Árásir í fangelsum í Frakklandi
Árásir voru gerðar í nokkrum fangelsum í Frakklandi í nótt og í morgun. Þetta staðfesti Gérald Darmain dómsmálaráðherra Frakklands í færslu á X. Hann sagði að árásirnar hefðu beinst að því að hræða starfsmenn fangelsanna og í þeim hefði bæði verið kveikt í bílum og hleypt af skotvopnum.
Árásir áttu sér stað í fangelsum á minnst fimm stöðum í Frakklandi, auk þess sem kveikt var í bíl sem lagt var við hús dómara í Marseille.
Darmain gaf í skyn í færslunni að árásirnar tengdust baráttu gegn fíkniefnasmygli. Hann ætlar að heimsækja eitt fangelsanna, í Toulon, í dag til að styðja fangelsisyfirvöld þar.