Byggjum nýtt kvennaathvarf: Söfnunarþáttur í beinni útsendingu

Anna María Björnsdóttir

Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Á allra vörum stendur fyrir landssöfnun fyrir nýju kvennaathvarfi þar sem konur og börn geta dvalið í öruggu skjóli. Söfnunarþátturinn Byggjum nýtt kvennaathvarf er á dagskrá RÚV klukkan 19:45 og fá áhorfendur að kynnast starfi athvarfsins og heyra reynslusögur kvenna og barna sem þar hafa dvalist.

Auk þess hefur fjöldi tónlistarmanna lagt verkefninu lið og flytja sitt hvað af sínum bestu lögum í þættinum.

Með umsjón þáttarins hafa Andri Freyr Viðarsson, Edda Sif Pálsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir. Hægt er að horfa á þáttinn í beinu streymi í spilaranum hér fyrir ofan.