NÝJAR FRÉTTIR

Hér birtast allar nýjustu fréttirnar á vefnum. Notaðu síuna til þess að sýna fréttir úr völdum flokkum.

Sía
Fyrir 19 mínútum
Íþróttir
Körfubolti

Tinda­stóll einum sigri frá und­an­úr­slit­un­um

Tindastóll vann Keflavík 93-96 í háspennuleik í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld. Tindastóll er nú 2-0 yfir í einvígi liðanna og því einum sigri frá því að komast í undanúrsslit. Tindastóll er deildarmeistari en Keflavík varð í 8. sæti.

Dedrick Deon Basile í leik með Tindastóli í úrvalsdeildinni í körfubolta.
Dedrick Deon Basile í leik með Tindastóli.Mummi Lú

Í hinum leik kvöldsins náði Grindavík naumlega að svara fyrir tap í fyrsta leiknum gegn Val og jafna metin í einvíginu í 1-1. Grindvíkingar glutruðu næstum niður 18 stiga forystu í lokaleikhlutanum því Valsmenn munnkuðu muninn niður í þrjú stig þegar skammt var eftir. Grindavík hafði þó betur, 80-76. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.

Fyrir 56 mínútum
Innlendar fréttir
Jarðhræringar

Órói mæld­ist aftur við Torfa­jök­ul

Órói mældist aftur á jarðhitasvæðinu við Torfajökul í stuttan tíma í kringum átta í dag. Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þetta alllíklega vera vegna breytinga í jarðhitakerfinu þar. Mælar á svæðinu geta numið slíkt sem óróa. Svipaður atburður varð þar upp úr hádegi í gær. Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands fylgjast áfram vel með.

Fyrir 58 mínútum
Íþróttir
Fótbolti

Skaga­menn byrja deild­ina á sigri

ÍA vann 0-1 útisigur á Fram í lokaleik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Rúnar Már Sigurjónsson skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik í Úlfarsárdal.

HK-ÍA 14. apríl 2024 Besta deild karla Viktor Jónsson.
Skagamenn byrja tímabilið á sigri.RÚV / Mummi Lú

Þá er fjórum leikjum lokið í þessari fyrstu umferð deildarinnar. Fyrr í dag gerðu KA og KR 2-2 jafntefli á Akureyri og Valur og Vestri 1-1 jafntefli á Hlíðarenda. Breiðablik vann nýliðana í Aftureldingu 2-0 í upphafsleik deildarinnar í gærkvöld.

Fyrir 3 tímum
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Átta ára stúlka dó vegna misl­inga í Texas

Átta ára stúlka varð annað barnið til að deyja af völdum mislingafaraldurs í Vestur-Texas. Nærri 500 tilfelli mislinga hafa verið staðfest í Texas síðan faraldurinn hófst í ársbyrjun, 54 til viðbótar í Nýju-Mexíkó og tíu í Oklahoma.

epa11933532 Nine-year-old Jexer Brayan receives a MMR vaccine, which protects against contracting the disease measles, at City of Lubbock Health Department in Lubbock, Texas, USA, 01 March 2025. This is Brayan’s first dose.  EPA-EFE/ANNIE RICE
Barn bólusett í Lubbock í Texas.EPA-EFE / ANNIE RICE

Ef útbreiðslan heldur áfram á þessum hraða gætu Bandaríkin farið af lista yfir þau lönd þar sem mislingafaraldur hefur verið stöðvaður.

Viðbrögð heilbrigðisráðherrans Robert F. Kennedy yngri hafa verið gagnrýnd. Læknar í Texas segja áherslu Kennedys á aðrar lækningaaðferðir hafa valdið því að fólk leiti oft seint til læknis eða innbyrði hættulegt magn A-vítamíns.

Fyrir 3 tímum
Íþróttir
Fótbolti

Tvö rauð á KR í jafn­tefli við KA

Það var heitt í kolunum á Akureyri í dag þegar KA og KR gerðu 2-2 jafntefli í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Luke Rae kom KR yfir á 10. mínútu en Ásgeir Sigurgeirsson og Hans Viktor Guðmundsson komu KA yfir upp úr miðjum fyrri hálfleik. Jóhannes Kristinn Bjarnason jafnaði fyrir KR á 43. mínútu.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, KR-FH 12. ágúst 2024.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR.RÚV / Mummi Lú

Hvort lið fékk fimm gul spjöld og tveir KR-ingar fengu rautt undir lokin. Aron Sigurðarson fékk sitt annað gula spjald á 88. mínútu og Hjalti Sigurðsson fékk beint rautt á 95. mínútu.

Fyrr í dag gerðu Valur og Vestri 1-1 jafntefli og í kvöld mætast Fram og ÍA kl. 19:15.

Fyrir 3 tímum
Erlendar fréttir
Þýskaland

Manns leitað eftir að þrjú fund­ust látin í þýskum smábæ

Lögreglan í Rheinland-Pfalz í Þýskalandi leitar að manni sem er grunaður um að hafa orðið þremur að bana í heimahúsi í bænum Weiteweld. Þýska dagblaðið Bild fullyrðir að hin látnu séu par og 16 ára sonur þeirra.

Lögreglumenn í Weitefeld í Þýskalandi að leita manns sem varð þremur að bana í bænum.
Lögreglumenn í Weitefeld.EBU

Samkvæmt lögreglunni hringdi kona í neyðarlínuna rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og greindi frá grófu ofbeldi. Lögregla útilokar ekki að konan sem hringdi sé ein hinna látnu. Vísbendingar eru um að bæði skot- og eggvopnum hafi verið beitt. Leit lögreglunnar beinist að einstaklingi sem sást yfirgefa húsið nánast um leið og lögregla kom á staðinn.

Um 2.000 búa í Weitefeld. Lögregla segir engan grun um að aðrir séu í hættu.

Fyrir 4 tímum
Íþróttir
Fótbolti

Marka­laust í granna­slagn­um í Manchest­er

Nágrannaliðin í Manchester, United og City, gerðu markalaust jafntefli í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leikurinn var tíðindalítill og er þetta fyrsta markalausa jafnteflið í grannaslag þessara liða síðan í desember 2020.

