Dómsmálaráðherra krefst dauðarefsingar yfir Mangione
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna biður ríkissaksóknara um að krefjast dauðarefsingar yfir Luigi Mangione, sem varð Brian Thompson, stjórnanda heilbrigðistryggingafélags, að bana í desember. Mangione er ákærður fyrir morð og í einum ákæruliðnum er morðið fellt undir hryðjuverk.
Mangione myrti Thompson fyrir utan hótel í Manhattan í New York snemma að morgni 4. desember. Hann flúði af vettvangi og eftir umfangsmikla leit fannst Mangione á McDonalds-skyndibitastað í Altoone í Pennsylvaníu tæpri viku síðar.