Árið 2015 var það Þuríður Jónsdóttir sem samdi jólalag Ríkisútvarpsins við þýðingu Jakobs Jóhannessonar Smári af ljóði Zachris Topelius. Það er Schola Cantorum kórinn sem flytur og Hörður Áskelsson stjórnar.
Árið 1987 hófst sú hefð hjá Ríkisútvarpinu að fá íslenskt tónskáld til að semja nýtt jólalag fyrir hver jól. Lagið er síðan frumflutt á Rás 1 á jóladag, undir yfirskriftinni Jólalag Ríkisútvarpsins. Mörg verkanna eru löngu orðin hluti af íslenskri jólahefð og Rúv.is telur niður dagana til jóla með einu lagi á dag. Hér má hlusta á þau lög sem á undan hafa komið.