Manchester City's Matheus Nunes, left, and Manchester United's Patrick Dorgu, right, battle for the ball during the English Premier League soccer match between Manchester City and Manchester United in Manchester, England, Sunday, April 6, 2025. (Martin Rickett/PA via AP)
Manchester City's Matheus Nunes, left, and Manchester United's Patrick Dorgu, right, battle for the ball during the English Premier League soccer match between Manchester City and Manchester United in Manchester, England, Sunday, April 6, 2025. (Martin Rickett/PA via AP)AP/PA / Martin Rickett

Man City er í fimmta sæti með 52 stig og í harðri baráttu við nokkur lið um meistaradeildarsæti en Man Utd er með 38 stig í þrettánda sæti.

Fyrir 5 tímum
Íþróttir
Fótbolti

Vestri sótti stig á Hlíð­ar­enda

Valur og Vestri gerðu 1-1 jafntefli í öðrum leik tímabilsins í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Vestri komst yfir þegar aðeins 20 sekúndur voru liðnar af seinni hálfleik með sjálfsmarki Orra Sigurðar Ómarssonar. Patrick Pedersen jafnaði fyrir Val á 65. mínútu og þar við sat.

Úr leik Vals og Vestra í Bestu deild karla í fótbolta 6. apríl 2025.
Úr leik Vals og Vestra í dag.RÚV / Mummi Lú

Þrír leikir eru á dagskrá fyrstu umferðar í dag

14:00 Valur-Vestri 1-1
16:15 KA-KR
19:15 Fram-ÍA

Mánudagur

18:00 Víkingur-ÍBV
19:15 Stjarnan-FH

Fyrir 6 tímum
Íþróttir
Fótbolti

Fulham stöðv­aði Liver­pool og Sout­hamp­ton féll

Fulham vann óvæntan 3-2 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fulham lenti undir en var 3-1 yfir í hálfleik. Liverpool hafði ekki tapað í 26 deildarleikjum í röð. Þrátt fyrir tapið er Liverpool með 11 stiga forystu á Arsenal á toppi deildarinnar þegar sjö umferðum er ólokið og 21 stig er eftir í pottinum.

Fulham's Rodrigo Muniz celebrates after scoring his side's third goal during the English Premier League soccer match between Fulham and Liverpool, at Craven Cottage, London, Sunday, April 6, 2025. (AP Photo/Kin Cheung)
Rodrigo Muniz fagnar eftir að hann skoraði þriðja mark Fulham.AP / Kin Cheung

Þremur leikjum er lokið í deildinni í dag, Brentford og Chelsea gerðu markalaust jafntefli og Tottenham vann Southampton 3-1. Með tapinu féll Southampton í b-deildina og aldrei áður í sögu úrvalsdeildarinnar hefur lið fallið svo snemma á tímabilinu.

Fyrir 7 tímum
Erlendar fréttir
Tollar Trumps

Simbabve og Taívan afnema tolla á inn­flutn­ing frá Banda­ríkj­un­um

Stjórnvöld bæði í Taívan og Simbabve hafa ákveðið að afnema tolla á innflutning frá Bandaríkjunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í liðinni viku að hann ætlaði að leggja 18 prósenta toll á innflutning frá Simbabve og 32 prósenta toll á innflutning frá Taívan.

Lai Ching-te forseti Taívans lofaði jafnframt auknum fjárfestingum taívanskra fyrirtækja í Bandaríkjunum.

Lai Ching-te heldur krepptum hnefa á lofti við setningarathöfn þar sem hann var svarinn inn sem forseti Taívan 20. maí 2024.
EPA-EFE / RITCHIE B. TONGO

Simbabve er auðugt af jarðefnaauðlindum. Ríkið flytur talsvert af tókaki og sykri til Bandaríkjanna.

Kevin Hassett, einn efnahagsráðgjafa Bandaríkjastjórnar, segir fleiri en fimmtíu ríki hafa sett sig í samband við Bandaríkjastjórn til að hefja viðræður.

Fyrir 9 tímum
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Lög­regla rann­sak­ar meinta hóp­nauðg­un

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir um tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir sátu í haldi lögreglu í fimm daga. Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir rannsókn miða vel. Hún segir rannsóknir á hópnauðgunum ekki algengar en mál sem þessi komi á borð kynferðisbrotadeildar endrum og sinnum. Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Lögreglan í miðbæ Reykjavíkur.RÚV - Kveikur

6. apríl 2025 kl. 11:49
Innlendar fréttir
Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Áfram jarð­skjálfta­virkni á Reykja­nes­skaga - fjórir skjálft­ar um 3 að stærð

Landris og jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga, en síðasta sólahring hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg. Fjórir stærstu skjálftarnir voru við Kleifarvatn og á Reykjanestá og voru um 3 að stærð.

GPS-mælingar sýna nokkuð greinileg merki um að landris sé hafið undir Svartsengi. Að sögn Veðurstofu Íslands er erfitt að meta hraða kvikusöfnunar að svo stöddu og mögulega þarf að bíða í nokkra daga til að meta frekari þróun kvikusöfnunar.


Á myndinni eru yfirfarnir jarðskjálftar frá því að eldgosið hófst 1. apríl til dagsins í dag. Á þeim tíma hafa yfir sjö þúsund skjálftar mælst á Reykjanesskaga.

Kortið sýnir yfirfarna jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá því að eldgosið hófst 1. apríl til 6. apríl (kl. 11).
RÚV / Veðurstofa Íslands

6. apríl 2025 kl. 11:29
Erlendar fréttir
Noregur

Af­ten­post­en gæti mok­grætt á Kanye West

Mynd sem var tekin fyrir umfjöllun aukablaðs norska dagblaðsins Aftenposten árið 2015 prýðir nýjasta plötuumslag bandaríska tónlistarmannsins Kanye West, WW3. Myndin er tekin af Peter van Agtmael og var notuð í forsíðuumfjöllun blaðsins um Ku Klux Klan-hreyfinguna í Tennessee í Bandaríkjunum.

Greinarhöfundurinn Vegard Tenold Aase segir þetta það ruglaðasta sem hann hafi orðið vitni að. „Og nei, Ye bað ekki um leyfi til að nota myndina. Alveg ruglað!“ skrifar Aase á Instagram.

