on the sidelines of a meeting of the steering committee regarding the creation of high-security prisons, at the Ministry of Justice in Paris, France, 07 April 2025.  EPA-EFE/ALAIN JOCARD / POOL  MAXPPP OUT
Gérald Darmien ræðir við fjölmiðla.EPA-EFE / ALAIN JOCARD / POOL

Árásir voru gerðar í nokkrum fangelsum í Frakklandi í nótt og í morgun. Þetta staðfesti Gérald Darmain dómsmálaráðherra Frakklands í færslu á X. Hann sagði að árásirnar hefðu beinst að því að hræða starfsmenn fangelsanna og í þeim hefði bæði verið kveikt í bílum og hleypt af skotvopnum.

Árásir áttu sér stað í fangelsum á minnst fimm stöðum í Frakklandi, auk þess sem kveikt var í bíl sem lagt var við hús dómara í Marseille.

Darmain gaf í skyn í færslunni að árásirnar tengdust baráttu gegn fíkniefnasmygli. Hann ætlar að heimsækja eitt fangelsanna, í Toulon, í dag til að styðja fangelsisyfirvöld þar.

15. apríl 2025 kl. 9:21
Erlendar fréttir
Tyrkland

Yfir 200 hand­tekn­ir í lög­reglu­að­gerð­um í Tyrk­landi

Stór aðgerð tyrknesku lögreglunnar gegn skipulagðri glæpastarfsemi í morgun leiddi til þess að 234 voru handteknir. Níu þeirra voru teknir erlendis.

Þeir handteknu eru grunaðir um fíkniefnasmygl til Evrópu og peningaþvætti. 21 tonn af fíkniefnum var gert upptækt í aðgerðunum. Að sögn Ali Yerlikaya innanríkisráðherra Tyrklands skipulögðu glæpasamtökin smygl á kókaíni frá Suður-Ameríku, heróíni frá Íran og Afganistan og kannabisefnum gegnum Balkanlöndin.

15. apríl 2025 kl. 6:35
Innlendar fréttir
Veður

Snjó­koma og slydda á Norður- og Aust­ur­landi

Norðaustlæg átt verður á landinu í dag og víða á bilinu 8 til 15 metrar á sekúndu. Snjókoma eða slydda með köflum á Norður- og Austurlandi. Dregur úr ofankomu norðvestanlands með morgninum. Þó má búast við einhverjum éljum þar í dag.

Þurrt að mestu sunnan heiða.

Hitastig verður frá frostmarki norðaustantil upp í 9 stig við suðurströndina.

Á morgun verður svipað veður og snjókomubakki gengur inn yfir Austurland. Þar má bússt við talsverðri ofankomu fram eftir degi. Norðan kaldi eða strekkingur á fimmtudaginn og él um landið norðanvert. Á föstudag og laugardag er gert ráð fyrir hæglætisveðri um mestallt landið.

Helst má gera ráð fyrir hæglætisveðri á suðurhelmingi landsins.RÚV / Guðmundur Bergkvist

15. apríl 2025 kl. 5:18
Erlendar fréttir
Svíþjóð

Tveir menn skotn­ir til bana í Gauta­borg

Tveir menn voru skotnir til bana í Gautaborg í Svíþjóð í nótt. Frá þessu greinir sænska ríkissjónvarpið, SVT. Á vef þess segir að enginn hafi verið handtekinn og ekkert sé vitað um tilefni árásarinnar.

Lögregla hafi verið kölluð til eftir að tilkynnt var um byssuskot. Mennirnir hafi fundist særðir á vettvangi og fluttir á sjúkrahús, þar sem þeir létust. Annar þeirra var tvítugur og hinn 25 ára.

Lögreglan sagði engan liggja undir grun. Rannsókn héldi áfram í dag og óskað væri eftir því að fólk hefði samband, byggi það yfir upplýsingum sem gætu komið að gagni við rannsóknina.

14. apríl 2025 kl. 21:25
Íþróttir
Fótbolti

Há­dram­at­ískt jafn­tefli Vals og KR

Stjarnan er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina í Bestu deild karla í fótbolta, Stjarnan vann ÍA á heimavelli í kvöld. Í Laugardalnum lauk Reykjavíkurslag með jafntefli.

Annarri umferð deildarinnar lauk í kvöld með tveimur leikjum. Mörk frá Andra Rúnari Bjarnasyni og Guðmundi Baldvini Nökkvasyni dugðu Stjörnumönnum til sigurs gegn ÍA í hörkuleik. Haukur Andri Haraldsson skoraði mark ÍA.

Í Laugardal gerðu KR og Valur dramatískt jafntefli, lokatölur 3-3. Jónatan Ingi Jónsson og Patrick Pedersen skoruðu fyrir Val en Luke Rae og Jóhannes Kristinn Bjarnason sáu um markaskorun fyrir Vesturbæinga. Bæði lið eru með tvö stig eftir tvo leiki.

