Flutti til Íslands til að auka veg júdóíþróttarinnar hér

Amanda Guðrún Bjarnadóttir

Hver þráir ekki að láta fleygja sér í gólfið og tuska sig til tvisvar í viku? Þetta hugnast alla vega þeim Norðlendingum sem ákváðu nýverið að byrja að æfa júdó. Erini heldur námskeið fyrir fullorðna byrjendur og Landinn kíkti á æfingu.

„Ég nýt þess virkilega að æfa. Hópurinn er mjög samheldinn og það er alltaf gaman. Aldrei of alvarlegt,“ segir Megan Phoebe Iley sem byrjaði nýverið að æfa júdó.

Erini leggur áherslu á að júdó sé fyrir alla og íþróttin sé ekki eins og margir ímyndi sér þar sem meiðsli séu tíð og hasarinn mikill. Júdó hjálpi fólki að styrkjast andlega og líkamlega. „Júdó er táknrænt fyrir lífið. Þú lærir að detta og samþykkir það og svo stendur þú aftur upp og heldur áfram. Við lærum í júdó að meta sigur og sætta okkur við ósigur,“ segir Erini.