NÝJAR FRÉTTIR

Hér birtast allar nýjustu fréttirnar á vefnum. Notaðu síuna til þess að sýna fréttir úr völdum flokkum.

Sía
Fyrir 1 tíma
Erlendar fréttir
Litáen

Fjórði her­mað­ur­inn í Litáen fund­inn

Fjórði bandaríski hermaðurinn sem saknað var í Litáen fannst í dag. Fjórir bandarískir hermenn á æfingu með fleiri hersveitum hurfu sporlaust í síðustu viku, um tíu kílómetrum frá landamærunum að Belarús. Herjeppinn sem mennirnir voru í fannst á kafi í mýri. Björgunarstörf hófust um leið og var hafist handa við að tæma mýrina í fyrradag. Lík þriggja hermanna fundust í gær og það síðasta í dag.

epa11997320 Rescue operations at the General Silvestras Zukauskas training ground as the search for four missing US soldiers continues in Pabrade, Lithuania, 28 March 2025 (issued 29 March 2025). Four US soldiers were reported missing in a training area near the city of Pabrade on 25 March, the Lithuanian Armed Forces said in a statement.  EPA-EFE/Valdemar Doveiko POLAND OUT
EPA-EFE / Valdemar Doveiko

Fyrir 2 tímum
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Dóms­mála­ráð­herra krefst dauða­refs­ing­ar yfir Mangi­one

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna biður ríkissaksóknara um að krefjast dauðarefsingar yfir Luigi Mangione, sem varð Brian Thompson, stjórnanda heilbrigðistryggingafélags, að bana í desember. Mangione er ákærður fyrir morð og í einum ákæruliðnum er morðið fellt undir hryðjuverk.

Luigi Mangione, a suspect in the fatal shooting of UnitedHealthcare CEO Brian Thompson, is escorted by police, Thursday, Dec. 19, 2024, in New York. (AP Photo/Pamela Smith)
AP/FR172156 AP / Pamela Smith

Mangione myrti Thompson fyrir utan hótel í Manhattan í New York snemma að morgni 4. desember. Hann flúði af vettvangi og eftir umfangsmikla leit fannst Mangione á McDonalds-skyndibitastað í Altoone í Pennsylvaníu tæpri viku síðar.

Fyrir 2 tímum
Innlendar fréttir
Höfuðborgarsvæðið

Ekið á gang­andi veg­far­anda á Reykja­nes­braut

Einn var fluttur með sjúkrabíl eftir umferðarslys á Reykjanesbraut um klukkan þrjú. Reykjanesbraut er lokuð til norðurs við brúna undir Breiðholtsbraut vegna slyssins. Búast má við því að vegurinn verði lokaður í talsverðan tíma, segir á vef Vegagerðarinnar.

Mynd af vettvangi umferðarslyss á Reykjanesbraut.
RÚV / Bjarni Pétur Jónsson

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að ekið hafi verið á gangandi vegfaranda. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir.

Fyrir 6 tímum
Erlendar fréttir
Mjanmar

Fleiri en 2.700 hafa fund­ist látin í Mj­an­mar

Fleiri en 2.700 hafa fundist látin í Mjanmar eftir jarðskjálftana á föstudag. Neyðin á hamfarasvæðunum er mikil og herstjórnin í Mjanmar er sökuð um að hindra að hjálpargögn og björgunarfólk komist inn á svæði sem andspyrnuhreyfingar stjórna.

Þá hefur herstjórnin haldið áfram árásum þrátt fyrir hamfarirnar. Að minnsta kosti 4.500 eru slösuð eftir skjálftana og enn er hundruða saknað.

Fyrir 9 tímum
Erlendar fréttir
Evrópusambandið

Evr­ópu­sam­band­ið til­bú­ið með mót­að­gerð­ir, segir Von der Leyen

epa12002384 European Commission President Ursula von der Leyen speaks during a debate on 'Conclusions of the European Council meeting of 20 March 2025' at the European Parliament in Strasbourg, France, 01 April 2025. The EU Parliament's session runs from 31 March to 03 April 2025.  EPA-EFE/RONALD WITTEK
Ursula von der Leyen á Evrópuþinginu í morgun (EPA)EPA-EFE / RONALD WITTEK

Evrópusambandið er tilbúið með mótaðgerðir, fari svo að Bandaríkjastjórn geri alvöru úr áformum sínum um tollahækkanir á morgun. Þetta kom fram í ávarpi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, á Evrópuþinginu í morgun.