Lögmaður Aftenposten segir líklegt að dagblaðið krefjist margra milljóna fyrir notkun myndarinnar.

Mynd tekin af X-síðu Kanye West. Myndin er alveg eins og mynd sem notuð var sem forsíuðmynd aukablaðs Aftenposten árið 2015.
Twitter / Peter van Agtmael

5. apríl 2025 kl. 20:37
Íþróttir
Handbolti

Ör­ugg­ur sigur Vals­manna í fyrsta leikn­um

Valur vann öruggan sigur á Stjörnunni, 30-21, í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla í handbolta í kvöld. Valur var þó aðeins tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14-12, en heimamenn á Hlíðarenda byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti, skoruðu fyrstu fjögur mörkin og stungu hreinlega af.

Valur varð í öðru sæti í deildarkeppninni en Stjarnan því sjöunda. Vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit og Valsmenn geta tryggt sér farseðilinn þangað með sigri í næsta leik liðanna sem verður í Garðabæ á þriðjudaginn.

Björgvin Páll Gústavsson í leik Vals og Olympiacos í úrslitum Evrópubikarsins í handbolta í maí 2024.
Björgvin Páll Gústavsson lokaði marki Vals í kvöld.Mummi Lú

5. apríl 2025 kl. 19:46
Íþróttir
Körfubolti

Njarð­vík nálg­ast und­an­úr­slit­in

Njarðvík vann Stjörnuna í Garðabæ, 72-89, í átta liða úrslitum úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í kvöld. Njarðvík hefur unnið fyrstu tvo leikina í einvíginu og þarf nú bara einn sigur í viðbót til að komast í undanúrslit.

Brittany Dinkins í bikarúrslitum kvenna í körfubolta 2025 þar sem Grindavík og Njarðvík mættust.
Brittany Dinkins skoraði 25 stig fyrir Njarðvík í kvöld.Mummi Lú

Næsti leikur liðanna verður í Njarðvík á miðvikudaginn. Fyrr í dag unnu Valskonur öruggan sigur á Þór Akureyri og eru þær einnig með 2-0 forystu í einvíginu.

5. apríl 2025 kl. 19:29
Íþróttir
Íshokkí

S.A. vann fyrsta leik­inn í frest­aða ein­víg­inu

Skautafélag Akureyrar vann Skautafélag Reykjavíkur 7-4 í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í íshokkí kvöld. Eftir að staðan var 3-3 skoraði S.A. þrjú mörk í röð og S.R. náði aðeins að minnka muninn í 6-4 áður en Akureyringar bættu lokamarkinu við.

Karlalið SA í íhokkí fagnar marki í deildarleik 2025.
S.A. er komið yfir í einvíginu.Facebook / Skautafélag Akureyrar

S.A. hefur nú náð 1-0 forystunni í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að verða meistari. Úrslitaeinvíginu seinkaði um tvær vikur vegna kærumáls en óljóst var þar til sl. fimmtudag hvort S.R. eða Fjölnir myndi leika í einvíginu.

5. apríl 2025 kl. 19:07
Íþróttir
Fótbolti

Aston Villa stopp­aði Forest

Meistardeildarvonir Aston Villa lifa góðu lífi eftir 2-1 sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta er þriðji sigur Villa í röð en Forest hafði unnið þrjá leiki í röð fram að þessu tapi.

Forest er með 57 stig í þriðja sæti deildarinnar en Aston Villa 51 stig í 6. sæti, eins og Man City sem er í fimmta sæti. Chelsea er með 52 stig í fjórða sæti.

Aston Villa's Donyell Malen celebrates after scoring his side's second goal during the English Premier League soccer match between Aston Villa and Nottingham Forest, at Villa Park, Birmingham, England, Saturday April 5, 2025. (Jacob King/PA via AP)
Donyell Malen kom Aston Villa í 2-0 á 15. mínútu.AP/PA / Jacob King

Úrslit dagsins

Everton - Arsenal 1-1
Crystal Palace - Brighton 2-1
Ipswich - Wolves 1-2
West Ham - Bournemouth 2-2
Aston Villa - Nott. Forest 2-1

5. apríl 2025 kl. 17:53
Íþróttir
Körfubolti

Vals­kon­ur komnar í 2-0 í ein­víg­inu gegn Þór

Valur og Þór Akureyri mættust á Hlíðarenda í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í dag. Þrátt fyrir að Þór hafi endað sæti ofar í deildinni unnu Valskonur óvæntan sigur í spennandi fyrsta leiknum á Akureyri.

Spennan var ekki jafn mikil í dag því Valskonur voru 13 stigum yfir strax eftir fyrsta leikhluta og 18 stigum yfir í hálfleik, 51-33. Valskonur unnu svo öruggan sigur, 102-75 og eru því komnar 2-0 yfir í einvíginu. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.

Dagbjört Dögg Karlsdóttir í leik í Bónusdeild kvenna í körfubolta á Hlíðarenda 1. október 2024 þar sem Valur og Þór Akureyri áttust við
Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 20 stig fyrir Val í dag.RÚV / Mummi Lú

Stjarnan og Njarðvík mætast kl. 18. Það er annar leikur liðanna eftir að Njarðvík vann fyrsta leikinn.

5. apríl 2025 kl. 17:44
Íþróttir
Handbolti

Aft­ur­eld­ing skrefi nær und­an­úr­slit­um

Fyrsta umferð 8-liða úrslita úrvalsdeildar karla í handbolta hélt áfram í dag. Afturelding tók á móti ÍBV en liðin enduðu í þriðja og sjötta sæti Olísdeildarinnar. Fyrri hálfleikur var jafn og liðin skiptust á forystuhlutverkinu og voru Eyjamenn yfir í hálfleik, 14-13.

Birgir Steinn Jónsson í leik Hauka og Afturelding í Olís deild karla
Birgir Steinn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu í dag.RÚV / Mummi Lú

Þegar leið á seinni hálfleikinn náði Afturelding þriggja marka forystu sem Eyjamönnum tókst aðeins að minnka niður í tvö mörk og sá var munurinn í leikslok. Afturelding vann 32-30 og hefur þar með náð 1-0 forystu í einvíginu. Vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit.

