Hera Björk vann Söngvakeppnina 2024
Takk fyrir kvöldið
Þá er keppninni lokið. Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu í kvöld.
Hera Björk er sigurvegari
Það er ljóst að það er engin önnur en reynsluboltinn Hera Björk sem vann Söngvakeppnina 2024 með lagið Scared of heights. Hún þekkir keppnina auðvitað betur en flestir aðrir og hún er sannarlega ekkert hrædd við sviðsljósið, enda líður henni best þar. Lagið er eftir Ásdísi Maríu sem einnig samdi lag Anítu sem heitir Downfall.
Hera og Bashar í einvígið
Hera Björk með lagið Scared of Heights og Bashar Murad með lagið Wild west eru komin í einvígið í Söngvakeppninni. Áhorfendur kjósa nú á milli þessara tveggja laga.
Kosningin er í fullum gangi
Hægt er að kjósa....
- Í gegnum síma, þar sem hægt er að hringja í eða senda sms á númer lagsins.
- Í gegnum appið RÚV Stjörnur sem hægt er að ná í í Apple Store eða Google Play.
Kosninganúmer
- Bíómynd - VÆB: 900 9901
- Scared of Heights - Hera Björk: 900 9902
- Downfall - ANITA: 900 9903
- Wild West - Bashar Murad: 900 9904
- Into The Atmosphere - Sigga Ózk: 900 9905
Siggi Gunnars trylltist þegar Hera komst áfram í Osló
Áfram Tiffany!
Sigga sendir heiminum góða strauma
Bashar í villta vestrinu
Bashar er þakklátur fyrir stuðninginn
Aníta er þakklát
Orkumikil Aníta syngur og dansar
Hera fer hærra
Líf VÆBbræðra er eins og bíómynd
„Takk fyrir að heyra það sem ég hef fram að færa“
VÆB bræður í Húsdýragarðinum
Sjö manna dómnefnd keppninnar
Fyrirkomulag og kosninganúmer
Fyrirkomulag kosninganna í úrslitunum verður eins og það hefur verið sl. ár, í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum getur almenningur kosið á milli allra fimm laganna og vega atkvæði almennings helming á móti atkvæðum sjö manna dómnefndar. Efstu tvö lögin úr fyrri hlutanum komast í hið svokallaða einvígi og verða þá flutt aftur.
Þá er opnað að nýju fyrir símakosninguna þar sem aðeins almenningur getur kosið á milli laganna tveggja. Lögin tvö halda atkvæðunum úr fyrri hlutanum og nýju atkvæðin bætast við. Það verður því stigahæsta lag kvöldsins sem sigrar.
Nöfn dómnefndarfulltrúa verða tilkynnt seinna í dag en dómnefndin horfði á svokallað dómararennsli í gærkvöldi og hefur nú skilað inn atkvæðum sínum til framkvæmdastjóra keppninnar.
Hvernig er kosið?
Almenningur getur kosið á tvenns konar hátt eins og áður:
- Í gegnum síma, þar sem hægt er að hringja í eða senda sms á númer lagsins.
- Í gegnum appið RÚV Stjörnur sem hægt er að ná í í Apple Store eða Google Play.
Röð laganna í og kosninganúmer
- Bíómynd - VÆB: 900 9901
- Scared of Heights - Hera Björk: 900 9902
- Downfall - ANITA: 900 9903
- Wild West - Bashar Murad: 900 9904
- Into The Atmosphere - Sigga Ózk: 900 9905
Ákvörðun um þátttöku í Eurovision tekin í næstu viku
Fulltrúar RÚV tilkynntu í byrjun árs breytt fyrirkomulag í keppninni. Ákveðið var að slíta á tengsl Söngvakeppninnar og Eurovision sem haldin verður í Malmö í maí og að ekki yrði tekin ákvörðun um þáttöku í Eurovision fyrr en eftir Söngvakeppni.
Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, sagði þá að sú ákvörðun yrði tekin af RÚV en litið yrði til ýmissa þátta þegar að því kæmi. Meðal annars öryggissjónarmiða, stöðunnar í alþjóðamálum og einnig að vitanlega yrði haft samráð við sigurvegara Söngvakeppninnar. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri tók í sama streng og sagði að enginn keppandi yrði neyddur til að halda utan.
Aðspurður um hvenær ákvörðunin yrði tekin um þátttöku Íslands í Eurovision segir Rúnar Freyr:
„Við höldum bara áætlun, klárum Söngvakeppnina, krýnum sigurvegara í kvöld og skoðum svo stöðuna eftir helgi. Við munum þá taka tillit til þeirra hluta sem við höfum nefnt, funda með höfundum og flytjendum sigurlagsins og taka svo ákvörðun í kjölfarið. Ég býst við að það gerist fljótlega í næstu viku, því ef af þátttöku verður þurfa öll gögn að vera komin frá okkur til EBU 11. mars,“ segir Rúnar Freyr og bætir við: „En núna er það Söngvakeppnin sem er aðalatriðið. Keppnin hefur aldrei verið jafn glæsileg, stemningin í okkar frábæru keppendum og yndislega starfsfólki er frábær og nú og við hlökkum mikið til kvöldsins. Gleðilega Söngvakeppni!“