Von der Leyen ítrekaði að Evrópusambandið hefði ekki átt upptökin að þessari deilu og væri ekki áfjáð í að svara fyrir sig - en myndi gera það ef þörf krefði.

1. apríl 2025 kl. 6:43
Innlendar fréttir
Veður

Þurrt og bjart á Norð­aust­ur- og Aust­ur­landi

Veðurspárkort
Veðurspá klukkan 8.Veðurstofa Íslands

Suðvestan kaldi eða stinningskaldi og dálitlar skúrir eða él í dag, en þurrt og bjart á Norðaustur- og Austurlandi. Hægari vindur síðdegis og rigning eða slydda suðaustan- og austanlands, annars að mestu þurrt. Hiti eitt til sjö stig.

Smálægð fer væntanlega norður yfir austanvert landið í nótt, með snjókomu, slyddu eða rigningu víða. Í kjölfar hennar er spáð stífri vestanátt á morgun og lítils háttar éljum seinnipartinn. Annað kvöld fer að lægja og á fimmtudag er útlit fyrir hægan vind og bjart veður, en skýjað vestanlands.

1. apríl 2025 kl. 3:34
Erlendar fréttir
Suður-Kórea

Dómur vænt­an­leg­ur um fram­tíð af­setts for­seta

Stjórnarskrárdómstóll Suður-Kóreu sagðist í dag ætla að úrskurða í máli Yoon Suk Yeol, afsetts forseta landsins, á föstudag. Hann var kærður til embættismissis eftir að hafa reynt að lýsa yfir herlögum í landinu.

Málið hefur vakið hörð viðbrögð innan samfélagsins og fólk skiptist í fylkingar. Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin þar sem ýmist er kallað eftir því að Yoon verði sviptur embætti eða að kæran verði felld niður.

Þörf er á samþykki að minnsta kosti sex af átta dómurum til að Yoon verði sviptur embætti. Leiðtogi stjórnarflokksins sagðist eiga von á sterkum viðbrögðum innan samfélagsins sama hver niðurstaðan verði.

FILE - South Korea's impeached President Yoon Suk Yeol attends a hearing of his impeachment trial at the Constitutional Court in Seoul, South Korea, on Feb. 11, 2025. (AP Photo/Lee Jin-man, Pool, File)
Stjórnarskrárdómstóll ákveður hvort Yoon verði sviptur embætti.AP/Pool AP / Lee Jin-man

31. mars 2025 kl. 21:00
Íþróttir
Körfubolti

Kefla­vík með fljúg­andi start í úr­slita­keppni

Jasmine Dickey
2024-10-09 Keflavík - Njarðvík
Jasmine Dickey í liði Keflavíkur.RÚV / Mummi Lú

Keflavík hóf úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfubolta af miklum krafti. Liðið vann 29 stiga sigur gegn Tindastól, 92-63, í leik liðanna í átta liða úrslitum.

Keflavík setti tóninn strax í upphafi og sigldu sigrinum örugglega heim. Keflavík leiddi 46-33 í hálfleik.

Leikur kvöldsins var í Keflavík og liðin mætast aftur á Sauðárkróki á föstudag. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.

Grindavík vann Hauka í hinum leik kvöldsins í miklum spennuleik. Framlengingu þurfti til að knýja fram sigurvegara eftir að Grindavík náði að vinna upp forskot Hauka í 4. leikhluta. Að lokum vann Grindavík 86-91 sigur.

31. mars 2025 kl. 20:30
Íþróttir
Handbolti

Hand­boltal­ið KA segir upp þjálf­ara sínum

Halldór Stefán Halldórsson þjálfari KA í handbolta gegn Gróttu í efstu deild karla í handbolta 2024.
Mummi Lú

Handboltadeild KA hefur sagt upp samningi sínum við þjálfara karlaliðsins, Halldór Stefán Haraldsson, Halldór hefur þjálfað liðið síðastliðin tvö tímabil en KA varð í 9. sæti í deildarkeppni í ár. Því rétt missti liðið af sæti í úrslitakeppni.

Á síðasta ári var KA í 8. sæti deildarinnar. Halldór þjálfaði kvennalið Vold í Noregi í sjö ár áður en hann tók við KA.

Leit af eftirmanni hans stendur nú yfir.

