Aston Villa gerir harða atlögu að meistaradeildarsæti
Aston Villa vann 4-1 sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn var þýðingarmikill fyrir Aston Villa í harðri baráttu um að vera meðal fimm efstu liðanna sem komast í meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.
Aston Villa er í 6. sæti með 57 stig eins og Nottingham Forest sem er í fimmta sæti. Chelsea er þremur stigum neðar í sjöunda sæti og á leik til góða. Manchester City er með 58 stig í fjórða sæti og Newcastle með 59 stig í þriðja sæti.
Úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinni
Brentford - Brighton 4-2
Crystal Palace - Bournemouth 0-0
Everton - Man City 0-2
West Ham - Southampton 1-1
Aston Villa - Newcastle 4-1