Jóhannes Kristinn Bjarnason
Mummi Lú

14. apríl 2025 kl. 20:53
Innlendar fréttir
Menntamál

Ætla ekki í Tækni­skól­ann

Kvikmyndaskóli Íslands, mynd tekin 24. mars.
RÚV / Kristinn Þeyr Magnússon

Nemendur hins gjaldþrota Kvikmyndaskóla Íslands ætla ekki að þiggja boð um að halda námi sínu áfram við Tækniskólann, líkt og menntamálaráðherra hafði boðið þeim að gera. Fulltrúar nemenda sátu fund með stjórnendum Tækniskólans í dag þar sem tillögur um framhald námsins voru kynntar.

Að mati nemenda voru tillögurnar óljósar, illa ígrundaðar og uppfylltu ekki eðlilegar kröfur nemenda. Af þeim sökum hafna nemendur Kvikmyndaskólans tillögunum og fara þeir fram á viðræður við menntamálaráðherra um lausn þeirra mála.

14. apríl 2025 kl. 19:29
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Jarð­skjálfti 5,2 að stærð nærri San Diego

Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir suðurhluta Kaliforníu klukkan tíu í morgun. Skjálftinn varð norðaustur af San Diego, um fjóra kílómetra suður af bænum Julian, og mældist á tæplega 13 kílómetra dýpi.

Í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X sagði Gavin Newsom ríkisstjóri Kaliforníu að verið væri að meta skemmdir í kjölfar skjálftans. Fréttir hafa ekki borist af slysum á fólki né miklu tjóni vegna skjálftans. Íbúar í suðurhluta Kaliforníu fengu skilaboð um að leita skjóls í kjölfar skjálftans en Veðurstofa Bandaríkjanna reiknaði ekki með flóðbylgju vegna hans.

14. apríl 2025 kl. 18:57
Íþróttir
Handbolti

Fær­eyj­ar með Ís­landi á HM í fyrsta skipti

Mikill uppgangur hefur verið í íþróttum í Færeyjum og þá einna helst í handbolta. Á dögunum tryggði kvennalandslið Færeyja sig inn á HM í fyrsta skipti í sögunni, Færeyjar unnu Litáen samanlagt í tveimur leikjum samanlagt. HM verður haldið í Hollandi og Þýskalandi á næsta ári.

Færeyjar fóru í fyrsta sinn á EM í desember á síðasta ári þar tapaði liðið fyr­ir Sviss og Dan­mörku en gerði jafn­tefli við Króa­tíu.

Ísland er sömuleiðis búið að tryggja sér þátttökurétt á HM eftir sannfærandi sigur á Ísrael í síðustu viku.

Mynd af hópi Færeyinga á handboltaleik. Allir halda á færeyska fánanum.
EPA / GEORGIOS KEFALAS

14. apríl 2025 kl. 18:02
Erlendar fréttir
El Salvador

Sagð­ist ekki hafa heim­ild til að senda García aftur til Banda­ríkj­anna

Nayib Bukele, forseti El Salvador, sagðist ekki ætla að senda mann aftur til Bandaríkjanna, sem var vísað þaðan fyrir mistök. Þetta sagði hann á fundi með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Maðurinn, sem heitir Kilmar Abrego Garcia, var sendur úr landi í ofurfangelsi í El Salvador fyrr í þessum mánuði, þrátt fyrir að hafa hlotið vernd gegn brottvísun frá Bandaríkjunum 2019. Bukele sagðist ekki hafa heimild til að senda García aftur til Bandaríkjanna. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur skipað Bandaríkjastjórn að liðka fyrir komu García aftur til landsins þar sem honum var vísað úr landi án tilhlýðilegrar málsmeðferðar.

President Donald Trump, right, shakes the hand of El Salvador's President Nayib Bukele during a meeting in the Oval Office of the White House in Washington, Monday, April 14, 2025. (Pool via AP)
Bukele og Trump Bandaríkjaforseti í Hvíta húsinu í dag.AP/POOL / Uncredited

14. apríl 2025 kl. 17:30
Innlendar fréttir
Leikskólar

Nýr leik­skóli fyrir 60 börn rís í Kópa­vogi

Framkvæmdir við nýjan leikskóla við Skólatröð í Kópavogi eru að hefjast en áætlað er að leikskólinn verði tekinn í notkun haustið 2027.
Kópavogsbær

Framkvæmdir við nýjan leikskóla við Skólatröð í Kópavogi eru að hefjast. Áætlað er að leikskólinn verði tekinn í notkun haustið 2027.

Í leikskólanum verða þrjár deildir fyrir nemendur á aldrinum 2-6 ára og miðað er við að fjöldi barna verði um 60 mestan hluta dagsins, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Gert er ráð fyrir 15-20 stöðugildum í leikskólanum.

Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að á lóðinni verði byggður þriggja deilda leikskóli á einni hæð. Áður stóð til að byggja leikskóla á tveimur hæðum með fjórum deildum en nágrannar lýstu þungum áhyggjum í umsögn um leikskólann, en þeir óttuðust að byggingin yrði yfirþyrmandi.

