Stærstu löglegu jeppadekk í heimi

Elsa María Guðlaugs Drífudóttir

Það er erfitt að komast hjá því að sjá nýjan fararskjóta Björgunarfélags Hornafjarðar enda er hann engin smásmíði. Dekkin undir nýja björgunarbílnum eru 58 tommur, þau stærstu sem kostur er á. Í um fimm ár hefur verið ljóst að festa þyrfti kaup á nýjum bíl fyrir félagið. Friðrik Jónas Friðriksson, rafvirki og björgunarsveitarmaður, segir að hann bæti viðbragð sveitarinnar mikið. Nú verður til dæmis mun betra að skjóta skjólshúsi yfir fólk en áður.

Félagsmenn í Björgunarfélaginu breyttu bílnum sjálfir og hér um bil öll vinnan var unnin í heimabyggð. Fullbúinn vegur bíllinn um sex tonn og tekur meira en sex hundruð lítra af eldsneyti. Friðrik segir að með virðisaukaskatti hafi bíllinn kostað 43 milljónir króna.

Landinn fór í bílferð með björgunarfélagi Hornafjarðar.