31. mars 2025 kl. 19:03
Íþróttir
Golf

Mc­Il­roy annar í sög­unni í 100 millj­óna klúbb­inn

epa11836462 Rory McIlroy of Northern Ireland waves for spectators during the final round of the Hero Dubai Desert Classic 2025 Golf tournament in Dubai, United Arab Emirates, 19 January 2025.  EPA-EFE/ALI HAIDER
McIlroy veifar til áhorfenda á Dubai Desert Classic mótinu í ár.EPA-EFE / ALI HAIDER

Rory McIlroy er annar kylfingurinn í sögunni, á eftir Tiger Woods, til að fara yfir 100 milljónir dollara (13,5 milljarða króna) í verðlaunafé á PGA mótaröðinni.

Norður-Írinn náði áfanganum með 338 þúsund dollara (45,6 milljónir króna) í vinningsfé fyrir að enda í 5. sæti á Houston Open.

Hinn 35 ára gamli McIlroy hefur unnið 28 af 262 mótum á mótaröðinni síðan hann tók fyrst þátt árið 2010. Tiger Woods rauf 100 milljóna múrinn árið 2012 og hefur nú alls fengið 120 milljónir dollara í vinningsfé á mótaröðinni hingað til. Woods hefur unnið 82 af 378 mótum.

Phil Mickelson er í 3. sæti, Dustin Johnson í 4. sæti og Scottie Scheffler í fimmta sæti.

31. mars 2025 kl. 13:54
Innlendar fréttir
Suðurland

Suð­ur­lands­veg­ur lok­að­ur vegna um­ferð­ar­slyss

Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi við Holtsós nú fyrir skömmu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Viðbragðsaðilar eru sagðir á vettvangi og er Suðurlandsvegur lokaður á meðan vettvangsvinna stendur yfir.

31. mars 2025 kl. 13:01
Innlendar fréttir
Efnahagsmál

Vöru­við­skipti óhag­stæð um 57,3 millj­arða króna í febr­ú­ar

Vöruviðskiptin í febrúar voru óhagstæð um 57,3 milljarða króna að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

Fluttar voru út vörur fyrir 78,5 milljarða króna í febrúar 2025 og innflutningur nam 135,7 milljörðum króna.

Þetta er mun óhagstæðara en í janúarmánuði þegar vöruskiptajöfnuðurinn var neikvæður um 5,6 milljarða. Í febrúar í fyrra var vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 20,6 milljarða.

31. mars 2025 kl. 9:39
Innlendar fréttir
Ríkisútvarpið

Trufl­un á út­send­ing­um í upp­sveit­um Ár­nes­sýslu

Sjónvarps- og útvarpsútsendingar Ríkisútvarpsins frá Langholtsfjalli við Flúðir liggja niðri vegna rafmagnsleysis og hafa legið niðri síðan í gær.

Þessi bilun hefur áhrif á útsendingar í uppsveitum Árnessýslu.

Unnið er að er að viðgerð en ekki er vitað hvenær útsending kemst aftur í gang.

31. mars 2025 kl. 1:54
Innlendar fréttir
Ferðaþjónusta

Gisti­n­ótt­um í febr­ú­ar fækk­aði milli ára

Gistinætur á hótelum í febrúar voru rúmlega 4,5 prósentum færri en á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands. Þeim fækkaði í öllum landshlutum nema á Suðurnesjum þar sem þeim fjölgaði um 16,6 prósent.

Fækkun gistinótta á höfuðborgarsvæðinu var 6,7 prósent en mesta fækkunin var 23,2 prósent á Austurlandi. Framboð hótelherbergja jókst þó lítillega á nær öllu landinu nema á höfuðborgarsvæðinu. Framboð á Austurlandi dróst hins vegar saman um rúmlega 24 prósent.

Ferðamenn fyrir framan lundabúð í miðbæ Reykjavíkur
Ferðamenn í miðborg Reykjavíkur. Mynd er úr safni.RÚV / Ragnar Visage

30. mars 2025 kl. 17:25
Íþróttir
Fótbolti

Svona verða und­an­úr­slit enska bik­ars­ins

Manchester City sigraði Bournemouth í síðasta leik átta liða úrslita enska bikarsins í fótbolta í dag, 1-2.

