Með drottningar á heilanum
Þura Stína var með sýninguna á Hönnunarmars. Hún segist eiginlega hafa verið með drottningar á heilanum og þurft að koma því frá sér.
„Mér finnst þetta svo fallegt orð af því það er hlaðið svo jákvæðri orku. Við notum þetta eiginlega alltaf til að upphefja eitthvað. Það er mjög sjaldan sem við notum þetta í neikvæðum tilgangi,“ segir Þura Stína þegar hún er spurð af hverju drottningar séu henni svona hugleiknar.
„Svo byrjar dóttir mín, fjögurra ára, að hafa gífurlegan áhuga á skák, sem kemur úr leikskólanum hennar, ég var ekki alveg þar. Ég samt spila við hana og hún er alltaf að passa upp á drottninguna sína. Hún sagði mamma, sko, kóngurinn, hann má bara fara einn reit, hann gerir ekkert. Drottningin gerir allt!“
Þú getur hlustað á viðtalið við Þuru Stínu í spilaranum hér fyrir ofan.