FH og Fram unnu fyrstu leikina sína gegn HK og Haukum í gærkvöld.

Valur og Stjarnan mætast kl. 19 í kvöld.

5. apríl 2025 kl. 17:08
Erlendar fréttir
Rússland

Tafl­borðs-morð­ing­inn játar 11 morð til við­bót­ar

Rússneski raðmorðinginn Alexander Pitsjúskin segist reiðubúinn að játa á sig 11 morð til viðbótar við þau 48 sem hann hefur verið dæmdur fyrir. Hann hlaut lífstíðardóm árið 2007.

epa01159992 Alexander Pichushkin, also known as 'chessbord murderer', sits behind the glass of a security cage which reflects a crowd of journalists during the announcement of the verdict in Moscow City Court 29 October 2007. The Moscow City Court has sentenced Alexander Pichushkin to life in jail. The jury found Pichushkin guilty of killing 48 people and said he did not deserve leniency.  EPA/YURI KOCHETKOV
Pitsjúskin við réttarhöldin 2007.EPA / Yuri Kochetkov

Fórnarlömb Pitsjúskins voru flest heimilislaus, áfengissjúklingar og eldri borgarar í kringum Bitsevsky-garð í sunnanverðri Moskvu. Morðin framdi hann frá árinu 1992 til ársins 2006. Pitsjúskin hlaut viðurnefnið taflborðs-morðinginn, því hann vonaðist til þess að fylla alla 64 reiti taflborðs með smámynt fyrir hvert fórnarlamba sinna.

Hann kvaðst sjálfur hafa orðið 63 að bana þegar réttað var yfir honum, en saksóknarar ákærðu hann fyrir 48 morð og þrjár morðtilraunir.

5. apríl 2025 kl. 15:18
Íþróttir
Skíði

María Krist­ín og Dagur Ís­lands­meist­arar í 10 km skíða­göngu

María Kristín Ólafsdóttir frá Skíðagöngufélaginu Ulli og Dagur Benediktsson frá SFÍ urðu í dag Íslandsmeistarar í 10 km göngu á Skíðamóti Íslands í Hlíðarfjalli á Akureyri.

Dagur sigraði eftir hörkuspennandi keppni við Einar Árna Gíslason sem varð í öðru sæti, aðeins 3 sekúndum á eftir Degi sem varð einnig Íslandsmeistari í sprettgöngu í gær. Ástmar Helgi Kristinsson varð þriðji.

Í kvennaflokki kom Karin Björlinger frá Svíþjóð fyrst í mark en María Kristín varð Íslandsmeistari. Önnur var Árný Helga Birkisdóttir og í þriðja sæti Sigríður Dóra Guðmundsdóttir. Íslandsmótinu lýkur á morgun.

5. apríl 2025. Dagur Benediktsson SFÍ sigraði í 10 km göngu á Skíðamóti Íslands í dag eftir hörkuspennandi keppni við Einar Árni Gíslason SKA varð í öðru sæti, aðeins 3 sek á eftir Degi. Ástmar Helgi Kristinsson SFÍ kom í mark í þriðja sæti, aðeins um mínútu á eftir fyrsta manni.
Í kvennaflokki kom Karin Björlinger Svíþjóð fyrst í mark en María Kristín Ólafsdóttir Ulli varð Íslandsmeistari. Önnur var Árný Helga Birkisdóttir SKA og í þriðja sæti var Sigríður Dóra Guðmundsdóttir Ulli.
Verðlaunahafar í fullorðinsflokkum 10 km göngu.Skíðasamband Íslands

Nánar má lesa um úrslit dagsins hér.

5. apríl 2025 kl. 14:33
Íþróttir
Fótbolti

Tit­ill­inn blasir við Liver­pool eftir jafn­tefli Ars­en­al

Everton og Arsenal gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Arsenal er í öðru sæti deildarinnar, 11 stigum á eftir toppliðinu Liverpool sem á auk þess leik til góða. Óhætt er því að segja að Englandsmeistaratitillinn blasi við Liverpool sem dugir 11 stig í síðustu átta leikjum sínum í deildinni.

epa12011292 Declan Rice of Arsenal reacts during the English Premier League soccer match between Everton FC and Arsenal FC, in Liverpool, Britain, 05 April 2025.  EPA-EFE/PETER POWELL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Declan Rice leikmaður Arsenal í leiknum í dag. Hann veit að titilvonir Arsenal eru að renna út í sandinn.EPA-EFE / Peter Powell

Arsenal komst yfir á 34. mínútu með marki Leandro Trossard og 1-0 stóð í hálfleik, Iliman Ndiaye jafnaði fyrir Everton úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks.

5. apríl 2025 kl. 14:18
Innlendar fréttir
Suðurland

Órói mæld­ist við Torfa­jök­ul

Órói mældist á jarðhitasvæðinu við Torfajökul í um klukkutíma upp úr hádegi í dag. Erfitt reyndist að mæla nákvæma staðsetningu óróans þar sem engir jarðskjálftar mældust, en jarðskjálftavirkni hefur verið um 15 kílómetrum norðvestur af jöklinum síðustu daga. Þar er virkt háhitasvæði og er óróinn líklegast tengdur því að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings á vakt hjá Veðurstofunni.

Hún segir ólíklegt að óróinn tengist kvikuhreyfingum. Þá myndu sjást breytingar í aflögun í landslaginu og líklega fylgdu þeim myndarlegar jarðskjálftahrinur.

Mynd af Torfajökli og svæðinu í kring. Snjór yfir öllu.
Aðsent / Landhelgisgæslan

Síðast gaus í Torfajökli 1477.

5. apríl 2025 kl. 11:29
Innlendar fréttir
Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Heldur áfram að draga úr jarð­skjálfta­virkni

Áfram dregur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Rúmlega 300 skjálftar hafa mælst þar síðasta sólahringinn. Enn mælast smáskjálftar við kvikuganginn á um fjögurra til sex kílómetra dýpi, flestir undir tveimur að stærð. Gikkskjálftar vegna spennubreytinga í kjölfar myndunar kvikugangsins fyrsta apríl halda einnig áfram við Reykjanestá og norðvestan við Kleifarvatn. Að sögn náttúruvár Veðurstofu Íslands má búast við áframhaldandi jarðskjálftum sem geta fundist í byggð á meðan svæðið er að jafna sig.