Manchester City fékk vítaspyrnu snemma leiks. Hana tók Erling Haaland en Kepa Arrizabalaga, markmaður Bournemouth, varði hana af öryggi. Skömmu síðar skoraði Francisco Evanilso mark fyrir heimamenn og Bournemouth leiddi því 1-0. Haaland bætti upp mistökin á vítapunktinum á 49. mínútu með jöfnunarmarki fyrir City, 1-1 var þá staðan. Sigurmark City kom á 63. mínútu þegar Omar Marmoush skoraði eftir stoðsendingu frá Nico O'Reilly.

epa11966328 Erling Haaland of Manchester City prepares to take a penalty during the English Premier League match between Manchester City and Brighton & Hove Albion, in Manchester, Britain, 15 March 2025.  EPA-EFE/ADAM VAUGHAN EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Erling Haaland, leikmaður Manchester City.EPA-EFE / ADAM VAUGHAN

Búið er að draga í undanúrslit

Nottingham Forest - Manchester City
Crystal Palace - Aston Villa

30. mars 2025 kl. 16:27
Innlendar fréttir
Veður

Þrumur og eld­ing­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Eldingaveður er á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir óstöðugt loft hafa fylgt í kjölfar skila sem fóru yfir landið í dag. Mikið eldingaveður hafi verið aðallega suður- og suðvestur af Reykjanesskaga.

„Síðan var eldingaþyrping yfir Kleifarvatni á Reykjanesskaga og Vatnsleysu, nokkrar eldingar mældust skammt suður af Hafnarfirði.“

Þung ský á himni á höfuðborgarsvæðinu.
Þungskýjað á höfuðborgarsvæðinu.RÚV / Ingibjörg Sara Guðmunsdóttir

Það heyrðust nokkrar þrumur í Reykjavík og eldingar sáust. Einnig barst tilkynning um eldingar í Keflavík. Flestar hafi þær þó verið úti á hafi suður og vestur af Reykjanesskaga.

„Upp úr klukkan sex fer að draga verulega úr þessu.“

Fréttin hefur verið uppfærð.

30. mars 2025 kl. 14:42
Íþróttir
Fótbolti

Rash­ford stóð í vegi Stef­áns Teits og félaga

Aston Villa sigraði Preston í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta, 0-3.

Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Preston. Hann átti tvö góð marktækifæri í fyrri hálfleik sem þó dugðu ekki til. Á átjándu mínútu gerði hann tilraun til að skora en skotið hans fór fram hjá marki. Þá var hann ansi nálægt því að koma Preston yfir með skalla á þrítugustu mínútu.

Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður Preston.
Imago

Í seinni hálfleik byrjaði boltinn að rúlla hjá Villa. Marcus Rashford skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið á 58. mínútu. Hann er á láni hjá liðinu út tímabilið. Á 63. mínútu var Villa dæmt víti sem Rashford skoraði úr. Þriðja mark liðsins skoraði Jacob Ramsey á 71. mínútu.

30. mars 2025 kl. 12:37
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Þrjú ár síðan hryll­ing­ur­inn í Bucha varð ljós

Íbúar Bucha komu saman við kirkju bæjarins í morgun og minntust þess að þrjú ár eru liðin síðan Rússlandsher hörfaði frá bænum. Fólk lagði blóm og kerti við minnisvarða um íbúa sem Rússlandsher drap, þá 33 daga sem hann hafði bæinn á valdi sínu.

Ódæðisverk hersins í Bucha eru talin með þeim verstu síðan Rússland hóf allsherjarinnrás í Úkraínu.

Bucha var rólegt 55.000 íbúa úthverfi höfuðborgarinnar Kyiv þar til Rússar náðu völdum 27. febrúar 2022.

31. mars komst Úkraínuher þangað og hryllingurinn varð ljós. Lík hundruða almennra borgara fundust á götum úti, í fjöldagröfum og í pyntingarklefum. 9.000 tilvik um stríðsglæpi voru skráð.

Myndir Björns Malmquist úr fréttaferð til Bucha og Irpin, úthverfa Kyiv borgar, í ágúst 2023
Mynd af kirkju í Bucha, Úkraínu. Myndin er úr safni. Í dag var minningarathöfn við kirkjuna. Við hana fundust fjöldagrafir þegar Rússlandsher hörfaði.RUV/Björn Malmquist

29. mars 2025 kl. 20:49
Íþróttir
Fótbolti

Forest í und­an­úr­slit eftir spennu­trylli

Nottingham Forest sigraði Brighton í spennutrylli í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta.