14. apríl 2025 kl. 17:18
Íþróttir
Fótbolti

Rømer kynnt­ur til leiks hjá KA

Eftir 4-0 tap í gær barst KA mikill liðsstyrkur fyrir komandi átök í Bestu deild karla. Fyrrum fyrirliði danska úrvalsdeildarliðsins Lyngby, Marcel Rømer hefur skrifað undir samning við Akureyrarfélagið. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Þessi danski leikmaður hefur leikið rúmlega 250 leiki í efstu deild í Danmörku og hefur verið leiðtogi í sterku liði Lyngby. Rømer leikur á miðri miðjunni sem varnarsinnaður miðjumaður en hann getur einnig leyst stöðu miðvarðar.

KA fær KFA í fyrsta leik sínum í Mjólkurbikarnum á föstudaginn en þar er liðið ríkjandi bikarmeistari eftir að hafa unnið Víking í úrslitum á síðasta tímabili.

14. apríl 2025 kl. 11:58
Innlendar fréttir
Trúarbrögð

Skrán­ing­um í þjóð­kirkj­una fækkar lít­il­lega

Skráðum í þjóðkirkjuna hefur fækkað um um 286 síðan 1. desember. Þjóðkirkjan er þó enn langfjölmennasta trú- og lífsskoðunarfélag landsins samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár Íslands með 224.677 skráða meðlimi.

Næst fjölmennast er Kaþólska kirkjan með 15.621 skráða meðlimi og í þriðja sæti er Fríkirkjan í Reykjavík með 9.945 skráða meðlimi.

Frá 1. desember til 1. apríl fjölgaði mest í Siðmennt, um 100 meðlimi.

30.854 voru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga og 90.655 einstaklingar voru með ótilgreinda skráningu. Fólkið í síðargreinda hópnum hefur ekki tekið afstöðu til skráningar í trú- eða lífsskoðunarfélag.

Mynd sem sýnir þróun skráninga í trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi síðustu ár. Meðlimum í Þjóðkirkju fækkar á meðan fjölgar í hópnum „ótilgreint“.
Mynd / Þjóðskrá Íslands

14. apríl 2025 kl. 6:49
Innlendar fréttir
Veður

Gular við­var­an­ir vegna hríð­ar­veð­urs

Gul viðvörun er í gildi á norðanverðu landinu og Vestfjörðum vegna hríðarveðurs. Búast má við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum þar í dag.

Viðvaranir verða í gildi fram á kvöld og falla úr gildi klukkan 21:00.

Búast má við norðanátt, þrettán til tuttugu metrum á sekúndu, en dregur smám saman úr vindi eftir hádegi, fyrst austantil á landinu. Snjókoma eða slydda, en úrkomulítið á sunnanverðu landinu og einnig austanlands síðdegis. Hiti núll til sex stig í dag, hlýjast sunnanlands. Á morgun má gera ráð fyrir norðaustanátt, 8 til 15 metrum á sekúndu. Él norðan og austanlands en bjartviðri sunnan heiða. Hlýnar lítillega.

Vetrarveður í júní 2024.
Hríðarveður verður á vestanverðu landinu í dag.RÚV / Ágúst Ólafsson

13. apríl 2025 kl. 22:26
Innlendar fréttir
Vestfirðir

Bílar fastir á Stein­gríms­fjarð­ar­heiði, Kletts­hálsi og Dynj­and­is­heiði

Ófært er um Steingrímsfjarðarheiði, Klettsháls og Dynjandisheiði á Vestfjörðum. Þar eru bílar fastir og nær ekkert skyggni, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Þar segir einnig að þæfingur sé á Þröskuldum, Gemlufallsheiði og í Súgandafirði og skafrenningur. Þá séu hálkublettir á nokkrum vegum.

Vert er að kanna vel færð og veður áður en lagt er af stað. Upplýsingar um færð á vegum má finna á vef Vegagerðarinnar, umferðin.is.

13. apríl 2025 kl. 21:04
Íþróttir
Körfubolti

Valur flýgur inn í und­an­úr­slit

Valur tryggði sér farseðil í undanúrslit í Bónusdeild kvenna í körfubolta í kvöld. Liðið sigraði Þór Akureyri, 75-70. Valur var yfir í einvíginu fyrir leikinn, 2-1, og því tryggði sigurinn Valskonum farseðilinn í næstu umferð.

Emma Karólína Snæbjarnardóttir í leik í Bónusdeild kvenna í körfubolta á Hlíðarenda 1. október 2024 þar sem Valur og Þór Akureyri áttust við
RÚV / Mummi Lú

Valur byrjaði betur og lauk fyrsta leikhluta með sex stiga forystu, 22-16. Þórskonur unnu upp muninn, komust yfir og leiddu með fjórum stigum í hálfleik, 34-38. Þór hélt forystunni út þriðja leikhluta sem lauk 56-61. Valskonur settu þá í sjötta gír og unnu að lokum með fimm stigum, 75-70.

Valskonur fljúga því áfram í næstu umferð og Þór lýkur keppni þetta tímabilið.