Vísbendingar eru um að landris og kvikusöfnun undir Svartsengi sé hafið á ný. Frekari mælingar næstu daga þarf til að meta hraða landrissins.

sundhnúksgígar
Um 20 kílómetra langur kvikugangur myndaðist norðan Grindavíkur þann 1. apríl.RÚV / Ragnar Visage

5. apríl 2025 kl. 9:07
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Skó­laus með ísexi í mið­bæn­um

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Töluvert var um ölvun og óspektir, einn var handtekinn skólaus í í miðbæ Reykjavíkur en sá var á ferðinni með ísexi.

Annar var handtekinn eftir að hafa slegið mann í höfuðið með glerflösku á skemmtistað. Þá hafði lögregla afskipti af mönnum sem voru að selja fíkniefni.

Lögregla kölluð til vegna hóps ungmenna sem var að safnast saman á bifreiðastæði í efri byggðum á höfuðborgarsvæðinu. Þau voru ölvuð og var eitt þeirra með hafnaboltakylfu meðferðis.

Miðbær Reykjavíkurflickr.com / Dan Nguyen

5. apríl 2025 kl. 8:23
Innlendar fréttir
Veður

Hlýj­ast á Aust­ur­landi í dag

Mild suðlæg átt verður yfir landinu í dag. Sunnan- og vestantil má búast við kalda eða strekkingi með súld og dálítilli rigningu á köflum en hægari vind og léttskýjuðu um landið norðaustanvert.

Hiti verður allt að 14 stig á Austurlandi í dag. Hitinn fer lækkandi eftir því sem litið er vestar á landakortið og nær allt niður í fimm stig. Veðrið verður svipað á morgun en á mánudag bætir heldur í úrkomuna á vesturhluta landsins.

Útlit er fyrir áframhaldandi sunnanáttir og hlýindi fram yfir miðja vikuna. Seinna í vikunni virðist sem suðvestanáttin verði ríkjandi með kólnandi veðri.

Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands af veðrinu 5. apríl 2025.
Svona lítur veðrið út um klukkan 14 í dag.Veðurstofa Íslands

5. apríl 2025 kl. 6:36
Innlendar fréttir
Brunavarnir

Slökktu elda í sendi­bíl og sum­ar­bú­stað

Sendibíll í ljósum logum í Hafnarfirði 5. apríl 2025.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til Hafnarfjarðar um þrjúleytið í nótt þegar eldur kviknaði í sendiferðabíl. Slökkva tókst eldinn en altjón varð á bílnum og þónokkuð tjón á næsta bíl.

Í kringum klukkan fimm í morgun voru tveir dælubílar svo sendir á vettvang vegna elds sem kviknað hafði í bústað við Rauðavatn. Þegar sá fyrri kom á svæðið var bústaðurinn alelda og því var kallað eftir öðrum og tankbíl til aðstoðar. Um klukkutíma tók til að slökkva glæðurnar en var þá bústaðurinn ónýtur og þakið fallið.

4. apríl 2025 kl. 22:59
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Tvö­falt fleiri misl­inga­smit en allt síð­asta ár

Að minnsta kosti 59 manns hafa greinst með mislinga í Texas í Bandaríkjunum síðan á þriðjudag. Í heild hafa fleiri en 480 tilfelli verið staðfest á landsvísu, tvöfalt fleiri en allt síðasta ár. Flest smitin greindust í Gaines-sýslu, þar sem 315 hafa greinst með mislinga síðan í janúar.

Flest þeirra sem greindust höfðu ekki verið bólusett gegn mislingum. Yfirvöld hafa hrint af stað bólusetningarátaki til að bregðast við stöðunni.

Mislingar hafa einnig greinst í Nýja-Mexíkó, Kansas, Ohio og Oklahoma. Tvö andlát hafa verið rakin til útbreiðslu mislinga í Bandaríkjunum síðan í febrúar. Fólkið sem lést var ekki bólusett gegn mislingum.

epa11933532 Nine-year-old Jexer Brayan receives a MMR vaccine, which protects against contracting the disease measles, at City of Lubbock Health Department in Lubbock, Texas, USA, 01 March 2025. This is Brayan’s first dose.  EPA-EFE/ANNIE RICE
Yfirvöld í Texas hafa hrint af stað átaki í bólusetningum gegn mislingum.EPA-EFE / ANNIE RICE

4. apríl 2025 kl. 21:27
Íþróttir
Skíði

Dagur og Krist­rún Ís­lands­meist­arar í sprett­göngu

Íslandsmótið í skíðagöngu hófst á Akureyri í dag. Keppt var í sprettgöngu karla og kvenna í Hlíðarfjalli.

Í kvennaflokki voru allir verðlaunahafar frá Skíðagöngufélaginu Ulli. Kristrún Guðnadóttir vann, María Kristín Ólafsdóttir varð önnur og Sigríður Dóra Guðmundsdóttir þriðja.

Í karlaflokki tóku Ísfirðingar öll verðlaun. Dagur Benediktsson vann, Snorri Einarsson tók silfur og Ástmar Helgi Kristinsson fékk brons.

Skíðagöngufólkið Dagur Benediktsson og Kristrún Guðnadóttir
Skíðasamband Íslands

4. apríl 2025 kl. 21:06
Íþróttir
Handbolti

Ís­lands­meist­ararn­ir byrja úr­slita­keppn­ina af krafti

Úrslitakeppni Olísdeildar karla hófst í kvöld með tveimur viðureignum. FH, sem er núverandi Íslandsmeistari og varð deildarmeistari, fór létt með lið HK. FH vann 11 marka sigur, 32-21, og byrjar úrslitakeppnina með stæl.

Í hinni viðureign kvöldsins tók Fram á móti Haukum. Fram var með forskotið allan leikinn en spenna hljóp í leikinn í lokin. Fram vann 28-27 og tók forystuna.

Vinna þarf tvo leiki og mætast liðin aftur á mánudag. Á morgun mætast Aftuelding og ÍBV og Valur og Stjarnan.

