Grindavík ætlar að spila á heimavelli
Knattspyrnufélag Grindavík ætlar sér að spila heimaleiki sína á Grindavíkurvelli í sumar. Liðið leikur í 1. deild karla og tilkynnti nýverið að sláttur á vellinum sé hafinn.
„Það styttist í sumarið og í morgun hófu starfsmenn hjá Golfklúbbi Grindavíkur slátt á Stakkavíkurvelli þar sem Grindavík mun leika heimaleiki sína í Lengjudeild karla í sumar.
Völlurinn kemur vel undan vetri og ágæt spretta á vellinum. Á næstu vikum verður völlurinn gataður og sandaður.“
Karla- og kvennalið Grindavíkur léku í Safamýri á síðasta tímabili. Kvennalið Njarðvíkur og Grindavíkur sameinuðust að tímabilinu loknu. Liðið leikur í Njarðvík.