13. apríl 2025 kl. 19:47
Íþróttir
Blak

KA vann ör­ugg­an sigur á Þrótti í úr­slita­ein­víg­inu

KA vann Þrótt örugglega 3-0 í fyrsta leiknum í úrslitaeinvígi efstu deildar karla í blaki. Fyrstu hrinu vann KA 25-17, þá næstu 25-19 og þriðju og síðustu hrinu dagsins unn Akureyringar 25-17. KA vann titilinn síðast 2023 en langt er um liðið síðan Þróttur lyfti bikarnum. Það var árið 1999.

Mateo Castrillo í leik Þróttar R. og KA í úrslitum bikarkeppni karla í blaki 08.03.2025
RÚV / Mummi Lú

Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.

Liðin mætast næst í Reykjavík á skírdag klukkan 14.

13. apríl 2025 kl. 19:30
Íþróttir
Fótbolti

Salah sló met og bik­ar­inn er í augsýn

Fjórir leikir voru spilaðir í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í dag. Liverpool jók forystu sína á toppi Meistaradeildarinnar í fótbolta með sigri á West Ham, 2-1. Luis Diaz skoraði fyrir Liverpool eftir stoðsendingu frá Mohammed Salah. Þar með sló Salah met því hann hefur komið að flestum mörkum á 38 leikja tímabili, 45 talsins. Hann hefur gefið átján stoðsendingar og skorað 27 mörk. West Ham jafnaði á 86. mínútu en Virgil van Dijk tryggði sigurinn fyrir Liverpool þremur mínútum síðar og Liverpool er komið ansi nálægt bikarnum.

epa12024226 (FILE) - Mohamed Salah of Liverpool celebrates scoring the 2-1 goal during the English Premier League match between Liverpool FC and Southampton FC, in Liverpool, Britain, 08 March 2025 (re-issued 11 April 2025). Liverpool FC announced on 11 April 2025 that Salah has signed a new contract to stay at the club until 2027.  EPA-EFE/ADAM VAUGHAN EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Mohamed Salah fagnar markinu.EPA-EFE / ADAM VAUGHAN

Önnur úrslit:
Newcastle 4-1 Man. United
Chelsea 2-2 Ipswich
Wolves 4-2 Tottenham

13. apríl 2025 kl. 19:03
Íþróttir
Fótbolti

Daði tryggði Vestra fyrsta sig­ur­inn í Bestu deild­inni

Fjórir leikir eru í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Leik Vestra og FH lauk með 1-0 sigri Vestra. Leikið var í krefjandi aðstæðum á Ísafirði í sex stiga frosti. Eina mark leiksins skoraði Daði Berg Jónsson á 38. mínútu.

FH sótti hart í upphafi síðari hálfleiks en það dugði ekki til.

Vestri byrjar tímabilið vel og hefur þar með sér tryggt fjögur stig af sex mögulegum í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Axel Óskar Andrésson í leik Aftureldingar við ÍBV í Bestu deild karla 2025.
RÚV / Mummi Lú

Afturelding tók á móti ÍBV í sínum fyrsta heimaleik í efstu deild. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og bæði lið tryggðu sér sitt fyrsta stig á tímabilinu.

Tveir leikir hefjast klukkan 19:00

Víkingur – KA
Fram – Breiðablik

13. apríl 2025 kl. 18:51
Íþróttir
Handbolti

Stjarn­an og Aftu­eld­ing sigr­uðu fyrstu leiki um­spils­ins

Stjarnan tók á móti Víkingum í fyrsta leik liðanna fyrsta leik liðanna í undanúrslitum umspils Olísdeildar kvenna í handbolta. Stjarnan tryggði öruggan sigur, 27-21. Sigra þarf tvo leiki til þess að komast í úrslitakeppnina.

Úr bikarúrslitum Stjörnunnar og ÍBV í handbolta karla árið 2024.
Úr bikarúrslitum Stjörnunnar og ÍBV í handbolta árið 2024.Mummi Lú

Hinum megin áttust við HK og Afturelding þar sem Mosfellingar höfðu betur 20-23. Leikurinn var spennandi en staðan var jöfn í hálfleik, 10-10.

Liðin mætast á nýjan leik á miðvikudaginn. Þá geta Stjarnan og Afturelding tryggt sæti í úrslitum en HK og Víkingar geta þó jafnað og knúið fram oddaleiki.

13. apríl 2025 kl. 18:49
Innlendar fréttir
Orkumál

Sækja um virkj­un­ar­leyfi fyrir Kvísla­tungu­virkj­un

Stefnt er á að hefja undirbúningsframkvæmdir við Kvíslatunguvirkjun í sumar. Stjórn Orkubús Vestfjarða ákvað formlega að sækja um virkjunarleyfi á síðasta fundi.

Hólmavík Strandir Vestfirðir
Smábátur við veiðar í Steingrímsfirði. Selá rennur í Steingrímsfjörð.ruv.is / Jóhannes Jónsson

Virkjunin verður 9,5 MW og hefur farið í umhverfismat. Beðið er endanlegrar staðfestingar aðalskipulags Strandabyggðar. Skipulagið tekur til 1450 hektara og nær yfir stöðvarhús, efnistökusvæði í Selárdal og lóna og veitusvæða á hálendinu vestan Selárdals. Kvíslatunguvirkjun verður dýrasta verkefni Orkubúsins og kostar sjö milljarða króna. Áætlað er að hún byrji að framleiða raforku í lok árs 2027.