Umspil Olísdeildarinnar hófst líka í kvöld. Grótta vann Hörð, 32-28, og Selfoss lagði Víking 33-31 eftir framlengingu. Tvo sigra þarf og er næst leikið á þriðjudag.

FH fagna í leik FH og Vals í Meistarakeppni HSÍ 2024
RÚV / Mummi Lú

4. apríl 2025 kl. 21:05
Íþróttir
Körfubolti

Grinda­vík lagði Hauka öðru sinni

Önnur umferð úrslitakeppni Bónusdeildar kvenna hófst í kvöld. Grindavík, sem varð í 8. sæti deildarinnar, gerði sér lítið fyrir og skellti deildarmeisturum Hauka öðru sinni. Grindavík vann örugglega, 87-73. Grindavík er 2-0 yfir í einvíginu og getur komist í undanúrslit í næsta leik.

Keflavík vann Tindastól svo fyrir norðan með 90 stigum gegn 78 og er 2-0 yfir í einvíginu. Keflavík á titil að verja.

Þessi lið mætast aftur á þriðjudag en á morgun mætast Valur og Þór Akureyri og Stjarnan og Njarðvík. Valur og Njarðvík eru þar 1-0 yfir.

Isabella Ósk Sigurðardóttir í bikarúrslitum kvenna í körfubolta 2025 þar sem Grindavík og Njarðvík mættust.
Mummi Lú

4. apríl 2025 kl. 19:52
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Trump fram­leng­ir frest til að selja TikTok í annað sinn

Donald Trump Bandaríkjaforseti kvaðst í kvöld ætla að framlengja frest til sölu á samfélagsmiðlinum TikTok um 75 daga. Fyrri frestur átti að renna út á morgun og Trump sagði í vikunni að hann væri viss um að TikTok yrði selt fyrir helgi.

Bandaríkjaþing hefur samþykkt að banna miðilinn verði hann áfram í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance. Fyrirtækið hefur hins vegar engan áhuga á því. Upphaflegur frestur var til 20. janúar.

Trump sagði í kvöld að ríkisstjórn hans hefði unnið hörðum höndum að samningi til að bjarga TikTok og töluvert hefði áunnist. Hins vegar væri þörf á frekari vinnu til að tryggja að öll tilskilin leyfi yrðu undirrituð.

President Donald Trump waves as he arrives on Air Force One at Miami International Airport, Thursday, April 3, 2025, in Miami. (AP Photo/Rebecca Blackwell)
Donald Trump sagðist ekki vilja að TikTok yrði lokað.AP / Rebecca Blackwell

4. apríl 2025 kl. 17:47
Innlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

14 drepin í árás Rússa á heima­borg Zel­en­sk­ys

Fjórtan létust, þar af minnst þrjú börn, í skotflaugaárás Rússlandshers á Kryvyi Rig, heimaborg Volodymyr Zelenskys forseta Úkraínu í dag. Samkvæmt þarlendum yfirvöldum særðust um fimmtíu til viðbótar í árásinni. Útlit er fyrir að fleiri gætu fundist slasaðir. Zelensky segir árásina staðfestingu á að Rússar vilji ekki vopnahlé. „Allur heimurinn getur séð það,“ sagði Zelensky í færslu á Telegram.

Sams konar árás var gerð á borgina á miðvikudag, þá létust minnst fjórir og á annan tug slasaðist.

epa11991886 Ukraine's President Volodymyr Zelensky looks on during his meeting with the British prime minister at the UK ambassador's residence following the Ukraine summit in Paris, France, 27 March 2025. The French president on 27 March hosts European leaders, including the Ukrainian president, for a summit aimed at boosting Ukrainian security ahead of any potential ceasefire with Russia.  EPA-EFE/Benjamin Girette / POOL
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu.EPA-EFE / Benjamin Girette / POOL

4. apríl 2025 kl. 14:33
Íþróttir
Fótbolti

Grinda­vík ætlar að spila á heima­velli

Mynd af fótboltavellinum í Grindavík
Mynd af fótboltavellinum í Grindavík. Fyrsti heimaleikur liðsins er gegn Fjölni 9. maí.Nordic Stadiums

Knattspyrnufélag Grindavík ætlar sér að spila heimaleiki sína á Grindavíkurvelli í sumar. Liðið leikur í 1. deild karla og tilkynnti nýverið að sláttur á vellinum sé hafinn.

„Það stytt­ist í sum­arið og í morg­un hófu starfs­menn hjá Golf­klúbbi Grinda­vík­ur slátt á Stakka­vík­ur­velli þar sem Grinda­vík mun leika heima­leiki sína í Lengju­deild karla í sum­ar.

Völl­ur­inn kem­ur vel und­an vetri og ágæt spretta á vell­in­um. Á næstu vik­um verður völl­ur­inn gataður og sandaður.“

Karla- og kvennalið Grindavíkur léku í Safamýri á síðasta tímabili. Kvennalið Njarðvíkur og Grindavíkur sameinuðust að tímabilinu loknu. Liðið leikur í Njarðvík.

4. apríl 2025 kl. 6:43
Innlendar fréttir
Veður

Hvass­ir vind­streng­ir á norð­an­verðu Snæ­fells­nesi í dag

Víðáttumikil hæð milli Íslands og Færeyja og lægðardrag vestur við Grænland valda suðaustankalda eða strekkingi og smávætu suðvestanlands fram eftir degi. Annars staðar á landinu verða mun hægari vindar og víða léttskýjað.

Mjög hvössum vindstrengjum er spáð á norðanverðu Snæfellsnesi fram eftir degi og eru ökumenn hvattir til að fara gætilega þar.

Milt loft er yfir landinu og hitastig gæti náð allt að 13 gráðum þegar best lætur.

Um helgina er spáð sunnan- og suðaustanáttum með skýjuðu veðri og lítils háttar vætu sunnan- og suðvestantil. Annars staðar verður víða léttskýjað og hlýnar heldur í veðri.

Veðurstofan varar ökumenn við hvössum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi í dag.RUV / LANDINN

4. apríl 2025 kl. 6:34
Innlendar fréttir
Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Skjálfta­virkni minnk­aði í nótt

Gikkskjálftahrina á Reykjanesskaga.
Veðurstofa / Aðsend

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hélt áfram í nótt þótt dregið hafi úr henni. Þetta kom fram í tilkynningu frá Veðurstofu.

