150 hringir í Elliðaárdal

Þórdís Claessen

,

„Þetta er tíu kílómetra hringur hér í Elliðaárdal og það er haldið hlaup sama hvernig veðrið er“ segir Dagur Egonsson, einn af stofnendum Powerade Vetrarhlaupsins.

Vetrarhlaupið er mánaðarlega frá október og fram í mars. Þátttakendur eru frá 16 ára upp í áttrætt og rosknir hlauparar fengu að byrja örlítið fyrr svo allir gætu upplifað saman gleðina í markinu.

“Við höfum alltaf stefnt að því að hafa þetta einfalt í framkvæmd“ segir Dagur.

Ragna María Ragnarsdóttir lauk sínu hundraðasta vetrarhlaupi og var ákaft fagnað við marklínuna. Ragna á þrjú ár í áttræðisafmælið og hér áður hefði hún varla getað ímyndað sér að hún héldi þetta út. „Ég hélt bara alltaf áfram að mæta. Ég get ekki verið heima því þá finnst mér ég ver að skrópa“ segir Ragna.