13. apríl 2025 kl. 12:36
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Fækkar í hópi þeirra sem dvelja ólög­lega í land­inu

Á þriðja hundrað manns dvelja ólöglega á Íslandi. Nokkuð algengt er að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi afskipti af fólki sem tilheyrir þessum hópi við hefðbundið eftirlit. Greint er frá þeim tilvikum í dagbókaryfirliti lögreglunnar. Síðast gerðist það aðfaranótt föstudags. Ef ekki er grunur um annað brot er viðkomandi gert skylt að tilkynna sig á lögreglustöð annan eða þriðja hvern dag.

Lögreglumaður við lögreglubíl í Austurstræti.
Lögreglumaður við lögreglubíl í Pósthússtræti í Reykjavík.RÚV / Ragnar Visage

Samkvæmt upplýsingum frá heimferðar- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra voru 222 þann 1. apríl á lista yfir þá sem dvelja hér ólöglega. Nokkur árangur hefur náðst að undanförnu við að finna fólk og koma úr landi samkvæmt lögum.

13. apríl 2025 kl. 12:28
Íþróttir
Dans

Bazev-hjónin nældu í brons í Black­pool

Hanna Rún Óladóttir Bazev og eiginmaður hennar Nikita Bazev dönsuðu til bronsverðlauna í suður-amerískum dönsum í Blackpool í Englandi í gær. Hanna og Nikita keppa í flokki atvinnumanna.

Hanna Rún Óladóttir Bazev og Nikita Bazev náðu í brons á Super Grand Prix keppninni í Blackpool.
Aðsend mynd / Dansíþróttasamband Íslands

Stefnan er sett á heimsleikana í sumar þar sem einungis 16 bestu danspör úr flokki áhugamanna og atvinnumanna fá þátttökurétt. Heimsleikarnir eru haldnir á fjögurra ára fresti.

13. apríl 2025 kl. 5:18
Innlendar fréttir
Veður

Rúm­lega tvö­falt fleiri útköll vegna óveð­urs

Slökkvilið landsins hafa sinnt rúmlega tvöfalt fleiri útköllum vegna óveðurs það sem af er ári en allt síðasta ár. Þetta kemur fram í samantekt á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Alls voru 37 útköll vegna óveðurs á fyrsta ársfjórðungi 2025 en þau voru alls 16 árið 2024.

Útköllum vegna vatnstjóns fjölgaði einnig töluvert. Þau voru 158 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en 94 á sama tímabili í fyrra.

Í samantektinni segir einnig að árið 2025 stefni í að verða metár í útköllum tengdum flugeldum. Það sem af er ári hafa slökkvilið landsins sinnt 13 útköllum vegna flugelda og hafa þau ekki verið fleiri síðan 2019 þegar þau voru 15 yfir árið.

Vatn flæddi inn í hús á Akureyri. Slökkvilið Akureyrar og björgunarsveitin Súlur dældu vatni úr tveimur íbúðarhúsum í Hafnarstræti.
Slökkvilið sinnti 158 útköllum vegna vatnstjóns á fyrsta ársfjórðungi 2025. Myndin var tekin á Akureyri í febrúar.RÚV / Ágúst Ólafsson

12. apríl 2025 kl. 19:08
Íþróttir
Blak

KA vann Völs­ung ör­ugg­lega í úr­slita­ein­víg­inu

Leikkerfi í leik KA og HK í úrslitum bikarkeppni kvenna í blaki 08.03.2025
RÚV / Mummi Lú

KA vann Völsung 3-0 í fyrsta leik úrslitaeinvígis efstu deildar kvenna í blaki. KA tók fyrstu hrinu 25-21, næstu 25-14 og niðurstaðan í þriðju hrinunni var 25-17.

KA hefur orðið Íslandsmeistari kvenna síðastliðin þrjú ár.

Næsti leikur fer fram á Húsavík á miðvikudaginn.

12. apríl 2025 kl. 19:00
Íþróttir
Körfubolti

Odda­leik­ur fram undan hjá Haukum og Grinda­vík

Úr leik Hauka gegn Stjörnunni í efstu deild kvenna í körfubolta tímabilið 2024-25.
Emil Barja þjálfari Hauka fer yfir málin með sínu liði.Mummi Lú

Haukar knúðu fram oddaleik í einvíginu gegn Grindavík í átta liða úrslitum efstu deildar kvenna í körfubolta. Grindavík komst í 2-0 í einvíginu en Haukar hafa nú jafnað metin í 2-2. Haukar unnu fimm stiga sigur, 81-86. Leikurinn var jafn nær allan tímann. Haukar leiddu 22-26 eftir fyrsta leikhluta en Grindavík var tveimur stigum yfir í hálfleik, 44-42.

