Svona verða undanúrslit enska bikarsins
Manchester City sigraði Bournemouth í síðasta leik átta liða úrslita enska bikarsins í fótbolta í dag, 1-2.
Manchester City fékk vítaspyrnu snemma leiks. Hana tók Erling Haaland en Kepa Arrizabalaga, markmaður Bournemouth, varði hana af öryggi. Skömmu síðar skoraði Francisco Evanilso mark fyrir heimamenn og Bournemouth leiddi því 1-0. Haaland bætti upp mistökin á vítapunktinum á 49. mínútu með jöfnunarmarki fyrir City, 1-1 var þá staðan. Sigurmark City kom á 63. mínútu þegar Omar Marmoush skoraði eftir stoðsendingu frá Nico O'Reilly.
Búið er að draga í undanúrslit
Nottingham Forest - Manchester City
Crystal Palace - Aston Villa