Virknin dreifist nokkuð jafnt um kvikuganginn, frá Stóra Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Skjálftarnir eru á nokkuð stöðugu fjögurra til sex kílóetra dýpi.

Hrina gikkskjálfta hófst um hálfsex í gær. Stærsti skjálftinn var 3,9 að stærð, rétt fyrir klukkan ellefu. Fimm skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð síðan hrinan hófst.

4. apríl 2025 kl. 1:10
Innlendar fréttir
Menntamál

Vaka vann kosn­ing­ar til stúd­enta­ráðs

Háskóli Íslands
RÚV / Ragnar Visage

Kosningum til stúdentaráðs meðal nemenda Háskóla Íslands lauk í dag. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, jók við meirihluta sinn og vann tíu fulltrúa í stúdentaráði. Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, missti einn fulltrúa og hlaut sjö.

„Við erum afar þakklát að hafa fengið áframhaldandi umboð til að leiða Stúdentaráð Háskóla Íslands.“ skrifaði Sæþór Már Hinriksson, formaður Vöku í tilkynningu til fjölmiðla. „Þessi sigur staðfestir það góða starf sem við höfum unnið síðastliðið ár. Það er augljóst að stúdentar treysti Vöku, við sjáum það í þeirri fylgisaukningu sem birtist nú.“

Heildarkjörsókn var 40,25%.

3. apríl 2025 kl. 23:05
Innlendar fréttir
Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Stór skjálfti fannst víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Öflugur skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Steinunn Helgadóttir náttúruvársérfræðingur segir stærð skjálftans ekki liggja fyrir að svo stöddu en að fyrstu tölur gefi til kynna að hann hafi verið um 4 á stærð.

Hún gerir ráð fyrir að skjálftinn sé af svipuðum slóðum og skjálftahrina sem reið yfir austur af Trölladyngju fyrr í dag. Líklegast sé um gikkskjálfta að ræða enda sé mikil spennulosun eftir gosið á þriðjudaginn.

Fréttastofu hafa borist ábendingar um að skjálftann hafi mátt greina í Vesturbæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ þar sem miklar drunur hafi einnig heyrst.

Jarðskjálftakort Veðurstofu Íslands 3. apríl kl 23:11.
Jarðskjálftakort Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands

3. apríl 2025 kl. 21:27
Íþróttir
Körfubolti

Álfta­nes vann óvænt í Njarð­vík

Álftanes vann óvæntan sigur á Njarðvík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld, 89-95. Njarðvík varð í þriðja sæti í deildinni en Álftanes í sjötta sæti og átti því heimaleikjaréttinn. Næsti leikur liðanna verður á Álftanesi og þarf þrjá sigra til að komast í undanúrslit.

Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, í leik Álftaness og Grindavíkur í úrvalsdeild karla í körfubolta 2023.
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness.Mummi Lú

Í hinum leik kvöldsins vann Stjarnan stórsigur á ÍR, 101-83. 41 stig frá Jacob Falko dugðu ÍR-ingum því skammt. Shaquille Rombley átti stórleik fyrir Stjörnuna og skoraði 27 stig og tók 19 fráköst. Stjarnan varð í öðru sæti deildarinnar en ÍR í sjöunda sæti.

3. apríl 2025 kl. 21:16
Íþróttir
Fótbolti

Ch­el­s­ea upp í fjórða sætið

Einn leikur fór fram i ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Chelsea náði í þrjú dýrmæt stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti með 1-0 sigri á Tottenham. Enzo Fernandez skoraði eina mark leiksins á 50. mínútu fyrir Chelsea.

Chelsea's Enzo Fernandez, left, celebrates after scoring the first goal against Tottenham during the English Premier League soccer match between Chelsea and Tottenham Hotspur, at Stamford Bridge stadium, in London, Thursday, April 3, 2025. (AP Photo/Ian Walton)
Enzo Fernandez fagnar sigurmarkinu sem hann skoraði gegn Tottenham í kvöld.AP / Ian Walton

Chelsea fór með sigrinum upp í fjórða sæti, upp fyrir Manchester City og hefur eins stigs forskot á City og tvö á Newcastle, sem á þó leik til góða.

3. apríl 2025 kl. 21:12
Íþróttir
Handbolti

ÍBV í úr­slita­keppn­ina en Grótta féll

Lokaumferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta fór fram í kvöld. Þrátt fyrir tap gegn Haukum, 24-25, náði ÍBV sjötta og síðasta sætinu inn i úrslitakeppnina. ÍBV endaði með 10 stig eins og Stjarnan sem endar í sjöunda sæti og þarf að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Stjarnan tapaði 34-23 fyrir Valskonum sem höfðu þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn.

Ída Margrét Stefánsdóttir í leik Gróttu og ÍBV í Olísdeild kvenna í handbolta
Ída Margrét Stefánsdóttir, leikmaður Gróttu, sem er fallin úr Olísdeildinni.RÚV / Mummi Lú

Grótta féll úr deildinni eftir tap gegn ÍR, 31-26. Þá vann Fram öruggan sigur á Selfossi, 28-34. Valur og Fram urðu í tveimur efstu sætunum og sitja því hjá í upphafi úrslitakeppninnar. Þar mætast annars vegar Haukar og ÍBV og hins vegar Selfoss og ÍR.

Lokastaðan í Olísdeild kvenna

3. apríl 2025 kl. 20:50
Innlendar fréttir
Seltjarnarnesbær

Mikill við­bún­að­ur á Ægi­síðu: Leit­inni lokið

Mikill viðbúnaður var við Ægisíðu í kvöld vegna leitaraðgerða lögreglu. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfesti við fréttastofu að lögregla hefði óskað eftir aðstoð við leitarstörf og að þyrlusveit hefði verið kölluð út laust eftir klukkan 20 í kvöld. Hún hafi þó verið kölluð til baka núna fyrir skemmstu.

Björgunarsveitaraðilar tóku einnig þátt í aðgerðunum að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Hann staðfestir að leitinni hafi lokið á tíunda tímanum.

