Tindastóll einum sigri frá undanúrslitunum
Tindastóll vann Keflavík 93-96 í háspennuleik í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld. Tindastóll er nú 2-0 yfir í einvígi liðanna og því einum sigri frá því að komast í undanúrsslit. Tindastóll er deildarmeistari en Keflavík varð í 8. sæti.
Í hinum leik kvöldsins náði Grindavík naumlega að svara fyrir tap í fyrsta leiknum gegn Val og jafna metin í einvíginu í 1-1. Grindvíkingar glutruðu næstum niður 18 stiga forystu í lokaleikhlutanum því Valsmenn munnkuðu muninn niður í þrjú stig þegar skammt var eftir. Grindavík hafði þó betur, 80-76. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.