epa11948937 Nuno Espirito Santo, Manager of Nottingham Forest reacts during the English Premier League match between Nottingham Forest and Manchester City, in Nottingham, Britain, 08 March 2025.  EPA-EFE/TIM KEETON EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Nuno Espirito Santo, þjálfari Nottingham Forest.EPA-EFE / TIM KEETON

Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Bæði lið skoruðu úr fyrstu tveimur vítunum en þá jókst spennan. Brighton klikkaði á þriðja vítaskoti sínu en það gerði Forest einnig. Það fjórða fór í vaskinn hjá Brighton en Nikola Milenkovic skoraði þá úr fjórða víti Forest sem leiddi þá, 2-3. Lewis Dunk skoraði úr fimmtu og síðustu vítaspyrnu Brighton og jafnaði leika. Þá átti Forest eftir síðustu spyrnuna sem Ryan Yates skoraði úr. Forest er því á leið í undanúrslit enska bikarsins.

29. mars 2025 kl. 20:36
Íþróttir
Handbolti

Haukar kveðja Evr­ópu­keppn­ina

Haukar lutu í lægra haldi í seinni leik þeirra við Izvidac í átta liða úrslitum Evrópubikarsins, 33-26. Haukar unnu fyrri leikinn 30-27 á Ásvöllum og komu því með þriggja marka forskot inn í viðureign kvöldsins. Bosníska liðið hafði hins vegar yfirhöndina frá upphafi leiks og tryggði að lokum sjö marka sigur. Þar með ljúka Haukamenn Evrópukeppni þetta tímabilið.

Hergeir Grímsson í leik Hauka og Afturelding í Olís deild karla
Hergeir Grímsson skoraði fimm mörk í leiknum.RÚV / Mummi Lú

Liðin voru jöfn í stöðunni 3-3, en þá stakk það bosníska af. Hálfleikstölur voru 13-8, en Izvidac jók forskotið jafnt og þétt þaðan af.
Hergeir Grímsson og Össur Haraldsson voru atkvæðamestir Hauka með fimm mörk hvor.

29. mars 2025 kl. 17:10
Íþróttir
Fótbolti

Cryst­al Palace á leið í und­an­úr­slit enska bik­ars­ins

Crystal Palace vann öruggan sigur á Fulham í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta, 3-0.

Eberechi Eze skoraði fyrsta mark Crystal Palace á 34. mínútu. Einungis fjórum mínútum síðar lagði hann upp annað mark liðsins, þegar Ismaïla Sarr kom boltanum í netið. Þriðja og síðasta mark leiksins skoraði Edward Nketiah á 75. mínútu. Crystal Palace er því á leið í undanúrslit enska bikarsins.

Eberechi Eze fagnar marki Crystal Palace.
Edward Nketiah og Eberechi Eze fagna marki Crystal Palace.Imago

Leikur Brighton og Nottingham Forest hefst klukkan 17:00. Átta liða úrslitum lýkur á morgun þegar Preston og Aston Villa eigast við og Bournemouth mætir Manchester City.

29. mars 2025 kl. 2:33
Innlendar fréttir
Tækni og vísindi

Deild­ar­myrkvi sjá­an­leg­ur um allt land ef veður leyfir

Fyrir hádegi verður umtalsverður deildarmyrkvi á sólu sjáanlegur á Íslandi öllu ef veður leyfir. Hann sést að öllum líkindum best frá Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum, þaðan sem tunglið hylur rúmlega 75 prósent sólar.

Deildarmyrkvinn hefst skömmu eftir klukkan tíu og nær hámarki rétt eftir klukkan ellefu. Gert er ráð fyrir að tunglið verði farið frá sólu skömmu eftir klukkan tólf á hádegi.

Varað er við að horfa á sólmyrkva með berum augum, það getur valdið sjónskaða. Ef fólk hyggst fylgjast með deildarmyrkvanum er til að mynda mælt með að horfa í gegnum rafsuðugler eða þar til gerð sólmyrkvagleraugu.

epa11638956 The annular solar eclipse, in Rapa Nui, Chile 02 October 2024. The eclipse reached the ring of fire with 93 percent coverage.  EPA-EFE/STR
Sólmyrkvi í október 2024 séður frá Chile.EPA-EFE / STR

29. mars 2025 kl. 0:11
Innlendar fréttir
Reykjavíkurborg

Þúsund lítrar af sýru­hreinsi láku við Sunda­höfn

Engin slys urðu né tjón þegar sýruhreinsiefni lak við Sundahöfn í Reykjavík fyrir hádegi í dag, að sögn Gunnars Agnars Vilhjálmssonar, aðstoðarvarðstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann sagði þúsund lítra hafa lekið úr tveimur ílátum sem voru í gámum við höfnina.

