Ofurhetjan og brandaramaskínan Svarti kjúklingurinn er mörgum í fersku minni en hann er ein af mörgum óborganlegum persónum sem Radíusbræður skópu í sketsagrínþættinum Radíus frá árinu 1995.

Við látum hér nokkrar senur með kjúklingnum kræfa fylgja með þar sem Steinn Ármann fer á kostum. Hægt er að horfa á þættina í heild sinni í Spilaranum en RÚV hefur í sumar endursýnt gamla íslenska grínþætti eins og Radíus, Drekasvæðið og Limbó.