Haukar náðu svo örlitlu forskoti í fjórða leikhluta og héldu út.

Oddaleikurinn fer fram miðvikudaginn 16. apríl á heimavelli Hauka.

12. apríl 2025 kl. 18:52
Innlendar fréttir
Reykjavíkurborg

Vel gekk að slökkva eld sem kvikn­aði í bíl­skúr

Slökkviliðsaðgerðum er lokið við Bólstaðarhlíð í Reykjavík þar sem eldur kviknaði í bílskúr nú undir kvöld. Talsvert viðbragð var á staðnum en vel gekk að slökkva eldinn.

Sigurjón Ólafsson hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að eldur hafi komist í þak bílskúrsins og því hafi þurft að rífa hluta þaksins til að slökkva hann.

Lögreglu hefur verið afhendur vettvangur til rannsóknar.

Eldur í bílskúr í Bólstaðarhlíð.
Frá aðgerðum.Ægir Þór Eysteinsson / Aðsent

12. apríl 2025 kl. 18:39
Innlendar fréttir
Veður

Gul við­vör­un vegna norð­an­hríð­ar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna norðanhríðar í þremur landshlutum á morgun. Fyrsta viðvörunin tekur gildi á Austfjörðum klukkan sex í fyrramálið. Sú næsta tekur gildi á Austurlandi að Glettingi klukkan 11 og loks á Norðurlandi eystra klukkan 14. Viðvaranirnar gilda til miðnættis annað kvöld.

Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Gular veðurviðvaranir.
Veðurstofa Íslands

12. apríl 2025 kl. 18:26
Íþróttir
Fótbolti

Ars­en­al gerði jafn­tefli við Brent­ford

epa12027642 Declan Rice of Arsenal  in action during the English Premier League soccer match between Arsenal FC and Brentford FC, in London, Britain, 12 April 2025.  EPA-EFE/NEIL HALL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Declan Rice á fleygiferð í leiknum.EPA-EFE / NEIL HALL

Arsenal og Brentford gerðu 1-1 jafntefli í leik liðanna í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta rétt í þessu. Þar með er forskot Liverpool, sem er í efsta sætinu, tíu stig. Liverpool menn geta með sigri á morgun gegn West Ham tryggst sér þrettán stiga forystu þegar sex leikir eru til stefnu.

Mark Kieran Tierney var dæmt af í fyrri hálfleik og staðan því markalaus í hálfleik. Thomas Partey kom heimamönnum í Arsenal yfir eftir 62 mínútur. Yoane Wissa jafnaði metin á 74. mínútu.

Brentford er í 11. sæti með 43 stig.

12. apríl 2025 kl. 18:18
Innlendar fréttir
Reykjavíkurborg

Eldur kvikn­aði í bíl­skúr í Ból­stað­ar­hlíð

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er að stöfum í Bólstaðarhlíð vegna elds sem kom upp í bílskúr. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er að mestu búið að ná tökum á eldinum.

Enginn var inni í bílskúrnum þegar slökkvilið bar að garði.

Eins og sjá má á þessari mynd voru minnst þrír slökkvibílar kallaðir út og þrír sjúkrabílar.

Eldur í bílskúr í Bólstaðarhlíð.
Ægir Þór Eysteinsson / Aðsent

12. apríl 2025 kl. 16:05
Íþróttir
Fótbolti

Klúðr­aði tveim­ur vítum í þriggja marka sigri

epa12021182 Marco Asensio of Aston Villa warms up ahead of the UEFA Champions League quarter-finals 1st leg soccer match between Paris Saint-Germain and Aston Villa, in Paris, France, 09 April 2025.  EPA-EFE/MOHAMMED BADRA
EPA-EFE / Mohammed Badra

Þremur leikjum í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta lauk nú rétt í þessu. Hinn spænski Marco Asensio klúðraði tveimur vítaspyrnum í 0-3 sigri Aston Villa gegn lánlausum Southampton mönnum.

Ollie Watkins, Donyell Malen og John McGinn skoruðu mörk Villa sem öll komu á lokakaflanum.

Everton vann Nottingham Forest 0-1 og Brighton og Leicester gerðu 2-2 jafntefli. Fyrr í dag vann Manchester City 5-2 sigur á Crystal Palace.

12. apríl 2025 kl. 13:55
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Grun­að­ur um akstur undir áhrif­um eftir að bif­reið hans hafn­aði á hlið

Ökumaður var handtekinn á sjöunda tímanum í morgun eftir að hann missti stjórn á bifreið sinni í Skarphéðinsgötu í Reykjavík með þeim afleiðingum að hún endaði á hliðinni. Tjón varð á tveimur öðrum bifreiðum.

Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir engin slys hafa orðið á fólki. Hann segir að ökumaðurinn sé grunaður um að hafa ekið undir áhrifum en að málið sé í rannsókn.