Ekkert lak þó í sjó og hreinsunarstarf gekk vel. Gunnar Agnar sagði að slökkviliðsmenn hefðu sett sand yfir efnið sem fór niður, sem var svo fært í viðeigandi eiturefnaförgun. Aðgerðum hefði lokið um klukkan sjö í kvöld. Heilbrigðiseftirlitið hefði verið upplýst um lekann.

Gunnar Agnar sagði að í svona verkum væri mikilvægt að flýta sér ekki heldur vanda til verka.

28. mars 2025 kl. 20:45
Innlendar fréttir
Veður

Útlit fyrir mikinn snjó á Suð­aust­ur­landi

Horfur eru á snjókomu í nótt og framan af morgundeginum á Suðausturlandi.

„Talsvert mikið mun snjóa staðbundið á þjóðveginum sunnan Öræfajökuls og austur yfir Breiðamerkursand og í Suðursveit.“ segir í ábendingu frá Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi Vegagerðarinnar.

Sums staðar er búist við allt að 50-70 sentímetra snjódýpt. Á köflum verður þetta blautur snjór og hann því þungur og erfiður viðureignar.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna austan hríðar í landshlutanum.

Von er á mikilli snjókomu í grennd við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi í nótt og á morgun.RÚV / Samúel Örn Erlingsson

28. mars 2025 kl. 19:37
Innlendar fréttir
Reykjanesbær

Lítils háttar eldur í gömlu sund­höll­inni í Kefla­vík

Gamla sundhöllin í Keflavík. Tveir slökkviliðsbílar frá Brunavörnum Suðurnesja á vettvangi eftir að eldur kom upp í sundhöllinni.
Tveir slökkviliðsbílar frá Brunavörnum Suðurnesja á vettvangi, auk eins lögreglubíls.RÚV / Þorgils Jónsson

Brunavörnum Suðurnesja (BS) barst fyrr í kvöld tilkynning um eld í gömlu sundhöllinni í Keflavík.

Að sögn Gunnars Jóns Ólafssonar, bakvaktarstjórnanda hjá BS, var eldurinn minniháttar. Svo virðist sem kveikt hafi verið í rusli ofan í sundlauginni.

Gunnar segir í samtali við fréttastofu að vinna á vettvangi sé á lokametrunum. Búið sé að slökkva allan eld og slökkviliðsmenn vinni nú við að reykræsta bygginguna.

Lengi hefur staðið til að rífa gömlu sundhöllina en engin starfsemi er þar núna.

28. mars 2025 kl. 17:44
Erlendar fréttir
Spánn

Sak­fell­ing Dani Alves felld úr gildi

Áfrýjunardómstóll á Spáni sýknaði í dag Dani Alves af ákæru um nauðgun. Alves er fyrrverandi brasilískur landsliðsmaður í fótbolta. Hann var sakfelldur og dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í febrúar í fyrra fyrir að nauðga ungri konu á skemmtistað í Barcelona.

Fjórir dómarar við áfrýjunardómstólinn komust einróma að þeirri niðurstöðu að sakfelling Alves hefði ekki byggt á nægum sönnunargögnum. Dómararnir sögðu að eyður væru í málflutningi gegn honum, ósamræmi og ónákvæmni. Dómurinn yfir Alves var því felldur úr gildi.

Dani Alves fyrir rétti í Barcelona vegna nauðgunarkæru.
EPA / Alberto Estevez

28. mars 2025 kl. 13:19
Innlendar fréttir
Viðskipti

For­manns­skipti hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins

Eyjólfur Árni Rafnsson lætur af formennsku í Samtökum atvinnulífsins á aðalfundi 15. maí. Hann hefur verið formaður í átta ár.

Myndir frá blaðamannafundi innviðaráðuneytis vegna flugvallar í Hvassahrauni og almenningssamgangna til Keflavíkurflugvallar. Eyjólfur Árni Rafnsson formaður starfshóps um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni.
Eyjólfur Árni Rafnsson.RÚV / Ragnar Visage

Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar kemur líka fram að Jón Ólafur Halldórsson gefi kost á sér. Hann hefur verið í stjórn samtakanna í áratug. Hann var formaður Samtaka verslunar og þjónustu síðustu sex árin.