Lífið er vissulega leikrit. Leikrit sem hefur unnið til verðlauna og höfðar til allra aldurshópa. Leikhópurinn Tíu fingur hefur unnið þessa sýningu með leikstjóranum Charlotte Böving en Helga Arnalds er myndrænn stjórnandi.

Sólveig Guðmundsdóttir leikkona er annar tveggja leikara í sýningunni (mótleikarinn er Sveinn Ó. Gunnarsson) og sagði hún Mannlega þættinum frá verkinu. „Fyrir mér fjallar þetta verk um sköpunarsöguna og hvernig lífið getur komið á óvart, átök í lífinu og hvað það er gaman að vera saman," sagði Sólveig.