Bíll á hliðinni í Skarphéðinsgötu í Reykjavík eftir að ökumaður missti stjórn á honum.
Aðsend

12. apríl 2025 kl. 12:55
Erlendar fréttir
Ísrael-Palestína

Alræmd her­deild sögð eiga þátt í drápi bráðaliða

Deild innan ísraelska hersins, sem er alræmd fyrir grimmd og pyntingar, er sögð hafa verið viðstödd þegar ísraelskir hermenn drápu 15 bráðaliða nærri Rafah á Gaza í síðasta mánuði.

Mennirnir voru um borð í sjúkrabíl, slökkviliðsbíl og bíl frá Sameinuðu þjóðunum þegar hermenn skutu á bílalestina og grófu hina látnu í grunnri fjöldagröf.

Breska blaðið Guardian segir að deild 504 innan ísraelska hersins, sem herforinginn Yehuda Vach, leiðir, hafi verið viðstödd.

Hermenn úr deild Vachs hafa áður verið sakaðir um stríðsglæpi á Gaza, meðal annars dráp á almennum borgurum, ósæmilega meðferð á líkum og hvatningu til þjóðarmorðs.

This frame grab from a video released by the Palestinian Red Crescent Society, taken with a phone by one of the 15 Palestinians medics killed, shows Red Crescent emergency vehicles, their lights and sirens flashing and their logos clearly visible, seconds before they came under a barrage of gunfire from Israeli army soldiers in Tel al-Sultan, a district of the southern Gaza Strip town of Rafah, early Sunday, March 23, 2025. (Palestinian Red Crescent Society via AP)
Skjáskot úr myndbandi Rauða hálfmánans sem sýnir bílalestina sem Ísraelsher skaut á.AP/Palestinian Red Crescent Society / Uncredited

12. apríl 2025 kl. 7:49
Innlendar fréttir
Veður

Rign­ing og slydda sunnan til en bjart­ara fyrir norðan

Í dag gengur í austan kalda eða strekking á sunnanverðu landinu með úrkomu, sem verður yfirleitt rigning nærri sjávarmáli, en slydda eða snjókoma í uppsveitum og á heiðum. Á norðurhelmingi landsins verður hægari vindur í dag og bjart veður.

Veðurspá klukkan 14.
Veðurstofa Íslands

Á morgun, sunnudag, gengur í allhvassa eða hvassa norðanátt. Með henni fylgir snjókoma, fyrst á austanverðu landinu, en einnig norðanlands síðar um daginn. Yfirleitt þurrt suðvestantil. Spár gera síðan ráð fyrir að við verðum í kaldri norðanátt áfram fram eftir næstu viku. Ofankoma af og til á norðurhelmingi landsins, en yfirleitt þurrt sunnanlands.

12. apríl 2025 kl. 6:11
Innlendar fréttir
Sjávarútvegur

Ekki for­svar­an­legt að stunda hval­veið­ar í sumar

Engar hvalveiðar verða á vegum Hvals hf. í sumar, eins og greint var frá í fréttum í gær. Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, ástæðu þess vera aðstæður í heimsmálum. Afurðaverðsþróun í Japan hafi verið óhagstæð að undanförnu og fari versnandi. Verð afurða félagsins verði það lágt að ekki sé forsvaranlegt að stunda veiðar í sumar.

Lágt gengi krónunnar gagnvart japanska jeninu hjálpi heldur ekki til, né umrót á heimsmörkuðum. Hvalur hf. sjái ekkert annað í stöðunni en að bíða betri tíma og endurmeta stöðuna á nýju ári.

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals.
Kristján Loftsson.RÚV

12. apríl 2025 kl. 3:23
Erlendar fréttir
Argentína

Sam­þykkti neyð­ar­lán­veit­ingu til Arg­ent­ínu

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti í gær tuttugu milljarða dala neyðarlánveitingu til Argentínu, sem hefur um árabil glímt við mikla verðbólgu. Hún hefur þó lækkað umtalsvert síðustu misseri í kjölfar hagræðingaraðgerða forsetans Javier Milei, sem hafa vakið hörð viðbrögð heima fyrir.

Lán Argentínu hjá sjóðnum nema þegar yfir 40 milljörðum dala.

Alþjóðabankinn tilkynnti einnig um tólf milljarða dala stuðning til Argentínu og Þróunarbanki Ameríkuríkja um allt að tíu milljarða dala stuðning.

Milei fagnaði þessu í sjónvarpsávarpi í gærkvöld. Hann sagði að efnahagur Argentínu yrði einn sá sterkasti næstu þrjá áratugi.

epa12021287 Argentine President Javier Milei holds a joint press conference with the Paraguayan president at the Lopez Palace in Asuncion, Paraguay, 09 April 2025. Milei arrived in Paraguay for his first official visit to the neighboring country since taking office in December 2023.  EPA-EFE/JUAN PABLO PINO
Javier Milei er forseti Argentínu.EPA-EFE / JUAN PABLO PINO

11. apríl 2025 kl. 21:36
Innlendar fréttir
Norðurland

Al­var­legt um­ferð­ar­slys á Siglu­fjarð­ar­vegi sunnan við Hofs­ós

Lögreglunni á Norðurlandi vestra barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Siglufjarðarvegi sunnan við Hofsós við Grafará í kvöld.