Leitar- og björgunaraðgerðir við Ægissíðu.
RÚV / Ragnar Visage

3. apríl 2025 kl. 18:11
Innlendar fréttir
Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Jarð­skjálft­ar fund­ust vel á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Öflugir skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu um sexleytið. Stærsti skjálftinn í hrinunni var 3,6 að stærð samkvæmt fyrsta mati. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Nokkrir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst í hrinunni.

Skjálftahrina í Brennisteinsfjöllum.
Veðurstofa Íslands

Upptökin voru austur af Trölladyngju, á milli Kleifarvatns og Trölladyngju. Skjálftarnir urðu ekki á kvikuganginum en eru líklega gikkskjálftar af völdum kvikugangsins. Mikið álag er á mælakerfi Veðurstofunnar.

Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá Veðurstofunni.

3. apríl 2025 kl. 11:29
Erlendar fréttir
Mjanmar

Yfir þrjú þúsund látin eftir jarð­skjálft­ana í Mj­an­mar

Yfir þrjú þúsund hafa fundist látin í Mjanmar eftir jarðskjálftana á föstudag og hátt í fimm þúsund eru slösuð. Hundraða er enn saknað og gert er ráð fyrir að tala látinna muni hækka.

Hjálp hefur ekki enn borist til fjölda svæða sem vitað er að urðu illa úti í jarðskjálftunum. Fjöldi ríkja hefur sent hjálpar- og björgunarsveitir til Mjanmar en bágbornir innviðir og yfirstandandi borgarastyrjöld í landinu gera hjálparstarfi erfitt fyrir.

Tímabundið vopnahlé milli stríðandi fylkinga hófst á miðvikudag. Á þriðjudagskvöld skutu hermenn á bílalest kínverska Rauða krossins sem flutti hjálpargögn.

epa12006888 Chinese rescuers carry the body of an earthquake victim from a collapsed building in Mandalay, Myanmar, 03 April 2025. More than 3,000 people have been killed and thousands injured after a 7.7-magnitude earthquake struck the country on 28 March, according to the Myanmar government.  EPA-EFE/NYEIN CHAN NAING
Kínverskt björgunarlið bjargar fólki úr rústum húsa í Mjanmar.EPA-EFE / NYEIN CHAN NAING

3. apríl 2025 kl. 10:22
Íþróttir
Fótbolti

Neðsta staða Ís­lands á FIFA-list­an­um í 12 ár

Karlalandslið Íslands í fótbolta fellur um fjögur sæti á nýjum FIFA-lista. Ísland tapaði tvívegis gegn Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar í marslok og orsakar það fall Íslands.

Ísland telst nú vera 74. öflugasta þjóðin á listanum og hefur ekki verið neðar síðan í mars 2013. Þá var Ísland númer 92 og skaust svo í 73. sæti í apríl sama ár. Þá hafði liðið farið upp um 58 sæti á einu ári frá sinni neðstu stöðu í sögunni í apríl 2012. Hæst fór Ísland í 18. sæti listans í febrúar og mars 2018.

Argentína er sem fyrr í efsta sæti listans en Spánverjar hafa sætaskipti við Frakka í öðru sæti og senda Frakka í það þriðja.

epa11983816 Iceland's Orri Oskarsson (R) celebrates with his teammates after scoring the 0-1 during the UEFA Nations League quarter final second leg soccer match between Iceland and Kosovo, in Murcia, Spain, 23 March 2025.  EPA-EFE/Marcial Guillen
epa11983816 Iceland's Orri Oskarsson (R) celebrates with his teammates after scoring the 0-1 during the UEFA Nations League quarter final second leg soccer match between Iceland and Kosovo, in Murcia, Spain, 23 March 2025. EPA-EFE/Marcial GuillenEPA-EFE / Marcial Guillen

3. apríl 2025 kl. 10:14
Erlendar fréttir
Atlantshafsbandalagið

Rubio kemur á NATO fund með kröfu um hærri út­gjöld til varn­ar­mála

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna við upphaf fundar utanríkisráðherra NATO-ríkjanna í Brussel, 3. apríl.
EPA

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna vill að öll aðildarríki NATO stefni að því að verja minnst 5 prósentum af þjóðarframleiðslu til varnarmála.

Rubio lét þessi orð falla í aðdraganda fundar utanríkisráðherra NATO-ríkjanna sem er að hefjast í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel.

„Við viljum ljúka þessum fundi með þann skilning að við séum á raunsærri leið til þess að hvert og eitt aðildarríki verji fimm prósentum [af þjóðarframleiðslu], einnig Bandaríkin, því ef ógnirnar eru eins raunverulegar og við teljum að þær séu, þá verðum við að hafa raunverulegra getu til að mæta þeim.“

3. apríl 2025 kl. 6:49
Innlendar fréttir
Eldgos við Sundhnúksgíga

Sex hund­ruð skjálft­ar frá mið­nætti

Frá miðnætti hafa mælst um sex hundruð skjálftar í kvikuganginum á Reykjanesskaga. Skjálftarnir dreifast nokkuð jafnt frá Stóra Skógfelli og norður fyrir Keili.

Engin virkni hefur sést síðan gossprungan opnaðist norðan Grindavíkur 1. apríl en enn má greina glóð í nýja hrauninu og rýkur upp úr því á mörgum stöðum.

Hraun að storkna eftir eldgos sem stóð í einn dag 1. apríl 2025. Myndin er tekin í hádeginu, 2. apríl.
RÚV / Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir

3. apríl 2025 kl. 6:42
Innlendar fréttir
Veður

Væta vest­an­til en annars bjart­viðri á land­inu í dag

Í dag er spáð suðaustankalda og smá vætu vestantil á landinu en annars hægum vindi og bjartviðri. Það hlýnar í veðri og hiti verður fjögur til níu stig yfir daginn en víða næturfrost í nótt.

Um helgina mun hæð beina til okkar sunnan- og suðaustanátt með léttskýjuðu veðri á Norður- og Austurlandi. Sunnan- og vestantil verður skýjað og lítils háttar væta öðru hvoru.

Mynd af heiðlóu á graslendi.
Lóan er komin til landsins, með hækkandi sól.Aðsent / Björn Arnarson