United með ótrúlega endurkomu í níu marka leik
Leikið var í 8-liða úrslitum Evrópudeildar og Sambandsdeildar í fótbolta.
Manchester United leiddi 2-0 gegn franska liðinu Lyon en gestirnir jöfnuðu metin og því þurfti að grípa til framlengingar. Í henni voru Lyon einum færri eftir að Tolisso fékk sitt annað gula spjald.
Í framlengingu komst Lyon yfir í 2-3 og svo 2-4. Þá var útlitið orðið ansi svart en United skoraði þrjú mörk á ótrúlegum kafla frá 114. mínútu. Lokatölur voru 5-4. Harry Magure gerði sigurmarkið í uppbótartíma.
Tottenham, Athletic Bilbao og Bodo Glimt eru einnig komin í undanúrslit.
Fiorentina, Chelsea, Real Betis og Djurgarden eru komin í undanúrslit Sambandsdeildarinnar.