Samkvæmt Vegagerðinni er vegurinn lokaður vegna slyssins.

Lögreglan segir viðbragðsaðila vinna á vettvangi og að fréttatilkynningar megi vænta síðar. Frekari upplýsingar verði ekki veittar að svo stöddu.

Loftmynd af Siglufjarðarvegi m Almenninga. Jarðsig umhverfis veginn, malarvegur.
Mynd af SiglufjarðarvegiRÚV / Andrea María Sveinsdóttir

11. apríl 2025 kl. 21:31
Íþróttir
Körfubolti

Njarð­vík­ing­ar og ÍR-ingar fundu líf­línu

Tveir leikir voru spilaðir í 8-liða úrslitum Bónusdeildar karla í körfubolta í kvöld.

Njarðvík var með bakið upp við vegg þegar liðið fékk Álftanes í heimsókn enda hafði liðið tapað báðum leikjum einvígisins. Eftir æsispennandi fyrri hálfleik léku Njarðvíkingar við hvern sinn fingur í þriðja leikhluta og skópu verðskuldaðan sigur, 107-74.

Í Garðabænum þurfti ÍR að sækja sigur á Stjörnunni, sem var 2-0 yfir í einvíginu. Það gerðu Breiðhyltingar líka í æsispennandi leik sem lauk 87-89, ÍR í vil.

Fjórði leikur beggja viðureigna er á þriðjudaginn næsta.

11. apríl 2025 kl. 19:42
Íþróttir
Sund

Nítján ára gamalt Ís­lands­met féll

Íslandsmeistaramótið í sundi hófst í morgun í Laugardalslaug. Tvö Íslandsmet féllu á fyrsta degi.

Birnir Freyr Hálfdánarson setti Íslandsmet í 100 metra flugsundi þegar hann kom í mark á 53,29 sekúndum sem er bæting um 13 hundraðshluta. Örn Arnarson átti metið sem var orðið 19 ára, eða jafn gamalt og Birnir Freyr sem náði með tímanum jafnframt lágmarki fyrir HM.

Birnir Freyr Hálfdánarson fagnar Íslandsmeti sínu í 200 metra fjórsundi karla 2. apríl 2023.
Birnir Freyr Hálfdánarson var einnig í sveit SH sem setti ÍslandsmetiðRÚV

Birnir var einnig í sveit SH, ásamt Ými Chatenay Sölvasyni, Magnúsi Víði Jónssyni og Veigari Hrafni Sigþórssyni, sem setti nýtt Íslandsmet í 4x200 m skriðsundi karla, 7:41,05.

Sýnt verður beint frá mótinu á RÚV 2 á morgun og á sunnudag og hefst útsending klukkan 16:35 báða dagana.

11. apríl 2025 kl. 19:33
Innlendar fréttir
Reykjavíkurborg

Árekst­ur og bíl­velta á Hring­braut

Árekstur varð á milli tveggja bifreiða á gatnamótum Hlíðarfótar og Hringbrautar í kvöld.

Annar bíllinn valt en Sigurjón Ólafsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa farið mun betur en á horfðist.

Tveir voru fluttir á slysadeild en Sigurjón segir að báðir séu með tiltölulega smávægilega áverka miðað við alvarleika árekstursins.

Aðspurður kveðst hann ekki vita um tildrög slyssins en segir vettvang lokaðan eins og er á meðan lögreglan rannsaki málið.

Bílvelta sem varð á gatnamótum Hringbrautar og Hlíðarfóts.
Áreksturinn varð á gatnamótum Hringbrautar og Hlíðarfótar.RÚV / María Sigrún Hilmarsdóttir

Árekstur og bílvelta við gatnamót Hlíðarfóts og Hringbrautar 11. apríl 2025.
Vettvangur er lokaður á meðan lögreglan rannsakar málið.RÚV / Oddur Þórðarson

11. apríl 2025 kl. 18:46
Innlendar fréttir
Stjórnmál

Guð­mund­ur Árni og Jón Grétar end­ur­kjörn­ir

Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur verið endurkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar.

Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Guðmundur Árni Stefánsson, varformaður Samfylkingarinnar.RÚV / Ragnar Visage

Þá var Jón Grétar Þórsson, sem hefur verið gjaldkeri Samfylkingarinnar frá 2022, einnig endurkjörinn. Hvorugur fékk mótframboð og voru báðir því sjálfkjörnir.

11. apríl 2025 kl. 18:40
Innlendar fréttir
Stjórnmál

Guðný Birna kjörin ritari Sam­fylk­ing­ar­inn­ar

Guðný Birna Guðmundsdóttir oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ var kjörin ritari flokksins á landsfundi hans rétt í þessu og hlaut þrjá fjórðu atkvæða. Gylfi Þór Gíslason formaður verkalýðsráðs Samfylkingarinnar sóttist einnig eftir embættinu.

Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og á morgun í Grafarvogi.

Landsfundur Samfylkingarinnar 11. apríl 2025.
Frá landsfundi Samfylkingarinnar.RÚV / Ragnar Visage